Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum um hvernig greiðslu ríkisins til öldrunarstofnana skuli háttað. Arna Schram kynnti sér þá umræðu og komst að þvf að miklar vonir eru bundnar við nýtt greiðslumatskerfi byggt á svokölluðu RAI-mælitæki. Deilt um daggjöldin Vonir bundnar við nýtt greiðslufyrirkomulag í öldrunarþjónustu • Brýnt að daggjalda- greiðslur til stofnana verði í samræmi við raunverulegan kostnað FYRSTU skrefin í þá átt að miða greiðslur öldr- unarstofnana við svo- nefnt RAI-mælitæki, sem mælir hjúkrunar- þyngd eða hjúkrunarálag stofnan- anna samkvæmt ákveðinni aðferð, var tekið á þessu ári. Fyrst með því að miða greiðslur til öldrunarstofnana á föstum fjárlögum við RAI-mælingu á hjúkrunarálagi þeirra og síðan með birtingu auglýsingar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um að daggjöld sjúkrastofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum skuli fara eftir því hvert hjúkrunarálagið er samkvæmt RAI-mælingu. Miklar vonir eru bundnar við að þetta greiðsluiyrir- komulag verði til þess að daggjöld ríkisins til hjúkrunarheimila verði meira í samræmi við raunverulegan kostnað þeirrai’ þjónustu sem þar er veitt en margir forstöðumenn hjúkr- unarstofnana hafa orðið til þess að gagnrýna stjómvöld fyrir að „skammta“ öldrunarstofnunum dag- gjöld að eigin geðþótta og því hafi þau ekki nægt fyrir rekstrarkostnaði stofnananna. Hefur því m.a. verið haldið fram að 9% halli hafi myndast á rekstri hjúkrunarheimila á síðasta áratug þrátt fyrir að ítrustu ráðdeild- ar hafi verið gætt. Reynslan af fyrrgreindu greiðslu- fyrirkomulagi er þó eins og gefur að skilja ekki mikil enn sem komið er og að mati þeirra sem til þekkja á enn eftir að sníða af því ýmsa agnúa þann- ig að vel megi við una. Starfsfólk öldr- unarstofnana á enn eftir að hljóta meiri þjálfun í notkun RAI-mælitæk- isins svo dæmi sé tekið og þá þarf að mati sumra að taka tilliti til fleiri þátta í greiðslumatinu en RAI-mæl- ingin nær til. Óánægja rekstraraðila öldrunar- stofnana með greiðslufyrirkomulag ríkisins er ekki ný af nálinni en hún kom ekki hvað síst skýrt fram eftir að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirrit- uðu í lok apríl sl. samning við fyrir- tækið Öldung hf. um að félagið leggi til og reki í 25 ár hjúkrunarheimili að Sóltúni 2 í Reykjavík ætlað 92 öldruð- um einstaklingum. Aður en samningurinn var undir- ritaður hafði reyndar borið á nokk- urri gagnrýni þess efnis að ríkið hygðist greiða hærri daggjöld til fyr- irhugaðs hjúkrunarheimilis í Sóltúni en til starfandi hjúkrunarheimila en sú gagnrýni ágerðist ekki hvað síst eftir að sjálfur samningurinn var und- irritaður. Umræðan gekk svo langt að hún barst inn í sali Alþingis þegar Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vin- strihreyfingarinnar - græns fram- boðs, kvaddi sér hljóðs í utandagskrárumræðu um málið í maí sl. Hann, sem og fleiri í umræðunni um þessi mál, á Alþingi sem og ann- ars staðar, átöldu þann mismun sem þeir segja að verði á daggjöldum til Sóltúns annars vegar og til annarra daggjaldastofnana hins vegar en einnig mátti heyra raddir þess efnis að nú væri verið að setja á fót stofnun, og hugsanlega í kjölfarið fleiri stofn- anir, sem hefðu gróðasjónarmið að markmiði í stað mannúðarsjónar- miða. Aður en lengra er haldið er rétt að geta þess að í samningnum við Öld- ung hf., sem er félag stofnað af fyrir- tækjunum íslenskir aðalverktakar hf. og Securitas ehf., er m.a. kveðið á um að greiðslur verkkaupanda, þ.e. ríkis- ins, til verksala, þ.e. Öldungs hf., séu í formi daggjalda en daggjald er ákveðið heildargjald fyrir einn vist- mann í einn sólarhring. Segir í sam- ningnum að daggjaldið skiptist þann- ig að 2.420 krónur séu greiddar fyrir húsnæði á hvem legudag og að 11.880 krónur séu auk þess greiddar vegna rekstrar á hvem legudag miðað við að hjúkrunarþyngd, þ.e. umönnunarþörf vistmanns út frá heilsufarsástandi, verði samkvæmt RAI-stuðli á bilinu 1,05-1,20. Nánar verður fjallað um RAI-stuðulinn síðar í þessari grein. En svo aftur sé vikið að efni umrædds samnings er að auki kveðið á um í honum að Öldungur hf. skuldbindi sig tíl að sækja ekki um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra eða þeim sjóðum sem kunna að taka við hlut- verki hans vegna framkvæmda við byggingu sem viðkemur samning- num. Greiðslum verkkaupa er með öðmm orðum m.a. ætlað að taka yfir þá þætti sem Framkvæmdasjóður aldraðra tekur til samkvæmt lögum um málefni aldraðra. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu er samningurinn gerður undir merkjum einkaframkvæmdar sem þýðir að verkefnið, hjúkmnar- heimili í Reykjavík, var boðið út í samræmi við hugmyndir fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, um útboð á byggingu og rekstri hjúkmnarheimilis fyrir aldraða í Reykjarik sem hýsa eigi 60 skjól- stæðinga. (A síðari stigum var því breytt í 92 skjólstæðinga). Forval var auglýst í lok árs 1998 og þegar tilboð vom opnuð í lok janúar árið 1999 höfðu þrír hópar skilað inn forvals- gögnum. I fyrsta hópnum vom Nýsir hf., ístak hf. og fleiri einkaaðilar, í öðrum hópnum vom Seeuritas ehf. og Verkafl hf. og í þriðja hópnum vora Sjómannadagsráð og Hrafnista Reykjavík. Síðastnefndi hópurinn dró sig hins vegar út úr verkefninu eftir að útboðsögn höfðu verið kynnt, af ástæðum sem ekki verða raktar hér, en tveir þeir fyrmefndu tóku þátt í lokuðu útboði. Tilboðum þeirra var hins vegar hafnað þar sem þau þóttu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir en í framhaldinu var gengið til samninga við Securitas ehf. og Verkafl hf. (eða ÍAV hf., Islenskir aðalverktarar, sem tekur yfir starfsemi Verkafls) á þeim forsendum að tílboð þeirra þóttí betra hvað varðaði húsnæði, þjónustu og verð. Mynduðu þessir aðilar eins og fyrr segir félagið Öldung hf. þar sem 85% er í eigu Secmitas en 15% í eigu ÍÁV. Stofnunum fjölgar um 158% á 30 árum Mikil uppbygging hefur átt sér stað í stofnanaþjónustu fyrir aldraða hér á landi undanfama þijá áratugi. Heildarfjöldi dvalar- og hjúkmnar- rýma fyrir aldraða var 1.440 í byijun áttunda áratugarins en rúmlega 3.700 í febrúar á þessu ári, samkvæmt upp- lýsingum frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, og hefur þar með fjölgað um 158% á þessu tímabili. Samtals 89 öldrunarstofnanir á land- Um 400 manns í mjög brýnni þörf Vistunarþörf aldraðra mest I Reykjavík og á Reykjanesi Þörf fyrir vistun aidraðra Reykjavík Dvalarrými Hjúkrunarrými Rými alls Þörf 38 19 57 Brýn þörf 34 11 45 Mjög brýn þörf 115 182 297 Samtals 187 212 399 Reykjanes Dvalarrými Hjúkrunarrými Rými alls Þörf 13 9 22 Brýn þörf 17 16 33 Mjög brýn þörf 58 51 109 Samtals 88 76 164 ENN vantar verulegan fjölda hjúkr- unar- og dvalarrýma aldraðra í Reykjavík og á Reykjanesi til þess að koma megi til móts við vistunar- þörf aldraðra sem búa á þessum svæðum að því er fram kemur í drögum að skýrstu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Hins vegar virðist sem jafnvægi hafi náðst að mestu milli framboðs stofnanarýmis og vistunarþarfar á öörum svæðum landsins. Samtals 406 einstaklingar í Reykjavík og á Reykjanesi voru í mjög brýnni þörf fyrir dvalar- og hjúkrunarrými aldraðra í maí sl. samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu en engir einstaklingar voru í brýnni þörf eftir rými á öldrunar- stofnunum í öðrum kjördæmum landsins. Af þessum rúmlega fjögur hundr- uð einstaklingum eru 297 í Reykja- vík og 109 á Reykjanesi. Af þeim sem eru í brýnni þörf í Reykjavík eru 115 í brýnni þörf eftir dvalarrými en 182 í brýnni þörf eftir hjúkrunar- rými. Af þeim sem eru í brýnni þörf á Reykjanesi eru 58 í brýnní þörf eftir dvalarrými en 51 í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Með dvalarrými er átt við sérstakt þjónustuhúsnæði fyrir aldraða, íbúðir eða dvalar- heimili, en með hjúkrunarrými er átt við rými sem ætlað er öldruðum sem eru of lasburða tii að dveljast í þjónustuhúsnæði fyrir aldraða. í fyrrgreindri skýrslu er bent á að stofnanir fyrir aldraða hafi risið ört á undanförnum árum og þá sérstak- lega utan höfuðborgarsvæðisins. Og það þrátt fyrir að í Reykjavík vanti töluvert upp á að þörf fyrir hjúkrunar- og dvalarrými sé mætt. Er talið að mlsmikið framboð stofnanarýmis milli svæða bendi m.a. til þess að ríkið hafi ekki haft nógu mikll áhrif á uppbyggingu þessarar þjónustu en eins og kunn- ugt er reka sveitarfélög og einka- aðilar dvalar- og hjúkrunarheimilin hér á landi þótt rekstrarféð komi að mestu úr ríkissjóði. „Það fyrirkomu- lag virðist ekki hafa tryggt kaup- anda þjónustunnar, þ.e. ríkinu, næg áhrif,“ segirí skýrslunni. Aðstæður vistmanna bættar í skýrslunni er tekið fram að fram- boð dvalar- og hjúkrunarrýma eykst ekki jafnmikið og bygging nýrra rýma segir til um. Hækkandi meðal- aldur aldraðra á öldrunarstofnunum hafi m.a. leitt til þess að víða hafi þjónusturýmum á dvalarheimilum verið breytt i hjúkrunarrými og þá hafi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið heimilað fækkun rýma í fjölmennustu dvalarheimilunum til að draga úr þrengslum og bæta að- stæður vistmanna, aðstandenda þeirra og starfsfóiksins. Aukinheld- ur sé fyrirsjáanlegt að rýmum eigi enn eftir að fækka nokkuð af þess- um sökum á þeim stofnunum ald- raðra sem elstar eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.