Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 64

Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 64
* VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA SAP r cO> NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIBSLA 6691122, NETFANG:RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Gert við á Klifínu * í Eyjum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar og þyrla frá Þyrluþjónustunni voru notaðar til að flytja menn og tæki upp á Kliflð í Vestmannaeyjum í gær. Þar hrundi úr berginu og jarð- vegur sópaðist í burtu í jarð- skjálftunum. Vararafstöð og ljós- leiðarastrengur voru flutt upp á Klifið þar sem sendar Símans, RÚV og fleiri útvarpsstöðva eru. Jafnréttis- stofa til Akureyrar JAFNRÉTTISSTOFU hefur verið valinn staður á Akureyri og er það staðarval að sögn Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra í samræmi við byggðaáætlun ríkisstjórnar- innar og ákvörðun Alþingis um að opinberar stofnanir verði á landsbyggðinni. Páll segir að meðal annarra staða hafi verið litið til Húsa- víkur, Egilsstaða, Borgamess, Vestmannaeyja og fleiri staða, en Akureyri hafi orðið fyrir val- inu, ekki síst vegna nálægðar við Háskólann á Akureyri sem koma mun stofunni til góða við þau rannsóknastörf sem þar munu fara fram. Morgunblaðið/Sigurgeir 500 millj- ónir til trúfræðslu og fornleifa SAMKOMULAG hefur náðst milli þingflokka á Alþingi um tillögu sem lögð verður fyrir þingfund á kristni- hátíð. Tillagan er um að stofna sjóð sem styrki tvö málefni, annars vegar fomleifarannsóknir og hins vegar fræðslu um trú, kristin gildi og sið- ferði í samfélaginu. Tillagan kveður á um að við trúfræðsluna verði haft samráð við öll trúfélög. Tillagan gerir ráð íyrir að í þessi verkefni fari 100 milljónir á ári í fimm ár eða samtals 500 milljónir. Sjóður- inn er sambærilegur við þann sem A- þingi stofnaði á Þingvöllum árið 1994 þegar haldið var upp á 50 ára afmæli lýðveldisins. Þá var stofnaður svo- kallaður Lýðveldissjóður sem var varið til efiingar íslenskri tungu og til rannsókna á lífríki hafsins. Stjóm sjóðsins sá um úthlutun fjármunanna, en þeim var skipt í tvennt tfl þessara tveggja málefna. Sjóðuiinn fékk 500 milljónir til ráðstöfunar á fimm árum. Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra á sambandsþingi SUF Efasemdir um að EES-samn- ingur standist stj órnarskrá Fjöldi ferða- manna í Borgarfírði MIKILL ferðamannastraumur hef- ur verið um Borgarfjörð frá því um miðjan dag á föstudag og hefur straumurinn legið jafnt um héraðið sjálft sem og norður yfir heiðar eða vestur á Snæfellsnes. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi hefur verið „myljandi umferð“ um héraðið, en hún hefur gengið vel og engin óhöpp orðið. Tjaldstæði í Húsafelli em orðin þétt skipuð, en eftir því sem starfsmenn ferðaþjón- ustunnar þar segja má með góðum vilja lengi bæta einum við. Dæmalaus veðurblíða . Að sögn lögreglunnar er það hin dæmalausa veðurblíða sem helst lað- ar fólk að Borgarfirðinum en einnig geta menn sér þess til að fólk taki frekar stefnuna þangað en austur fyrir fjall vegna jarðskjálftanna. HALLDÓR Ásgrímsson, utanrflds- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, lýsti því yfir á sambands- þingi Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) á föstudagskvöld að hann hefði efa- semdir um að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið stæðist stjómarskrá íslands. Sjálfur sagðist hann aldrei hafa útilokað það að sækja um aðild að Evrópusamband- inu og lýsti ánægju með að SUF tæki Evrópusamstarf á dagskrá með svo afgerandi hætti. Þingi SUF lýkur í dag, en þar verð- ur m.a. borin upp tillaga um að stefna beri að því að skilgreina nánar samn- ingsmarkmið íslands með aðildarvið- ræður að ESB í huga. Halldór sagði það skoðun sína, að opna þyrfti umræðuna frekar um þessi mál. Hann tók þó fram að undir- búa yrði slíka leið afar vel og við Is- lendingar værum ekki tilbúnir að sækja um aðild að svo stöddu. Utanríkisráðherra lýsti efasemd- um um að EES-samningurinn stæðist stjómarskrá, sérstaklega í ljósi hnignunar samningsins vegna innri breytinga á ESB, og taldi jafnvel að í Tryggðu þér betri vaxtakjör og lægri þjónustugjöld með því að sameina kosti Heimilislínu og Heimilisbanka. 0 BÚNAÐARBANK3NN HEIMILISLÍNAN Traustiir baiiki www.bUs framtíðinni þyrfti að setja inn sér- stakt ákvæði vegna þessarar laga- setningar. Hann varpaði einnig þeirri spumingu fram hvort þeir aðilar sem hafa lýst sig andvíga því að ræða þessi mál opinskátt væm tilbúnir að ljá máls á þess háttar breytingu á stjóm- arskránni. Hann kvaðst þess fullviss að Norðmenn gengju inn í ESB á næstu árum og í ljósi þess þyrfti að ræða aðildarkostinn og kosti þess og galla að sækja um aðild, því annars væmm við að bregðast framtíðinni. „Við emm Norðurlandaþjóð og Evrópuþjóð. Við eigum efnahagslega og menningarlega samleið með þess- um þjóðum og án þessarar samvinnu getum við lítið,“ sagði Halldór. I ræðu sinni sagði Halldór það vera grandvallarstefnu Framsóknar- flokksins að tryggja jafnrétti til náms án skólagjalda. Hann sagði að þótt menntamálin væm ekki á hendi Framsóknar í núverandi ríkisstjóm fylgdist flokkurinn grannt með á því sviði. „Vegna umræðu um gjaldtöku Endurmenntunardeildar Háskólans fyrir MBA-menntun vil ég taka fram að ég hef áhyggjur af þessari þróun og eins og kom fram í sérstakri bókun í Háskólaráði má slík gjaldtaka ekki verða upphaf að þróun sem endar í skólagjöldum. Við munum koma í veg fyrir slíkt,“ sagði Halldór og tók fram að þetta mál væri á gráu svæði og hann hygðist standa vörð um þetta grundvallaratriði. Halldór ræddi að lokum um sam- starf Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokks í rfldsstjóm. Sagði hann að frá því flokkamir hófu samstarfið hafi átt sér stað gífurleg uppbygging í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar, en þrátt fyrir þann góða árangur hafi Framsóknarflokkurinn mætt nokkr- um andbyr. „Margir segja að við stöndum í skugga Sjálfstæðisflokksins og það er rétt, enda þarf ekki mikla skarp- skyggni til að sjá aðstöðumun þess- arra tveggja flokka þegar skoðuð em ítök þeirra og áhrif í fjölmiðlum og víðar í þjóðfélaginu.“ Halldór sagði að vegna þess að stjómarsamstarfið hefði gengið vel hafi einnig heyrst að á stundum geti verið erfitt að átta sig á stefnu og sér- stöðu Framsóknarflokksins. „Smám saman tel ég skilning vera að vakna á því sem við höfum fengið áorkað í rík- isstjóm og á mismun þessara tveggja flokka, sem er mikill," sagði hann. Draumur þyrlukarla TíU manna hópur áhugamanna um þyrluflug kynnti í gær fyrstu heimasmíðuðu þyrlu landsins, „Karlrembuna" sem er tveggja sæta af gerðinni Exec I62-F. Þeir félagar festu sér þyrluna ár- ið 1998 og kom hún til landsins f sex kössum. Tóku menn þá til við að smíða þyrluna og liggja að baki a.m.k. 1500 vinnustundir. Alls hef- ur ævintýrið kostað um 6 miHjónir króna. Nafn þyrlunnar er dregið af heiti hópsins, en þeir kalla sig „Karlrem- buklúbbinn" að sögn Árna Sæberg, eins tímenninganna. Ámi sagði að með smfði þyrlunnar gætu þeir „flogið fyrir lftinn pening" auk þess sem allir í hópnum væru ineð þessu að láta gamlan draum rætast. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigurður Ásgeirsson reynsluflýgnr þyrlunni. ■ Karlrembur/B6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.