Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 33
Þar sem orðið hættir
William Harper frá
Bandaríkjunum verður í
sviðsljósinu á fimmta
tónskáldaþinginu á há-
tíðinni Menning og nátt-
úruauðæfí í Grindavík í
dag kl. 17. Atli Heimir
Sveinsson fjallar um
starfsbróður sinn.
ÉG hitti William Harper fyrst í
Reykjavík fyrir nokkrum árum. Ég
man ekki í hvaða erindagjörðum
hann var, en Guðmundur Emilsson
kynnti okkur. Hann var sem sé
einn af þessum mörgu vinum Guð-
mundar utan úr heimi, sem hingað
leggja leið sína af og til. Gott ef
Guðmundur var ekki að láta flytja
eitthvað eftir hann hérna heima á
einhverri tónlistarhátíð sem hann
stóð fyrir.
Guðmundur fær alls konar hug-
myndir, og það sem meira er, hann
kemur mörgum þeirra í verk og er
seigur við að virkja skapandi menn
til samstarfs. Hann tekur gjarnan
að sér ljósmóðurhlutverkið við til-
urð listaverka.
En þá kynntumst við William
Harper nokkuð, snæddum saman
og ræddum eilífðarmál listarinnar.
Þetta var athugull maður, með sí-
hvikul augu, sem fátt fór framhjá.
Hann hafði fágaða framkomu, en
bar með sér þá opinskáu einlægni
sem einkennir marga menntaða
ameríkana.
Og William var prýðilega vel að
sér í nútímalistum og fylgdist vel
með ýmsu því sem var að gerast í
öðrum listgreinum en tónlist. Ég
minnist áhugaverðra og skarplegi'a
athugasemda hans um nóbelsverð-
launahöfundinn Saul Bellow,
Chieago-skáldið mikla, en William
er búsettur í þeirri stóru og annál-
uðu borg.
Við töluðum líka um óperugerð,
en hann hafði samið nokkrar og
sýn hans á vandamál ópenjgerðar
á okkar tímum var frumleg og
skýr. Hann sendi mér geisladiska
með tónlist sinni, sem ég hlustaði á
af mikilli athygli.
Næst hitti ég Willi-
am í fyrra í Brown-
háskólanum. Þar var
frumflutt magnað
verk eftir hann, Mar-
líðendur, við mikil-
fenglegt ljóð Jóhanns
Hjálmarssonar. Kam-
mersveit Baltnesku
Filharmóníunnar lék
af miklum næmleika
með háskólakórnum
og slagverkarar tóku
einnig þátt í leiknum.
Guðmundur Emils-
son stjórnaði. New
York Times fór mörg-
um fögrum orðum um
þennan flutning.
Það var áhifarík stund þegar
skáldið sté fram og flutti ljóð sitt í
upphafi. En tónlist Williams og ljóð
Jóhanns runnu saman í eina heild.
Tónskáldið semur verk sitt við
tilbúið ljóðið og það er tónskáldsins
að túlka það og útmála í tónlist,
koma andblæ þess til skila og
skýra innihald þess með þeim
óskilgreinanléga miðli sem tónlistin
er. Ljóðið Marlíðendur segir frá
Fróðárundrunum sem sagt er frá í
Eyrbyggju. Þetta er svæsin
draugasaga sem túlka má á marga
vegu. Og það gerir Jóhann.
Það vitnar um innsæi Harpers
og listamannslund hvað honum
tókst að hitta naglann á höfuðið.
Tónlistin þjónaði orðinu eins og
í TENGSLUM við hina árlegu
hvalahátíð á Húsavík verður opnuð
myndlistarsýning japönsku lista-
konunnar Namiyo Kubo í húsnæði
Hvalamiðstöðvarinnar á morgun,
fimmtudag.
Namiyo Kubo er vel þekkt lista-
kona í heimalandi sínu og víðar.
Hún hefur haldið fjölmargar sýn-
ingar í Bandaríkjunum þar sem hún
er nú búsett. Síðasta stóra sýningin
hennar var á Kúbu. Namyio hefur
m.a. málað margar veggskreyting-
ar og útilistaverk í fjölda borga í
Mozart ætlaðist til. En
um leið helt hún áfram
að yrkja kvæðið, þar
sem orðið hættir, en
það sagði Schopenhau-
er að væri leyndar-
dómur tónlistarinnar.
Stfll Williams er yf-
irvegaður og sparsam-
ur. Hann er litríkur,
en hógvær.
Tónlistin er eðlileg
og tilgerðarlaus. Höf-
undurinn kann vel að
beita kór og manns-
röddum. Áferð
strengjanna persónu-
leg og hlutur ásláttar-
hljóðfæranna ávallt
hluti af myndinni en ekki skraut
eða effekt, sem Wagner kallaði
áhrif án ástæðu.
Og William Harper tókst að fíla í
botn og hefja í æðra veldi gamla ís-
lenska hryllings- og spennusögu í
túlkun nútímaskálds á Islandi.
Sagt er að listin þekki engin landa-
mæri og að tónlistin sé alþjóðleg
tungumál. Marlíðendur sannaði að
höfundarnir eru alþjóðlegir lista-
menn og andi þeirra flýgur vítt um
heima alla. Þetta verk Williams
Harpers hefur auðgað okkar menn-
ingu.
Auk Marlíðenda verður flutt nýtt
hljóðrit af Requiem Hai-pers í Eld-
borg í Svartsengi kl. 17:00 síðdegis
í dag. Bæði þessi verk eiga erindi
við íslenska tónlistarunnendur.
Japan og í Bandaríkjunum. Árið
1998 kom Namiyo í fyrsta sinn til
Islands og málaði þá listaverk í
barnahorni Hvalamiðstöðvarinnar
en hún hefur verið sérstakur vel-
unnari Hvalamiðstöðvarinnar und-
anfarin ár.
Meðan á dvöl hennar stendur
mun hún mála stórt útilistaverk á
vegg framtíðarhúsnæðis Hvalamið-
stöðvarinnar.
Sýningin verður opin til og með
22. júní á opnunartíma Hvalamið-
stöðvarinnar.
Sveinsson
Málverkasýning’
á hvalahátíð
Menning og náttúru-
auðæfí - Grindavík
Miðvikudagur 14. júní.
Eldborg í Svartsengi. Kl. 17.
Námur 1987-2000. Tónskálda-
þing í Illahrauni (V):
Frummælandi: William Harper.
Heimsfrumflutningur nýrra hljóðr-
ita og aðfararorð tónskálds: Requ-
iem og Marlíðendur í flutningi Kórs
Lettneska Ríkisútvarpsins, Kam-
mersveitar Baltnesku Fflharmón-
íunnar og Drengjakórsins í Riga. Jó-
hann Hjálmarsson flytur framort
ljóð sitt Marlíðendur á undan tón-
verki Williams Harpers.
Útitónleikar uppi á hól við Þor-
bjarnarfell. Kl. 20.
Námur 1987-2000. Tónskáldaþing
í Illahrauni (VI). Tilbrigði um útistef.
Frammælendur: Davíð Franzson,
Gyða Valtýsdóttir, Mark Phillips,
William Harper. Fjögur raftónverk,
byggð á hljóðmyndum úr Grindavík
og Illahrauni, flutt undir beram
himni, hvort heldur í roki, rigningu
eða kvöldsól. Verkin byggja á sömu
hljóðmyndum og Atli Heimir Sveins-
son lagði til grandvallar Grindavík-
urgjörningi sínum, Hafgúum.
Léttur og meðfærilegur
með iniibyggðum prentara
Hægt að kaupa eða leigja
[ Les allar tegundir greiðslukorta
sem notuð eru á Islandi
Er með lesara fyrir
Hlíðasmára 10
Kópavogi
Sími 544 5060
Fax 544 5061
snjallkort og segulrandarkort
Hraðvirkur hljóðlátur prentari
Gunnar Bernhard ehf.
ORHfiGUR OG FJOLSKYLDUVÆNN
HONDA Clvlc 5 dyra VTEC
115 hestöfl, 1500 vél, 2
loftpúðar, ABS, styrktarbitar
I hurðum, sparneýtinn, I
blönduðum akstri 6,51/100 km
1.495.000kr.-
Vatnagörðum 24 • s. 520 1100
AKRANES: Bilver sf„ sími 431 1985. AKUREYRI: Höldur hf„ sími 4513000. KEFLAVÍK: Bílasalan Bílavik, sími 421 7800. VESTMANNAEYJAR: Bilaverkstæðið Bragginn, simi 481 1535.