Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 4

Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 4
4 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 13/8-19/8 ► INNKAUPASTOFNUN Reykjavíkur samþykkti á mánudag að bjóða út alla gagnaflutnings-, ljai - skipta- og símaþjónustu borgarinnar. ► SAMÞYKKT var ein- róma í borgarráði á þriðju- dag að hafna fyrirliggjandi fimm ára samningi borgar- ráðs milli Fræðsluráðs og Línu.Nets um ljósleiðara- tengingu grunnskóla Reylqavíkur. Meirihlutinn samþykkti gerð eins árs samnings. ► SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á tillögu um áætiun um mat á umhverf- isáhrifum Kárahnjúka- virkjunar. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist sumarið 2002. ► ÚTLIT er fyrir að sauð- fjárbændum fækki veru- lega í haust, einkum í Eyja- fírði og á Vesturlandi. ► LIFRARBÓLGA C er orðin að faraldri meðal sprautufíkla hér á landi. 200 af um 500 virkum sprautufíklum hér á landi eru smitaðir. ► SKAFTÁ hljóp siðustu helgi, í annað sinn á viku- tíma. Hlaupið, sem kom úr eystri sigkatlinum, náði hámarki við Sveinstind um miðnætti á Iaugar- dagskvöld og mældist rennsli þá 1.300 rúmmetr- ar á sekúndu en er vana- lega 100-150 rúmmetrar á sekúndu. ► ÍSLENDINGAR unnu sinn fyrsta sigur á Svíum í 49 ár í iandsleik í fótbolta sl. fimmtudag. fslendingar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Giftusamleg björgun úr Jökulsá á Fjöllum ÞRETTÁN manns var bjargað af þaki rútu, sem sat föst í beljandi jök- ulfljóti þar sem Lindaá og Jökulsá á Fjöllum renna svo til samsíða skammt norðan Herðubreiðalinda, sl. miðvikudag. Rútan festist í ánni eftir að vegkantur gaf sig og gróf áin undan honum á skömmum tíma. Bílstjórinn synti í land eftir hjálp og hafði öllum verið bjargað af þaki rútunnar rúmlega þrjú, eftir þriggja tíma veru á rútuþakinu. Tveir land- verðir héldu á slysstað og sigldu bát að rútunni. Honum hvolfdi við rút- una og komust þeir við illan leik upp á þakið og biðu björgunar ásamt hin- um. Þrír létust af völdum slysa KONA lést er hún féll niður í Jökuls- árgljúfur á föstudag. Konan, sem var frá ísrael, féll ofan í gljúfrin við Dettifoss og hafnaði á undirlendi við fossinn. Það er 40-50 metra fall. Banaslys varð í Þorskafirði á Barða- strönd síðdegis á fimmtudag þegar fólksbíll valt út af veginum. Þýskir feðgar voru í bílnum og lést sonurinn, sem var sextán ára. Á mánudag lést stúlka sem slasaðist lífshættulega í bílslysi á Suðurlands- vegi 9. ágúst. Afangi í rannsóknum á alzheimer VÍSINDAMÖNNUM íslenskrar erfðagreiningar hefur tekist, í sam- ráði við íslenska öldrunarlækna, að kortleggja erfðavísi á litningi sem talinn er hafa umtalsverð áhrif á myndun alzheimer-sjúkdómsins. Fyrirtækið hefur fengið áfanga- greiðslu frá Hoffmann-La Roche vegna þessa áfanga. Rússneskur kafbátur sekkur í Barentshaf RÚSSNESKAR björgunarsveitir hafa alla vikuna reynt að bjarga áhöfn rússneska kjamorkukafbátsins Kúrsk sem legið hefur á hafsbotni í Barents- hafi frá því á laugardag í síðustu viku. Allar tilraunir til þess að festa björg- unarkúlu við skrokk Kúrsk hafa mis- tekist sökum slæmra skilyrða ofan- sjávar og neðan og legu bátsins. 118 manna áhöfn er um borð í kafbátnum og þykir líklegt að hluti eða öll áhöfnin hafi farist er slysið átti sér stað. Enn er ekki ljóst hverjar orsakir slyssins voru en hallast slysarannsóknarmenn helst að því að Kúrsk hafi rekist á ótil- greindan hlut á siglingu. Gæti sá hlut- ur hafa verið ofansjávar eða neðan. Þá hafa sérfræðingar sagt að sprenging hefði getað orðið í framenda bátsins, þar sem flugskeyti eru geymd. Rússar hafa lýst því yfir að um leið og kafbáturinn sökk hafi kjamorku- kljúfamir tveir, sem knýja Kúrsk, slökkt sjálfkrafa á sér og að engin hætta stafi af þeim. Þá hafa þeir enn- fremur fullyrt að engir kjarnaoddar hafi verið á flugskeytunum í bátnum. Umhverfisvemdarsamtök hafa þó lýst yfir áhyggjum sínum vegna slyssins og telja að gjöful fiskimið í Barentshafi geti verið í hættu. Erlend ríki buðu strax fram aðstoð sína er fregnaðist af slysinu í Barents- hafi á mánudag en Rússar þáðu ekki hjálp fyrr en á miðvikudag, fjómm dögum eftir atburðinn. Bretar og Norðmenn bmgðust skjótt við og sendu Bretar þegar sérbúinn björgun- arkaibát, LR5, áleiðis á slysstað. Var hann væntanlegur þangað í dag. Þá sendu Norðmenn sérsveit kafara á staðinn til að aðstoða bresku sveitina. Rússneskir ráðamenn og yfirstjórn flotans hafa sætt mikilli gagnrýni rússnesks almennings og fjölmiðla vegna viðbragða við slysinu. Þykir ámælisvert hversu lítið Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafði sig í frammi á sumardvalarstað sínum við Svartahaf. ► AL Gore, varaforseti og frambjóðandi Demókrata- flokksins til næstu forseta- kosninga, tók á fímmtudag formlega við útnefningu flokks síns og lagði í ræðu sinni áherslu á framtíðina. Hlaut Gore yfírleitt góða dóma fyrir ræðu sína á fíokksþingi demókrata í Los Angeles í vikunni og á föstudag virtist sem skoð- anir fólks á ræðunni birt- ust í fylgisaukningu við framboð demókrata. Mældist fylgi repúblikan- ans George W. Bush 47% á meðan Gore hlaut 42%. Er þetta minni munur en áð- ur. ► Flugmálayfirvöld í Bretlandi og Frakklandi lögðu til á þriðjudag að flughæfísskírteini Con- corde-þotna verði aftur- kallað og stöðvaði breska flugfélagið British Airways því allt flug Concorde-þotna félagsins. Enn er verið að rannsaka orsakir Concorde-fíug- slyssins í Frakklandi í síð- asta mánuði og sagði yfir- maður British Airways að rannsóknarnefnd flugslysa myndi mælast til þess að flughæfisskírteinið yrði ógilt. ► UPPBOÐI þýska ríkis- ins á rekstrarleyfum í væntanlegu UMTS-far- símakerfí lauk á fímmtu- dag eftir 173 umferðir á 14 uppboðsdögum. Þegar upp var staðið skilaði uppboðið sem svarar 3.660 milljörð- um króna og verður ágóð- anum varið í að grynnka á skuldum þýska ríkisins. FRÉTTIR Skotveiðimenn halda á gæsaveiðar í dag Morgunblaðið/Omar Þessar grágæsir þurfa að vanda val á lendingarstað afar vel ætli þær ekki að lenda í klðm skotveiðimanna. Beðnir um að draga úr veiðum á grágæs SKOTVEIÐIMENN halda nú á gæsa- veiðar en veiðitími fyrir grágæs og heiðagæs hefst um allt land á sunnu- dag og stendur fram til 15. mars. Veiðar eru hins vegar bannaðar á flestum friðlýstum svæðum. Á eign- arlandi eru veiðar háðar leyfí land- eiganda. Skotveiðar á blesgæs og helsingja hefjast 1. september en helsingi er friðaður í Skaftafellssýsl- um til 25. september. Grágæs hefur fækkað Amór Þórir Sigfússon, fuglafræð- ingur hjá Náttúrufræðistoftiun Is- Iands, segir að ástand gæsastofnanna sé enn ekki að fullu Ijóst. Talning fer fram á Bretlandseyjum að hausti og tölur frá síðasta ári, sem venjulega berast í bytjun ágúst, hafa ekki enn skilað sér. „Heiðagæsastofnhm hefur verið í jafhvægi, í kringum 230 þús- und fuglar í þessum talningum und- Piltarnir enn í öndunarvél PILTARNIR tveir, sem lentu í flugslysinu í Skerjafirði hinn 7. ágúst, er enn haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi er líðan piltanna, sem báðir eru 17 ára gamlir, óbreytt. anfarin ár, og ég á ekki von á öðru en það haldist. Grágæsin hefur hins vegar verið á niðurleið,“ segir Am- ór. Frá 1996-1998 hefur grágæsar- stofninn þó verið í jafnvægi, í kring- um 80 þúsund fuglar. Amór segir ástæðu til að fylgjast vel með stofn- stærð grágæsarinnar enda sé veiði- álag á stofninn meira en á heiðagæs- ina. „Við höfúm hvatt veiðimenn til að sýna hóf í veiðum á grágæsinni en sækja frekar í heiðagæsina," segir Amór. Það hafí þó ekki borið mikinn árangur. Hann segir að það gæti komið að því að draga þyrfti úr veið- um á grágæs með aðgerðum. Það flæki þó málið að grágæsin er veidd í öðmm löndum, t.a.m. í Bretlandi. Rannsóknir standa nú yfir á áhrifum veiða á grágæsastofninn. Gæsir hafa verið merktar hér á landi sl. fímm ár. Hlaðnir bjartsýni Upplýsingar um afföll af stofnin- um ættu að liggja fyrir á næsta ári. Ef ástæða þykir til mun Náttúm- fræðistofnun leggja það til við um- hverfisráðherra að gripið verði til aðgerða til að minnka veiðar. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss, félags skotveiðimanna, segir að um 5000 manns fari til gæsaveiða á hveiju hausti. „Við er- um alltaf hlaðnir bjartsýni í byijun veiðitímans," segir Sigmar. Mönn- um sýnist sem gæsavarpið hafi heppnast vel og gæsastofhar því sterkir. Sigmar segir að veiðiálagið á grágæs sé þó heldur mikið. Við því sé í raun lítið að gera. Grágæsin sé hændari að mönnum og sæki gjam- an í ræktað land. Heiðagæsin er styggari og því erfiðara við hana að eiga. „Ég hef það á tilfinningunni að veiðimenn séu í æ ríkara mæli að snúa sér að heiðagæsinni," segir Sigmar. Ástæðan er m.a. sú að þrengt hefur að möguleikum höfuð- borgarbúa að komast í grágæsaveiði þar sem margir eru um hituna á til- tölulega litlu svæði. Sigmar er alls ekki á því að veiði- álag á íslenska fuglastofna sé of mikið. Á vissum svæðum, sérstak- lega í nágrenni Reykjavíkur, geti þó veiðar verið orðnar of miklar enda búi meirhluti íslendinga þar. Hann telur að reyndir veiðimenn sæki í auknurn mæli sækja út á lands- byggðina til veiða. Borgaði 6.400 krónur til þess að komast fram fyrir í röð VIÐSKIPTAVINI Tæknivals var komið í opna skjöldu þegar honum BOKJi ÞVERSKURÐUR AFÍSLENSKRI BYGGINGARLIST Úrvals leiðsögurít um fslenska byggingarlist þar sem um 150 byggingar frá ýmsum tímum eru kynntar. Bókina prýðir fjöldi litmynda, teikninga og korta. Bókin er fáanleg á íslensku, ensku og þýsku. Mál og menning malogmennlng.is Laugavegl 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Síml 510 2500 var boðið að borga 6.400 krónur auk viðgerðarkostnaðar til þess að fá gert við tölvuna sína sem fyrst. Að sögn mannsins nam heildarkostnað- ur viðgerðarinnar um 13 þúsund krónum og var aukagjaldið tæpur helmingur af því, en maðurinn gat einungis verið án tölvunnar í stuttan tíma og var því boðið að greiða fyrr- greinda upphæð til þess að komast fram fyrir röðina. Að sögn mannsins hefði hann annars þurft að bíða í viku eftir tölvunni. „Þarna er um að ræða hraðþjón- ustu,“ sagði Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Tæknivals, í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Áma er gefinn upp áætlaður viðgerðartími og er tekið mið af því hve mikið ligg- ur fyrir hjá viðgerðarmönnum. „Hins vegar ef viðkomandi þarf á tölvunni að halda fyrr er boðið upp á svokallaða hraðþjónustu," sagði Árni og að hans sögn er þama einungis verið að ræða um eðlilega viðskipta- hætti sem tíðkast hafa lengi. Hann sagði ennfremur eðlilegt að bjóða upp á mismunandi þjónustustig. „Það er væri annað og mikilvægara mál ef við væram að skila tölvunni án þess að hafa gert við hana,“ sagði Ámi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.