Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 49 Frá Sigurði Óla Sigurðssyni: MIÐVIKUDAGINN 21. júní skrifaði kona nokkur grein í Velvakanda og var mjög ósátt við að ekki hafi verið rofin auglýst dagskrá Ríkissjón- varpsins til að flytja fréttir af jarð- skjálftanum sem reið yfir á þjóðhá- tíðardaginn. Auk þess beindi hún spjótum sínum að útsendingum Rík- issjónvarpsins frá Evrópukeppninni í knattspymu og hvemig þær hefðu í för með sér breytingar á fréttatím- um. í upphafi vil ég benda á að dag- skráin var vissulega rofin til að koma inn fréttainnskoti af jarðskjálftanum. Jarðskjálftafræðingur svaraði öllum spurningum fréttamanna eitthvað á þessa leið: „Við vitum að það var jarðskjálfti". Kannski var ástæðan fyrir litlu fréttaflæði í upphafi ein- faldlega skortur á upplýsingum. Fréttamenn þurftu til dæmis tíma til að koma sér á staðina þar sem mest var skjálftavirknin. Er ástæða til að rjúfa áður auglýsta dagskrá ef ekk- ert fréttnæmt er komið til frétta- stofu? Stórmót í knattspymu era á tveggja ára fresti og standa að jafn- aði yfir í einn mánuð. Stundum rek- ast útsendingar frá mótunum á við dagskrárliði eins og fréttir, með þeim afleiðingum að fréttatímum er breytt. Pá bregst það ekki að ákveðinn hópur fólks kvartar hástöfum yfir þessu „órétt- læti“. Óréttlætið felst í því að einn mánuð af hverjum 24 breytast frétta- tímar Ríkissjónvarps eilítið. Ég telst til þess hóps sem vill sjá sem mest af knattspymu í Ríkis- sjónvarpinu. Einnig tel ég að fréttir Ríkissjónvarpsins verði ekkert mikið verri við það eitt að útsendingartími þeirra breytist. Er eitthvað „órétt- læti“ fólgið í því að einn mánuð af 24 er hlustað á óskir mínar og annarra fótboltaáhugamanna? Þeim sem ómögulega geta beðið eftir fréttum má benda á hádegis- og kvöldfréttir Ríkisútvarpsins og regluleg fréttayf- irlit sem nást einnig á bylgjulengdum Rásar 1 og 2. Einnig má benda á að Islenska útvarpsfélagið hefur haldið úti fréttastofu í allnokkur ár. Út- varpsstöðin Bylgjan er með reglu- lega fréttatíma og Stöð 2 sendir út dag hvem klukkutíma langan frétta- þátt sem hefst klukkan 19:00 og er í opinni dagskrá. Það er umhugsunar- Fréttafíkn? efni hvort ákveðinn hópur þjóðarinn- ar sé úr hófi sólginn í fréttir. Á okkar dögum virðist margs konar iðja vera til merkis um einhvers konar fíkn. Menn era ýmist áfengisfíklar, kyn- lífsfíklar eða spennufíklar. Gæti verið að á íslandi séu til fréttafíklar? Er til fólk sem bregst hið versta við ef það er svipt sínum reglubundna skammti af fréttum? Það les kannski Morgun- blaðið snemma morguns, hlustar á hádegisfréttir Ríldsútvarpsins og gluggar í DV í eftirmiðdaginn. Svo hlustar það á fréttatíma útvarpsins klukkan 18:00 og kveikir að þvi loknu á sjónvarpinu og bíður í ofvæni eftir fréttum Ríkissjónvarpsins. Að þeim loknum er jafnvel skipt yfir á Stöð 2 til að ná aðalfréttatíma sem hefst klukkan 19:30. Svo er dagurinn ekki fullkomnaður fyrr en búið er að horfa á fréttir Sjónvarpsins klukkan tíu. Þá fyrst getur fréttafíkillinn lagst til hvílu eftir að hafa jafnvel heyrt sömu fréttimar í sjö mismunandi útgáfum. Þekkir þú, lesandi góður, ein- hverja fréttafíkla? SIGURÐUR ÓLI SIGURÐSSON, Melabraut 36, Seltjarnamesi. ylfniœlisþakkir Innilegar þakkir fœri ég ykkur sem samglöddust mér í tilefii af 100 ára afmœli míni 13. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Narfadóttir, Hófgerði 20, Kópavogi. ^ ................................ Umsóknlr um vlst á iðnnemasetrum fyrir skólaárið 2000-20001 þurfa að hafa borist fyrlr 1. júlí 2000 Skilið umsóknum á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu Félagsíbúða iðnnema, Hverfisgötu 105, Reykjavík. Nánari upplýsingar veittar í sima 551 4410. Allir iðnnemar sem eru í Iðnnemasambandi íslands eða aðildarfélögum þess, hafa rétt til að sækja um vist á iðnnemasetrum. /m ■ ,F IM ■ 1 «1 IEMA FÉLAGSÍBÚÐI R IÐNN Náðu jafnvægi Við kynnum Body Power Jafnvægi hugar og líkama Komdu og uppgötvaðu Lifting Body Spray, Foam-Up Body Wash og Smooth Down Body Lotion. ESTEE LAUDER Langamýri - Garðabæ Vorum að fá í einkasölu mjög góða og vel skipulagða 87 fm íbúð á 2. hæð á frábærum stað í Garðabæ. Stórar suð- vestursvalir sem liggja með- fram allri íbúðinni. Þvottahús innan íbúðar. Parket að mestu á gólfum. Verð 11,7 millj. Áhv. 5,5 millj í Byggsjóði- ríkisins. Upplsýngar veitir Bjarni í síma 695 4500. Holt fasteignasala sími 530-4500. illNHAMAR FASTEIGNASALA Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Sími 520 7500 Hagaflöt - Gbæ.-einb. Nýkomið glæsil. 190 fm einlyft einb. m. innb. bílskúr. Húsið er allt í topp standi að utan sem innan. Parket, arinn í stofu, 4 rúm- góð herb. Fráb. staðsetn. Skjóls. suður garður. Ákv. sala. 71828 Fífulind 9 - Kóp. Opið hús á sunnud. kl. 16 -18. Linda og Haukur sýna mjög glæsil., 130 fm íb. á tveimur hæð- um á þessum frábæra stað. Eign- in er smekklega innréttuð með fallegum innréttingum og gólfefn- um. 3 svherb., stórar suðursv., útsýni. Ákv. sala. Áhv. húsbr. 6,2 millj. Verðtilboð. 65488 Álfhólsvegur Kóp. m. bílslc, Nýkomin í einkas. mjög falleg, mikið endurnýjuð, 111 fm miðhæð ásamt 36 fm bílskúr. 3 svherb., sérinng. Frábær staðs. og útsýni. Ákv. sala. Laus í ágúst. Verð 13,5 millj. 67983 Bæjarhraun Hfj. Verslhúsn. Nýkomið í einkasölu sérlega skemmtilegt 160 fm verslunar- húsnæði á 1. hæð (endi), í þessu glæsilega húsi. Góðir sýningargluggar. Frábær stað- setning í bænum. Einstakt tækifæri. Góð fjárfesting. Laust strax. Verð 16.5 m. 71756 Langabreklca Kóp. sérh. Nýkomið í einkasölu sérlega skemmtileg ca 100 fm efri sérhæð auk 75 fm bískúr. Mikið endurnýjuð eign. M.a nýlegt eldhús og baðherb. Parket, sérinng. Verð 13.5 m. 70542 Krummahólar Rvik. 3ja Nýkomin í einkasölu sérlega skemmtileg rúmgóð 96 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Auk bílskýli (24 fm). Óvenju rúmgóð svefnherb., stórar suðursvalir, útsýni. Laus fljótlega. Verð 9.7 m. 71827 Smiðjuvegur Kóp. Atv.h. Nýkomið í einkasölu sérlega skemmtilegt ca. 130 fm atvinnu- húsnæði með innkeyrsludyrum. Malbikað bílaplan. Snyrtileg eign. Tilvalið fyrir t.d heildsölu og fl. Verð 10.3 m. 71775 Til sölu efnalaug í Hf. Um er að ræða eina stærstu og bestu efnalaug bæjarins. Vel tækj- um búin. í góðu leiguhúsn. Frábær staðsetning. Einstakt tækifæri. Til sölu sólbaðstofa i Hff. Um er að ræða glæsilega rótgróna sólbaðstofu í nýlegu leiguhúsn. Öarðhæð í miðbænum). 8-10 sólb. Miklir mögul.r. Hagst. verð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.