Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 31

Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 31 George Speight. Suva, Fídjí, Honiara, Salómonseyjum. AP, AFP. FRANK Bainimarama, herforingi og yfirmaður hers Fídjí-eyja, sem fyrir nokkru lýsti yfir herlögum á eyjunum, mun á næstu dögum til- nefna nýja ríkisstjórn Fídjí. Hvorki George Speight leiðtogi valdaránsmanna né stuðningsmenn hans munu að sögn Bainimar- ama eiga sæti í stjórninni þrátt fyrir þá kröfu Speight að hann fari fyrir nýrri ríkisstjórn. Að sögn Eroni Volavola, tals- manns hersins, munu ráðherrar hinna nýju stjórnar ekki heldur koma úr röð- um hersins, en Volavola sagði Bainimarama kynna niðurstöðu sína fyrir lok þessarar viku. Lítið hefur hreyfst í samningaviðræðum Bainimarama og Speight sl. viku þó herinn hafi komið til móts við ýmsar kröfur Speights, m.a. þá að stjórnarskráin verði felld úr gildi og Speight og helstu stuðnings- mönnum hans veitt friðhelgi vegna valdaránsins. Speight, sem heldur yfir 30 manns, þar af fjölda þing- manna og fyrrum forsætisráð- herra, í gíslingu í þinghúsinu í Suva, segist hins vegar ekki láta gísla sína lausa fyrr en herinn samþykki hann sem leiðtoga næstu ríkisstjórnar Fídjí. Krefst afsökunarbeiðni fyrir líflátstilraun Auk kröfunnar um embætti leið- toga krefst Speight nú einnig skriflegrar afsökunarbeiðni eftir að hermenn hófu skothríð á bíl hans nú á mánudag. Speight var á leið til þinghúss Fídjí-eyja er at- vikið átti sér stað og hæfðu skotin bílinn en ekki Speight. „Þetta var tilraun til að ráða mig af dögum,“ sagði Speight í gær og krafðist skriflegrar afsökunarbeiðni frá Bainimarama. „Ef eitthvað kemur fyrir mig eða mína menn þá mun það koma niður á gíslunum," sagði Speight á fréttamannafundi í gær og kvað líf gíslanna augljóslega í hættu. Að sögn Volavola voru ástæður skotárásarinnar hins vegar slök dómgreind hennanna í eftirlitsstöð, þar sem bíll Speight brunaði fram hjá án þess að stöðva. Nokkrir stuðningsmanna Speight voru handteknir í kjölfar þessa, en þeim sleppt eftir að valdaránsmenn hót- uðu að skaða gíslana sem hafa nú verið í haldi í rúmar þrjár vikur. Afsagnar Ulufa’alu að vænta á morgun Á Salómonseyjum, þar sem til vopnaðara átaka hefur komið und- anfarið, tilkynnti Bartholomew Ulufa’alu forsætisráðherra eyjanna í gær að hann muni segja af sér embætti á fímmtudag hver sem niðurstaða vantrauststillögu þings- ins verði. Ulufa’alu sagði afsögn sína kunna að hafa í för með sér aukin átök, en sagði í viðtali við AP-fréttastofuna að afsögn væri sinn eini kostur þar sem hann ótt- aðist að uppreisnarmenn ynnu bæði fjölskyldu sinni og ráðherrum stjórnarinnar mein sæti hann áfram í embætti. Vopnahlé hefur ríkt síðan á föstudag eftir að uppreisnarmenn samþykktu að leggja niður vopn sín til að gi'eiða fyrir friðarviðræðum. Þeir höfðu áður tekið Ulufa’alu í gíslingu og krafíst afsagnar hans, en létu hann lausan nokkrum dög- um síðar á meðan þingheimur ákvað framtíð hans í embætti. Að sögn Ulufa’alu leitast upp- reisnarmennirnir þar með við að láta leiðtogaskiptin líta löglega út þó afsögn hans sé í raun fengin með þvingunum. Rabbínarnir, sem eru í forystu Shas-flokks strangtrúaði-a gyðinga, á fundi í Jerúsalem í gær. Shas-flokkurinn hætt ir stjórnarþátttöku Jcrúsalcm, Washington. AP, Reuters. SHAS-FLOKKURINN, harðlínu- flokkur strangtrúaðra gyðinga, til- kynnti í gær að hann myndi hætta þátttöku sinni í samsteypustjórn Ehuds Baraks, forsætisráðherra Israels, eftir að stjórnin hafnaði ki'öfum flokksins um aukið fjár- magn til menntakerfis landsins. Ef flokkurinn lætur verða af hótun sinni er eins árs gömul ríkisstjórn Baraks í hættu og friðarsamningar við Palestínumenn í uppnámi. Rabbínarnir gefa fyrirmæli „Ríkisstjórnin hefur ítrekað reynt að skaða mpnntun (rétt- trúaðra) barna í ísrael,“ sagði Rafael Pinhasi, talsmaður flokks- ins, í gær. „Okkur fínnst sem þeir taki félagsleg mál ekki nægilega alvarlega." Rabbínarnir, sem eru í forystu flokksins, gáfu þingmönnum sínum þau fyrirmæli að senda afsagnar- bréf sín til þingsins nk. sunnudag og myndu afsagnir þeirra taka gildi tveimur dögum síðar. Mun þetta gefa Barak viku frest til samningaumleitana svo starfhæfur meirihluti komist á að nýju. Shas-flokkurinn hefur krafið ríkisstjórnina um háar viðbótar- upphæðir til að viðhalda mennta- kerfi sínu sem þegar er gjaldþrota og hefur sætt gagnrýni vegna Norsk-rú ssneska fiskveiðinefndin Búist við hörðum deilum Ósló, Morgunblaöið. BÚIST er við hörðum deilum á fundi norsk-rússnesku fískveiði- nefndarinnar í Múrmansk í dag og á morgun en þar verður rætt um ástand þorskstofnsins í Barents- hafi og líklegan kvóta á næsta ári. Þorskkvótinn verður ekki end- anlega ákveðinn fyrr en í nóvem- ber næstkomandi en víst þykir að Rússar vilji skella skollaeyrum við viðvörunum fiskifræðinga, sem telja ástand þorskstofnins mjög al- varlegt. Norska hafrannsókna- stofnunin lagði til í fyrra að heild- arkvótinn yi'ði 260.000 tonn en þá var hann ákveðinn 390.000 tonn og vildu Rússar þó að hann yrði 30.000 tonnum meiri. Ekki-er talið óhugsandi að á Múrmansk-fundin- um fari Rússar fram á að kvótinn á þessu ári verði enn aukinn. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs dróst þorskaflinn í Barentshafí saman um 13% en landanir er- lendra skipa í Noregi, aðallega rússneskra, hafa aukist um 15% á einu ári og um 33% frá 1998. Af rússneska þorskinum eru 43% undir einu kílói og 48% á bilinu 1- 2,5 kíló. Af norsku skipunum eru aðeins 5% undir einu kílói, 41% 1- 2,5 kg og 54% þar yfir. tírslit sveitarstjórnarkosninga í Svartfjallalandi valda áhyggjum Setja sjálfstæðis- stefnunni skorður spillingarmála. Hefur þetta mætt mikilli mótstöðu stjórnar Baraks sem nú er talin leita allra leiða til að mynda stjórn án þátttöku full- trúa trúarsamtaka. Óvissa um framhald friðarviðræðna Ef Shas-flokkurinn heldur fast við ákvörðun sína mun óvissa ríkja um framhald friðarviðræðna við Palestínumenn en fyrir liggur að endanlegt friðarsamkomulag verði undirritað eftir þrjá mánuði. Áður en að því kemur mun atkvæða- greiðsla fara fram á ísraelska þinginu. Þrátt fyrir pólitískan óróa í ísrael hófu ísraelskir og palest- ínskir embættismenn samningavið- ræður sínar í Washington í gær. Stefnt er að því að komast að sam- komulagi um öll stærstu málin sem enn eru óuppgerð milli ísra- elsstjórnar og stjórnar Palestínu- manna, þ.á m. framtíð Jerúsalem, landtöku Israela á herteknu svæð- unum og landamæri ríkis Palest- ínumanna. Podgorica. Reuters. KJÓSENDUR í Svartfjallalandi, öðm sambandsríkja Júgóslavíu, vii'ð- ist vera klofnii- í afstöðu sinni til ríkis- stjómar umbótasinnans Milo Djuk- anovics, forseta landsins, eftir sveitarstjórnarkosningar í landinu um helgina. Stjórnarflokkarnir sigr- uðu í höfuðborginni Podgorica en stjórnarandstaðan, sem fylgir Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta að málum, sigraði í hafnarborg- inni Herceg Novi. Hafa niðurstöðurn- ar valdið nokkram áhyggjum og era þær taldar geta sett sjálfstæðisstefnu Djukanovics skorður á næstunni. „Betra líf‘, bandalag stjórnar- flokkanna, hlaut mikinn mehihluta atkvæða í Podgorica en „Júgóslavía", kosningabandalag stjómarandstöð- unnai', sigraði í Herceg Novi. „Það er mikið áfall að stuðningmenn Milosev- ics sigraðu í borginni," sagði Milka Tadic, ritstjóri vikuritsins Monitor, í gær. Miomir Mugosa, talsmaður stjórn- arinnar, kenndi serbneskum flótta- mönnum um stuðninginn við stjórn- arandstöðuna en þeir ásamt elli- lífeyrisþegum og fyrram hermönnum Júgóslavíuhers era fjölmennir í Herceg Novi. „Þeir studdu mann sem AP Stuðningsmenn stjörnvalda í Svartfjallalandi fagna niðurstöðu sveitar- stjórnarkosninganna í Podgorica. hefur eyðilagt allt sem var þeirra," sagði hún á fréttamannafundi í gær. Stjóm Svartfjallalands hefur leitast við að fjarlægjast sambandsríkið og stefnu Milosevics undanfarin tvö ár og hefur Djukanovic forseta orðið mikið ágengt í að afla stefnu sinni stuðnings á Vesturlöndum. Telja stjórnmálaskýrendur að forsetinn kunni nú að hægja á sjálfstæðisstefnu sinni en hann hefur hótað stjómvöld- um í Belgrad að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Svart- fjallalands. SUtnUORF ÞÓR HF Reykjavfk - Akureyrl Reykjavlk: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Ný ríkisstjórn Fídjí verði til- nefnd í vikunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.