Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 19 Lífslista- maðurinn MYJVPLIST Listasafn Kópavogs LISTMÁLARINN SIGFÚS HALLDÓRSSON Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 17. september. Að- gangur 300 krónur í allt húsið. Á FÖSTUDAGSKVÖLD var opn- uð sýningin Listmálarinn Sigfús Halldórsson. Listasafn Kópavogs hefur með at- hafnir þessa fjölhæfa lífslistamanns í návígi við pentskúfinn að gera. Sigfús Halldórsson hefði orðið áttræður 7. september næstkomandi og sýning- unni komið á laggirnai’ í því tilefni, en hann var heiðursborgari Kópavogs og er hér á ferð lofsverð ræktarsemi við minningu listamannsins sem lést 1996. Allir íslendingar þekktu til þessa manns, því ekki er ofsagt að hann hafi víða komið við í leik og starfi, lífi og list. Varð fyrst kunnur íyrir athafnir sínar á leiksviði, eink- um revíum og hóf þó listferil sinn 16 ára með þvi að hantéra málaragræj- urnar í málaraskóla þeirra Bjöms Bjömssonar gullsmiðs og Marteins Guðmundssonar myndhöggvara, og telst það vænlegur þroskaaldur til að hefja slíkt nám. Áður hafði hann komist í beina snertingu við pensla og liti er honum einhverra hluta vegna var falið að mála Landlæknishúsið og Torfuna, en þaðan blasti skóli þeirra félaga við á mótum Skólastrætis og og kann að hafa haft smitandi áhrif. Það var svo vegna vinnu sinnar í Útvegsbankanum, þar sem leikarar á borð við Brynjólf Jóhannesson og Indriða Waage voru fyrir, að áhugi Sigfúsar beindist að leiklist og svo einhvem veginn og rökrétt að leik- tjaldamálun. í tónlistinni var Sigfús að mestu sjálfmenntaður, en innan- búðar í Iðnó, þar sem Leikfélag Reykjavíkur var til húsa, var píanó sem hann mátti hamra á og slíkir voru náttúruhæfileikamir að innan tíðar var ungi maðurinn orðinn und- irleikari hjá vinsælum revíusöngvur- um og skemmtikröftum á borð við Brynjólf Jóhannesson og Alfreð And- résson. Rýnirinn man glögglega eftir hinni miklu stemmningu í kringum revíurnar sem vom stóra kikkið í höf- uðborginni þá hann var að komast til nokkurs þroska, leikaramir heims- stjömur tímanna er allir litu upp til og hér féll maðurinn með hlýja og gáskafulla brosið vel inn í hópinn. Árið 1944 hóf Sigfús nám í leik- tjaldamálun við Slade fagurlistaskól- ann í London, og lauk því með láði, jafnframt var hann tíður gestur í helstu leikhúsum borgarinnar og var þannig mjög tengdur leikhúsheimin- um, hefur og án efa sótt listasöfnin sem þá þegar voru með þeim bestu í Evrópu, en í hve miklum mæli veit ég ekki. Heim kominn 1947 hélt hann fyrstu sýningu á vinnubrögðum leik- tjaldamálara sem haldin hafði verið á landinu og þótti merkilegt framtak. Sem nemandi á fyrsta ári í Handíða- og myndlistaskólanum var skrifari farinn að skoða allar sýningar og framníngur Sigfúsar fór sannarlega ekki framhjá honum. Menn báru drjúga virðingu fyrir manninum og tU hans voru gerðar miklar vænting- ar, en meðbyrinn svo ekki sem skyldi og kom til ósætti við þá grónu leik- tjaldamálara er fyrir voru. Mun þeim hafa fundist hinn ungi maður nokkuð brokkgengur, að hefja feril sínn á heilli sýningu eins og hann ætlaði að gleypa þá með húð og hári, og galt hér fyrir stórhug og bjartsýni. Eng- um getur þó blandast hugur að í Sig- fúsi bjó efni í drjúgan leiktjaldamál- ara og þótt sumar sviðsmyndir hans þyki yfirmáta hefðbundnar og gamal- dags er svo er komið, fitjaði hann upp á nýjungum sem komu við kaunin á íhaldssamari starfsbræðrum hans. Sigfús var því knúinn til að vinna fyrir sér á almennum vettvangi jafn- framt því sem hann málaði leiktjöld fyrir frjálsa sýningarhópa, sem sumir flökkuðu reglulega um landið við ómældar vinsældir. Á skattstofu Reykjavíkur vann hann frá 1957- 1968 og minnist ég hve gott var að hafa þennan ljúfa mann innanbúðar á þeim ískyggilega stað í Alþýðuhúsinu á mótum Ingólfsstrætis og Hverfis- götu. Greiddi þar götu listamanna og var mjög uppsigað við yfirboðara sína ef honum fannst álögur á þá mik- ilvægu menn óréttmætar, talaði um ofsóknir á hendur þeim. En hann bar toppunum þó yfirleitt vel söguna og sagði eitt sinn kankvíslega við mig, að þrátt fyrir allt fengi hann alltaf frí til að fara í jarðarfarir, jafnvel þótt vera kynni að einhverjum fyndist þær grunsamlega margar. Sigfús undi þó ekki á staðnum og svo fór að hann hóf að kenna mynd- og handmennt við Langholtsskóla og sinnti því til 1981, og var eðlilega afar vinsæU hjá ungu kynslóðinni. Hann lagði sig allan fram, hefur fundist starfið ólíkt andríkara en á skattstof- unni, minnist þess að hann sótti nám- skeið undir minni stjóm í litafræði við Myndlista- og handíðaskólann, og var mjög áhugasamur, einkum var honum skemmt þegar ég útskýrði ýmis glópalán í samræmdum litasam- setningum húsa á höfuðborgarsvæð- inu. Eftir að Sigfús hætti kennslu helgaði hann sig allan hugðarefnum sínum og hélt meðal annars reglulega málverkasýningar fram í andlátið. Persónuleg kynni okkar hófust á þeim timum er Sigfús var enn leik- Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson í Gijútaþorpi, 1970, vatnslitur, 41x53 sm. Magnús Pálsson, leiktjaldamál- ari og myndlistarmaður, 1959, þurrkrít, 81x63 sm. tjaldamálari og naut ég hér Sveins bróður míns, en ævilöng vinátta þeirra hófst er þeir urðu samferða í ferju milli Stokkhólms og Helsing- fors seint á fimmta áratugnum. Naut ég þess á ýmsan hátt þótt leiðir okkar sköruðust ekki oft, en einna minni- stæðast er mér þá hann kallaði á mig á hótelherbergi sitt í Ósló snemm- vetrar 1952. Hjá honum var þá Magnús Ásgeirsson skáld og þýðandi og fleira fólk kom þangað sem horfið er fullkomlega úr minni mínu, en þai’ situr Magnús, lífsgleðin og gáskinn í Sigfúsi kyrfilega skorðuð. En frá því hef ég sagt áður og endurtek ekki hér. í minn hlut hefur fallið að skrifa um þó nokkrar sýningar Sigfúsar og hyggst ég ekki endurtaka þær um- sagnir mínai’ hér, lesa frekar í eitt eða fleiri verk meðan á sýningunni stendur. En slá má föstu að hér er um mjög skilvirkt úrval verka lista- mannsins að ræða og sem flestar hliðar hans dregnai- fram. Og þrátt fyrir að Sigfús hafi öðru fremur verið málari gamalla húsa, eins konar sjón- rænn skrásetjari þeirra, bera ýmis myndverk annarra viðfangsefna með sér að með honum bjuggu miklir óþjálfaðir hæfileikar. Margar sinna bestu mynda málar hann til að mynda í skugga brauðstritsins, og um starfslaun til að móta og dýpka vinnubrögðin meðan hann var upp á sitt besta var ekki að ræða. Vinnu- brögðin eru þannig æði misjöfn, en ég held að slá megi föstu að verðmæt- ust séu þau í myndum er hann fer sparlega með liti en tónar þá þess meira líkt og sér stað í myndaröðinni á endavegg Austursalar nr. 12-23, sem og fleirum í líkum dúr,- Sem málari kemur Sigfús sterkari frá þessari sýningu en nokkurri ann- arri áður, og nú er kominn timi tii að menn safni saman bestu húsamynd- um hans og gefi út í bók og þá má búast við að ýmsir verði hissa. I tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá með nokkrum litmyndum. Guðni Stefáns- son, formaður stjómar Listasafns Kópavogs, ritar inngang, en um list- málarann Sigfús Halldórsson skrifar Halldór Bjöm Runólfsson listsögu- fræðingur og ferst það vel úr hendi. Bragi Ásgeirsson Nýkomin sending af sófasettum ú góðu verði! Vandað Mantelassi leðursófasett, alklaett leðri 3+1 + 1. - Litir Vínrautt, grænt, dökkkoníaksbrúnt og Ijóskoníaksbrúnt V • II Hjá okkur eru Vlsa- og Euro-raðsamningar ávísuná staðgreiðslu ___________I usqoqn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Síml 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 Grunnnám tréiðna - Húsasmíði / húsgagnasmíði Hér er allt sem tengist tréiðnaði, bæði húsgögnum, innréttingum og byggingum. Grunnnám rafiðna - Rafvirkjun / Rafeindavirkjun 3. önn Ef þú vilt vinna við raflagnir, rafstýringar, sjónvörp, tölvur eða hljómtæki. Tölvufræðibraut Helstu áfangar em: forritun, tölvufræði, hönnun, stýringar, gagnasafiisfræði, netkerfi. Hönnunarbraut Byijunaráfangar í: teikningu, hönnunarsögu, hstasögu, hta- og formfræði og málmsuðu. Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina Nýtt og spennandi gmnnnám fýrir: Grafíska miðlun, vefsmíð, ljósmyndun, netstjóm, prentun, bókband og prentsmíð. Meistaraskóli Allar almennnar-, rekstrar- og stjómunargreinar. Faggreinar í klæðaskera- og kjólasaum. I byggingagreinum og hársnyrtiiðn. Almennt nám Bókfætsla 102, danska 102/202, enska 102/202/212/303, eðlisfræði 103, efnafræði 103, felagsfræði 102, íslenska 102/202/242/252, stærðfræði 102/112/122/ 202/243/323, þýska 103, fríhendisteikning 102/202/302, grannteikning 103/203, hta- og formfræði 104, listasaga 103, myndskurður 106, tölvufræði 103, tölvuteikning 103/202, ritvinnsla 103. Einnig má velja áfanga af þeim sérbrautum skólans sem í boði eru (kvöldskóla Iðnskólans. Námskeið Ýmis námskeið verða í boði á haustönn og verða þau auglýst síðar. Innritun Innritað verður 21., 22. og 23. ágúst kl. 16-19. Kennsla hefst 28. ágúst. Verð Hver eining er á kr. 3.000, þó aldrei hæni upphæð en kr. 27.000. Auk þess er fast innritunargjald kr. 3.000. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um þátttöku. Upplýsingar í síma 552 6240 www.ir.is • ir@ir.is W IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.