Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 72
72 MIÐVIKUDAGUR 14. JIJNÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Sigurbjörn Björnsson skákmeistari Hafnarfjarðar SKAK Tónlistarskóli llainari'jarðar Meistaramót Hafnar- fjarðar í skák 9.-11. júní 2000 SIGURBJÖRN J. BJÖRNSSON sigraði á Meistaramóti Hafnarfjarð- ar í skák sem fram fór heigina 9.-11. júní. Hann varð jafn Sigurði Daða Sigfús- syni að vinningum, en báðir hlutu 6 vinninga í 7 umferðum. Sigur- bjöm varð hins vegar hærri á stigum og tald- ist því sigurvegari mótsins, auk þess að hljóta titilinn skák- meistari Hafnarfjarðar 2000. Þetta er í fimmta sinn á jafn mörgum ár- um sem Sigurbjörn vinnur þennan titil. Hann á þó enn langt í land með að ná meti Ágústs Sindra Karls- sonar, sem hefur unnið þennan titil oftast allra, eða alls 11 sinnum. Þar af vann Ágúst titilinn 9 sinnum í röð. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Sigurbjöm Bjömsson 6 v. (23,0) 2. Sigurður Daði Sigfús- son 6 v. (22,5) 3. Páll Þórarinsson 5 v. 4. Halldór Brynjar Hall- dórsson 4'Æ v. 5. Jó- hann H. Ragnarsson 4 v. 6. Stefán Bergsson 3V2V. 7.-10. Dagur Arn- grímsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Guðmundur Kjartansson og Ingvar Þór Jóhannesson 3 v. Keppni þeirra Sigur- björns og Sigfúsar Daða um efsta sætið var æsispennandi. Sigurður Daði náði forystu strax í þriðju umferð, en missti niður hálfs vinnings for- ystu í sjöttu og næstsíðustu umferð þegar hann gerði jafntefli við Akur- eyringinn Halldór B. Halldórsson. Reyndar mátti Sigurður Daði þakka iyrir jafnteflið. í síðustu umferð lá svo við að annar skákmaður að norð- an hefði afgerandi áhrif á úrslit mótsins. Þar var á ferðinni Stefán Bergsson sem tefldi gegn Sigur- birni, en að lokum tókst Sigurbirni þó að svíða skákina af Stefáni. Skák- stjóri var Gunnar Bjömsson. Skák- þing Hafnarfjarðar var liður í Bikar- keppninni í skák, sem 5 taflfélög standa að. Tvö mót eru eftir í keppn- inni: Meistaramót Kópavogs og Meistaramót Grandrokk, auk Boðs- mótsins sem nú stendur yfir. Hraðskákkeppni taflfélaga Taflfélagið Hellir stendur nú fyrir Hraðskákkeppni taflfélaga á Suð- vesturlandi í sjötta skipti. Að þessu sinni taka 12 lið þátt í keppninni, en hingað til hafa þau verið átta. Keppnin er mjög vinsæl meðal fé- laganna og jafnan taka flestir stórmeistarar okkar þátt í henni. Fjögur efstu liðin frá keppninni í fyrra (SH, TR, Hellir og TG) komast beint í átta liða úrslit. Hin átta liðin berjast um þau fjögur sæti sem eftir eru. í tólf liða úrslitum varð niður- staðan þessi: Skákfélag Grandrokk - Skákfélag Akureyrar 2014-51 'Æ Taflfélag Kópavogs -SkákdeildKR 34-20 TaflfélagAkraness - Skákfélag Reylqanesb. 72-0* Skákfélag Selfoss og nágr. - Tafld. Bolungarv. 25-47 Viðureign Kópavogs og KR var stytt úr 12 umferðum í 9 og Skák- félag Reykjanesbæjar gaf viðureignina við Akranes án keppni. Nú hefur verið dregið i átta liða úrslit og þar eigast við eftir- talin lið (heimalið talið fyrst): Taflf. Kópavogs —Taflf. Reykjavíkur Skákf. Hafnarfj. - Skákf. Akureyrar Taflf. Hellir - Taflf. Akraness Taflf. Garðab. -Tafld. Bolungarv. Þessum viðureign- um á að vera lokið á morgun, fimmtudag- inn 15. júní. Bergsteinn efstur á Boðsmötinu Fjórum umferðum af sjö er nú lokið á Boðsmóti TR í skák. Bergsteinn Einarsson er efstur eftir fjórar umferðir á mótinu, sem er hluti af Bikar- keppninni í skák. Röð efstu manna er annars sem hér segir: 1. Berg- steinn Einarsson 4 v. 2. Kjartan Maack 3'/2 v. 3.-5. Stefán Kristjánsson, Arnar Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson 3 v. 6.-8. Ólafur Kjartansson, Ólafur í. Hannesson og Einar K. Einarsson 2‘/2 v. 9-13. Jóhann Hjörtur Ragn- arsson, Guðmundur Kjartansson, Ingvar Jóhannesson, Guðni Stefán Pétursson og Björn Þorfinnsson 2 v. o.s.frv. Fimmta umferð fer fram í kvöld, miðvikudaginn 14. júní. Frankfurt-skákhátíðin að hefjast Frankfurt-skákhátíðin verður haldin 16.-25. júní. Sex athyglisverð- ir viðburðir mynda hátíðina. Athygl- isverðastur þeirra er er Fujitsu Siemens mótið þar sem 6 af sterk- ustu stórmeisturum heims tefla tvöfalda umferð, allir við alla. Mótið fer fram 22.-25. júní. Þátttakendur eru Anand, Kasparov, Kramnik, Leko, Morozevich og Shirov. Skákmót á næstunni 22.6. SÍ. Guðmundar Arnlaugs- sonar mótið 23.6. Hellir. Jónsmessumót kl. 22 Daði Örn Jónsson Sigurbjöm J. Björnsson Sigurður Daði Sigfússon viiA\k\rvm Svarað ísfma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frasier aftur á skjáinn KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og vildi taka undir með Víkverja Morgunblaðsins föstudag- inn 9. júni sl. um að endur- sýna Frasier þættina, ef ekki eru til nýir, þá að end- ursýna þá gömlu. Þessir þættir væru alveg frábær skemmtun. Sjónvarps- þátturinn HNN ÞÁTTUR með þessu nafni hóf göngu sína mánudaginn 12. júní sl. á besta útsend- ingartíma Stöðvar 2. Mér fannst þátturinn vera hrein móðgun við áskrifendur Stöðvar 2. Hann var hvorki fyndinn né fróðlegur, stjómendur kepptust þarna við að vera fyndnir og virðulegir en skutu yfir markið. Eg vona að hann verði ekki langlífur. Erla Ingvarsdóttir. Þroskaheftir í VELVAKANDA 9. júní sl. talar kona um að sér leiddist að þroskaheftir væru kallaðir fatlaðir. „Sonur minn er með Downs heilkenni og hann er þroskaheftur og sannarlega fatiaður. Það eru allir ör- yrkjar eitthvað fatlaðir hvort sem um er að ræða hreyfihömlun, vangefni, geðsjúkdóma, hjartasjúk- dóma, blindu eða heyrnar- leysi svo fátt eitt sé nefnt. Sumir sem ekki eru öryrkj- ar geta komið fram sem fatlaðir á hjarta og vits- munum eins og ýmsir ráða- menn þessarar þjóðar hafa sýnt. Máhð sem um ræðir snýst ekki um landsbyggð- arstefnu heldur hreppa- flutninga. Það geta ekki all- ir átt lögheimili á Norðurlandi en búið á höf- uðborgarsvæðinu. Inga Dröfn Ármannsdóttir. Pilturinn og fáninn SÍÐDEGIS á hvítasunnu- dag leit ég út um gluggann og sá þrjú ungmenni, eina stúlku og tvo stráka ganga um í Hátúni. Allt í einu tók einn strákurinn sig úr hópnum og stökk inn í garð- inn hjá Hátúni 8 og elds- nöggt tók hann niður fán- ann og fór með hann í burtu. Drengurinn er vinsamlegast beðinn að skila fánanum í Hátúni 8. Ibúi við Hátún. Tilvitnun í ljóð INDRIÐI G. Þorsteinsson vitnar í ljóð Guðmundar Friðjónssonar skálds á Sandi í sjónvarpsgagnrýni sinni í Morgunblaðinu laug- ardaginn 10. júní sl. Heiðursverðlaunahöfund- inum bregst minnið í til- vitnun sinni. Skáldbóndinn á Sandi kvað ekki um „buskann" heldur „bláinn". Kvæðið er frægt og var því trúað að það hefði reynst áhrínsorð og vinur skálds- ins hefði hætt við vesturför. En svo gleymast ljóðlínur sem sögur og sagnir. Hver man til dæmis „Söguna af mínum manni“ sem Indriði G. Þorsteinsson skrifaði og flutt var í útvarpsþætti sem ég stóð fyrir um miðja síð- astliðna öld? Indriði ritaði þar upphafskafla og lauk síðan sögunni eftir að all- margir aðrir höfundar höfðu skrifað hver sinn þátt, meðal þeirra voru Ásta Sigurðardóttir, hjónin Jökull Jakobsson og Jó- hanna Kristjónsdóttir (í Sýrlandi), Kristmann Guð- mundsson og Guðmundur G. Hagalín. Ágnar Þórðar- son rithöfundur var einn höfunda og er enn á lífi til frásagnar auk Indriða sjálfs. Pétur Pétursson þulur. Fress fæst gefins KELINN og vel upp alinn fjögurra mánaða fress fæst gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 553-0939 eða 697-6993 hjá Hrafnhildi. Handtaska tapaðist SVÖRT handtaska tapaðist 8. júni sl. við færibandið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Dönsk kona lagði hana frá sér rétt á meðan hún tók töskumar sínar af færi- bandinu. Taskan var ómerkt, en í henni var um- slag með nafninu hennar á og heimilisfang í Dan- mörku. I töskunni var skreyting sem hún ætlaði að setja á leiði móður sinnar hér á Islandi. Upplýsingar í síma 551-4845. Ánna Lund. Norskur skógar- kettlingur óskast ÓSKA eftir norskum skóg- arkettlingi gefins. Má vera blendingur. Upplýsingar í síma 690-1222. Tapað/fundið Perla er týnd PERLA er 12 ára gömul læða. Hún hvarf 31. maí sl. frá heimili sínu að Hrísmó- um 1 í Garðabæ. Hún er þrílit, hvít, brún og svört og með svart nef. Hún er eymamerkt og gegnir nafn- inu sínu. Ef einhver hefur orðið hennar var, vin- samlegast hafið samband í síma 565-9508 eða 698- 4730. Með morgunkaffinu MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569-1100, sent i bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins telur nú, að ekki þurfi frekari vitnanna við um tregar gáfur og jafnvel slakt upp- eldi íslenzkra unglinga. Vinkona Vík- verja varð óvart fyrir þeirri raun að sjá tónleika bandarísku hljómsveit- arinnar The Bloodhound Gang, eða Blóðhundagengisins, í Laugardags- höll sl. sunnudagskvöld. Vinkona Víkverja kom í höllina til að hlýða á leik annarra hljómsveita er léku á undan Blóðhundagenginu, og hafði gaman af. Þegar svo kom að hinum bandaríska flokki ákvað vinkonan að heyra stuttlega í honum líka. Þá fylltist salurinn af unglingum sem „fíluðu“ tónlist og ekki sízt fram- komu Bandaríkjamannanna „í botn“. Óþarfi er að rekja hér helztu atriðin í leikþætti hljómsveitarinnar, en þau miðuðu að því að hneyksla áheyrend- ur fremur en skemmta þeim með hijómlist. XXX HÉR á árum áður, þegar Víkveiji var ungur, vakti hljómsveitin The Who athygli fyrir skelfilega framkomu - meðlimir sveitarinnar eyðilögðu hótelherbergi er þeir gistu á og reyndu með öðrum hneykslandi hætti að vekja á sér athygli. Núorðið heitir það markaðssetning þegar menn vekja á sér athygli, og segja má að Blóðhundarnir bandarísku hafi notað íslenzka unglinga í markaðssetningarskyni með fram- komu sinni við þá. En það sem er kannski verst, er að hinir íslenzku unglingar virtust meira en til í að vera notaðir með þessum hætti og fannst þetta bara „kúl“. Það er ekki sérlega góður vitnisburður um gild- ismat íslenzkra unglinga að þeir skyldu hafa gaman af framkomu hljómsveitarmeðlimanna og vera meira en til í að taka þátt í fíflaskapn- um. Víkverji er þeirrar skoðunar að þetta sé til marks um heimsku ís- lenzkra unglinga, það er að segja stórs hluta þeirra, en því miður er einsýnt að þeir unglingar sem af innlifun tóku þátt í dýrsskapnum á tónleikum Blóðhundanna munu koma óorði á íslenzka unglinga yfir- leitt, og var þó varla á það óorð bæt- andi. xxx AF ÞEIRRI staðreynd, að ungl- ingunum virtist virkilega falla í geð ömurleg framkoma hljómsveit- arinnar, dregur Víkverji ennfremur þá ályktun að lítið muni duga að bjóða þessum sömu unglingum upp á Kristnitökuhátíð í sumar. Ungt fólk, er nýtur þess að sjá og heyra vel- sæmi og skikkanlega framkomu hafða að háði og spotti, er ekki líklegt til þess að meta að verðleikum þann boðskap sem er kjarni kristninnar, það er að segja, að maður eigi að bera virðingu fyrir hverri einustu lif- andi veru og koma fram við hana samkvæmt þvi. Blóðhundamir komu fram við tónleikagesti af lítilsvirð- ingu. En þeir gerðu það vegna þess að þeir vita að slíkt finnst unglingum gaman og þetta eykur því sölu á disk- um hljómsveitarinnar. Víkverji telur að þessir sömu unglingar séu ekki sérlega líklegir til að fara og kaupa sér Biblíu, eða hafa áhuga á kristileg- um kærleíksboðskap. Því telur Vík- verji ljóst að varla þurfi að gera ráð fyrir mörgum unglingum á Þingvelli. X x x EN Víkveiji velti því fyrir sér, í framhaldi af frásögn vinkonu hans af tónleikunum, að varla hefði verið við öðru að búazst af íslenzku unglingunum, en háttarlagi sem þessu. Þeir, líkt og unglingar al- mennt, reiða ekki vitið í þverpokum og eru þar af leiðandi auðveld bráð manna sem vilja græða á auðveldan máta með því að selja rusl. Með þessu er Víkverji þó alls ekki að segja að við unglingana sjálfa sé á nokkum hátt að sakast. Það er eðli unglinga að vera ginnkeyptir fyrir nýjungum, hafa ómótaða hugsun og vera þannig fremur þunnir. Þegar Víkverji rifjar upp sín eigin ungl- ingsár getur hann eiginlega ekki annað en furðað sig á því að hann skuli yfirleitt hafa komizt til manns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.