Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 32
32 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OFYRIRSJAANLEGUR
KOSTNAÐUR
að er áreiðanlega rétt, sem
fram kemur hjá Arna John-
sen, fyrsta þingmanni
Suðurlandskjördæmis, í samtali við
Morgunblaðið í gær, að þegar met-
ið er tjón fólks af jarðskjálftunum á
Suðurlandi, þarf að taka tillit til
fleiri þátta en beinlínis er gert,
þegar tryggingatjón er metið við
eðlilegar aðstæður.
Sú röskun á stöðu og högum, sem
verður í lífi fólks við atburði sem
þessa, kallar augljóslega á marg-
vísleg útgjöld, sem ella hefðu ekki
orðið.
Þingmaðurinn bendir í þessu
sambandi á röskun á búrekstri,
sem verður hjá bændum, sem hafa
orðið fyrir miklu tjóni. Hann bend-
ir líka á aðra þætti en húseignir,
sem hafa orðið illa úti í hamförun-
um hjá einstaklingum. Hann minn-
ir á vandkvæði, sem upp koma
vegna veðbanda á húsum og byggir
þar áreiðanlega á reynslu Vest-
mannaeyinga eftir eldgosið í
Heimaey.
í þessum efnum er líka ástæða til
að hafa í huga reynslu íbúanna í
Súðavík og á Flateyri eftir snjó-
flóðin þar.
Auðvitað verður tjón sem þetta
aldrei að fullu bætt en trygginga-
kerfið og samfélagið þarf að teygja
sig eins langt til þess að bæta tjónið
og nokkur kostur er.
Af þessum sökum er þess að
vænta, að viðkomandi aðilar taki
þessar ábendingar Árna Johnsens
alþingismanns til meðferðar.
TENGING VIÐ EVRU?
/
Aumræðufundi Samtaka at-
vinnulífsins fyrir nokkrum
dögum varð ýmsum talsmönnum at-
vinnulífsins tíðrætt um nauðsyn
þess að tengja krónuna evrunni sem
allrafyrst.
Gunnar Örn Kristjánsson, for-
stjóri SÍF, telur að minni framlegð
sjávarútvegsfyrirtækja í útflutningi
orsakist af því að tekjur séu í er-
lendum myntum en kostnaður í
krónum.
Már Guðmundsson, hagfræðing-
ur Seðlabanka íslands, sér þetta
álitamál frá öðru sjónarhorni. Hann
segir í samtali við Morgunblaðið í
gær af þessu tilefni: „Tenging ís-
lenzku krónunnar við evruna væri
einhliða ákvörðun okkar og mundi
þýða að gengiskörfunni, sem miðað
hefur verið við, yrði breytt. í stað
þess, að evran fái vægi í samræmi
við vægi hennar í utanríkisviðskipt-
um, eins og nú er, þá mundi hún
vega 100%. Einhliða tenging af
þessu tagi er mjög varhugaverð."
Már Guðmundsson bendir á, að
líklega sé nú að byrja að draga úr
þeim mikla hagvaxtarmun, sem ver-
ið hafi á milli Bandaríkjanna og
Evrópu og það muni leiða til styrk-
ingar evrunnar, þegar fram líði
stundir. Tenging krónunnar við evr-
una nú væri það sama og að hækka
gengi krónunnar, sem mundi herða
enn frekar að útflutningsatvinnu-
vegunum og ferðaþjónustunni.
Síðan segir hagfræðingur Seðla-
bankans: „Litlir gjaldmiðlar geta
orðið fyrir mikilli áraun vegna þess-
ara hreyfinga og ef þeim er haldið
mjög föstum geta afleiðingarnar orð-
ið nokkuð, sem ekki er hægt að ráða
við. f»ess vegna eru menn frekar á
því, að kostirnir sem við höfum séu
eingöngu tveir, annars vegar að vera
með sveigjanlegra gengi, sem er sú
átt, sem við höfum verið að fara í, og
hins vegar að stíga skrefið til fulls og
ganga inn í myntsamstarfið, sem
væri eini fastgengiskosturinn, sem
vit væri í. Það mundi hins vegar
krefjast aðildar að Evrópusamband-
inu.“
Þetta eru óneitanlega sterkar
röksemdir en aðalatriðið er þó að það
er mikilvægt að þessar umræður fari
fram. A næstu árum má búast við, að
fleiri þjóðir gerist aðilar að evrunni
og þess vegna þýðingarmikið að við
áttum okkur á hvernig hagsmunum
okkar er bezt borgið.
Forystugreinar Morgunblaðsins
25. júní 1950 „íslendingum
hlýtur að vera það gleðiefni
að heyra utanríkisráðherra
Bandaríkjanna mæla af slík-
um skilningi og góðvild í
þeirra garð. Horfur hafa ver-
ið á því undanfarið að mark-
aðsmöguleikar okkar fyrir
hraðfrystan físk ykjust veru-
lega í Bandaríkjunum. Hafa
hraðfrystihús okkar fryst
töluvert magn af fiski fyrir
þann markað á þessu ári.
Það er okkur því mjög mikil-
vægt að halda þessum mark-
aði og hafa möguleika til
þess að auka hann.“
25. júní 1960 „Meðan við er-
um gistihúsalausir, eða svo
til, er fásinna að ræða um
ísland sem ferðamannaland.
Það er hreinlega út í bláinn.
Ferðamenn koma ekki hing-
að aðeins til þess að horfa á
fjöllin eða jöklana. Þeir koma
til þess að láta fara sæmilega
um sig, en ekki til þess að
krossfesta holdið á hrakhól-
um vegna húsnæðisleysis."
25. júní 1970 „Menn eru að
vonum undrandi á því, að
hvert verkfallið á fætur öðru
skuli skella á, þótt búið sé að
marka hina almennu stefnu
um kjarabætur á þessu ári,
15% kauphækkun og fulla
verðlagsuppbót. Á þeim
grundvelli hefur fjármála-
ráðherra samið við ríkis-
starfsmenn, og á þeim
grundvelli verður að ætlast
til, að aðrir semji. Það kemur
auðvitað ekki til nokkurra
mála, að einstakir litlir hópar
í þjóðfélaginu, sem eru í að-
stöðu til að stöðva þýðingar-
miklar greinar atvinnu-
lífsins, fái að komast upp
með að knýja fram meiri
kjarabætur sér til handa í
skjóli þess valds.“
Ilítilli frétt í föstudagsblaði Morgun-
blaðsins segir svo: „Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri segist að öll-
um líkindum verða í framboði til
embættis borgarstjóra í næstu borg-
arstjómarkosningum, sem halda á
árið 2002, að því er fram kemur í
júnítölublaðiVesturbæjarblaðsins.
I blaðinu er að finna viðtal við borgarstjóra og
þar segir hún einnig aðspurð, að hún hafi enga
trú á öðru en að Reykjaviloirlistinn bjóði þá fram
og stofnun Samfylkingarinnar breyti engu þar
um.“
í Morgunblaðinu í dag, laugardag, birtist önn-
ur frétt af þessu tilefni. Þar segir: ,Alfreð Þor-
steinsson, fulltrúi framsóknarmanna í borgar-
stjórnarflokki Reykjavíkurlistans, segist
sammála því áliti Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra að líklegt sé að Reykjavíkur-
listinn bjóði fram í borgarstjómarkosningum
2002 og að stofnun Samfylkingarinnar breyti
engu þar um. Alfreð segir, að auðvitað sé ekki
enn búið að taka neina formlega ákvörðun í þess-
um málum, enda sé núverandi kjörtímabil aðeins
hálfnað. Eins og staðan sé í dag sé hann hins veg-
ar sammála þvi mati borgarstjóra. Aðspurður
sagði Alfreð að það væri í höndum fulltrúaráðs
Framsóknarflokksins í Reykjavík og framsókn-
arfélaganna í höfuðborginni að taka ákvörðun
um áframhaldandi samstarf við vinstri flokkana
á vettvangi borgarmálanna. Hann vissi þó ekki
betur en að forysta flokksins á landsvísu væri
einnig ánægð með það hvemig þetta samstarf
hefði gengið undanfarin misseri. „Það er því ekk-
ert í spilunum annað í dag en að framhald verði á
þessu samstarfi," sagði Alfreð."
Á bak við þessi sakleysislegu ummæli er stór-
pólitík eins og nú verður vikið að.
Að Reykjavíkurlistanum komu í upphafi hinir
hefðbundnu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjóm Reykjavíkur, Alþýðuflokkur, Al-
þýðubandalag og Framsóknarflokkur ásamt
Kvennalista, sem núverandi borgarstjóri var
fulltrúi fyrir. Þessir hefðbundnu andstæðingar
meirihluta sjálfstæðismanna höfðu áratugum
saman reynt að koma á sameiginlegu framboði til
borgarstjórnar enda öllum Ijóst, að möguleikar
þeirra til þess að fella borgarstjórnarmeirihluta
Sjálfstæðisflokksins margfalt meiri með sameig-
inlegu framboði og dæmi um það, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði haldið meirihlutanum án þess,
að fá meirihluta atkvæða í borgarstjórninni.
Þessir flokkar stóðu að vísu ekki sameiginlega
að framboði til borgarstjómar vorið 1978, þegar
Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í
borgarstjóm í fyrsta sinn. Þá vom hins vegar
sérstakar aðstæður í stjórnmálum. Að sumu leyti
má segja, að sveitarstjórnarkosningar og þing-
kosningar það vor hafi verið eins konar enda-
punktur á þeim gífurlega hörðu þjóðfélagsátök-
um, sem staðið höfðu á íslandi , ekki bara frá
lýðveldisstofnun heldur frá því snemma á öld-
inni. Þau átök mögnuðust hins vegar á kalda-
stríðsámnum. Stjórnmálabaráttan nú er barna-
leikur miðað við það, sem þá var. Tvennar
kosningar vorið 1978 eru síðustu kosningar á ís-
landi, þar sem öllu afli verkalýðshreyfingarinnar,
sem þá var margfalt á við það, sem menn þekkja
nú, var beitt gegn þáverandi ríkisstjórn og
stjórnarflokkum, Sjálfstæðisflokki og Fram-
sóknarflokki. Undir forystu Alþýðusambands ís-
lands og Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fór
verkalýðshreyfingin í herför gegn stjórnvöldum.
Til þeirrar herfarar lágu sérstakar ástæður,
sumar persónulegar, sem áður hefur verið fjallað
um í Morgunblaðinu og verða ekki rifjaðar upp
nú.
Til viðbótar þessum sérstöku pólitísku aðstæð-
um komu pólitísk mistök, sem gerð vom af hálfu
Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni til
borgarstjórnar og kunna vel að hafa ráðið endan-
lega úrslitum um niðurstöðu þeirra kosninga.
Innan vinstri stjórnarinnar í Reykjavík á kjör-
tímabilinu 1978 til 1982 vora stöðugar deilur, eins
og verið hafði einkenni allra vinstri stjórna á Is-
landi, sem orðið höfðu til fram að þessu, hvort
sem var á landsvísu eða í sveitarstjórnum.
Ástæðan var ekki sízt sú, að flokkarnir þríi-,
Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur, börðust innbyrðis um sama kjósenda-
fylgið. Annars vegar tókust Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalag á um sömu kjósendur og hins
vegar Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag.
Þegar Reykjavíkurlistinn varð til fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 1994 var að byrja að skap-
ast jarðvegur fyrir sammna stjórnmálaflokk-
anna á vinstri vængnum, sem loks varð formlega
að veruleika með stofnun Samfylkingarinnar nú í
vor. Þar gengu saman í eina fylkingu Alþýðu-
flokkur, Þjóðvaki, sem var klofningshópur úr Al-
þýðuflokki, Kvennalisti og stór hluti Alþýðu-
---------7T7F1--------------
\ ' Æ
* mcÆ
,> ' /
V' , /
’■ 4 '
v /í >
7,v.
f 1
t * 'if"
■/ÚJÍ ' l
. «.
f ;.'4
: ‘f •:■
/ r> I > • /
[A. Á
‘
I, : í’
V;' ' iit
*, ' v.
•'m
'fy.f
G •'Á
íi
-.9 ‘
Á
9:
ly
Á ' '
M
SM
J M
JÉS
JM
J r
- l
’
■• -• . t'
• ■ •, ■1,4***
bandalags, þó ekki stærri en svo, að Vinstri
grænir em orðnir að umtalsverðu stjórnmálaafli,
sem taka verður tillit til.
Lykilflokkurinn í myndun Reykjavíkurlistans
1994 var Framsóknarflokkurinn, sem þá var ut-
an ríkisstjórnar. Án þátttöku Framsóknai’flokks-
ins var óhugsandi, að Reykjavíkurlistinn næði
meirihluta í borgarstjóm. Framsóknarflokkur-
inn var í forystu ríkisstjórnar frá 1988 til 1991 en
varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar Alþýðu-
flokkurinn gekk til samstarfs við Sjálfstæðis-
flokkinn í ríkisstjórn 1991. Á þeim tíma trúðu
margir því, að nýtt viðreisnai’samstarf til lengri
tíma hefði orðið til og framsóknarmenn hafa
áreiðanlega verið í þeirra hópi. Ákvörðun þeirra
um að ganga til samstarfs við aðra andstæðinga
Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur
fyrir kosningarnar 1994 var því eðlileg og skilj-
anleg.
Síðan hefur mai’gt breytzt og þar kemur að
hinni stórpólitísku mynd.
Staða
Framsóknar-
flokksins
Framsóknarflokkur-
inn hefur áratugum sam-
an verið annar af tveimur
leiðandi stjórnmálaflokk-
um á íslandi. Hann hefur
keppt við Sjálfstæðis-
flokkinn um forystu í íslenzkum stjórnmálum en
hann hefur jafnframt verið það forystuafl á
vinstri væng stjómmálanna, sem hvað eftir ann-
að hefur sameinað vinstri flokkana í ríkisstjóm.
Sundrang vinstri flokkanna hefur þjónað hags-
munum Framsóknarflokksins vel. Hann hefur
getað deilt og drottnað í þeirra hópi mestan hluta
aldarinnar. Þeir hafa verið einskis megnugir án
hans.
Þrennt hefur gerzt, sem hefur breytt þessari
mynd. Þar sem Framsóknarflokkurinn hefur
samkvæmt gamalli hefð átt mest fylgi á lands-
byggðinni og í sveitum hafa fólksflutningar til
höfuðborgarsvæðisins verið andstæðir hagsmun-
um framsóknai-manna. Breytingar á kjördæma-
skipan hafa líka orðið til þess að draga úr mis-
mun á vægi atkvæða á milli kjördæma, sem hefur
dregið úr áhrifum framsóknarmanna. Sú kjör-
dæmabreyting, sem nú er orðin og kosið verður