Morgunblaðið - 25.06.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 51
IDAG
BRIDS
Um.sjón Guílmundur IMII
Arnarson
ISLAND vann opna flokk-
inn á NL í annað sinn í
Svíþjóð árið 1992. í því liði
spiluðu Karl Sigurhjartar-
son, Sævar Þorbjörnsson,
Matthías Þorvaldsson og
Sverrir Ármannsson. Einn
sænski spilarinn fékk erf-
itt viðfangsefni í sögnum
gegn Karli og Sævari.
Hann hélt á þessum spil-
um í norður:
Enginn á hættu:
Norður
A A9853
¥ -
♦ AK873
* D62
Vestur Norður Austur Suður
Sævar Edström Karl Larsson
3 hjörtu ??? - 2 tíglar *
Svíarnir spiluðu Multi-
sagnvenjuna og suður opn-
aði í fyrstu hendi á tveim-
ur tíglum, sem sýndi veika
tvo í hjarta eða spaða. Það
lítur út fyrir að litur
makkers sé hjarta, en hvað
á að halda þegar næsti
maður stekkur í þrjú
hjörtu til að segja frá góð-
um spilum og langlit í
hjarta - a.m.k. sexlit?
Hvað myndi lesandinn
segja í stöðunni?
Edström gat ekki dobl-
að, því það hefði verið
refsing án tillits til spila
makkers, svo hann varð að
giska. Hann taldi með lík-
um að litur makkers væri
spaði og tók undir sig
stökk - alla leið í sex
spaða:
Nofður
* A9853
¥ -
* AK873
* D62
Vestur Austur
* 76 * KDG2
¥ ÁDG1076 ¥ 4
♦ 106 ♦ G542
+ ÁK10 * G95
Suður
* 104
¥ K98532
* D9
* G95
Karl vissi ekki hvaðan ó
sig stóð veðrið með mann-
spilin fjórðu og doblaði
auðvitað. Það gaf 1100 og
á hinu borðinu uppskáru
Sverrir og Matthías 300 í
tveimur hjörtum dobluð-
um. Þar byrjaði Sverrir í
suður líka á Multi tveimur
tíglum og vestur kom inn á
tveimur hjörtum. Matthías
doblaði leitandi - sem þýð-
ir að makker á að taka út
með spaða, en passa með
hjarta. Sverrir átti hjarta
og passaði.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
aftnæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara íyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbams
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Ámað hcilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Rcykjavík
rj pT ÁRA afmæii. í dag,
I t# sunnudaginn 25.
júní, er sjötíu og flmm ára
Aðalsteinn Thorarensen,
fv. iðnkennari. Hann verður
að heiman.
ÁRA afmæli. Á
morgun, mánudag-
inn 26. júní, verður sjötíu og
fimm ára Aki Guðni Granz,
málarameistari, Norðurstíg
5, Ytri-Njarðvík. Hann tek-
ur á móti vinum og vanda-
mönnum síðdegis í dag,
sunnudag, í sumarhúsi sínu
Sogsvegi 18, Grímsnesi.
I7A ÁRA afmæii. í dag,
I V/ sunnudaginn 25.
júní, er sjötug Jórunn Erla
Bjamadóttir, fyrrverandi
yfirmatráðsmaður, Nestúni
17, Hellu. Jórunn Erla tek-
ur á móti vinum og vanda-
mönnum ásamt Herði
Baldvinssyni, manni sínum,
á heimili þeirra á afmælis-
daginn frá kl. 15.
/Y ÁRA afmæli. í dag,
tf vl sunnudaginn 25.
júní, er fimmtug Ragnheið-
ur Hrefna Gunnarsdóttir,
sjúkraliði, Lautasmára 22,
Kópavogi. Hún og eigin-
maður hennar, Karl Rjart-
arson lögregluvarðsljóri,
taka á móti vinum og ætt-
ingjum á afmælisdaginn
milli kl. 19 og 21.
SKAK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
ÞAÐ vekur jafnan mikla at-
hygli þegar sterkir stór-
meistarar etja kappi við
skákforrit á skákmótum. I
því sambandi er skemmst
að minnast sigurs Djúp-
blárrar á Kasparov í einvígi
þeirra 1997. Á hollenska
meistaramótinu í ár var
skákforritið Fritz meðal
þátttakenda og olli það slíku
uppnámi tveggja keppenda
að þeir gáfust upp gegn því
án þess að tefla! Hollenski
meistarinn í ár, stórmeista-
rinn Loek Van
Wely (2646), lét
hinsvegar engan
bilbug á sér finna
þegar hann mætti
þýska forritinu eins
og meðfylgjandi
staða ber með sér.
Mennski keppa-
ndinn hafði hvítt og
þvingaði tölvuna til
uppgjafar eftir hinn
rólega leik 25.Hgl!
Mörgum myndi
finnast uppgjöfin
koma snemma, en
biskupsfórn á h6 er
yfirvofandi og óverjanleg.
T.d. leiðir 25...Ra5 til taps
eftir 26.Bxh6! gxh6
27.Rxh6+ Kg7 28.RÍ7 Hxf7
29.gxf7 Dxf7 30.BÍ3+ og
hvíta sóknin er óstöðvandi.
Veikleikar skákforrita fel-
ast oft í að átta sig ekki á
langtímasóknaraðgerðum
andstæðingsins og er þessi
skák gott dæmi um slíkt:
l.c4 e5 2.g3 Rf6 3.Bg2 Rc6
4.Rc3 Bb4 5.a3 Bxc3 6.bxc3
OO 7.e4 a6 8.a4 d6 9.d3 Bg4
10.f3 Bd7 ll.Re2 Dc8 12.h3
b6 13.f4 Be6 14.f5 Bd7 15.g4
Re8 16.Rg3 Dd8 17.g5 Bc8
18.h4 f6 19.Dh5 Ra5 20.Ha3
De7 21.Rfl Rc6 22.Re3Dd7
23.g6 h6 24.Rg4 Ha7 og nú
er staðan á stöðumyndinni
komin upp.
Hvítur á leik.
LJOÐABROT
Hlíðin
Enn er brekkan blíð og fríð
Blóm í runnum innar,
Þar sem valt í víðihlíð
vagga æsku minnar.
Þessum brekku brjóstum hjá
beztu gekk ég sporin,
þegar brá mér eintal á
albjört nótt á vorin.
Jón Þorsteinsson
Árnað heilla
STJ ÖRNUSPÁ
eflir Franrcs Drakc
KRABBI
Þú ert hreinskilinn ogátt
stundum til að koma ofbratt
að fólki þegar þú ræðir við
það umbúðalaust.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú gengur með margar djarf-
ar hugmyndir f maganum.
Hvemig væri að slaka einni
eða tveimur og sjá hvernig
fólk bregzt við þeirri fram-
takssemi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er stundum nauðsynlegt
að lesa milli línanna, því að-
eins þannig fæst rétt mynd af
því sem raunverulega er að
gerast.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní) AA
Þú kannt að bjarga þér út úr
erfiðri aðstöðu, sem þú lendir
í, en þarft þó að taka á öllu,
sem þú hefúr. Talaðu tæpi-
tungulaust við hvern sem er.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Einhver vandræði koma upp í
samskiptum þínum við aðra
þannig að þú þarft að leita þér
að bandamanni. En mundu að
lengi má manninn reyna.
Ljón
(23. júh' - 22. ágúst)
Nú er rétti tíminn til að
hrinda í framkvæmd þeim
áætlunum, sem þú hefur svo
lengi unnið að af kostgæfni.
Láttu undrun annarra engin
áhrifhafa.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) (fiSk
Þér er nauðsyn að finna tíma
fyrir sjálfan þig. Ef vinir og
ættingjar leyfa það ekki,
verður þú að tala alvarlega
við þá, þangað til þeir skilja
Þig\
(23. sept. - 22. okt.) m
Einhverjir hnökrar koma upp
á vinnustað og þú þarft að
taka á honum stóra þínum til
þess að samstarfið endi ekki
með ósköpum. Haltu ró þinni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú þarft að tala skýrt og
skorinort, ef þú vilt ekki eiga
á hættu, að einhverjir mis-
skilji þig. Taktu jákvæðri
gagnrýni vel því hún er upp-
byggjandi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) AO
Þú verður að finna sköpunar-
þrá þinni farveg og sinna
henni sem mest þú mátt.
Börn eru einkar einlæg og
samband við þau er sérstak-
lega gefandi.
Steingeit ^
(22. des. -19. janúar) ók
Þótt veraldleg gæði séu nauð-
synleg, snýst lífið um fleira en
þau. Vanræktu ekki þinn
innri mann, heldur gefðu þér
tíma til að sinna andlegum
þörfum.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.) CSÍl
Vertu óhræddur við að bera
upp þær spumingar, sem þér
liggja á hjarta. Taktu það
ekki óstinnt upp, þótt svörin
láti stundum bíða eftir sér.
Fiskar mt
(19. feb. - 20. mars)
Eins og það er gott, þegar
menn hjálpast að, getur það
stundum orðið til trafala, þeg-
ar of margir koma að verki.
Spilaðu málin eftir eyranu.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
íslendingar - Vestur-íslendingar
Rúmlega 100 Vestur-íslendingar koma til
landsins fyrir kristnitökuhátíð um næstu helgi
og langar þá að komast í kynni við ættfólk sitt
hér heima.
Þeir munu dvelja á landinu til 8. júlí nk.
Greint er frá ættartengslum þeirra á heimasíðu
Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu
www.kristur.net
fasteignasala
Suöiirlandsbraut 46
sími 533 1111
fax 533 1115
Bókabúð Andrésar Níelssonar
á Akranesi
Bækur, fyrirtækjaþjónusta á ritföngum, Kodak Express framköllun-
arþjónusta, gjafavörur o.fl. Einstakt tækifæri til að eignast rótgróið
og arðbært fyrirtæki, vel staðsett f bænum. Nánari upplýsingar á
skrifstofu Laufáss.
LAUFÁS
Hvassaberg 14 - Hafnarf.
OPIÐ HÚS í DAG
hjónaherbergi sem er með sér
snyrtingu með sturtu og fata-
herbergi. Teiknað af Kjartani
Sveinssyni.
Opið hús í dag milli kl. 14.00 og
16.00. Um er að ræða sérlega
glæsilegt einbýli á einni hæð
með tvöföldum bílskúr á þess-
um eftirsótta stað. Samtals er
eignin 263 fm. Mjög stórar og
bjartar stofur ásamt arinstofu.
Eldhús er sérlega rúmgott með
sérsmíðuðum innréttingum.
Bamaherbergin eru þrjú ásamt
*
VALHÖLL
Ífashig n a S A L a I
Síðumúla 27
sími 588 4477
fax 5884479
Heimasíða: valholl.is
lokað um helgar í sumar
Hlíðarhjalli 44, Kópav.
Glæsileg 67 fm tveggja herb. íb. á
2. h. með 25 fm bílskúr. Stór stofa,
sérþvottahús, góðar svalir. Eign í
toppstandi. Áhvílandi Bygg.sj. rík. 5
milljónir afborgun aðeins 25 þús.
pr. mán. Hér þarf ekkert greiðslu-
mat. Verð 10,5 m.
Þráinn og Hulda sýna íbúðina i
dag milli kl. 14 og 17.
Allir velkomnir.
Blikahöfði 3, Mosfellsbæ
í einkasölu stórglæsil. 100 fm 4.ra
herb. ib. á 1. hæð með útgengi í
sérgarð. Glæsil. beykiinnréttingar.
Sérþvottahús.
Eign í sérfiokki. Laus í ágúst.
Auður og Hjörtur sýna eignina í
dag milli kl. 14 og 16.
Verð 11 millj.
Hraunteigur 13, Rvík
Skemmtileg ca 90 fm íbúð í kj.
Nýlegt rafmagn, ofnalagnir, gluggar,
gluggapóstar o.fl. Tvö rúmgóð
svefnherb. Fallegt hús og garður.
Áhv. 4,5 millj. húsbréf.
Hjördís sýnir í dag milli
kl. 14 og 17.
Verð 9 millj.