Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 22

Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 22
22 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Amaldur Haukur Hauksson: Fólk verður undantekningarlaust mjög hrifíð af borginni. Þrátt fyrir tal uin annað er Moskva sennilega öruggasta borg f Evrópu. Moskva er borg andstæðnanna Verið er að endurvekja ferðir MÍR til Rúss- lands en það er Haukur Hauksson, frétta- ritari Ríkisútvarpsins í Moskvu, sem skipu- leggur ferðina og verður leiðsögumaður. Súsanna Svavarsdóttir spjallaði við Hauk um ferðina, þróun mála í Rússlandi síðustu ár og ástandið þar í dag. MÍR-ferðimar nutu mikilla vinsælda á sínum tíma en hafa nú legið niðri í tíu ár. Haukur Hauksson segir hugmyndina um að endurvekja ferðirnar hafa komið upp í samtali við MÍR-félaga, eink- um Ivar H. Jónsson, formann MÍR. Þegar Haukur er spurður hvers vegna ferðimar hafi legið niðri í tíu ár segir hann að það hafi í rauninni gerst í kjölfar þess að Sovétríkin lið- uðust í sundur árið 1991. „Aður fyrr var það stór og mikil stofnun sem sá um menningartengsl við erlend ríki,“ segir hann. „Hún var einkavædd eftir að Sovétríkin leystust upp og þá hætti hún að sjá um ferðir eins og MÍR-ferðirnar. Menningin var sett út í kuldann jafn- harðan og Sovétríkin liðuðust í sund- ur og þá fór þetta með.“ Ferðina sem nú stendur fyrir dymm og hefst 22. september vinna Haukur og MIR í samvinnu við rússneska ferðaskrif- stofu en hún verður með mjög svip- uðum hætti og hefðbundnar MIR- ferðir vom. „Þessar ferðir vom mjög vel heppnaðar á sínum tíma, far- þegafjöldinn náði allt að 130 manns í einni ferð og andinn var góður,“ seg- ir Haukur. „Þær vom farnar mörg sumur í röð og félagið náði að heim- sækja öll sovétlýðveldin fimmtán áð- ur en þær lögðust af.“ Ferð til Moskvu, Pétursborgar og Sotsí Hvert á að fara núna? „Fyrst vil ég taka fram að ferðin er öllum opin en við fómm til Moskvu, Péturs- borgar og Sotsí. Við byrjum í Moskvu, þar sem við verðum í fjóra daga, tökum síðan næturlestina til Pétursborgar, þar sem við verðum í tvo og hálfan dag áður en við fljúg- um til Sotsí, sem er þekktur strandstaður austast á Svartahafs- ströndinni, við landamæri Tyrklands og Grúsíu. Þar verður 5-6 daga dvöl á sólarströnd og kostur gefst á að fara yfir til Tyrklands í dagsferð en síðan verður flogið frá Sotsí til Moskvu. Þar verður aftur staldrað við í þrjá daga og verður þar vegleg menningardagskrá, þá getur fólk klárað að gera það sem það langar til; farið í Bolsoj-leikhúsið, þar sem em tvær stórsýningar: Aida, ópera Verdis, og Spartakus, ballett Khat- saturians. Farið verður í Moskvu- sirkusinn, sem er talinn sá besti í heimi, og síðan em það listasöfnin. í Moskvu em það auðvitað Tretjakov- listasafnið og Pushkin-listasafnið auk þess sem þar er nýtt safn sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Það er herminjasafn sem var opnað 1995 á 50 ára sigurafmælinu og nær yfír nánast öll stríð sem Rússar hafa háð, þótt þar sé mest af minjum úr seinni heimsstyrjöldinni, mikið af þýskum munum, svo merkilegt sem það er. í Pétursborg era svo Hermitage-listasafnið og Náttúr- ugripasafn Péturs mikla, Kunstka- mera, sem era alveg stórkostleg. Við fömm líka á markaði í Moskvu. Þar er til dæmis einn aust- rænn markaður þar sem fólk getur gert reyfarakaup á ýmsum munum svo sem teppum, íkonum, gull- og silfurskartgripum, demöntum og jafnvel samóvörum. Þar er jafnvel hægt að fínna merkilega antík - allt frá keisaratímanum - á ótrúlegu verði. Við ætlum líka að skoða næt- urlífið í Moskvu, til dæmis að fara í rússneskt spilavíti, sem er alveg ótrúleg reynsla. Þar sitja kaupsýslu- menn vansælir á svip með bunka af seðlum og drekka dýrasta viskíið. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa stemmningunni, hún er svo sér- kennileg. Maður verður að upplifa hana. Eg held að Moskva gefi Las Vegas lítið eftir í þessum efnum.“ Mafían rænir ekki ferðamenn Hvernig er ástandið í Moskvu núna? .Ástandið er þannig að ferðamenn era mjög ömggir á götum úti. Það er ekkert verið að ráðast á fólk og ræna það. Ég hef verið þarna og þvælst um allt í tíu ár og ekki orðið fyrir neinu. Svo kemur maður hingað til Reykjavíkur og fer niður í miðborg um helgar og þarf að hafa sig allan við að lenda ekki í slagsmálum við drukkna unglinga með mannalæti eða dóplið. í Moskvu er lögregla á öllum homum og fylgist mjög grannt með öllu sem er að gerast. Ef minnstu stympingar verða, eða henni sýnist eitthvað gmnsamlegt á seyði, er hún strax komin á vettvang." Hvað með allar sögur um mafíuna sem veður um rænandi og ruplandi? „Mafían rænir ekki ferðamenn - svo mikið er víst. Mafían rekur næt- urklúbba, veitingahús og diskótek, bjórkrár og vændishús og þess vegna er það hennar hagur að allt gangi eins og smurt til þess að pen- ingar komi í kassann. Þess vegna heldur hún neðanjarðarlög og -reglu til að ekkert raski því jafnvægi sem hún þarf á að halda. Ef fólk er að kveðja ættingja sem em að fara þarna austur yfír með tárum yfir því að þeir skuli vera að fara til þessa hræðilega lands, held ég að það ætti að spara sér tárin. Allt þetta tal um mafíuna í Rússlandi er bara hin nýja rússagrýla. Það þarf alltaf að vera að hræða fólk með ein- hverju „við (góðu) og þeir (vondu)“. Moskva er mjög vestræn borg. Þar em vestrænar auglýsingar og verslanir um allt og þjóðlífið ber mjög vestrænan blæ í miðborg Moskvu. Fólk verður undantekning- arlaust mjög hrifíð af borginni. Auð- vitað tekur maður eftir því að gamalt fólk klæðist fátæklegum fotum - rétt eins og í stórborgum víða annars staðar. Þar fyiár utan er velmegunin greinileg. Rússar em sér mjög með- vitaðir um klæðaburð og þeir klæða sig mjög flott og dýrt, ef menn em ekki í dýrastu ítölsku jakkafötum em þeir í leðri eða pelsum. Þeir era líka allir með farsíma. Þrátt fyrir tal um annað er Moskva sennilega ör- uggasta borg í Evrópu í dag. Þar em ekki dópistar á lestar- og rútu- stöðvum eða sofandi í skotum og húsasundum - eins og er til dæmis mjög áberandi í Lundúnum og Kaupmannahöfn. f Moskvu em í mesta lagi göturónar, menn sem em komnir yfír fimmtugt, friðsamir og meinlausir eins og þeir era hér. Síð- an eru líka sígaunar í borginni. Þeir lifa á betli en era alveg meinlausir greyin, þó að Rússunum sé ekkert vel við þá.“ Engin hefð fyrir eiturlyfjaneyslu Hvernig stendur á því að eituriyf em ekki vandamál í Moskvu eins og öðrum stórborgum heims? „Ein ástæðan er sú að það er eng- in hefð fyrir eiturlyfjaneyslu í Rúss- landi. Þeir em í áfenginu - og drykkja er mjög mikil. Önnur ástæða er sú að það er svo hart tekið á þeim sem era með gras og „hvít efni“ í fóram sínum. Bæði lögreglan og leyniþjónustan era svo sterkar. Það er mikið af flott- um limúsínum á rúnti um borgina á kvöldin og um það bil tíunda hver limúsína er bíll frá KGB. Þeir eru ekki að njósna um ferðamenn, held- ur að sjá til þess að það sé röð og regla á hlutunum - og það gengur mjög vel. Andrúmsloftið er mjög rólegt sem er sérstakt vegna þess að í Moskvu búa ótal þjóðir og þjóðarbrot. Ef við skoðum aðrar fjölþjóðaborgir, til dæmis New York, London og París, þá er mikil spenna í lofti þar, ekki síst á milli þjóðarbrota og tungu- málahópa. Slíkt er ekki til staðar í Moskvu. Þar fyrir utan er gott fyrir okkur íslendinga að heimsækja Moskvu. Rússar era mjög hlynntir Norður-Evrópumönnum. Þeir telja Norðurlandabúa frændur sína, ekki síst þar sem okkar maður Hrærek- ur, eða Rúrik á rússnesku, sem var fursti í Kænugarði frá árinu 862, var beinn forfaðir keisaraættarinnar." Nú virðast Rússar ekki á eitt sátt- ir með þá vestrænu þróun sem hefur átt sér stað í Rússlandi, ef marka má fréttir. „Þetta er mannmörg þjóð og inn- an hennar era auðvitað háværir skoðanahópar eins og annars staðar. Rétttrúnaðarkirkjan var til dæmis eina kirkjan sem lifði af sovét- tímann. Hún er alveg ótrúlega kredduföst og íhaldssöm. Þar á bæ finnnst mönnum þessi ameríska menning mjög vont mál. Hún streymir að vísu hratt og hvasst yfir - en almenningur vinsar líka mjög hratt úr henni. Rússar era ekki óskrifað blað. Þeir era hugsandi fólk með ályktunarhæfni og getu til að velja og hafna. Þótt ýmis neðanjarð- armenning þrífíst í Moskvu þrífst hámenningin þar líka. Hún er reynd- ar alveg í sérflokki. Það má í segja að í Moskvu megi finna allan skala mannlegrar viðleitni, allt frá döpr- ustu lágmenningu yfir í glæsilegustu hámenningu. Moskva er borg and- stæðnanna, þetta á líka við um hvernig fólk lifir, margir við afar þröngan kost en stór hópur alveg ótrúlega flott. Það er mjög algengt að íslending- ar hafi „steríótýpískar" hugmyndir um Rússa. Þeir sjá fyrir sér feitar konur með svuntur og skuplur á hausnum, stóra karla með loðhúfur sem sturta í sig vodka og syngja með gríðarlegri bassaröddu. En þetta er ekki þannig." Ræningjaofur- kapítalisminn Hvað búa mai’gir í Moskvu? „Þar búa um 12-15 milljónir, sem er 10% þjóðarinnar. Opinbera talan er að vísu níu milljónir en borgin er svo mikil miðstöð fyrir til dæmis verslun, viðskipti, menntun og flutn- inga að það er mikil hreyfing á fólki. Það er stöðugt að flytja til borgar- innar og frá henni.“ Hvernig er stjómmálaástandið í Rússlandi? „Moskva er mun vestrænni en gerist annars staðar í Rússlandi. Þar er peningaveltan og kommúnistamir era færri þar en annars staðar. Staða kommúnistaflokksins er veik- ari þar en á landsvísu. Borgin er höf- uðvígi lýðræðisaflanna. Þar er öll há- menningin og þar af leiðandi allir andófsmenirnir úr listageiranum. Þeir þrífast ekki annars staðar. Eins og ég sagði er Moskva borg and- stæðnanna. Þar býr moldríkt fólk og síðan kynslóðin sem fótunum var kippt undan á umbótatímabili Jelts- íns. Ræningjaofurkapítalisminn gerði að engu sparnað þessa fólks. Þetta er kynslóðin sem barðist í stríðinu, byggði upp þetta risastóra land eftir stríð og eyddi öllum sínum kröftum í það. Þetta er sú kynslóð sem lagði fyrir peninga og ætlaði að lifa áhyggjulaus elliár." Hvað gerðist? „Það var gerð tilraun til þess að almenningur gæti eignast hlutabréf í fyrirtækjum landsins. Það rann allt út í sandinn, kannski var það ætlunin fyrir fram. Þetta var mjög vanhugs- uð einkavæðing þar sem gríðarlegt fjármagn lenti í höndunum á fáum útvöldum. Forsagan er sú að hag- fræðingar og ráðgjafar Jeltsíns reyndu að samræma allt Rússland hagfræðilíkani „drengjanna frá Chicago“ og til Moskvu í æðstu stöð- ur komu klókir markaðsævintýra- menn sem höfðu Jeltsín og dóttur hans í vasanum. Hann var annað hvort veikur á stofnunum eða kenndur úti í bæ og hvorki vissi né skildi hvað var að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.