Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 8

Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 8
gltll hauk* Oa/OB/OO 8 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja Yfír til þín „vinur“. Leikur í höndunum á krökkunum T frfinu Nýjasta æöiö í heiminum er Pokémon.. tölvuleikir sem eru gerðir fyrir Game boy leikjatölvurnar. Aragrúi af sérkennilegum skrímslum berjast viö öflugt óvinalið og öðlast aukna hæfileika við hverja raun. Hægt er að skiptast A skrímslum rhilli tölva þannig að til að verða góður í Pokémon er um að gera að vera í sambandi við aðra sem spila leikinn. Mikill fjöldi leikja á fínu verði B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is FIUHOFNIN LEIFSSTÖÐ KIFLAVIkURFLUOVELLI Skógræktarfélag Islands 70 ára Skógur á 20 þús- und hekturum Magnús Jóhannesson Skógræktarfélag ís- lands var stofnað á Alþingishátíðinni á Þingvölluxn 27. júní 1930 og á því 70 ára afmæli um þessar mundir. Magnús Jóhannesson er formaður félagsins. Hann var spui'ð- ur hvað ætti að gera til há- tíðabrigða vegna afmælis félagsins? „Við munum minnast stofnunar félagsins með hátíðarsamkomu á Þing- völlum þann 27. júni á stofndaginn og síðan verð- ur aðalfundur félagsins í ágúst sérstakiega helgað- ur þessum tímamótum í sögu þess.“ - Hefur ekki margt breyst á 70 árum? „I fyrsta lagi hefur mönnum tekist á þessu tímabili að sýna að skógrækt er möguleg á landinu og hefur raunar víða gengið mjög vel, en við stofnun félagsins voru ýmsir þeirrar skoðunar að það væri erfitt eða jafnvel óframkvæmanlegt að rækta skóg á Islandi. Menn hafa öðlast mikla reynslu á þessu tíma- bili, þannig að þekking okkar á því hvar og hvernig á að rækta skóg er allt önnur og miklu betri en hún var. Árangur í starfi við skógrækt er orðinn mjög góður.“ - Hvað getur þú sagt okkur um sögu félagsins? „Skógræktarfélag íslands var í fyrstu hefðbundið skógræktarfé- lag sem stóð fyrir plöntun og gróðursetningum hér á höfuð- borgarsvæðinu en það hefur frá árinu 1946 verið samband skó- græktarfélaga á landinu. Þá tók Skógræktarfélag Reykjavíkur við því sem Skógræktarfélag íslands hafði komið sér upp.“ - Hvað eru skógræktarfélögin á landinu mörg? „Þau eru núna sextíu að tölu og hafa aldrei verið fleiri. Fjögur ný félög voru stofnuð nú á þessu ári. Það sýnir ef til vill best þann mikla áhuga sem er á skógrækt um allt land. Félagsmenn í skóg- ræktarfélögunum eru nú milli sjö og átta þúsund.“ - Hver eru helstu verkefni fé- laganna? „Skógræktarfélögin hafa frá upphafi verið með tvenns konar verkefni aðallega, í fyrsta lagi friðun náttúrlegra skóga, þ.e. birkiskóga, og í öðru lagi plöntun nýrra skóga. í dag eru á vegum skógræktarfélaganna rúmlega tvö hundruð svæði í þeirra umsjá, sem eru um 20 þúsund hektarar að stærð. Skógræktarfélögin hafa lagt áherslu á að opna þessi svæði fyrir almenningi og þau eru nú í vaxandi mæli útivistarsvæði. Þess má geta að þeir skógarreitir sem eru komnir hvað mest við aldur, svo sem Heiðmörk, sem núna heldur upp á fimmtíu ára afmæli á þessu ári, og Kjarnaskógur á Akureyri eru orðin geysilega vin- sæl útivistarsvæði. Á síðastliðnu ári er talið að um 200 þúsund manns hafi komið í Heiðmörk til útivistar og um 150 þúsund í Kjarnaskóg. Skó- græktarfélag íslands beitti sér fyrir sam- ræmdu átaki skóg- ræktarfélaganna síð- astliðið sumar við að merkja og gera aðgengilega sem flesta skógarreiti félaganna um allt land og þar með vekja athygli almennings á reitunum og opna þá fyrir útivist." - Hvað hafa verið gróðursettar margar plöntur frá upphafi? „Það er gróflega áætlað að á ► Magnús Jóhannesson fæddist 23. mars 1949 á ísaflrði. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykavík 1969 og verkfræðiprófi við háskólann í Manchester 1974. Hann hefur starfað sem verkfræðingur og gegndi embætti siglingamála- stjóra 1985 til 1992, fráþeim tíma hefur hann verið ráðuneyt- isstjóri í umhverfisráðuneyti. Magnús er formaður Skógrækt- arfélags Islands. Hann er kvænt- ur Ragnheiði Hermannsdóttur kennara og eiga þau tvö börn. þessum 70 árum hafi á vegum skógræktarfélaganna verið gróð- ursettar milli 30 og 40 milljón plöntur en það mun vera nærri því helmingur þess plöntufjölda sem gróðursettur hefur verið alla öldina.“ - Hvað hafið þið helst gróður- sett? „Birki er langalgengasta teg- undin en einnig hefur verið plant- að miklu af lerki, greni og furu. Það er afskaplega mismunandi eftir aðstæðum hvar hver og ein planta þrífst. Hér sunnanlands hefur t.d. greni, fura og lerki þrif- ist vel. Lerki hefur þrifist mjög vel á Austfjörðum, ekki síst á Héraði.“ - Hvemig hefur gengið að friða náttúrulega skóga? „Það hefur gengið ágætlega og það má ekki vanmeta þann þátt í starfi skógræktarfélaganna. Mik- ið af þeim náttúrulegu skógum sem hafa verið friðaðir hafa verið friðaðir fyrir forgöngu skógrækt- arfélaga en betur má ef duga skal - enn eru svæði með náttúruleg- um skógum opin fyrir beit.“ - Hvað með framtíðaráætlanir? „Nú, Skógræktarfélag íslands sem landssamband skógræktar- félaga er ekki sjálft í gróðursetn- ingum en hefur það meginhlut- verk að styðja félögin með faglegri ráðgjöf og fræðslu. Einn- ig hefur verið reynt að fræða al- menning um skógrækt, vaxandi áhugi er hjá t.d. sumarbústaða- eigendum að rækta „garðinn sinn“. Einnig hefur fé- lagið reynt að stuðla að auknum samskiptum skógræktarfélaga og opinben-a aðila. Það er vaxandi að sveitarfé- lögin gera samning við skógræktarfélög um umsjón skógarreita á þeirra landi. Á vegum Yrkju- sjóðsins, sem er undir stjóm Skógræktarfélags íslands, fer fram fræðsla um skógrækt í grunnskólum landsins. Loks fer Skógræktarfélag íslands með landgræðsluskógaverkefnið sem á þessu ári er tíu ára gamalt. Megin- hlutverk að styðja skóg- ræktarfélögin með ráðgjöf og fræðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.