Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 25

Morgunblaðið - 10.08.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 25 ERLENT Tvær aftök- ur í Texas Huntsville íTexas. AP. ÁÆTLAÐ var að tveir dæmdir glæpamenn yrðu teknir af lífi í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi, eða síðastliðna nótt, að íslenskum tíma. Er þetta í þriðja sinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný í Texas 1982 sem fleiri en einn dauðamaður er tekinn af lífi sama daginn. Annar mann- anna, er taka átti af lífi, var Oliver David Cruz, 33 ára, sem dæmdur var til dauða fyrir að hafa rænt, nauðgað og stungið til bana 24 ára konu í San Antonio 1988. Andstæðingar dauðarefsinga segja að Cruz sé þroskaheftur, og hefm- hann mælst með greindarvísitöluna 63. Hinn maðurinn var Brian Keith Robertson, 36 ára, sem dæmdur var til dauða fyrir að hafa stungið til bana gömul hjón, sem voru nágrannar hans, í Dallas 1986. Tilviljun réð því að tveim dauða- dómum skyldi fullnægt sama dag, að sögn Heather Browne, fulltrúa dómsmálaráðherra Texas. Dómarar í héraði ákveða dagsetninguna hver í sínu lagi, og hafa ekki samráð sín í milli. Báðir mennirnir skyldu líflátnir með banvænni sprautu, fyrst Robert- son og svo Cruz klukkustundu síðar, í ríkisfangelsinu í bænum Huntsville. Þótt tvær aftökur sama dag séu óvenjulegur atburður kemst hann varla nærri því þegar fangaverðir í Texas tóku fimm manns af lífi 8. febr- úar 1924, er rafmagnsstóllinn var fyrst tekinn í notkun. Mál Robertsons og Cruz hafa ekki fengið eins mikla athygli og aftaka Gary Graham í Huntsville í júní. Graham kvaðst saklaus og verjendur hans sögðu hann ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Vakti það at- hygli á Texas sem helsta aftökustað Bandaríkjanna og stuðningi Georges W. Bush, ríkisstjóra í Texas og for- setaframbjóðanda repúblíkana, við dauðarefsingar. Sýknu- og sakaruppgjafaráð Tex- as hafnaði því einróma að mælast til þess að Bush frestaði aftökunum á Robertson og Cruz. Hvorugur þeirra hefur haldið fram sakleysi sínu, en báðir segjast hafa verið undir áhrif- um áfengis eða lyfja er þeir frömdu glæpina. Cruz sagði í viðtali fyrir skömmu að hann væri „ekki reiðu- búinn til að deyja. Það hræðir mig mest.“ Lögfræðingur Cruz, Jeff Pok- orak, hélt því fram að kviðdómur í málinu hefði ekki fengið nægar upp- lýsingar um að skjólstæðingur sinn hefði alla ævi verið þroskaheftur. Sá sem hefur greindarvísitölu undir 70 telst vera að minnsta kosti „nokkuð þroskaheftur," en saksóknari benti á að Cruz hefði við fyrri mælingu talist með greindarvísitölu yfir 70. I sumum af þeim 25 ríkjum í Bandaríkjunum, þar sem aftökur á þroskaheftum morðingjum eru leyfð- ar, er verið að kanna lagasetningu er banni slíkt. Þing Texasríkis felldi fyr- ir skömmu frumvarp um bann við af- töku á þeim sem mælast með greind- arvísitölu undir 65, en málið verður aftur tekið upp á næsta ári. Mexíkóborg. AFP. JARÐSKJÁLFTI sem mældist 7,0 á Richter reið yfir Mexíkóborg í gær. Olli hann ekki teljandi tjóni en aftur á móti greip um sig mikil geðshræring meðal íbúa borgar- innar. Greint var frá því að rafmagn fór víða af og í mörgum hverfum borgarinnar þustu skelfingu lostn- ir íbúar út á götur. Skjálftans varð einnig vart á Harður skjálfti í Mexíkó vesturströnd landsins og greindi jarðskjálftastofnun Mexíkó frá því í gær að upptök skjálftans hefðu verið undan Michoacan-héraði sem liggur við vesturströnd Mexíkó. Nokkrir skjálftar hafa riðið yfir Mexíkóborg og nærliggjandi héruð að undanförnu og þann 21. síðasta mánaðar varð þar vart við skjálfta sem mældist 5,9 á Richter. í júní á síðasta ári varð skjálfti sem mældist 6,7 á Richter tugum manna að bana en fimmtán ár eru síðan gríðarlegur skjálfti varð um 4,200 að bana í Mexíkó-borg. J'Jj er Jag ! VI6 rýmum fyrir nýrri vöru Seljum í dag og næstu daga skjávarpa úr sýningasvæðum okkar með verulegum afslætti. Verðdæmi Tegund Upplausn Birta Verð ASKC1 800x600 700 Ansi lumen 199.000 .- InFocus Lp 400 800x600 700 Ansi lumen 199.000 .- 3M 8610 800x600 500 Ansi lumen 110.000 .- 3M8730 1024x768 650 Ansi lumen 299.000 .- ASKA9 1024x768 1000 Ansi lumen 375.000 .- Varan er til sýnis og sölu í verslun okkar að Borgartúni 37. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. Tækin eru öll með eins árs ábyrgð. Vinsamlegast hafið samband við Sveinn Þ. Jónsson, sveinn@nyherji.is eða 569 7606, eða Ágúst Gylfason, agustthor@nyherji.is eða 569 7681. Verð er með virðisaukaskatti. 3M InFbcus' Æ4SK NÝHERJI Borgartún 37 • 105 Reykjavfk Sfmi 569 7700 • Fax 569 7799 Ðavid Oliver Cruz 4 i 5 s o Alltaf von á góðu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.