Morgunblaðið - 25.06.2000, Side 25

Morgunblaðið - 25.06.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 25 inu öllu bjóða upp á dvalar- og/eða hjúkrunarrými fyrir aldraða en af þessum stofnunum eru sautján i Reylqavík, tólf á Reykjanesi og þrett- án á Suðurlandi svo dæmi séu tekin. Að jafnaði eru um tíu slíkar stofnanii- í hverju hinna kjördæmanna fimm. Samkvæmt lögum um málefni aldr- aðra er stofnanaþjónusta aldi-aðra tvenns konar. Annars vegar er um að ræða sérstakt þjónustuhúsnæði fyrir aldraða, íbúðir eða dvalarheimili, ætl- að öldruðum sem ekki eru færir um að annast heimiiishald þrátt fyrir heimaþjónustu. Hins vegar er um að ræða hjúkrunarrými á öldrunarstofn- unum eða hjúkrunai'heimiium, ætluð öldruðum sem eru of lasburða til að dveljast í þjónustuhúsnæði fyrir al- draða. Þess vegna er ýmist talað um dvalarrými eða hjúkrunarrými eftir því hvora þjónustuna um er að ræða. Sumar öldrunarstofnanir bjóða ein- göngu upp á dvalarrými, svo sem dvalarheimilið Fell í Reykjavík en aðrar bjóða eingöngu upp á hjúkrun- arrými, svo sem hjúkrunarheimilin Eir og Skjól í Reykjavík. Enn aðrar stofnanir eru á hinn bóginn það sem kallað er blandaðar stofnanir, þ.e.a.s. stofnanir sem hafa bæði dvalar- og hjúkrunarrými. Má í því sambandi nefna dvalar- og hjúkrunarheimilin Grund og Hrafnistu í Reykjavík. Þjónustan á öllum þessu stofnunum íyrir aldraða skal, samkvæmt lögum um málefni aldraðra, byggð á ein- staklingsbundnu mati á heilsufarsleg- um og félagslegum þörfum aldraðra. Rekstur dvalar- og hjúkrunar- heimila er í höndum sveitarfélaga, fé- lagasamtaka eða annarra einkaaðila en fjármögnun þjónustunnar hefur að mestu leyti verið í höndum ríkisins og þeirra sem þjónustunnar njóta. Þeir síðamefndu taka þátt í greiðslu dval- arkostnaðar m.a. með grunnlífeyri sínum, en ríkið greiðir sinn hlut af rekstrarkostnaði stofnananna annað hvort með daggjöldum eða með föst- um fjárlögum. Þannig er talað um að stofnanir séu ýmist daggjaldastofn- anir eða stofnanir á föstum fjárlögum eftir því hvort fyrirkomulagið er not- að. I lögum um málefni aldraðra er getið um greiðslufyrirkomulag ríkis- ins tii öldrunarstofnana og þar vísað í 39. gr. laga um almannatryggingar þar sem segir m.a. að daggjöld sjúkrahúsa, sem ekki eru á föstum fjárlögum, skuli ákveðin af heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra að höfðu nánu samráði við viðkomandi stofnanir. Daggjöld og gjaldskrár skuli ákveðin þannig að samanlagðar tekjur stofnunarinnar standi undir eðlilegum rekstrarkostnaði á hveij- um tíma miðað við þá þjónustu sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- hen-a hefur ákveðið að stofnunin veiti. Fyrsta skrefið tekið í notkun RAI-mæiieiningarinnar Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu eru gjöld hin sömu á öllum dvalar- heimilum aldraðra og í janúar á þessu ári námu daggjöld á dvalarrými kr. 3.579 og dagvistargjald kr. 2.727. Oðru máli gegnir hins vegar um hjúkrunarrými, þ.e.a.s. gjöld eru mis- munandi á hjúlmmarheimilum. Þau fara með öðrum orðum eftir hjúkrun- arþyngd vistmanna, þ.e. eftir heilsu- farsástandi og þar með þörfum þein-a á þjónustu. Að sögn margra þeirra sem til þekkja hefur mat á hjúkrunar- þyngd hjúkrunarstofnana og þar með greiðslur til þeirra verið stundum helst til handahófskennt, ekki síst eft- ir að daggjaldanefnd sjúkrahúsanna var lögð niður árið 1990 en hún ákvað daggjöld hjúkrunarheimila út frá ákveðnum forsendum. Undanfarin ár hefur þó verið unnið að þróun RAI- mælingakeríis hér á landi, fyi’st í þeim tilgangi að tryggja samræmdar upplýsingar á heilsufari og hjúkrun- arþörfum þeirra sem þurfa umsjá og umönnun stofnana en nú síðast í þeim tilgangi einnig að nota sem forsendur útreikninga daggjalda til hjúkrunar- stofnana fyrir aldraða. RAI-mælingin er byggð á ítarlegri aðferð til þess að meta heilsufarsástand sjúklinga og þar með umönnunarþörf þein-a en út frá því er hin títtnefnda hjúkrunar- þyngd eða hjúkrunarstuðull RAI- mælingarinnar fundin. Sérstök RAI- matsnefnd starfar undir hatti heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis- ins og hefur hún m.a. það hlutverk að hafa umsjón með RAI-matsmæling- um. Hrafn Pálsson, starfsmaður ráðuneytsins, veitir nefndinni for- stöðu. Eins og fyn- var vikið að var fyrsta skrefið í þá átt að nota RAI-stuðulinn sem viðmið í útreikningum á dag- gjaldagreiðslu ríkisins til öldrunar- stofnana tekið í fjárlögum ársins 2000, þar sem stofnanir á föstum fjár- lögum fengu greiðslur í samræmi við hjúkrunarþyngd. Ber hér að benda á að einingarverðið fyrir hveija hjúknmarþyngd er fundið út, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar ráðuneytis- stjóra heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, eftir ítarlega úttekt m.a. Ríkisendurskoðunar á rekstri öldrunarstofnana og mati hennar á því sem hún telur vera eðlilegan rekstrarkostnað þeirra. Annað ski'efið í þá átt að nota RAI- stuðulinn sem forsendu fyrir dag- gjaldagreiðslu ríkisins til öldrunar- stofnana var síðan tekið með útgáfu auglýsingar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í mars sl. þar sem daggjald á hjúkrunarrými aldi'aðra var í fyrsta sinn byggt á hjúkrunarþyngdarstuðli samkvæmt RAI-mælingum. I auglýsingunni er hjúkrunarheimilum raðað í sjö p-eiðsluflokka miðað við RAI-mæl- ingar á árinu 1998. Fyrsti flokkur hef- ur svo dæmi sé tekið hjúkrunar- þyngdina, samkvæmt RAI, 1,05 og yfir, en sjöundi flokkur hefúr hjúkr- unarþyngd samkvæmt RAI 0,84 og undir. Fyrsti flokkurinn er sá flokkur, samkvæmt auglýsingunni, sem hefur mestu hjúkrunarþyngdina, þ.e. þá vistmenn sem þurfa hvað mesta og sérhæfðasta þjónustu en sjöundi flokkurinn, samkvæmt auglýsing- unni, er á hinn bóginn sá flokkur sem hefur minnstu hjúkrunarþyngdina, þ.e. þá vistmenn sem þurfa hvað minnsta þjónustu. Hjúkrunarheimil- um er raðað í flokkana eftir meðaltali hjúkrunarþyngdar vistmanna, eins og þeir eru metnir samkvæmt RAI- mælingu á árinu 1998 en fyrir hvem flokk hefur verið reiknað út ákveðið rekstrardaggjald. I fyrrgreindri auglýsingu hefur fyrsti flokkur rekstrargjaldið eða einingarverðið 10.250 krónur en sjöundi flokkur gjaldið 8.428 krónur. Þetta þýðir svo dæmi sé tekið að fyrir hvem vist- mann á stofnun sem hefur meðal- hjúkrunarþyngdina 1,05 ætti ríkið að borga 10.250 fyrir hvern legudag. Rétt er að taka fram áður en lengra er haldið að það hefur valdið óánægju meðal aðila sem reka öldrunarstofn- anir að í auglýsingu þessari hafi verið miðað við RAI-matsmælingu á hjúkr- unai-þyngd frá árinu 1998. Segja þeir að hjúkrunarþyngdin hljóti að hafa breyst síðan þá, ekki síst sé það haft í huga að meðaldvalartími aldraðra á stofnunum sem þessum sé um 2,8 ár. Þegar um þetta var spurt í heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu vom svörin þau að þegar nýr daggjaldataxti hafi verið gefinn út í byijun árs hafi ekki verið fyrirliggj- andi nýiri mælingar á hjúkranai-- þyngd en frá árinu 1998 og enn liggi ekki fyrir endanlegar niðurstöður um RAI-hjúkranarþyngd á hjúkranar- heimilum vegna ársins 1999. Þegar hjúkranarheimilin á hinn bóginn verði komin með tölvukerfi sem geti reiknað niðurstöður RAI-mælinga muni niðurstöður um hjúkranar- þyngd liggja fyrir mun fyrr en nú er og þá muni kerfið sömuleiðis verða skilvirkara. Á það er einnig bent að lítill munur hafi verið á meðalhjúkr- unarþyngd samkvæmt RAI-mælingu á áranum 1997 til 1998. Fyrra árið hafi meðaltalið verið 0,7 en hið síðara 0,98. I drögum að skýrslu um öldranar- þjónustu, sem verið er að fullvinna í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, er tekið fram að í daggjöld- um í umræddum flokkum sé allur kostnaður innifalinn og þar með tal- inn sá kostnaðui’ sem hlýst vegna við- halds bygginga og búnaðai’. Því er jafnframt bætt við, í umfjöllun um flokkana, að í sérstökum tilvikum sé hlaupið undir bagga með hjúkrunar- heimilunum fari lyfjakostnaður úr hófi fram. Tryggingastofnun ríkisins greiðir reglulega til allra hjúkranarheimila á daggjöldum, fjái’hæðir sem byggjast á hjúkranarþyngd og einingarverði þess greiðsluflokks sem viðkomandi hjúkranarheimili tilheyrir, sam- kvæmt RAI-mælingu, en stofnanir á föstum fjárlögum fá einnig greiðslur samkvæmt þyngdarmati, eins og áð- [GRUND] Forsvarsmenn elli- og hjúkrunarheimilisins Grundarhafa staðió ídeilum við ríkið um daggjöld til rekstrar hjúkrunar- heimilisins um árabil og hafa þeir fyrmefndu farið þess á leit við Hæstarétt, eins oggreint hefur veriö frá í Morgun- blaðinu, að hann tilnefni tvo aðila ígerðardóm svo unnt sé að fá úrþessum ágreiningi skorió. [DROPLAUGARSTAÐIR] Sumar öldrunarstofnanir bjóða eíngöngu upp á dvalar- rými, svo sem dvalarheimilið Fell íReykjavík en aðrar bjóða eíngöngu upp á hjúkrunarrýmí, svo sem hjúkrunar- heimiUð DroplaugarstaðiríReykjavík. Enn aörar stofnanir eru á hínn bógínn það sem kallað er blandaðar stofnanir, þ.e.a.s. stofnanir sem hafa bæöí dvalar- og hjúkrunar- rými. [EIR] Síguröur Heigí Guðmundsson, prestur og forstjóri hjúkr- unarheimíianna Skjóls og Eirar, hefur orðlð til þess aó gagnrýna þaó aó RAhnatíð taki ekkí tillit til þeirrar þjón- ustu sem verta þurfí þeírn sem búa við skerta heilastarf- semí. [HRAFNISTA] Heitdarfjöldi dvaiar- og hjúkmnarrýma fyrir aldraða var 1.440 í byrjun átíunda áratugarins en rúmiega 3,700 í febrúar á þessu ári, samkvæmt uppfysingum frá heii- brígðis- og tryggingamáiaráðuneytjnu, oghefurþeim þar með fjöigaö um 158% á þessu tímabili. ur segir, en þá er, samkvæmt upp- lýsingum frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, miðað við fulla nýtingu rýma. Full þörf á byggingu nýs hjúkrunarheimilis Víkjum aftur að þeirri umræðu sem orðið hefur á daggjaldagreiðsl- um ríkisins til hjúkranarstofnana aldraðra, ekki síst eftir að Sóltúns- samningurinn var undirritaður. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, benti á í fyrrgreindri utan- dagskrárami-æðu á Alþingi í vor að samkvæmt áðumefndri auglýsingu um daggjöld sjúkrastofnana væri daggjaldaeining í fyrsta flokki 10.250 krónur en þrátt fyrir það væri í samn- ingnum við Öldung hf. kveðið á um að daggjaldið yrði 11.880 krónur, þ.e. hærra en hæsta gjaldið í auglýsing- unni um daggjöld kvæði á um. Aukin- heldur fengi Sóltún 2.420 krónur vegna húsnæðis fyrir hvem legudag en það sama væri ekki upp á tening- num í samningum ríkisins við aðrar öldrunarstofnanir. Samtals fengi Sóltún þvi 14.300 krónur fyrir hvem vistmann á dag. Gagnrýni Júlíusar Rafnssonar, framkvæmdastjóra Grandar, hefur verið á sömu nótum. Hann tekur fram í samtali við blaða- mann að full þörf sé á byggingu nýs hjúkranarheimilis í Reykjavík á borð við Sóltún með 92 hjúkranarrýmum enda beinist gagnrýni hans ekki að því, heldur m.a. að þeirri staðreynd að Sóltún fái 1.630 kr. hærra daggjald en Grund miðað við að heimilin hafi „sömu hjúkranarþyngd.“ Vísar Júlíus þama til þess að í samningnum um Sóltúnsheimilið sé gert ráð fyrir því að hjúkranarþyngd verði samkvæmt RAI-stuðli á bilinu 1,05 til 1,20, en í auglýsingu ráðuneytisins um dag- gjöld er kveðið á um að heimili með meðalþyngdina 1,05 og yfir séu í fyrsta flokki. I þann flokk fellur einn- ig hjúkranarheimili Grandar.Segir hann að Sóltúni veiti öragglega ekki af þeim daggjöldum sem það fái sam- kvæmt samningnum við rfldð en bendir á að fleiri öldranarstofnunum veitti heldur ekki af að fá sömu daggjaldaupphæðir. „Það hefur alltaf verið geðþóttaákvörðun starfsmanna ráðuneytisins hvaða daggjald er greitt til öldranarstofnana og það sama er greinflega uppi á teningnum varðandi Sóltúnssamninginn," full- yrðir Júlíus. Hann segist ekki hafa heyrt nein haldbær rök fyrir því að Grand fái lægri daggjöld en Sóltún miðað við að hjúkranarþyngd heimil- anna sé hin sama. „Því hefur verið haldið fram að Sóltún muni vera með meiri hjúkranarþyngd og allt öðravísi heimilismenn en aðiir en aldrei hef ég heyrt nægilegar útskýringar á því á hvem hátt þeir verði öðravísi. Og á meðan ég heyri engin haldbær rök hlýt ég að vera mjög ósáttur við þann mun sem er á milli daggjaldanna.“ Júlíus tekur reyndar fram að hann hafi heyrt þá skýringu frá ráðuneyt- inu að Sóltún komi til með að taka ein- göngu við sjúklingum af öldrunar- sjúkrahúsum á borð við Landakot, sem sér finnist í sjálfu sér afar eðli- legt, en bendir á að af öllum nýjum innritunum á Grand á síðasta ári hafi 59% verið frá sjúkrastofnunum í Reykjavík en þaðan komi veikasta fólkið. Auk þess kveðst hann hafa vissu fyrir því að Grand sé það hjúkranarheimili sem taki við hvað flestum sjúklingum af öldranarlækn- ingadeild Landspítalans. Niðurstaða Júh'usar er því sú að hann sjái ekki að hjúkranarþyngd Sóltúns komi til með að vera meiri en hjúkranarþyngd annarra öldrunar- stofnana á höfuðborgarsvæðinu. „Og þangað til ég fæ engin svör við því af hverju Grund sé með lægri daggjöld en Sóltún miðað við sömu hjúkranar- þyngd er það í mínum huga geð- þóttaákvörðun starfsmanna ráðu- neytisins hvað hver stofnun fær há daggjöld," bætir hann við. Forsvarsmenn elli- og hjúkranar- heimilisins Grandar hafa reyndar staðið í deilum við í-ítdð um daggjöld til rekstrar hjúkranarheimilisins um árabil og hafa þeir fyrmefndu farið þess á leit við Hæstarétt, eins og greint hefur frá í Morgunblaðinu, að hann tflnefni tvo aðila í gerðardóm svo unnt sé að fá úr þessum ágrein- ingi skorið. Telja talsmenn Grundar að við þá eigi að semja um daggjöld til þess að mæta rekstrarkostnaði hjúkranarheimilisins en ekki að^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.