Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 36

Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ATOMSKJALFTI TOJVLIST i; I d b o r g TÓNVERKAKYNNING Mist Þorkelsdóttir: Til heiðurs þeim; Kvinnan fróma. Þorkell Sig- urbjörnsson: Flökt; ÚSAMO; Rúnir. Hljóðritun af kammersveit Ffl- harmóníuhljómsveitarinnar í Riga undir stjórn Guðmundar Emilsson- ar. Kynnir: Þorkell Sigurbjörnsson. Umsjón: Guðmundur Emilsson. Föstudaginn 9. júní kl. 17:30. VEÐRIÐ lék í lyndi á tónskálda- þingi á vegum Menningar- og lista- hátíðar Grindavíkur í Eldborg á Svartsengi á föstudaginn var, ólíkt því sem gerðist fimm dögum fyrr, þegar landsynningurinn hvein í hverju tré. Úndirrituðum gafst að þessu sinni betra tóm en áður til að skoða aðstæður í og við hið nýlega safn- og samkomuhús Hitaveitu Suð- urnesja sem enn virðist furðuókunn- ugt fólki á faraldsfæti þótt standi að- eins steinsnar frá hinni hejmskunnu heilsulind Bláa lónsins. í kjallara Eldborgarhússins er að finna alltil- komumikla margmiðlunarsýningu á undraöflunum úr iðrum jarðar og uppi er notalegur lítill salur sem sýn- ist skapaður til fyrirlestra og kamm- erhljómleikahalds, búinn nýjum flygli. Síðar um kvöldið kom svo í ljós að veitingasalur hótelsins við Bláa lónið er óvenju vel hljómandi til bæði Ijóða- og djassflutnings. Möguleikar til tónlistarlegrar uppbyggingar á svæðinu virðast því miklir og ekki er að efa að fjárhagslega vel stætt sveit- arfélag nýti sér tækifærið til að gera þessa sérstæðu ferðamennskuperlu að n.k. Karlsbad norðursins, þar sem gestir geti leitað sér heilsubótar jafnt út- sem innvortis. Tilgangur þessa tónskáldaþings var sem fyrri daginn að kynna og frumflytja hljóðrit á væntanlegum geisladiskum af verkum tónskálda í meðförum kammersveitai' Baltnesku Fílharmóníuhljómsveitarinnar undir stjórn Guðmundar Emilssonar. I þetta sinn eftir feðginin Mist Þor- kelsdóttur og Þorkel Sigurbjörns- son, auk þess sem höfundar fylgdu verkum sínum úr hlaði með nokkrum orðum. Þorkell mælti íyrir munn dóttur sinnar í íjarveru Mistar áður en hljómflutningur hófst með tveim- ur fremur stuttum strengjaverkum hennar. Fyrst var „Til heiðurs þeim“ (..er leita á vit hins ókunnuga"), samið fyrir rúmum áratug að tilhlut- an bandarískrar strengjasveitar í Minneapolis í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar. Verkið hófst á drama- tísku tremólói „sul ponticello“ en rann síðan áfram á líðandi hómófón- ískri undiröldu með viðkomu í m.a. dulúðugu strengjaplokki, tignarleg- um legato-söng og ljóðrænum hug- hrifalýsingum af víðáttum úthafsins, oft með stuttum retorískum þögnum milli hendinga, eins og upp úr göml- um sagnaþul en óháð viðjum tímans. Verkið kvað að hluta unnið úr sálma- laginu forna „Jesú, mín morgun- stjarna" og kom fallega og gegnsætt út í næmum flutningi eystra- saltnesku strengjanna, enda mun það þegar hafa farið víða og m.a. ver- ið leikið í Frakklandi og á Norður- löndum auk Bandaríkjanna. Seinna strengjaverk Mistar, „Kvinnan fróma“, var samið fyrir ári eftir pöntun frá Baltnesku Ffl- Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. júní 2000. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.360.663 kr. 1.872.133 kr. 187.213 kr. 18.721 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.582.160 kr. 1.000.000 kr. 1.516.432 kr. 100.000 kr. 151.643 kr. 10.000 kr. 15.164 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.269.440 kr. 1.000.000 kr. 1.453.888 kr. 100.000 kr. 145.389 kr. 10.000 kr. 14.539 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.226.230 kr. 100.000 kr. 122.623 kr. 10.000 kr. 12.262 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og Liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf íbúðalánasjóður Borgartúni 21 | 105 Reykjavi'k | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 harmóníunni undir yfirskriftinni „Voyages“ (Siglingar) í tengslum við tíaldarafmæh landafunda og flutt í Brown háskóla í New York og víðar vestan hafs. Verkið vísar jöfnum höndum til Guðríðar Þorbjarnardótt- ur og sérkennilegs þjóðlags úr Mel- odiu í safni Bjarna Þorsteinssonar, „kvinnan fróma/klædd með sóma/ kvæðin og strengjaleikur", sem skar sig þó ekki áberandi úr við fyrstu heym. Olíkt fyrra verkinu bar hér mjög á sterkum púlsrytma, fyrst tvískiptum, síðar þrískiptum, og virt- ist heldur skerpa tilfinningu fyrir framvindu miðað við hægfara raps- ódíska ferlið í hinu. Heildarsvipurinn var að sama skapi atgangsmeiri, þó að einnig hér skiptust á ólíkar stemmningar, allt frá liggjandi pedal og einradda samsöng yfir í energíska taktfestu eða vaggandi öldugang og hljómabeitingin var yfirleitt fremur blíð burtséð frá léttkrydduðum tvíundum og állka, áður en fjaraði eftirminnilega út á liggjandi tómum fimmundum og fortóni, þegar Guð- ríður stendur loks „ein eftir“. Líkt og Hlými Atla Heimis fimm dögum áður hafði sinfóníuhljóm- sveitarverkið Flökt eftir Þorkel Sig- urbjömsson ekki heyrzt hér frá því er það var frumflutt í Háskólabíói 1962. Það var valið til flutnings á ISCM í Amsterdam sama ár undir stjóm Brunos Maderna og kvað m.a. hafa farið fyrir brjóstið á ekki óþekktari tónhöfundi en Igor Strav- insky, sem hélt að það snerist aðal- lega um þagnir og amaðist við þess- um „þögnum Niflunga" úr norðrí. Flökt birtist hlustandanum sem furðuhvasst og ágengt verk miðað við afkláraðan stfl höfundar frá síð- ustu áratugum. Þó sló mann ekki sízt hvað það hitti tilurðartímann beint í mark með lýsandi endurómi sínum af tæknidýrkun, visindaskáldsögum og mótmælahreyfingu ungmenna á við- sjárverðustu ögurstund atómaldar, þegar Kúbudeilan kenndi vestur- landabúum að skjálfa. Einmitt sama ár gerði Harmljóð Pendereckis um fórnarlömbin í Hiroshima raunar usla í heimi nýrrar tónlistar, tíma- mótaverk sem menningarfulltrúa Grindavíkur mun ekki með öllu ókunnugt, enda kom tilfinning stjómandans fyrir því sem mestu skiptir í módernísku tóntaki eftir- stríðsára vel fram í nærri því geisla- virkum flutningi Fflharmóníunnar. Orgelkonsertinn ÚSAMO (stytt- ing á lakónískri færslu í fornum ann- ál fyrir árið 1329: „Útkoma séra Arn- gríms með organum") var saminn fyrir Orthulf Prunner og íslenzku hljómsveitina. Hann var frumfluttur 1984 en kvað á síðustu misserum hafa orðið vinsæll í lettnesku höfuð- borginni og mikið leikinn. Tónskáldið veltir þai’ fyrir sér hvað úthjara- klerkurinn íslenzki kunni að hafa heyrt leikið á slíkt undraverkfæri suður í Frans - e.t.v. ísórytmískt rondeau eftir Machaut? - og semur þar af leiðandi fantasíu fyrir kamm- ersveit og lítið trépípuorgel út frá slíkum bollaleggingum. I fyrsta hluta lá rísandi fjórtóna lýdískur skah til grundvallar, í síðasta fallandi, með notalega ógnljúfri útleggingu á gotneskri „basse danse“ fótmennt skotið inn í miðju. Sérkennileg en hlustvæn blanda af fornu og nýju, rofin fáeinum stuttum orgelkad- enzum og endaði á herskáum bumbuslætti og örstuttum loka- hljómi. Síðasta verk Þorkels að sinni var hornkonsertinn Rúnir, saminn fyrir bernskuvin hans Ib Lanzky-Otto. Heimdallur Asgarðsvörður og gjall- arhornþeytir átti sér níu mæður og því er konsertinn gerður úr níu til- brigðum við lúðrakalls-frumið so so do do la ta- (auðvitað í dýraveiðitakt- tegundinni 6/8:: .. |—.- !) sem gengur sem rauður þráðm- gegnum allt verk- ið. I heild fjörugt og glaðvært verk, oft með heiðríku nýklassísk-ný- rómantísku yfirbragði sem stundum gat minnt mann ofurlítið á ljóðrænu augnablik Lars-Erik Larssons, stundum á þyrlandi ítalska tar- antellu eða silalegan þursavals. Aft- arlega í verkinu mátti heyra söng- ræna strengjaútgáfu á lúðra- mottóinu í anda norrænna þjóðlaga. A einum stað virtist jafnvel broti úr „Sumri hallar" bregða snöggvast íýrir, en kynni að hafa verið ofheyrn. Úndir lokin jókst verkinu ákefð með sterkum frásagnarblæ sem reis hæst í fyrrnefndu strengja-„þjóðlagi“ og endaði karlmennskulega á smellandi mottóinu í lúðrum. Baltarnir léku verkið af þrótti og smitandi lífslöng- un sem ætti að tryggja þessu hressi- lega verki langa lífdaga fram undan. Ríkarður O. Pálsson Stöðugt ný fyrirtæki - mikil sala 1. Gott og fullkomið bakarí í eigin húsnæði og með íbúð til sölu í góðum kaupstað og stórri sveit. Mikil velta og miklir aukamöguleik- ar. Laust strax ef vill. 30 ára gamalt fyrirtæki. Mikill rekstrarhagnað- ur. 2. Glæsileg gjafavöruverslun með einar fallegustu glervörur í heimi. Flytur inn sjálf frá framleiðslulöndunum. Verslun sem gaman er að eiga og vinna í. 3. Sportvöruverslun sem er í mjög stóru hverfi og fjölmennu í Rvik. Endalausir möguleikar, sérstaklega fyrir þá, sem þekkja til íþrótta eða eru þekktir íþróttamenn sjálfir. Græðið á þekkingunni. 4. Ljósmyndastofa, sem er mjög þekkt og góð, til sölu í Rvík. Mikið safn af filmum fylgir með. Ein besta útbúna Ijósmyndastofa lands- ins. 5. Verktakafyrirtæki sem sami eigandi hefur átt í 9 ár. Steinsögun, kjarnaborun og smámúrbrot. Mörg föst og góð viðskiptasambönd fylgja með. Vel tækjum búið. Tækjalisti á staðnum, mikið að gera. 6. Verslun sem selur notuð og ný húsgögn að stórum hluta til í um- boðssölu. Stórt og gott húsnæði á miklum verslunarstað. 7. Matvöruverslun sem hefur verið á sama stað í áratugi. Sömu eig- endur nú í 15 ár. Selur allar helstu nauðsynjar. Góð velta. 8. Ein stærsta, þekktasta og fullkomnasta snyrtistofa landsins til sölu. Einstaklega vel tækjum búin og fallega innréttuð. Góð staðsetning. Nokkur þúsund viðskiptavinir á skrá. Frábærttækifæri til að eignast fyrirtæki í fullum gangi fyrir snyrtisérfræðing. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUOURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. M-2000 *W Miðvikudagur 14. júní. Salurinn. Kl. 20.30. W Ungir einsöngfvarar. * Islenska einsöngslagið frá miðbiki aldarinnar í öndvegi. Fram koma Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Sigríður Jóns- dóttir og Jónas Ingimundarson. Tónleikarnir eru jafnframt hluti af Tónskáldahátíðinni og Listahátíð. www.listir.is. Transplant/HEART - Elliðaárnar. Transplant/HEART er eitt af þeim verkefnum sem þróaðist í Helsinki í samvinnu við hinar borg- irnar átta sem skarta titlinum Menn- ingarborg Evrópu í ár. Hugmyndin miðar að því að byggja upp sam- vinnu til lengri tíma meðal mynd- höggvara í borgunum níu. Hluti verkefnisins er sýning á tveimur mynd- og hljóðverkum þeirra Sal- óme Valborgar Ingólfsdóttur og Maríu Duncker frá Finnlandi. Varmárþing - Mosfellsbær. Menningardagskrá Mosfellinga, sem einnig er hluti af samstarfsverk- efni Menningarborgarinnar og sveit- arfélaga stendur til 17. júní. Meðal viðburða eru tónleikar þar sem Diddú kynnir unga tónlistarmenn úr Mosfellsbæ kl. 20:00 í Varmárskóla. www.reykjavik2000.is. wap.olis.is. ----------------- Tónleikar til styrktar Spánarferð „VIÐ söngvanna hljóma“ er yfirskrift sumartónleika Unglingakórs Tónlist- arskólans á Isafirði sem haldnir verða í ísafjarðarkirkju í kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20.30. Stjórnandi á tónleikunum er Margrét Geirsdóttir, en undirleikari á píanó Sigríður Ragnarsdóttir. A efnisskrá kórsins eru m.a. trúarleg og veraldleg lög frá ýmsum löndum og tímum, sum ný- stárleg en önnur eru garnlir kunn- ingjar - stundum í nýjum búningi. Unglingakórinn tók til starfa árið 1997 í framhaldi af starfi Bamakórs Tónlistarskólans, sem stofnaður var árið 1984, og hefur Margrét Geirs- dóttir stjórnað honum frá upphafi. í kórnum em nú 28 stúlkur á aldr- inum 13-17 ára, sem flestar hafa sungið í kór frá barnsaldri, en marg- ar þeirra leggja einnig stund á hljóð- færa- eða söngnám við skólann. Tón- leikamir á miðvikudagskvöldið eru þáttur í undirbúningi kórsins íyrir þátttöku í kórahátíð og kórakeppni í bænum Cantonigros skammt frá Barcelona á Spáni dagana 13.-16. júlí í sumar. Kórinn mun einnig halda tónleika í Háteigskirkju í Reykjavík 11. júlí með stuðningi Isfirðingafé- lagsins í Reykjavík. Miðaverð á tónleikana er kr. 600 og rennur aðgangseyrir óskiptur í ferða- sjóðinn. ------♦-♦-♦------ * Islenskt vatn á ljósmynda- sýningu DÓRA Magnúsdóttir opnar ljós- myndasýningu í sýningarsal bóka- safnsins í Nakskov á Lálandi í dag, miðvikudag. Sýningin heitir Aqua Islandica. Ljósmyndirnar, 18 talsins, sýna íslenskt vatn mismunandi ástandi; ferskt, frosið, fljótandi, jök- ulvatn og sjóðandi hveravatn. Sam- hliða sýnir Dóra á tölvuskjá marg- miðlunarverkefnið Aqua Islandica, ljósmyndir, ljóð og ljóðmyndir, þar sem hún fléttar saman eigin ljós- myndum, fmmsömdum ljóðmynd- um, rómantískum 19. aldar ljóðum og tónlist, þrenns konar listformum sem sækja hughrif í vatn. Dóra hefur á undanförnum árum lagt stund á ljósmyndun samhliða starfi sínu sem blaða- og leiðsögu- maður. Myndir hennar hafa birst á prenti, m.a. fyrh- Flugleiðir, MAN B&W í Holeby í Danmörku og Ferðablað Morgunblaðsins svo og á Netinu. Hún er um þessar mundir að ljúka margmiðlunarnámi í Dan- mörku. Sýningin í Nakskov er fyrsta ljósmyndasýning Dóru. L i ' t : / k ; t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.