Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Kristnihátíð NÚ ER að styttast í kristnihátíð og hafa sumir undrast að lút- erska ríkiskirkjan á íslandi skuli setja sig þar í öndvegi þar sem hún kom hvergi að hinni friðsömu kristni- töku á Islandi fyrir 1000 árum svo vísað sé til forustugreinar í DV nýlega. Menn eru þannig ekki á eitt sáttir hverjir skuli standa fyrir hátíðinni og hvers sé aðallega að minnast. Forseti sameinaðs Al- þingis kveður kristni- tökulögin merkustu löggjöf á íslandi og menn virðast fagna því að þjþðin hafi öll kristnast á einum degi. A þessu máli eru auð- vitað íleiri sjónarhorn. íslenska þjóðveldið Eftir að víkingar fundu Island byggðist landið fólki af germönskum þjóðstofni. Þetta fólk var ásatrúar, sem var hin forna trú allra germana. Áður en þessi trúarbrögð fóru að lúta í lægra haldi fyrir kristninni var Ólafur Sigurgeirsson trúin einráð í Evrópu norðan Alpafjalla og náði með sænskum flökkuþjóðum allt frá Eystrasalti að Svarta- haíl. Trúin barst til Englands með Englum og Söxum á 5. öld og síðar til víkingabyggða á öðrum hlutum Bret- landseyja á 9. öld. Þjóðfélag ásatrúar- manna hérlendis var með þeim hætti að Is- lendingar minnast þess sem gullaldar. Islend- ingasögumar fjalla ein- mitt um fólk og atburði á þessu tímabili og núl- ifandi mönnum fmnst merkilegast að þjóðfélagið gekk hnökralaust með einn opinberan starfsmann í hluta- starfi (lögsögumaður) í stuttan tíma ár hvert. Benda má í þessu sambandi á að Grikkir og Rómverjar áttu sína gullöld einnig á tíma fjölgyðistrúar, er var keimlík ásatrú. Undanfari kristnitöku Árið 1000 var ásatrúin orðin feig. Jafnt og þétt hafði hún látið undan Ritlist Hefði ritlistin borist til —7------------------------ Islands með kaþólskri trú, segir Ólafur Sigur- ------------------7------- geirsson, hefðu Islend- ingar ritað á latínu, en ekki á eigin máli. síga og sömuleiðis voru margir blendnir í trúnni á þann hátt að hvíti kristur hafði verið tekinn inn sem nýr guð meðal guða. Þetta var ekki vegna boðskaparins, heldur var kristnun þjóðanna helsta úrræðið til að koma á sterku konungsvaldi. Ása- trúarmenn trúðu á jafna stöðu manna og þeir réðu því hvaða höfð- ingja þeir fylgdu og hvort þeir færu í stríð. Um miðja 4. öld kristnast flest- ir Gotar við Svartahaf og sama gerð- ist á næstu tveimur öldum hjá öðrum germönskum flökkuþjóðum. Stund- um voru trúskipti knúin fram með vopnavaldi, eins og þegar Saxar voru O 5. nammaáætlun ESB Kynningarfundur um Upplýsingatæknisamfélagið (IST) auglýst er eftir umsóknum í eftirfarandi lykilsvið: • Upplýsingakerfi og þjónusta fyrir þegnana • Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti • Margmiðlunarefni og tól • Nauðsynleg grunntækni og innviðir • Rannsóknamet • Framtíðartækni • Sértækar stuðningsaðgerðir Umsóknarfrestur er fram í október 2000 Nánari upplýsingar er aö finna á www.ist.hi.is Morgunverðarfundur Fimmtudaginn 15. júní 2000, kl. 08:15 -10:00, Borgartúni 6 YFIRLIT YFIR UPPLÝSINGATÆKNIÁÆTLUN ESB Almennt yfirlit yfir IST áætlunina og vinnuáætlun IST fyrir árið 2000. Helgi Þorbergsson, dósent við Háskóla Islands GRUNNTÆKNIOGINNVIÐIR: Lykilsvið 4 Sértæk umræða um lykilsvið 4, enda er sérstök áhersla lögð á það í verkeíhalýsingunni. Snœbjörn Kristjánsson, verkfr., RANNÍS AÐSTOÐ VIÐ UMSÆKJENDUR Ráðstefnur, upplýsingadagar og samstarfsleit. Styrkir til undirbúnings verkefna með íslenskri þátttöku Eiríkur Bergmann Einarsson, Rannsóknaþjónustu Háskóla íslands UMRÆÐUR OG FYRIRSPURNIR Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram hjá Eiríki Bergmann í síma 525 4900 eða með tölvupósti: ee@rthj.hi.is. <§) SAMTÖK IÖNAÐARINS '•jíl Rannsóknaþjónusta wmammm n löntæknistofnun RAMHIÍS brytjaðir niður þúsundum saman. Hér urðu trúskiptin með löggjöf, en vart verður sú löggjöf talin merk þegar haft er í huga að úti í Noregi voru höfðingjasynir í gíslingu. Þeir biðu aftöku ef ekki væri farið að kon- ungsboði. Eins var staðið að málum með gíslatöku á 13. öld, er íslending- ar voru knúnh- til að ganga Noregs- konungi á hönd. Lík var staðan á Kópavogsfundinum á 17. öld, er vopnaðir hermenn knúðu íslendinga til að játast undir einveldi Danakon- ungs. Hvað gerðist árið 1000? Árið 1000 var svo komið að stór hluti þjóðarinnar taldist hafa tekið kristna trú. Verður það ráðið af frá- sögnum af ílokkadráttum á Alþingi. Hvað gerðist þá með hina? Móttóku þeir fagnaðarerindið við hina nýju löggjöf, þannig að segja megi að Is- lendingar hafi kristnast árið 1000. Hafí svo verið mætti auðvitað gera alla að framsóknarmönnum með lög- gjöf. Það er auðvitað fjarri lagi. Menn taka trú með innrætingu boð- skaparins á sama hátt og skoðun í stjórnmálum verður ekki til með boðvaldi. Það eina sem gerðist í raun árið 1000 var að kristnum mönnum var veitt opið veiðileyfí á allt sem tengdist ásatrú. Þetta leyfi var svo vel nýtt að hof og skurðgoð fóru í eld og allir gripir, er tengdust gömlu trúnni voru eyðilagðir. Islendingar gengu í þessum efnum miklu lengra fram en aðrar þjóðir við sömu trú- skipti, því hér var nöfnum daga breytt einnig. Enn eru gömlu goða- nöfnin notuð í dagaheitum á ensku, þýsku og í Norðurlandamálunum. Bókabrennur Þegar ólíkir menningarheimar mætast eru bókabrennur algengar. Þegar vestrænir kaþólskir krossfar- ar tóku Miklagarð árið 1204 héldu þeir mikla bókabrennu. Allur hinn forni gríski bókmenntaarfur borgar- innar fór forgörðum í einu vetfangi. Svona aðgerðir eru ekki bundnar við kristna menn, því meðan Gotar voru ásatrúar á 3. öld tóku þeir margar borgir herskildi í Grikklandi. I þein-i merkustu þeirra átti mikill bóka- kostur að fara á bál, en með miklum fortölum góðra manna tókst að forða því. Rúnaletrið var sameign ásatrúar- manna og talið gjöf frá Oðni. Með þessu letri var skorið í tré og stein. Þetta sanna fornleifar. Engar bók- menntir hafa fundist með þessu letri og því hefur sú ályktun verið dregin að ásatrúarmenn hafi ekki dregið rúnir á kálfskinn og ritlistin verið eignuð kristninni. Þegar Gotar voru að kristnast um miðja 4. öld var tekið til við að þýða bibhuna yfír á gotnesku. Á það verk þótti óhæfa að nota letur Óðins, rún- irnar. Þá varð gotneska letrið til. Þannig voni rúnirnar svo tengdar ásatrúnni að kristnir menn töldu rúnir forneskju og helgispjöll. Hafí hér við kristnitökulögin verið kálfskinnsbækur með rúnaletri er næsta víst að þær hafi farið á bóka- brennur kristinna manna. Það er auðvitað engin skynsemi í því að þrá- stagast á þeirri firru að íslenskur bókmenntaarfur, sem á rætur allt aftur á tíma Gota, Húna og Herúla við Svartahaf á 5. öld sé til kominn vegna munnlegrar geymdar margra kynslóða. Auðvitað voru hér kálf- skinnbækur við kristnitöku, sem sumum var forðað undan bóka- brennum og síðar afritaðai'. Kyn- bræður Islendinga, Gotar, Lang- barðar og Frankar rituðu sögur sínar á eigin máli mörg hundruð ár- um fyrir nám Islands. Mál víkinganna var kölluð dönsk tunga. ísland byggðist fólki með þetta tungumál. Islenskar heimildir segja að Ari fróði hafí fyrstur manna ritað á norrænu á Islandi. Þetta seg- ir auðvitað ekkert um það hvort Ari fróði ritaði hér á kálfskinn fyrstur manna. Hefði ritlistin borist til ís- lands með kaþólskri trú hefðu Is- lendingar ritað á latínu, en ekki á eigin máli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.