Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 62
^2 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SÆUNN HALLDÓRSDÓTTIR
frá Miðdal,
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í dag,
miðvikudaginn 14. júní, kl. 13.30.
Margrét Tryggvadóttir,
Einar Tryggvason, Kristín Yngvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn,
KOLBEINN FRIÐBJARNARSON,
Hvanneyrarbraut 2,
Siglufirði,
lést á heimili sínu hvítasunnudaginn 11. júní
síðastliðinn.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Þorvaldsdóttir.
+
Hjartkær eiginmaður minn,
OTTO A. MICHELSEN,
Miðleiti 5,
Reykjavík,
lést á hvítasunnudag 11. júní.
Gyða Jónsdóttir.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengda-
dóttir og systir,
SIGRÚN HULDA LEIFSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn
13. júní.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu
föstudaginn 16. júní kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
minningarkort Sjálfsbjargar eða MS-félagsins.
Hólmgeir Guðmundsson,
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,
Steingrímur Hólmgeirsson,
Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir,
Arndís Bjarnadóttir,
Dagný Hildur Leifsdóttir.
+
Ástkær eigninkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÞURÍÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR
Fornhaga 11,
Reylgavík,
lést í Landspítalanum að morgni mánudagsins
12. júní.
Guðmundur Ellert Erlendsson,
Skarphéðinn Kristján Guðmundsson,
Kristín G. Guðmundsdóttir, Edvard G. Guðnason,
Berglind Hrönn Edvardsdóttir,
Sólveig Dögg Edvardsdóttir,
Guðni Ellert Edvardsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Hellisgötu 19,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 11. júní.
Elías Arason,
Guðný Sigríður Elíasdóttir, Guðmundur Grétar Bjarnason,
Sigurður Ari Elíasson, Sigríður Ágústsdóttir,
Erna Björk Elíasdóttir, Gissur Skarphéðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÞORLEIFUR KJARTAN
KRIS TMUNDSSON
var gott að eiga að vini, engum brást
hann né því, sem honum var fyrir
trúað. Mun hann því hafa fengið að
heyra orðin, sem okkur eru kær um
hinn trúa þjón, sem leiddur er inn til
fagnaðar herra síns.
Ólafur Skúlason.
Kveðja frá stjórn Guðfræði-
stofnunar Háskóla Islands.
Um það leyti sem séra Þorleifur
Kristmundsson lét af embætti sókn-
arprests í Kolfreyjustaðarpresta-
kalli eftir langa og farsæla þjónustu
þar, kom hann að máli við undirritað-
an og bað þess að fá að afhenda Guð-
fræðistofnun „fáeinar bækur“ sem
honum ættu ekki eftir að nýtast.
Þessar fáeinu bækur sem hann
nefndi svo reyndust vera gott safn
bóka um guðfræði Austurkirkjunn-
ar, en séra Þorleifur hafði lagt sig
eftir að kynnast þeirri kirkju og
kenningum hennar. Hann hafði m.a.
dvalist við guðfræðiskóla rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar í Bandaríkj-
unum, St. Vladimir Seminary í New
York.
Þar kynnti hann sig vel og naut ég
þess er ég nokkrum árum síðar sat
ráðstefnu sem rektor þess skóla sat
einnig. Þá leitaði hann mig sérstak-
lega uppi sem íslending og samlanda
séra Þorleifs og ítrekaði oft við mig
að ég mætti ekki gleyma að bera
honum kveðju sína og starfsfólks
skólans.
Stjórn Guðfræðistofnunar þakkar
séra Þorleifí ræktarsemi hans í garð
stofnunarinnar. Bækur þær sem
hann gaf hafa þegar komið að notum
og eiga eftir að nýtast hverjum þeim
sem vill kynna sér guðfræði og trú-
rækni Austurkirkjunnar. Eftirlif-
andi eiginkonu hans, frú Þórhildi
Gísladóttur og fjölskyldu sendum við
einlægar samúðarkveðjur og biðjum
þeim öllum blessunar Guðs.
F.h. Guðfræðistofnunar,
Einar Sigurbjömsson,
forstöðumaður.
Sá sem áfram sækir
áandansþymibraut
og stoltur störf sín rækir
hann storkar hverri þraut
Þessi orð Davíðs frá Fagraskógi
koma í hug mér er ég minnist góðs
vinar, sr. Þorleifs Kjartans Krist-
mundssonar, sem lést fyrir fáum
dögum.
Við höfum þekkst lengi og bundist
traustum vináttuböndum. Sr. Þorleif
hitti ég á prestastefnu fljótt eftir
hann gerðist prestur. - Eg veitti
þessum stóra og myndarlega manni
athygli og hlýddi á mál hans er hann
hóf upp rödd sína. En kynni okkar
hófust fyrst er hann kom á kirkju-
þing haustið 1964. Við störfuðum síð-
an saman á næstu þingum og brátt
kunni ég að meta hann og vinátta
tókst með okkur.
Sr. Þorleifur var góður félagi og
kunni vel að segja frá og var fróður
vel. Hann var prestur á Kolfreyjustað
alla sína prestskapartíð. Og þau hjón
Þórhildur og sr. Þorleifur sátu þetta
foma höfuðból með reisn. Það var
gott að heimsækja þau. Höfðinglegar
móttökur og hlýjar. Heimilið fagurt
og listrænt. Bókasafn átti sr. Þorleif-
ur gott og stórt. - Heimilið var mann-
margt því þau hjón eignuðust sex
böm og fimm þeirra komust upp og
eru foreldrum sínum til sóma. Einnig
ólu þau hjón upp tvo fóstursyni.
Vel var að öllum búið er í Kol-
freyjustað komu, bæði heimamönn-
um og gestum. Lengi stunduðu þau
búskap á jörðinni og sinntu vel um
æðarvarpið og lögðu í það mikla
vinnu.
Við hjónin komum í Kolfreyjustað
nokkrum sinnum og eigum góðar
minningar frá þeim stundum, því þar
var vinum að mæta. Einnig komu
þau oft til okkar bæði á Grenjaðar-
stað og í Hóla. Var þá oft glatt á
hjalla og margt spjallað. Sr. Þorleif-
ur var kosinn síðar aftur á kirkju-
þing og tókum við þá aftur upp þráð-
inn frá fyrri tíð. - Hann talaði oft og
mikið á þingfundum, lá hátt rómur
og var hreinskiptinn í málflutningi
öllum. Það var hans eðli. Hann lá
ekki á skoðunum sínum og lét þær
óspartí Ijós.
Við unnum saman í mörgum
nefndum og alltaf var gott með hon-
um að starfa. Sumum fannst hann
hrjúfur, kannski var hann það. En ég
þekkti hann vel og reyndi hann að
heiðarleika og sanngirni í hverju
máli. Hann var viðkvæmur og til-
finningaríkur. - Gott var ætíð að
blanda geði við hann.
í nokkur ár starfaði sr. Þorleifur
mikið í Lionshreyfingunni og var
umdæmisstjóri og ferðaðist þá milli
allra Lionsklúbba. Ég minnist þess
er hann heimsótti Lionsklúbbinn
Náttfara í Þingeyjarsýslu hve glaður
hann var og uppörvandi íyrir starf
klúbbsins. Hann var einnig fjöl-
umdæmisstjóri og mætti á þingum
víða um heim og gat sér þar gott orð.
Sr. Þorleifur varð prófastur í Aust-
fjarðaprófastdæmi eftir að sr.
Trausti Pétursson, bekkjarbróðir
minn lét af störfum.
Sumarið 1988 visiteraði ég
prófastdæmi hans sem settur biskup
Islands. - Þá tóku prófastshjónin á
móti mér og fylgdarliði mínu við suð-
urmörk prófastsdæmisins og fylgdu
okkur og leiðbeindu allt til enda. -
Ég gleymi ekki hve vel hann hafði
skipulagt allt ferðalagið í stóru og
smáu. Ekkert brást í allri ferðinni.
Vinátta okkar styrktist enn þessa
góðu daga. - Áður höfðu þau hjón
Þórhildur og Þorleifur gert okkur
mikinn greiða. - Sumarið 1987 var
ég settur biskup íslands í rúmlega
hálft ár og okkur hjón vantaði hús-
næði. Þá buðu prófastshjónin á
Kolfreyjustað okkur að láni íbúð er
þau áttu í Kópavogi. Var það vel boð-
ið og vel þegið.
Arin liðu og við urðum að hætta
störfum. - Þau Þórhildur og Þorleif-
ur fluttu suður en áður höfðum við
Aðalbjörg flutt til Akureyrar. Þau
fluttu í Hveragerði og bjuggu vel um
sig þar. Hann saknaði Austurlands
og margra vina þar en þótti gaman
að rifja upp margt er þar hafði gerst.
Árin urðu of fá er hann gat notið
að lesa og íhuga margt er hann ætl-
aði. Hann veiktist fyrir fáum árum,
en náði sér furðanlega. Við hjónin
komum nokkrum sinnum til þeirra í
Hveragerði og nutum þess sem fyrr
að hitta þau.
Símtöl nokkur fóru á milli okkar
þessi ár. Síðast nú í vor hringdu þau
til okkar. Rödd hans var styrk og
skír, - hlýja í rómnum. Við kvödd-
umst með þökk í huga.
Þannig vil ég muna sr. Þorleif,
kátan og reifan en um leið hlýjan og
traustan vin.
Við Aðalbjörg þökkum samvistir
allar og vináttu. - Sendum Þórhildi
og bömum þeirra hlýjar samúðar-
kveðjur og þökkum öll samskipti og
samstarf liðinna ára.
Sigurður Guðmundsson.
• Fleiri minningargreinar um Þor-
leif Kjartan Kristmundsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er tU að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
r Blómobúðin >
(S~\aú5sKom
l v/ PossvogsUi^Ujwga^ð j
V Simit 554 0500
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
I “Bl blómaverkstæði 1
IjSlNNA*]
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
+
Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn,
BRYNJAR BRAGI STEFÁNSSON,
Spóahólum 14,
er lést á heimili sínu 4. júní sl., verður jarðsung-
inn frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 15. júní kl.
13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á styrkt-
ar- og minningarsjóð SÁÁ.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Bylja Bragadóttir, Guðmundur Stefánsson,
Stefán G. Háifdánarson, Rigmor Rössling,
Ásdís Elva og Ásta Lára,
Jódís Stefánsdóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓRUNN JÓNHEIÐUR HRÓLFSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja
á Eyvindarstöðum,
Eyrarvegi 29,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 15. júní kl. 13.30.
Valgerður Eiríksdóttir,
Ingibjörg Eiríksdóttir, Guðmundur Frímannsson,
Laufey Eiríksdóttir, Svavar Sveinsson,
Hrólfur Eiríksson
og barnabörn.