Morgunblaðið - 25.06.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 39
MINNINGAR
+ Halldóra Sæunn
Salóme Jónsdótt-
ir fæddist í Vatns-
íjaróarseli við Isa-
fjarðardjúp 14. júlí
1906. Hún lést á
Hrafnistu 17. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jón
Jónsson útvegsbóndi,
f. 9.4. 1865, d. 5.5.
1915, og Viktoría
Sveinsdóttir, fædd 1.
eða2.12.1870, d. 6.4.
1941. Systkini Hall-
dóru voru; Sveinn, f.
1892, Guðjón, f. 1894,
Gunnar, f. 1897, Jónas, f. 1899,
Steinunn Lára, f. 1900, Kristín
Margrét, f. 1901, Guðrún, f. 1901,
Að morgni 17. júní sl. andaðist
amma mín, Halldóra Sæunn Salóme
Jónsdóttir. í bernskuminningu
minni er hún ljóslifandi, færandi um-
hyggju, gleði, gáska og góðar gjafir.
Heimsóknum hennar fylgdu alltaf líf
og fjör, hún lék sér við okkur og
hafði okkur með í starfi. Og amma
gat tekið upp á ýmsu. Brauð voru
bökuð á hlóðum, krakkar sem áttu
að liggja í rúminu dregnir út í sólsk-
inið, við óðum í lækjum og lékum
okkur á ýmsa lund. Eftirminnilega-
star eru þó berjaferðirnar. Yfir fjall-
veg var að fara fótgangandi, amma
með tvær litlar stelpur í eftirdragi.
Þessir gleðidagar með ömmu hafa
fest mér svo í minni að aldrei fer ég
svo í berjamó að ég minnist þeirra
ekki. Þegar heim var komið var að
vinna úr berjunum og síðan nutum
við afrakstursins allan veturinn.
Stundum var amma með í slátur-
gerðinni og þá var handagangur í
öskjunni. Hún sagði okkur frá
bernsku sinni vestur á fjörðum upp
úr aldamótum. Frá lífi tökubamsins,
sem hafði misst föður sinn og verið
komið fyrir hjá vandalausum. Slapp
þó við að vera niðursetningur, en við
það fólk var talað eins og seppa, eins
og hún orðaði það sjálf. Hún sagði
okkur frá því hvemig hún komst upp
á lag með að sjúga eina ána í yfir-
setunni og laumaðist í búrið þegar
lítið var að borða. Hún sagði okkur
frá bróður sínum sem kom yfir fjall-
veg að sækja hana til að gefa henni
kost á betra lífi. Hún tók af alhug
þátt í okkar lífi þó að við byggjum
aldrei í nálægð. Hún brúaði bilið
milli kynslóðanna og þó að aðstæður
hennar breyttust og margt drifi á
daga okkar allra hélst vinátta okkar
alla tíð. Amma eignaðist trygga vini
á sinni löngu lífsleið og mat tryggð
þeirra og vináttu mikils. Sjálf var
hún mikill vinur vina sinna og minnt-
ist alla tíð þein-a sem höfðu gert
henni gott þegar mest á reyndi. Hún
var örlát kona, lítillát og þó ákveðin
og sjálfstæð. Vinnusemi og nýtni
hafði hún í hávegum. Það vora
dyggðir sem hún gat sjálf ekki án
verið. Ein ól hún upp þau þrjú börn
sín sem á legg komust. Auk þeirra
eignaðist amma stúlku sem hún
missti á fyrsta ári og dreng fæddan
andvana. Nærri má geta að oft hefur
glíman verið römm að hafa nóg að
bíta og brenna fyrir börnin sín og
ýmis áföll urðu á vegi hennar. A erf-
iðum stundum og í daglegu lífi var
tráin hennar haldreipi og traust.
Þótt sjaldnast væri sjálfsagt auð-
ur í ranni átti amma fallegt heimili
og marga fallega muni sem hún hafði
yndi af. Hún kunni að njóta lífsins og
vissi að vinnan var ekki allt. Upp úr
miðjum aldri ferðaðist hún mikið á
þess tíma mælikvarða, bæði innan
lands og utan.
Amma var tíguleg kona og falleg,
hvik í hreyfingum, glaðleg og hlý.
Hún naut lengst af góðrar heilsu og
hélt vel andlegum þrótti alla tíð. Nú
þegar ég kveð hana ömmu mína,
þessa háöldmðu heiðurskonu, er
mér efst í huga virðing fyrir henni og
þakklæti fyrir að fá að eiga hana að
vini. Fjölskyldu minni allri var
óskírð stúlka f. 1902,
Guðbjöm Jón, f. 1905,
Krisfján, f. 1908, og
Guðbjartur, f. 1911.
Hinn 17. júní 1932
giftist Halldóra Mar-
teini Stefánsyni, f.
15.2. 1910, d. 18.11.
1991. Böm þeirra em:
1) Jóna Lilja Marteins-
dóttir, f. 20.9. 1931,
maki Ásgeir Ósmann
Valdemarsson, f. 28.6.
1926, d. 20.5. 1989.
Þeirra böm eru; Hall-
dóra Sigurbjörg, f.
26.11.1954, maki Roar
Aagestad, Hjördís Björk, f. 16.1.
1957, maki Pétur Þorvaldsson,
Ema Hrönn, f. 30.7. 1962, maki
amma kær, og við kveðjum hana
með þökk fyrir farinn veg. Eg
treysti því eins og hún sjálf að hún
eigi góða heimkomu hjá frelsara sín-
um og bið guð að blessa hana.
Hjördís B. Ásgeirsdóttir.
Eg man hana ömmu mína best
sem kraftmikla konu sem kom til
okkar í sveitina og breytti tilvera
okkar í ævintýri á meðan hún dvald-
ist hjá okkur. Það var alltaf svo mik-
ið um að vera þar sem hún amma
var.
Þegar ég var barn var mikið
ferðalag úr Reykjavík austur í
Landsveit. Hún amma kom alltaf til
okkar í sumarfríinu sínu og dvaldist
hjá okkur um nokkurn tíma. Þá var
nú líf í tuskunum. Hún amma fann
alltaf upp á einhverju skemmtilegu
eins og að hita kakó á ónýtri kolavél í
búinu okkar stelpnanna, baka rág-
brauð úti í reykkofanum, fara í langa
berjaferð upp á fjall eða bara að hafa
þvottabala fyrir heitan pott.
Þegar ég var lítil hélt ég að hún
amma væri rík. Hún var alltaf svo
glæsilega búin, fór í siglingar með
Gullfossi og átti líka svo glæsilegt
heimili sem skartaði vönduðum hús-
gögnum, fallegum málverkum og
fleiri fögram munum. Svo gaf hún
okkur gjafír sem vora fáséðar, sum-
ar keyptar í útlöndum.
Þegar ég fæddist árið 1954 lét hún
kaupa handa mér forláta dúkku í út-
löndum. Engin stelpa átti slíkan
kostagrip. Hún Dóra dúkka situr
enn uppi á hillu í stofunni minni.
Henni ömmu var annt um góða gripi.
Þegar ég fermdist fól hún mér til
Víglundur Kristjánsson, og Vald-
emar Trausti, f. 21.4. 1965, maki
Hallfríður Ósk Óladóttir. 2) Steinar
Marteinsson, f. 19.3. 1935. Maki
hans var Bára Gestsdóttir. Þeirra
börn eru; Halldór Viktor, f. 2.12.
1956, maki Sucke Marteinsson,
Gunnar, f. 8.9. 1958, maki Dorin
Marteinsson, Kristín, f. 18.3. 1962,
maki Bill Cocilain, Maiteinn, f.
9.11. 1965, maki Claudia Marteins-
son, Bára Bryndís, f. 22.2. 1967,
maki Jerry Johnson. 3) Salgerður
Sveina Marteinsdóttir, f. 21.1.
1938, maki Sigurður Gylfi Böðvars-
son, f. 14.7. 1939. Þeirra börn eru;
Böðvar, f. 17.10. 1956, Guðmundur
Óskar, f. 2.4. 1960, maki Rakel Sig-
urðsson. Brynjar, f. 12.3. 1964,
maki Selma Jóhannesdóttir. Krist-
inn, f. 13.3.1966.4) Stefanía Sigríð-
ur, f. 13.5.1939, d. í mars 1940.
Árið 1966 giftist Halldóra Ás-
geiri Einarssyni, sem er látinn.
Halldóra eignaðist 28 bamaböm
og 2 barnabamaböm.
Útför Halldóru fer fram frá
Fossvogskapellu á morgun og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
varðveislu forláta gullhring sem hún
hafði erft eftir fóstra sinn og bað mig
að fela hann dóttur minni þegar
fram liðu stundir.
Ríkidæmi hennar ömmu hlýtur að
hafa verið minna en ég hugði. Hún
amma starfaði lengst af sem ráðs-
kona á Farsóttarsjúkrahúsinu á
Sóknartaxta. En hún amma hafði lag
á að láta peningana endast og bera
sig eins og drottning jafnvel í sinni
sára fátækt þegar hún bjó í bragga á
Skólavörðuholtinu eftir stríð. Hún
saumaði falleg föt á börnin sín úr
hveitipokum og skreytti með út-
saumi. Mér er minnisstæð mynd af
bragganum hennar ömmu með fal-
legum gluggatjöldum, þau hafði
amma saumað og bróderað úr hveiti-
pokum.
Hún amma varð viðskila við fjöl-
skyldu sína þegar hún var smábam.
Faðir hennar drakknaði og fjöl-
skyldunni var dreift á bæina í sveit-
inni. En þrátt fyrir þennan aðskilnað
héldust sterk fjölskyldutengsl og
ástríki með systkinunum sem varði
þar til dauðinn skildi þau að.
Systkinabörn ömmu hafa sýnt henni
ómetanlega ræktarsemi allt til
hinstu stundar. Hún dó á þjóðhátíð-
ardaginn 17. júní og hafði haldið
andlegu atgervi þar til að hún mátti
ekki mæla fyrir sjúkleika. Við áttum
síðast tal saman 6. júní, þá mundi
hún eftir öllu sínu fólki og hafði skoð-
un á hlutunum eins og hún var vön.
Eg þakka elskulegri ömmu minni
langa og ánægjulega fylgd gegnum
lífið. Eg þakka henni ást og um-
hyggju í minn garð og barna minna
og fjölskyldunnar allrar.
Halldóra Ásgeirsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmæl-
is- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Greinunum
er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins
í Kringlunni 1, Reykjavík, og á
skrifstofu blaðsins í Kaupvangs-
stræti 1, Akureyi’i. Þá er enn
fremur unnt að senda greinarnar í
símbréfi (569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Frágangur
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðugrein
af hæfilegri lengd, en aðrai- grein-
ar um sama einstakling takmark-
ast við eina örk, A-4, miðað við
meðallínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálk-
sentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða Ijóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundai’
eru beðnir að hafa skú’narnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Við birtingu afmælisgreina gild-
ir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk sem er 70 úra og
eldra. Hins vegar era bh-tar af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að hand-
rit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er mót-
taka svokallaðra ASCII-skráa sem
í daglegu tali era nefndar DOS-
textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auð-
veld í úrvinnslu.
Formáli
Æskilegt er að minningargrein-
um fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvai’ og hvenær sá, sem Ijallað er
um, er fæddur, hvar og hvenær
dáinn, um foreldra hans, systkini,
maka og böm, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar upp-
lýsingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
HALLDORA
SÆUNN SALÓME
JÓNSDÓTTIR
ASLAUG PERLA
KRIS TJÓNSDÓTTIR
+ Áslaug Perla
Kristjónsdóttir
fæddist 4. janúar
1979. Hún lést 27.
maí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Háteigs-
kirkju 6. júní.
Elsku engillinn
minn, ég veit ekki hvað
maður getur sagt þeg-
ar besta vinkona
manns fellur frá svona
snögglega. Mér þótti
svo óendanlega vænt
um þig að ég get ekki
lýst því með orðum. Við tráðum
hvort öðra fyrir öllu og sögðum
hvort öðra allt. Við leituðum hvort til
annars þegar eitthvað bjátaði á og
reyndum að hjálpa hvort öðra.
Þú varst svo falleg og lífsglöð
stelpa, góðhjörtuð og vildir öllum allt
gott gera. Með þér missti ég ekki
bara besta vin minn, heldur hluta af
hjarta mínu.
Það komu skin og skúrir hjá okkur
stundum, en við sættumst alltaf aft-
ur.
Oft töluðum við saman í símann
mörgum sinnum á dag og stundum
þögðum við bara í símanum til þess
eins að vita hvort af öðra. Þá leið
manni vel. Þú varst búin að biðja mig
áður en þú „fórst“ að gera vissan
hlut og talaðir um það við móður
mína líka. Þú barst hagsmuni mína
og velferð fyrir brjósti sem sannaði
djúpa væntumþykju þína í minn
garð. Eg ætla nú að uppfylla þessa
ósk jafnt íyrir þig og mig.
Þú áttir oft frekar erfitt með að
átta þig á lífinu. Þér leið ekki alltaf
vel. Eg vona og trái að þér líði vel
núna og að sál þín hvíli í friði. Þú
skildir margar ógleymanlegar minn-
ingar eftir þig, sem ég mun varðveita
í hjarta mínu eins og t.d. sköpunar-
gáfur þínar og fallegu Ijóðin sem
aldrei munu gleymast. Það mun ekki
líða sá dagur að ég muni ekki hugsa
um þig.
En láttu sorg mína ekki trafla sál-
arfrið þinn.
Mér hefur aldrei liðið jafn illa á
ævinni og þegar ég frétti af andláti
þínu. Eg get ekki lýst tilfinningum
mínum með orðum. Við voram búin
að lofa að vera vinir alla ævi, en síðan
ferð þú svo snögglega.
Það er sagt að þeir
bestu fari fyrstir. Eg
kallaði þig alltaf engil
og núna ertu orðin að
engli. Megi sál þín hvíla
í friði og ég vona að þú
takir á móti mér í tím-
ans rás. Ég elskaði þig
af öllu hjarta. Vinskap-
ur þinn var eitt það
dýrmætasta sem ég hef
átt
Ég votta fjölskyld-
unni þinni djúpa sam-
hryggð mína vegna
andláts þíns um leið og
ég sendi þeim öllum innilegustu vin-
ar- og samúðarkveðjur á sorgar-
stundu.
Þinn einlægur vinur,
Hörður Hákon.
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
B!ómat>úði
in
Cack^SsW
om
v/ T-ossvogsUirUjugarð
Sfmi: 554 0500
rfisdrykkjur í Veislusalnum
Sóltúni 3, Akógeshúsinu,
fyrir allt aðSOO manns.
EINNIG LETTUU IIADEGISMATUR
MEDKAFFI OG TF.RTU A F.FTIR - SAMA VF.RD
0&
. s<toéa
u,ry°! rétta
oHr0r
" "Oh'nu/
VEISLAN
Glœsilegar veitingar frá Veislunni
Austurströnd 12 • 170 Seltjomaraes • Simi: 561 2031 • Fax: 561 2008
VEITINGAEI.DHUS
www.veisian.is,.
——CH
O ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Persónuleg þjónusta
Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar-
svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina 110 ár
og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta
verð ailra á Kkkistum og þjónustu við útfarir.
Sími 567 9110 & 893 8638 RúnarGcirmundsson Sigurður Rúnarsson
_____www.utfarir.is utfarir@itn.is_útfararstjóri_útfararstjóri
c
v
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einursson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Sverrir
Otsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199