Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 40
áO MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Klárum
Náttúrufræðihúsið
HÁSKÓLI íslands
er ört vaxandi skóli.
Nemendum hefur fjölg-
að jafnt og þétt undan-
farin ár, t.d. fjölgaði
nemendum um rúm-
lega 800 síðastliðinn
vetur. Háskólinn hefur
alla burði til að vera í
forystu alþjóðlegra há-
skóla. Til þess þarf
hinsvegar að verða
grundvallarstefnu-
breyting hjá yfirmönn-
um menntamála og
fjárveitingavaldið verð-
ur að gera sér grein
fyrir því að fjársvelti
undanfarinna ára geng-
ur ekki til frambúðar. Fjársveltið
hefur margvíslegar afleiðingar og
ætla ég hér stuttlega að gera hús-
næðismál Háskólans að umtalsefni.
Aðstöðuvandinn
vex sífellt
Háskóli íslands á við verulegan að-
stöðuvanda að stríða. Uppbygging
háskólasvæðisins hefur engan veg-
inn fylgt þeirri miklu nemendafjölg-
un sem orðið hefur undanfarin ár og
umtalsverður skortur er á lesað-
stöðu, kennsluaðstöðu og tölvuað-
stöðu. Ástandið kom
berlega í ljós í fyrravet-
ur, þegar haldin voru
600 manna námskeið í
sal 1 í Háskólabíó og
tekin var upp kennsla í
Valsheimilinu. Þjóðar-
bókhlaðan svaraði ekki
hinni miklu eftirspum
og nemendur áttu í
miklum erfiðleikum
með að útvega sér les-
aðstöðu og tölvuað-
stöðu. Fyrirséð er að
aðstöðuvandinn verði
enn meiri næsta vetur,
enda mun háskólanem-
um án efa halda áfram
að fjölga.
Sjálfsaflaféð dugir
ekki eitt sér
Ástæða þessa vanda er mjög ein-
föld, Háskólanum er eftirlátið að út-
vega nánast allt fé til bygginga sjálf-
ur. Happdrætti Háskóla íslands
hefur skilað miklu til uppbyggingar
og algjörlega lagt grunninn að þeim
byggingum sem risið hafa. En þótt
happdrættið hafi skilað miklu verður
framtíðaruppbygging Háskólans
ekki byggð á happdrættisfénu einu
saman. Nauðsynlegt er að bygginga-
Háskólinn
Nauðsynlegt er, segír
Eirfkur Jónsson, að
byggingarfé fáist úr rík-
issjóði ef Háskólinn á
ekki að dragast aftur úr.
fé fáist úr ríkissjóði ef Háskólinn á
ekki að dragast aftur úr. Það er ein-
föld staðreynd að ekki er hægt að
koma hinum sífjölgandi nemendum
öllum inn í þær byggingar sem fyrir
eru.
Óklárað
Náttúrufræðihús
Undanfarin ár hafa stúdentar
mátt horfa upp á hið ókláraða Nátt-
úrufræðihús í Vatnsmýrinni. Bygg-
ingu hússins miðar afar hægt og mið-
að við óbreytta fjármögnun tekur
nokkur ár að Ijúka því. Á meðan fer
allt byggingafé i þetta verkefni og
önnur uppbygging verður að sitja á
hakanum.
Forgangsverkefni
Háskólans
Eiríkur
Jónsson
Nettoú^
INNRÉTTINGAR
VORTILBOÐ
20-30% afsláttur
riform
| HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
s
Nettöúu
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Friform
| Babinnréttingar
i miklu úrvali
HÁTÚNI6A ? húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
G
Nýjtf
flðicni hreinsunin
gsm897 3634
Þrif á rimlagluggatjöldum.
Stúdentar hafa í vetur með marg-
víslegum hætti vakið athygli á þeim
aðstöðuvanda sem Háskólinn á við að
etja, enda fyrirséð að vandamálið
aukist stöðugt. Rektor Háskóla ís-
lands hefur lýst því yfir að eitt af for-
gangsverkefnum skólans sé að fá
fjárveitingu til að Ijúka við Náttúru-
fræðihúsið á næstu tveimur árum.
Um það ríkir víðtæk samstaða innan
háskólasamfélagsins, enda er það
forsenda þess að uppbyggingu verði
haldið áfram.
Ríkisframlags
er þörf
Ég skora á ráðamenn að taka vel í
beiðni háskólayfirvalda og stúdenta,
enda er hér um einhvern mest aðkall-
andi vanda Háskóla íslands að ræða.
Vandinn verður ekki leystur nema
með ríkisframlagi, enda ekki hægt að
gera þá kröfu á 7.000 nemenda þjóð-
skóla, að allar byggingaframkvæmd-
ir grundvallist á sjálfsaflafé.
Höfundur er formaður Stúdentaráðs
Háskóla fslands.
S^'568 1044
Hvað heitir þú? - hverra manna ertu?
Er ættarmót í
UPPSIGLINGU?
Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn
þátttakenda (barm þeirra. ( Múlalundi færð þú
barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig
fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir
Ijósmyndirnar.
Hafðu samband við sölumenn okkar
í síma 562 8501 eða 562 8502.
Múlalundur
Vínnustofa SÍBS
Slmar: 562 8501 og 562 8502
Framfaraskref
í kennslu í leik-
skólafræðum
HINN 5. maí sl. var
stigið stórt skref í leik-
skólamálum í Kópavogi
þegar undirritaður var
samningur milli Kópa-
vogsbæjar og Háskól-
ans á Akureyri um
fjarkennslu í leikskóla-
kennaranámi við Há-
skólann á Akureyri.
Námið er ætlað leið-
beinendum sem starfa
á leikskólum Kópavogs
og munu nemendur
stunda nám sitt með
starfi. Er áætlað að það
taki fjögur ár og þeir
útskrifist sem leik-
skólakennarar árið
2004. Undirbúningur að þessu námi
hefur staðið í nokkurn tíma en Kópa-
vogur átti frumkvæðið að samning-
num. Þessi samningur hefði þó
aldrei orðið að veruleika nema vegna
jákvæðra undirtekta menntamálar-
áðherra og fjármálaráðherra og eiga
þeir þakkir skildar fyrir sinn þátt í
þessu framfaramáli.
Nám með starfí
Meginmarkmið Kópavogs með
þessu samstarfí við Háskóla Akur-
eyrar er m.a. að koma til móts við þá
starfsmenn leikskóla Kópavogs sem
hafa áhuga á að læra og starfa sem
leikskólakennarar en hafa ekki séð
sér fært að hætta vinnu og fara út í
slíkt nám. í þessu fjarnámi fer
kennsla fram síðdegis og munu
kennarar við Háskólann á Akureyri
annast kennsluna í gegnum fjar-
kennslubúnað. Kópavogsbær og
leikskólar bæjarins munu í samráði
við Háskólann á Akureyri sjá um
verklega kennslu. Með þessari fjar-
kennslu geta nemendur því stundað
vinnu með náminu. Inntökuskilyrði í
námið er stúdentspróf eða sambæri-
leg menntun og að nemandi starfi í
leikskóla í Kópavogi. Þegar hafa
fjölmargir leiðbeinendur sýnt áhuga
á þessu námi en hámarksfjöldi er
áætlaður um 25 nemendur.
Öruppbygging
Stjómvöld Kópavogsbæjar gera
sér grein fyrir mikilvægi leikskóla-
starfsins og því uppbyggjandi starfi
sem þar fer fram. Til að flest börn
böm tveggja ára og eldri geti notið
leikskóladvalar og til að uppfylla
kröfur íbúanna um aukið leikskóla-
rými hefur verið sett fram metnað-
arfull stefna í uppbyggingu leik-
skóla. Á síðasta ári hófu tveir nýir
leikskólar starfsemi sína, Arnar-
smári og Dalur, og um síðustu ára-
mót var opnaður nýr leikskóli, Núp-
ur, í Lindunum. í Kópavogi em nú
starfandi þrettán leikskólar en þeg-
ar er hafin bygging fjórtánda leik-
skólans við Urðarbraut, sem hefur
hlotið nafnið Urðarhóll, en það er
gamalt ömefni. Urðarhóll verður
opnaður nú í haust og einnig er fyrir-
hugað að hefja undir-
búning að nýjum leik-
skóla í Sölunum nú í
haust. Þessi mikla upp-
bygging leikskóla sem
á sér stað í bænum
krefst aukins fjölda
sérmenntaðs starfs-
fólks. Leikskólar Kópa-
vogs hafa átt því láni að
fagna að hafa á að skipa
mjög hæfu starfsfólki.
Um helmingur starfs-
manna er uppeldis-
menntaður og hefur
það hlutfall sjaldan
verið hærra. Ekki má
heldur líta fram hjá því
að auk uppeldismenn-
Nám
Með þessu námsfram-
boði, segir Sigurrós
Þorgrímsdóttir, leggur
Kópavogur í samvinnu
við HA sitt lóð á vogar-
skálarnar til að leiðbein-
endur geti sérmenntað
sig 1 leikskólafræðum.
taðs starfsfólks hefur ráðist til starfa
á leikskólum bæjarins mjög hæft
starfsfólk, sem hefur lagt sitt af
mörkum til þess að gera leikskóla
Kópavogs að þeim góðu skólum sem
þeir eru. Með þessu námsframboði í
leikskólafræðum leggur Kópavogur í
samvinnu við HA sitt lóð á vogar-
skálarnar til að leiðbeinendur geti
sérmenntað sig í þessum fræðum og
um leið lagt grunninn að því að fleiri
sérmenntaðir starfsmenn starfi á
leikskólum Kópavogs. Því er það
nauðsynlegt að leikskólarnir hafi á
að skipa sérmenntuðu starfsfólki til
að geta sinnt því mikilvæga hlut-
verki sem þeim er ætlað.
Ósk um farsæld
Til að koma til móts við þarfir leik-
skólanna, leiðbeinendur og ekki síð-
ur nemendur og foreldra þeirra
ákvað Kópavogsbær að stíga þetta
framfaraskref og fara út í þessa sam-
vinnu við Háskólann á Akureyri. Það
er ósk okkar og von, sem staðið hafa
að þessum samningi, að þetta nám
eigi eftir að efla enn frekar það góða
starf sem unnið er í leikskólum
Kópavogs. Ég óska leikskólum
Kópavogs til hamingju með þennan
samning og óska tilvonandi nemend-
um farsældar í náminu.
Höfundur er fomrnður
leikskólanefndar Kópavogs.
Sigurrós
Þorgrfmsdóttir
Fréttir á Netinu S mbl.is
ALLTAf= eiT7-H\SA£> NÝTl
^öökaupsvelslur—úllsamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýnlngar—kynnlngar og fl. og fl. og fl.
i -og ýmsir fylgihlutir
^ Ekki treysta á veðrið þegar
skipuleggþ á eftirminnilegan viðburð -
Trygglð ykkur og leigið stórt tjald
á staðinn - það marg borgar sig.
TJöld af Öllum stœrðum frá 20 - 700 m*
Elnnlg: Borð, stólar, tlaldgólf
og tjalahitarar.
lOfite sBsðta
..meo skótum á helmavelll
slml 5621390 • fax 552 6377 • bls@scout.is