Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 52

Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Enn um vistvænar fískveið- ar fyrir Mið-Norðurlandi í FRAMHALDI af greinarkorni er birtist eftir mig undirritaðan í Morgunblaðinu þ. 25. maí s.l. undir yfirskrift- inni: „Vistvænar fisk- veiðar." Þar er í stuttu máli fjallað um að friða fyrir tog-, neta- og snurvoð- arveiðum á svæði sem afmarkast af Skagatá að vestan og að Gjögr- um að austan, svo langt frá annesjum sem þurfa þykir. Og að á því svæði yrði eingöngu veitt með handfærum og línu. Þá er ég að hugsa til þeirra byggðarlaga sem liggja að sjó á þessu svæði (Sauðár- krókur, Hofsós, Siglufjörður, Ólafs- fjörður, Dalvík, Hrísey, Akureyri o.s.frv.). Við þetta langar mig að bæta við eftirfarandi: Ofangreind byggðarlög hafa og munu að mínu áliti um nán- •ustu framtíð hafa, lífsviðurværi sitt að miklu leyti af fiskveiðum og úr- vinnslu sjávarfangs. Með því að framkvæma ofangreint undir handleiðslu okkar færustu vís- indamanna á sviði hafrannsókna og vistfræði, er ég viss um að framtíð þessara byggðarlaga yrði tryggð til frambúðar. Það er duglegt og áræðið fólk sem býr á þessu landsvæði, en því miður er svo komið með þeirri fiskveiði- stjórnun sem nú er í gildi og núver- „vandi stjórnarflokkar hafa ekki kjark * til að breyta, að þá er því með „lög- um“ hreinlega bannað að bjarga sér. Er það ekki hörmu- legt að t.d. í Ólafsfírði er byggðin í uppnámi vegna þessa? Þeir sem hafa í gegnum aldimar aflað síns viðurværis úr hafinu með harðfylgi við ysta haf og hafa fært sínar fórnir, skuli nú ekki geta róið til fiskjar eins og alltaf var og unnið úr aflanum verðmæti fyrir þjóðar- búið allt. Nú situr þetta fólk með hendur í skauti, atvinnulaust, margt af því með niður- brotna sjálfsvirðingu og sumum finnst þeir vera orðnir baggi á þjóðfé- laginu. Auðvitað verður að hafa stjóm á veiðunum, það er hægt með ýmsu móti, eins og til dæmis með sóknar- dagakerfi, aflahámarki o.s.frv. Eg treysti fiskifræðingum okkar til þess að koma með úrlausnir í því sam- bandi. Hér í Siglufirði er og hefur at- vinnulíf að mestu byggst á sjávar- fangi eins og að framan greinir, þó ýmislegt annað hafi komið til og er það vel, en betur má ef duga skal. Þeir tímar vora á árum áður að Siglu- fjörður hélt uppi að stóram hluta til efnahag þjóðarinnar þegar síldveiðar voru sem mestar fyrir Norðurlandi og á því allt gott skilið eins og hinar dreifðu byggðir um land allt, bæði til sjávar og sveita og það er þjóðinni ör- ugglega fyrir bestu að landsbyggðin Fiskveiðistefna * Eg er viss um að það er ekki fullrannsakað hvað t.d. þetta hafsvæði er með mikið veiðiþol, seg- ir Sveinn Þorsteinsson, með því að nota aðeins handfæri og línu til veið- anna og vera með sóknardagakerfi. fái að halda sinni reisn. Því hvað vær- um við annars ef við nýttum ekki landið allt, fiskimiðin og þá dýnnætu umhverfisvænu orku sem við erum svo rík af. Ekki skil ég t.d. hvers- vegna ylræktarbændur fá ekki ódýr- ari orku til sinnar framleiðslu á holl- ustuvöra þeirri sem grænmetið er og þá líka einnig til blómaræktar sem gæti orðið útflutningsvara. Landbúnaðarvörar okkar era með þeim bestu sem þekkjast og era holl- ar og ómengaðar ef rétt er á haldið. Landið okkar er að mínu mati það besta í víðri veröld og mun verða fyr- irmynd annarra ríkja á sviði ómeng- aðrar náttúra. Ef það yrði farið í að friða ofan- greint svæði, sem sagt frá Skagatá að vestan og að Gjögram að austan, þá fengjust dýrmætar upplýsingar um vistkerfið og veiðiþolið þar sem ein- göngu yrði veitt með línu og hand- færam og með þannig veiðiskap hef- ur fiskurinn frið til uppvaxtar og allt sjávar- og botnlíf á þessu svæði myndi eflast. Það verður líka allt önnur og betri nýting á því hráefni sem að landi berst en því sem er unnið á hafi úti. Ég sé mikinn mun á flökun fisks í landi og þeim sem ég hef séð frá frystitoguram, t.d. ýsuflök era eins og kolaflök í laginu, það vantar á þau bæði hluta af stirtlunni og hnakka- stykkinu. Nú skulum við gera þessa tilraun hér fyrir norðan og sjá hvað út úr henni kemur, það yrði að minnsta kosti engu spillt með því að reyna. Svo er annað, að eins og var þá gátu ungir menn sem hug höfðu á gerast sínir eigin „heirar", farið út í það að kaupa sér bát og róa til fiskjar. Og þó að ekki verði sama frjáls- ræði og áður var, því auðvitað verður að hafa stjórn á veiðunum, þá geta komið upp úr svona einstaklings framtaki nýir „athafnamenn “. Einn- ig verður að gæta þess fiskurinn komi í land sem fyrsta flokks hráefni, því öðravísi fæst að sjálfsögðu ekki fyrsta flokks vara. Ég er þess fullviss að það er hægt að framkvæma ofangreint með góð- um vilja og framsýni, það þarf að skipta tekjum þjóðarbúsins jafnar en nú er gert, ég hef lengi sagt og segi enn að ef tekjunum væri jafnar skipt og að þeir sem raunveralega standa á bak við tekjuöflunina fengju meira til sín væri margt betra en nú er. Það er ekki réttlátt að „sumir“ þjóðfélags- þegnar séu með milljónir í mánaðar- Sveinn Þorst.einsson laun á meðan aði’ir ná ekki ennþá hundrað þúsund krónum. Það er ekki alltaf hægt að láta „suma“ fleyta rjómann af með lítilli fyrirhöfn, það er ekki alltaf rétt að þeir lærðu hafi það langbest, þó þeir hafi menntað sig. Auðvitað er mennt máttur, en að menn sem að stjórna t.d. FBA skuli hafa svo mikið í laun sem upplýst var er bara firra, því verkamaður leggur ekki síður verð- mæti í þjóðarbúið, því jú bankamað- urinn er að sýsla með það fé sem verkamaður hefur að mestu aflað. Og það vill líka stundum gleymast að fólk sem vinnur erfiðustu störfin og þau lægst launuðu, er búið að læra líka, því að það býr yfir dýrmætri reynslu, hver á sínu sviði. Þar má t.d. nefna fiskvinnslufólk sem er búið að læra hvernig á að meðhöndla þessa dýrmætu útflutn- ingsvöra okkar og mér finnst að það eigi jafnvel að hafa iðnaðarmanna- laun. Það þarf réttindi til að t.d. skera sundur kjötið ofan í okkur og líka til að elda það, en það þarf ekki réttindi til að meðhöndla svo viðkvæma vöra sem sjávarafurðir, en ég tel að margt af þessu fólki ætti að fá metna til launa þá reynslu sem það er komið með. Nú er ég reyndar kominn svolítið frá því efni sem mig langar að leggja aðaláherslu á, en það er þessi friðun á grunnsjóð hér fyrir Mið-Norður- landi. Ég er viss um að það er ekki fullrannsakað hvað t.d. þetta haf- svæði er með mikið veiðiþol, með því að nota aðeins handfæri og línu til veiðanna og vera með sóknardaga- kerfi. Þá myndi líka allur afli skila sér á land og vera nýttur til hins ýtrasta. Ég vona að einhver sem hefur meiri þekkingu en ég á þessum mál- um, sem ég er að reyna að koma hér á framfæri, láti skoðun sína í ljós. Höfundur er smiður, búsettur i Siglufirði. exo.is exo Fákafen 9, Reykjavík s: 5682866 r* Nakamichi Bíltæki 6 diskar í tækið að framan... Ármúla 38,108 Beykjavík, Sími: 588-5Ð10 Gerum kennarastarfíð eftirsókn- arvert með nýjum kjarasamningi KJARASAMNINGUR fyrir grunnskóla rennm- út 31. desember 2000. Kjarasamningurinn var undir- ritaður 27. október 1997 af Kennara- sambandi íslands og Hinu íslenska kennarafélagi annars vegar og launa- nefnd sveitarfélaga hins vegar. Nokkram mánuðum áður höfðu sömu aðilar gert með sér skammtímasamn- ing og var hann fyrsti kjarasamning- urinn sem kennarafélögin gerðu við sveitarfélögin eftir flutning alls reksturs grannskóla frá ríki til sveit- arfélaga 1. ágúst 1996. Með skamm- tímasamningnum yfirtók launanefnd sveitarfélaga, f.h. sveitarfélaga, kjarasamninga sem gerðir höfðu ver- ið milli fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs_ og kennarafélaganna gömlu, KÍ og HÍK. Um þessar mund- ir er nú loksins að ljúka endurskoðun á gamla kjarasamningnum með tilliti til nýrra vinnuveitenda. Félag grunnskólakennara og breytt fyrirkomulag Næstu kjarasamningai- verða því þeir þriðju í röðinni sem grunnskóla- kennarar og sveitarfélögin gera með sér. En nú hefur orðið breyting á af hálfu kennara. Með sameiningu kennarafélaganna og stofnun Félags grannskólakennara í nýju Kennara- sambandi íslands era kennarar ekki lengur í tveimur stéttarfélögum held- ur allir í sama félagi. Aður var samn- ingsumboðið hjá KI og HÍ K og samn- inganefndimar tvær, þótt samkomu- lag hafi verið um eina sameiginlega viðræðunefnd, bæði í samningunum við ríkið 1995 og við launanefnd sveit- arfélaga 1997. Samningsrétturinn er nú hjá nýju Kennarasambandi ís- lands en samningagerðin er alfarið í höndum Félags grannskólakennara. Af hálfu Kennarasambands Islands era gerðir þrír kjarasamningar: fyrir grannskóla, framhaldsskóla og tón- listarskóla. Fimm þeirra sex félaga sem mynda Kennarasambandið kjósa sér samninga- nefnd sem samkvæmt lögum sambandsins gerir kjarasamninga fyrir félagsmenn sína. Þessi félög era Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskóla- kennara, Félag tónlist- arskólakennara, Skóla- stjórafélag íslands og Félag stjómenda í framhaldsskólum. Sjötta félagið er Félag kennai-a á eftirlaunum en það tilnefnir tvo full- trúa í kjararáð Kenn- arasambands íslands. Þar sem kjarasamningi fyrir grannskóla hefur enn ekki verið að fullu skipt í tvennt, þ.e.a.s. annars vegar vegna kennara og hins vegar skólastjóra, munu samninganefndir Félags grannskólakennara og Skóla- stjórafélags íslands þurfa að vinna náið saman í næstu samningalotu. Þá er rétt að geta þess að formaður Kennarasambands íslands starfar með báðum samninganefndunum. Hver eða hverjir verða viðsemjendurnir? Hvert sveitarfélag sem rekur grannskóla hefur umboð til kjara- samningagerðar en í samningunum 1997 fólu þau launanefnd sveitarfé- laga umboðið til að semja fyrir sína hönd. Þegar þetta er ritað er enn alls óvíst hvort sveitarfélögin munu öll sem eitt fela launanefndinni samn- ingsumboð sitt að nýju, en það rann út um síðustu áramót, eða semja hvert fyrir sig. Formenn Kennara- sambands íslands, Félags grann- skólakennara og Skólastjórafélags íslands rituðu formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga bréf, 2. mars sl., þar sem þeir kynntu annars vegar breytingar á fyrirkomulagi samn- ingagerðar af hálfu kennara og skóla- stjóra og óskuðu hins vegar eftir upplýsingum um hvernig sveitarfé- lögin hygðust standa að samningagerðinni. Til að ræða þau mál og fleiri sem tengjast kom- andi kjaraviðræðum var ennfremur óskað eftir fundi með formönnum Sambands íslenskra sveitarfélaga og launa- nefndar sveitarfélaga. Sá fundur hefur enn ekki verið haldinn, að öllum líkindum vegna þess að fresturinn sem launanefndin gaf sveit- arfélögunum til að skila inn samningsumboði sínu er rétt að renna út um þessar mundir. Engin skilyrði af hálfu kennara Kennarafélögin kröfðust þess á sínum tíma að einn viðsemjandi færi með samningsumboð fyrir öll sveitar- félög í landinu sameiginlega til að tryggja að allir kennarar nytu sam- bærilegra réttinda í kjarasamningum við flutninginn. Sá misskilningur virðist víða við lýði að enn í dag sé það krafa kennara að launanefndin semji fyrir öll sveitarfélögin sameiginlega. Félag grannskólakennara hefur hvergi látið að því liggja. Félagið er hins vegar vakandi yfir þeim metnaði sem mörg sveitarfélög hafa sýnt í verki frá því að launanefndin sam- þykkti sáttatilögu ríkissáttasemjara í Karphúsinu í október 1997. í sáttatil- lögunni var ekki tekið tillit til aðlög- unar skólanna að nýrri aðalnámskrá en fjölmörg sveitarfélög hafa einmitt gert sérstakt samkomulag við kenn- ara sína vegna hennar. Á sama hátt er athyglisvert að skoða hvernig sveitarfélög sýna skilning á hinu mik- ilvæga starfi umsjónarkennarans, jafnvel með minni hámarkskennslu þeim til handa. Rauði þráðurinn í við- Kennarasamningar Viðvarandi kennara- skortur og síendurtekn- ar auglýsingar um laus- ar kennarastöður, segir Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, eru augljósasta dæmi þess að hækka þarf launin. bótarsamningum sveitarfélaganna er að verið er að greiða fyrir störf kenn- ara sem falla utan ramma kjara- samningsins. Og þar sem Éélag grannskólakennara er ekki úrkula vonar um að þessi metnaður og skiln- ingur einstaki-a sveitarfélaga birtist í áherslum launanefndar sveitarfélaga í næstu samningum, setur það engin skilyrði að svo komnu máli. Sækjum grannskólakennara í öðr- um störfum aftur í skólana! Samninganefnd Félags grann- skólakennara hélt vinnufund í byrjun júní til að undirbúa kröfugerð félags- ins. Vilji félagsmanna liggur þegar fyrir í niðurstöðum skoðanakönnun- arinnar sem gerð var fyrr á árinu og er Ijóst að megináherslan er á að hækka kaupið. Viðvarandi kennara- skortur og síendurteknar auglýsing- ar um lausar kennarastöður era aug- ljósasta dæmi þess að hækka þarf launin og bæta starfskjör kennara. Þegar er til nægilegur fjöldi mennt- aðra kennara sem horfið hefur úr kennslu í betur launuð störf. Er ekki rétt að kanna hvað þarf til að fá þá aftur í skólana? Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Guðrdn Ebba Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.