Morgunblaðið - 10.08.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.08.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 25 ERLENT Tvær aftök- ur í Texas Huntsville íTexas. AP. ÁÆTLAÐ var að tveir dæmdir glæpamenn yrðu teknir af lífi í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi, eða síðastliðna nótt, að íslenskum tíma. Er þetta í þriðja sinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný í Texas 1982 sem fleiri en einn dauðamaður er tekinn af lífi sama daginn. Annar mann- anna, er taka átti af lífi, var Oliver David Cruz, 33 ára, sem dæmdur var til dauða fyrir að hafa rænt, nauðgað og stungið til bana 24 ára konu í San Antonio 1988. Andstæðingar dauðarefsinga segja að Cruz sé þroskaheftur, og hefm- hann mælst með greindarvísitöluna 63. Hinn maðurinn var Brian Keith Robertson, 36 ára, sem dæmdur var til dauða fyrir að hafa stungið til bana gömul hjón, sem voru nágrannar hans, í Dallas 1986. Tilviljun réð því að tveim dauða- dómum skyldi fullnægt sama dag, að sögn Heather Browne, fulltrúa dómsmálaráðherra Texas. Dómarar í héraði ákveða dagsetninguna hver í sínu lagi, og hafa ekki samráð sín í milli. Báðir mennirnir skyldu líflátnir með banvænni sprautu, fyrst Robert- son og svo Cruz klukkustundu síðar, í ríkisfangelsinu í bænum Huntsville. Þótt tvær aftökur sama dag séu óvenjulegur atburður kemst hann varla nærri því þegar fangaverðir í Texas tóku fimm manns af lífi 8. febr- úar 1924, er rafmagnsstóllinn var fyrst tekinn í notkun. Mál Robertsons og Cruz hafa ekki fengið eins mikla athygli og aftaka Gary Graham í Huntsville í júní. Graham kvaðst saklaus og verjendur hans sögðu hann ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Vakti það at- hygli á Texas sem helsta aftökustað Bandaríkjanna og stuðningi Georges W. Bush, ríkisstjóra í Texas og for- setaframbjóðanda repúblíkana, við dauðarefsingar. Sýknu- og sakaruppgjafaráð Tex- as hafnaði því einróma að mælast til þess að Bush frestaði aftökunum á Robertson og Cruz. Hvorugur þeirra hefur haldið fram sakleysi sínu, en báðir segjast hafa verið undir áhrif- um áfengis eða lyfja er þeir frömdu glæpina. Cruz sagði í viðtali fyrir skömmu að hann væri „ekki reiðu- búinn til að deyja. Það hræðir mig mest.“ Lögfræðingur Cruz, Jeff Pok- orak, hélt því fram að kviðdómur í málinu hefði ekki fengið nægar upp- lýsingar um að skjólstæðingur sinn hefði alla ævi verið þroskaheftur. Sá sem hefur greindarvísitölu undir 70 telst vera að minnsta kosti „nokkuð þroskaheftur," en saksóknari benti á að Cruz hefði við fyrri mælingu talist með greindarvísitölu yfir 70. I sumum af þeim 25 ríkjum í Bandaríkjunum, þar sem aftökur á þroskaheftum morðingjum eru leyfð- ar, er verið að kanna lagasetningu er banni slíkt. Þing Texasríkis felldi fyr- ir skömmu frumvarp um bann við af- töku á þeim sem mælast með greind- arvísitölu undir 65, en málið verður aftur tekið upp á næsta ári. Mexíkóborg. AFP. JARÐSKJÁLFTI sem mældist 7,0 á Richter reið yfir Mexíkóborg í gær. Olli hann ekki teljandi tjóni en aftur á móti greip um sig mikil geðshræring meðal íbúa borgar- innar. Greint var frá því að rafmagn fór víða af og í mörgum hverfum borgarinnar þustu skelfingu lostn- ir íbúar út á götur. Skjálftans varð einnig vart á Harður skjálfti í Mexíkó vesturströnd landsins og greindi jarðskjálftastofnun Mexíkó frá því í gær að upptök skjálftans hefðu verið undan Michoacan-héraði sem liggur við vesturströnd Mexíkó. Nokkrir skjálftar hafa riðið yfir Mexíkóborg og nærliggjandi héruð að undanförnu og þann 21. síðasta mánaðar varð þar vart við skjálfta sem mældist 5,9 á Richter. í júní á síðasta ári varð skjálfti sem mældist 6,7 á Richter tugum manna að bana en fimmtán ár eru síðan gríðarlegur skjálfti varð um 4,200 að bana í Mexíkó-borg. J'Jj er Jag ! VI6 rýmum fyrir nýrri vöru Seljum í dag og næstu daga skjávarpa úr sýningasvæðum okkar með verulegum afslætti. Verðdæmi Tegund Upplausn Birta Verð ASKC1 800x600 700 Ansi lumen 199.000 .- InFocus Lp 400 800x600 700 Ansi lumen 199.000 .- 3M 8610 800x600 500 Ansi lumen 110.000 .- 3M8730 1024x768 650 Ansi lumen 299.000 .- ASKA9 1024x768 1000 Ansi lumen 375.000 .- Varan er til sýnis og sölu í verslun okkar að Borgartúni 37. Tilboðið gildir meðan birgðir endast. Tækin eru öll með eins árs ábyrgð. Vinsamlegast hafið samband við Sveinn Þ. Jónsson, sveinn@nyherji.is eða 569 7606, eða Ágúst Gylfason, agustthor@nyherji.is eða 569 7681. Verð er með virðisaukaskatti. 3M InFbcus' Æ4SK NÝHERJI Borgartún 37 • 105 Reykjavfk Sfmi 569 7700 • Fax 569 7799 Ðavid Oliver Cruz 4 i 5 s o Alltaf von á góðu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.