Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Nýjasta mynd Madonnu frumsýnd í gær Umburðarlyndi og vin- átta er allt sem þarf Robert (Everett) og Abbie (Madonna) eru bestu vinir sem eignast saman barn í myndinni Next Best Thing. Það eru liðin fjögur ár síðan Madonna sást síð- ast á hvíta tjaldinu. Þá í hlutverki Evitu og fékk hún Golden Globe- verðlaun fyrir leik sinn. Síðan hefur hún ein- beitt sér að tónlistinni og móðurhlutverkinu. Nú er Madonna mætt til leiks á ný í kvikmynd- inni Næstbesti kosturinn eða „The Next Best Thing“ sem frumsýnd var hér á landi um helgina. í „NEXT Best Thing“ leikur Ma- donna á móti góðvini sínum Rupert Everett. Myndin fjallar um vinina Abbie og Robert sem eiga margt sameiginlegt en Robert er hommi og því fullvíst að þau verði aldrei elsk- endur. En gamanið fer að kárna er þau fara saman á blindafyllerí sem endar með því að Abbie verður ólétt. Áhugavert handrit Madonna segist ekki hafa orðið mjög hissa er Rupert Everett bað hana að leika í myndinni á móti sér. „Við Rupert höfum verið vinir í mörg ár. Hann kom með drög að handritinu til mín og spurði hvor að ég hefði áhuga á því. Við vorum sam- mála um að það þyrfti að vinna mikið í því en eftir mikla vinnu tókst honum að gera það einkar áhugavert." Abbie og Robert ákveða að ala barnið upp saman því sá kostur virð- ist vera sá skásti í stöðunni, en mörg- um gæti komið það spánskt fyrir sjónir að hommi og gagnkynhneigð kona leiði saman hesta sína á þann hátt. „Eg á lítið sameiginlegt með per- sónunni sem ég leik,“ segir Madonna. „Ég hefði aldrei fengið af mér það sem hún gerir. Ég held að ég gæti aldrei gert samkomulag um að eign- ast bam með manni og búa með hon- um ef ég elskaði hann ekki. Ég hefði heldur aldrei getað logið til um fað- emið. Samviska mín hefði séð til þess!“ Kj arnafj ölsky ldan úrelt fyrirbæri Madonna eignaðist dótturina Lourdes með einkaþjálfara sínum en þau bjuggu aldrei saman og Ma- donna er því einstæð móðir. „Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því að fjölskyldur era af öllum stærðum og gerðum. Kjamafjöl- skyldan, mamman og pabbinn sem eignast saman þrjú börn, er orðið frekai' fáséð fyrirbæri. Fólk þarf að vera opnara og umburðarlyndara um fjölskylduaðstæður annarra." Auk þess að leika í myndinni hafði Madonna hönd í bagga með þeirri tónlist sem í henni hljómar og valin var á geisladisk með tónlistinni úr myndinni. „Það var erfitt starf, ég trúði því ekki fyrirfram. Að finna tónhst sem bæði ég kynni að meta og passaði vel við myndina. Þá skipti einnig máli að leikstjóranum John Schlesinger lík- aði hún og það var það erfiðasta. Ég er ekki með þennan almenna tónlist- arsmekk og það endaði með því að flestir listamennimir á plötunni era evrópskir." Tónlist er oft notuð til að magna upp stemmningu í kringum ákveðin atriði í myndinni og þá ekki síst þeg- ar dansinn dunar. I „Next Best Thing“ er atriði þar sem Abbie og Robert dansa kinn við kinn. Madonna á góðai' minningar frá því atriði. „Rupert er með tvo vinstri fætur! Og hann steig stöðugt á tæmar á mér. Við urðum að læra samkvæmis- dansa sem var ekki nýtt fyrir méren Rupert gekk mjög vel í kennslunni þrátt fyrir allt. Þetta er eitt af mínum eftirlætis augnablikum í myndinni." En hvað skyldi Madonnu hafa fundist um að kyssa vin sinn og mót- leikara Rupert Everett? „Það var frábært. Hann kenndi mér ýmislegt og það var einstaklega gaman að vinna með honum. Ég held að það hafi verið neistaflug á milli okkar. Þetta var svolítið skrítið en maður gerir bara það sem þarf. Ég meina, hann er mjög aðlaðandi. Það hefði kannski verið auðveldara ef ég hefði ekki þekkt hann neitt. Því hann er vinur minn, það er kannski eitt- hvað svipað og að kyssa bróður sinn.“ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 55 Hátalararíbíimn Ármála 3B, 108 Reykjavík, Simi: 58B-5B1D LIÐ-AKTÍN Góð fæðubót fyrir fólk sem er með mikið álag á liðum Skólavórðustig, Kringlunni & Smáratorgi • • KAVAKAR TIL SOLU OASIS FAMILY NAVIGATOR CARIBE2 2JA MAIMNA. Breidd: 67 cm Lengd: 4,90 m Efni: Polyethylene (HDPE) Botn: V- laga Fytgihlutir:Teygjur fyrir larangur Oasis er mjög hentugur í stuttar sem og langar ferðir, bæði á sjó og vatni, er hannaður með það í huga að hvorki þurti stýri né skegg. Verð: 78.900 POINT K1 S Breidd: 57 cm l.etlgd: 5,25 m. Efni: Fiberglas Botn: V- laga Kylgihlutir: Skegg og líflína. Point K1 5 er mjögvinsæll meðal ræðara, ávalur skrokkurinn og samsetning hans við stillanlegt skeggið gera hann að einstaklega liprum og þægilegum kajak. Verð: 149.600 Breidd: 60 cm Lengd: 4,61 m Efni: Polyethylene (HDPE) Botn: V- laga Fylgihlutir: Stallur fyrir áttavita og teygjur fyrir farangur. Tvö geymsluhólf, fremra er 38 Itr. og það aftara 90 Itr. Þarf ekki stýri né skegg. Verð: 58.600 2JA MANNA. Breidd: 71 cm Lengd: 4,61 Efni: Polyethylene (HDPE Botn: V-laga Fylgihlutir: Teygjur fyrir farangur, stallur fyrir áttavita og líflína. Caribe 2 er stöðugur og hraðskreiður vegna sérstakrar hönnunar á botni og kili, ekki þörf á stýri né skeggi. Verð: 69.800 POINT K1 R Breidd: 57 cm Lengd: 5,25 m. Efni: Fiberglas Boln: V- laga Fylgihlutir: Stýri og líflína. Point K 1 R cr mjög lipur og hraðskreiður kajak sem skilar sínu vel við erfiðustu aðstæður og því er liann vinsæll meðal kröluhörðustu ræðaranna. Verð: 154.600 STRAUMVATNS B.J. TRADING HEILDVERSLUN Bíldshöfða 16, bakhús, sími 587 1600. BATAR Póstfang bj.trading@kayak.is AUKABUNAÐUR: Hjálmar - Flotbelgir í stefni og skut - Björgunarvesti - Svuntur P.v.c. eða neopran - Árar - Aukafestingar og teygjur fyrir farangur - Festingar fyrir líflínu - Púði fyrir mjóhrygg - Vaínsþéttir P.v.c. geymslupokar - Vatnsþétl P.v.c. hulstur fyrir GSM/NMT farsíma - Þurrbúningar, -toppar og buxur- Lúffur fyrir árar P.v.c. eða neopran - Björgunarlinur - Yfirbreiðsla úr P.v.c. yfir sætisop til varnar ryki og bleytu. www.kayak.is MEPHISTO COMPACT Breidd: 64 cm Lengd: 2,22 m. Þyngd: 16 kg. Efni: Pölyethylene Mephisto er hannaður fyrir erfiðleikagráðu 2-5. Verð: 62.900 Breidd; 60 cm Lengd: 3,54 m. Þyngd: 24 kg. Efni: Polyethylene Compact er hannaður fyrir erfiðleikagráðu 3-4. Verð: 41.600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.