Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 55

Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Töltkeppnin á Kvíarhóli Þörður Þorgeirsson og Filma frá Árbæ náðu lágmarkseinkunn inn á landsmót og gott betur en það. Þau sigr- uðu í atvinnumannaflokki með glæsibrag, yfír 8,50 í einkunn, og ljóst að þau verða erfíð viðureignar í sumar. Yfir tuttugu munstr- aðir á landsmót ÞAÐ voru hvorki fleiri né færri en 21 keppandi sem náði lágmarks- einkunn 6,67 til þátttöku í tölt- keppni landsmótsins. Og gott betur en það því sigurvegarinn Þórður Þorgeirsson á Filmu frá Árbæ náði 8,37 í forkeppni og 8,54 í úrslitum. Það má því segja að knapar, hestar og dómarar hafi verið í feikna stuði á annan í hvítasunnu á Kvíarhóli í Ölfusi. Keppt var í tveimur flokkum atvinnu og áhuga- manna. í öðru sæti í atvinnu- mannaflokki varð Ólafur Ásgeirs- son á Glúmi frá Reykjavík með 7,77 og 8,14. Adolf Snæbjörnsson varð fjórði á Glóa frá Hóli með 7,17/7,60. Marjolyn Tiepen varð fjórða á Áifheiði Björk frá Lækjar- botnum með 7,20/7,44 og Sigurður Óli Kristinsson varð fimmti á Ási frá Háholti með 7,20/7,19. í áhugamannaflokki sigraði Birgitta D. Kristinsdóttir á Birtu frá Hvolsvelli með 6,67/7,27. Annar varð Viggó Sigurgeirsson á Rosa.is frá Drangshlíð með 6,80/6,89 og Hildur Sigurðardóttir þriðja á Sörla frá Kálfhóli með 6,47/6,88. í fjórða sæti varð Eyjólfur Þor- steinsson á Gátu frá Þingnesi með 6,73/6,80 og í fimmta sæti varð hin kornunga Freyja Amble Gísladótt- ir á Muggi frá Stangarholti með 6,63/6,79. Freyja er nýgengin upp í unglingaflokk og ljóst að þar fer efnilegur knapi. Það má því segja að þátttakend- um í töltinu á landsmótinu hafi fjölgað um 21 á þessu litla móti sem haldið var við skemmtilegar aðstæður á Kvíarhóli. Virðist stefna í að fjöldi þátttakenda á mótinu sé kominn fram úr öllum áætlunum. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 55 _ london stansted nýja lágfargjaldaflugfélagiö í eigu british airways 250 kr. aukaafslátturef bókað er á vwvw.go-fly.com flugfar á lægsta verði selst hratt, samt sem áður er enn hægt að fá flugfarfrá aðeins 14.000 kr. báðar leiðir london stansted ■ alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg • faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag ■ róm • feneyjar miðast við eftirspurn i samkvæmt skilmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.