Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 19
RIKISLÖGREGLUSTJÓRINN Auglýsing um UMFERÐARSKIPULAG til og frá Þingvöllum á Kristnihátíð 1. og 2. júlí 2000 Vegna Kristnihátíðar á Þingvöllum hef ur verið tekin eftirfarandi ákvörðun um tímabundnar breytingar á umferð til og frá Þingvöllum daganal. og2. júlí 2000. Ákvörðunin gildir báða dagana og byggist á umferðarskipulagi umferðarnefndar Kristnihátíðar frá 11. apríl 2000 sem samþykkt var af forsætisráðuneytinu þann 30. maí2000. Vesturlandsvegur (1) - Árdegis Frá kl. 8.00 til 16.00 verður heimilt að aka eftir tveimur akreinum í norður og einni akrein í suður eftir Vesturlandsvegi frá Víkurvegi í Reykjavík að Þingvallavegi. Vesturlandsvegur (1) - Síðdegis Frá kl. 16.30 til 17:00 og fram á kvöld verður heimilt að aka eftir einni akrein í norður og tveimur akreinum í suður eftir Vesturlandsvegi frá Þingvallavegi að Víkurvegi í Reykjavík. Vesturlandsvegur (1) Þjóðvegurl Vesturlandsvegurverður lokaður umferð til Reykjavíkur sunnudaginn 2. júlí frá kl. 18.00 til 22.00 norðan Hvalfjarðarganga og á Kjalarnesi. Suðurlandsvegur (1) - Bæjarháls Lokað verður allan daginn fyrir umferð norður Suðurlandsveg frá Bæjarhálsi að Vesturlandsvegi. Vesturlandsvegur (1) - Víkurvegur Gatnamót Vesturlandsvegar og Víkurvegar verða lokuð allan daginn nema fyrir hægri beygju af Vesturlandsvegi inn á Víkurvegog Grafarholt. Lokað verður allan daginn fyrir umferð við Gagnveg inn á Víkurveg. Vesturlandsvegur (1) - Úlfarsfellsvegur (430) Úlfarsfellsvegur verður lokaður fyrir umferð inn á Vesturlandsveg allan daginn. Vesturlandsvegur (1) Vinstri beygjur verða bannaðar af og að Vesturlandsvegi við Skálatún, Lágafell og Blikastaði. Vesturlandsvegur (1) - Skarhólabraut Skarhólabraut verður lokuð við Vesturlandsveg allan daginn. Vesturlandsvegur (1) - Aðaltún Aðaltún verður lokað við Vesturlandsveg allan daginn. Vesturlandsvegur (1) - Þverholt Öll umferð verður bönnuð um Þverholt í Mosfellsbæ milli Háholts og Vesturlandsvegar allan daginn. Vesturlandsvegur (1) - Álafossvegur Álafossvegur verður lokaður við Vesturlandsveg allan daginn. Vesturlandsvegur (1) - Ásland Ásland verður lokað við Vesturlandsveg allan daginn. Vesturlandsvegur (1) - Þingvallavegur Bannað verðurallan daginn aðtakavinstri beygju af Vesturlandsvegi inn á Þingvallaveg. Þingvallavegur í Mosfellsdal - Árdegis Frá kl. 8.00 til 16.00 verður einstefna í austur eftir Þingvallavegi. Frá kl. 8.00 til 16.00 verður umferð frá byggð sunnan við Þingvallaveg bannað að beygja til vinstri inn á Þingvallaveg. Frá kl. 8.00 til 16.00 verður umferð f rá byggð norðan við Þingvallaveg bannað að beygja til hægri inn á Þingvallaveg. Þingvallavegur í Mosfellsdal - Síðdegis Frá kl. 17.00 og fram eftir kvöldi verður einstefna í vestur eftir Þingvallavegi. Frá kl. 17.00 og fram eftir kvöldi verður umferð frá byggð sunnan við Þingvallaveg bannað að beygjatil hægri inn á Þingvallaveg. Frá kl. 17.00 og fram eftir kvöldi verður umferð frá byggð norðan við Þingvallaveg bannað að beygja til vinstri inn á Þingvallaveg. Þingvallavegur - Kjósarskarðsvegur - Árdegis Frá kl. 7.00 til 16.00 verður bannað að beygja af Kjósarskarðsvegi til hægri inn á Þingvallaveg. Þingvallavegur - Kjósarskarðsvegur - Síðdegis Frá kl. 16.30 og fram eftir kvöldi verður bannað að beygja af Kjósarskarðsvegi til vinstri inn á Þingvallaveg. Grafningsvegur Grafningsvegur verður einungis opinn fyrir hópferðarbíla, öryggisbíla og sérmerkta bíla allan daginn. Nesjavallavegur - Hafravatnsvegur Hafravatnsvegurfrá Suðurlandsvegi að Nesjavallavegi er lokaður fyrir almennri umferð allan daginn. Nesjavallavegur verður einungis opinn fyrir hópferðabíla, öryggisbíla og sérmerkta bíla allan daginn. Vatnsviksvegur Vatnsviksvegur verður einungis opinn fyrir hópferðabíla, öryggisbíla og sérmerkta bíla allan daginn. Þingvallavegur - Gjábakkavegur - Síðdegis Bannað verður að taka hægri beygju af Gjábakkavegi inn á Þingvallaveg eftir kl. 16.00 og fram eftir kvöldi. Umferð hópferðabifreiða Öll umferð hópferðabifreiða, þ.e. bifreiða sem aðallega eru gerðar fyrir fólksflutninga og gerðar eru fyrir 8 farþega eða fleiri, verður bönnuð á eftirtöldum leiðum allan daginn; Þingvallavegi milli Vesturlandsvegarog Biskupstungnabrautar, Kjósarskarðsvegi milli Hvalfjarðarvegar og Þingvallavegar, Gjábakkavegi milli Laugarvatns og Þingvalla. Nema um sé að ræða sérmerktar bifreiðar með akstursleyfi. Gerð ökutækja Öll umferð vörubifreiða, þ.e. bifreiða sem aðallega eru ætlaðar til vöruflutninga, eða hafa áfestan búnað, með meiri en 3500 kg heildarþunga og eru að hámarki fyrir 6 farþega og hvers konar dráttarvéla er bönnuð á Þingvöllum og á leiðum til og frá Þingvöllum allan daginn. Bannið nær til þungavinnuvéla, steypubifreiða og annarra slíkra ökutækja sem ekki eru ætlaðar til fólksflutninga. Svo og bifreiðar með eftirvagna og tengitæki. Umferð ríðandi fólks Öll umferð ríðandi fólks sem og rekstur og teyming búfjár á leiðum til og frá Þingvöllum sem og á hátíðarsvæðinu sjálfu verður bönnuð allan daginn. Ákvörðun þessi um tímabundna umferðarstjórnun ertekin með vísan til 1. mgr. 79. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Frekari upplýsingar um umferðarskipulag á Kristnihátíð 1. og 2. júlí 2000 er að finna á heimasíðu lögreglunnar (lögregluvefnum) slóðin er http://www.logreglan.is og í bæklingum sem dreift hefur verið inn á heimilin í landinu. 22. júní2000 Ríkislögreglustjórinn Lögreglustjórinn íÁrnessýslu Lögreglustjórinn í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.