Morgunblaðið - 20.08.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 20.08.2000, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Helen Fielding hefur skrifað tvær metsölubækur um kvenhetju □Idamótastúlkna út um ollan heirn, Bridget Jones. Það sem byrjaði sem lítill brandaradálkur í The Independent er orðið sjólfs- hjálparbók karlmanna til að skilja konur betur og hefur hjálpað konum út um allan heim að skilja að for- ritið Photoshop og förðun getur gert alla sæta í Cosmopolitan og Vogue. Bókin hefur vakið athygli úti um allan heim og er Bridget Jones orðin kvenhetja nú- tímakonunnar. Hetja með sömu vandamál og við, of feit, enginn elskar hana, hún reykir og drekkur of mikið og kann ekki á feng shui. Loksins hefur verið ráðist i gerð kvikmyndar um líf Bridget Jones og sló Elisa- bet Ólafsdóttir á þráðinn til Helenar og spurði hana út í lífið, tilveruna og Bridget. FYRRI bókin heitir „Bridget Jones’s diary“ og kom út 1996 en sú seinni heitir „The edge of reason“ og kom hún út hér á landi um síðustu jól. Bæk- urnar eru skrifaðar í dagbókarformi og byrjar hver dagur á því að Bridget telur upp syndir sínar; „Mánudagur 17. apríl 56,1 kg, alkóhóleiningar 6 (drekkja sorgum), sígarettur 9 (svæla út sorgir), kalór- íur 3983 (kaffæra sorgir í fljótandi spiki), jákvæð hugsun 1 (m.g.). Segist Helen hafa fengið þá hug- mynd einfaldlega með að glugga í eigin dagbók frá skólaárunum þann- ig að blaðakona fær á tilfinninguna að hún sé að tala við Bridget sjálfa, sem er mjög skemmtilegt. Helen byrjaði að skrifa lítinn dálk undir dulnefni um Bridget í The Independent eins og kom fram áðan, til að fjármagna fyrstu bókina sína, sem hét Cause Celeb, en hún vakti litla athygli. Þáð var ekki fyrr en all- ir fóru að lofa dálkinn um Bridget að Helen lét alla vita að þetta væri hún sem væri að skrifa, mjög grunn- hyggin að eigin sögn. Núna er verið að taka upp kvik- myndina um Bridget Jones í Nott- ing Hill í Englandi og fer Reneé Zellweger (Jerry Maguire; My, my- self and Irene) með hlutverk Bridg- etar, Hugh Grant með hlutverk Daníels Cleaver en hann er kyn- þokkafullur en tilfinningalega heft- ur yfirmaður Bridgetar. Svo fer enginn annar en Colin Firth með hlutverk Marks Darcy’s en við þekkjum hann úr þáttum eins og Hroki og hleypidómar (Pride and Prejudice). Eitt aukahlutverk sem vert er að nefna er besta vinkona Bridgetar, feministinn Shazzer eða Sharon og fer Sally Phillips með það, en hún er ljóshærða gellan með þunnu varirnar í grínþáttunum „Smack the pony“ sem voru sýndir síðasta vetur við frábærar undir- tektir. Blaðakona hefur verið aðdáandi Helenar Fielding um nokkurt skeið og var því mjög stressuð þegar tól- inu var lyft með titrandi hendi, og svo þegar heyrðist á hinum endan- um: „Hello“, var öll enskukunnátta náttúrlega rokin út í veður og vind. Helen var mjög viðkunnaleg og hjálpaði blaðakonu á sporið með því að byrja viðtalið með spurningum um ísland og segja hvað hana lang- aði til að koma í helgarferð og við það fór stressið og viðtalið gat byrj- að. Hve lengi varstu með dálkinn áð- ur en þú skrífaðir bókina? „Ég byrjaði á dálkinum í The In- dependent 1995 og fyrsta bókin kom út 1996. Kvikmyndin er byggð á fyrstu bókinni og hún verður frumsýnd í febrúar á næsta ári.“ Skrifaðir þú einnig handrítið að myndinni? „Já, ég skrifaði hluta af því. Ég byrjaði á því en það voru nokkrir aðrir sem hjálpuðu mér mikið með það og góður vinur minn Richie Curtis (sem skrifaði handrit kvik- myndanna Fjögur brúðkaup og jarðarför og Notting Hill) setti loka- punktinn á það. Ég hef þekkt hann í fjölda ára og unnið mikið með hon- um þannig að ég treysti honum jafn- vel fyrir Bridget og sjálfri mér.“ Ert þú þátttakandi í gerð myndar- innar, þetta ernú þín hugarsmíð? „í rauninni ekki. Þegar þú ert að skrifa þarftu annað hvort að vera al- gjörlega með í öllu sem fram fer eða halda þig fyrir utan batteríið og treysta samstarfsfólkinu þínu. Ég ákvað að taka þann pól í hæðina enda treysti ég Richie fullkomlega þar sem hann hjálpaði mér með gerð bókarinnar fyrir fjórum árum, þau vita nákvæmlega hvað ég vil. Samt er ég nú svolítið stressuð, maður veit aldrei nákvæmlega hvernig fer með þessar bíómyndir.“ Bandarísk Bridget Viðbrögð aðdáenda voru misjöfn þegar fréttist að bandarísk kona skyldi leika Brídget, var hún þitt fyrsta val? (Heyrst hefur að Helen hafi kúpl- að sig út úr ferlinu eftir að Reneé fékk hlutverkið en hún blæs á það.) „Ég sá náttúrlega ekki um að setja fólk í hlutverk en ég held að hún eigi eftir að standa sig með prýði. Um leið og hún fékk hlutverk- ið flutti hún til Englands, fór í fitun og æfði sig í að tala með því að vinna hjá útgáfufyrirtæki.“ Bridget gegnir einnig því starfi. „Þetta er nú ekkert tiltökumál, Scarlett O’Hara í Á hverfanda hveli (Gone with the wind) var bandarísk en leikin af enskri konu og Gwyneth Paltrow lék enska konu í Shake- speare ástfanginn (Shakespeare in love) þannig að ég hef nú afar litlar áhyggjur af því að Reneé skuli vera bandarísk, hún á eftir að vera fín Bridget. Svo finnst mér Hugh Grant vera frábær Daníel, hann er mjög fyndinn að eðlisfari og svo er hann náttúrlega einstaklega kynþokka- fullur og hefur alltaf einhvern stríðnisglampa í augunum. Það var aðeins einn leikari myndarinnar sem ég krafðist þess að fá og það er Colin Firth. Hrifning Bridgetar á Mr. Darcy í Hroki og hleypidómar er eins konar rauður þráður í gegnum báðar bækurnar og svo kynnist hún Mark Darcy sem er hennar eigin Mr. Darcy og ég varð að fá Colin Firth til að leika Mark Darcy. Kar- akterinn er náttúrlega byggður á hinum upprunalega Mr. Darcy sem hann lék í þáttunum þannig að ég er viss um að hann á eftir að vera alveg æðislegur. Ég fór meira að segja í kvikmyndaverið þegar var verið að taka upp atriði með honum og það var ótrúleg tilfinning að sjá Colin Firth segja það sem ég hafði skrifað ...draumi líkast,“ segir hún og and- vaiyar dreymin. I seinni bókinni fær Brídget það skemmtilega verkefni að taka viðtal við Colin Firth vegna nýútkominnar bíómyndar (Fever Pitch) sem hann leikur aðalhlutverkið í. Hún rústar því svona nett með því að spyrja bara um eitt ákveðið atriði þar sem hann fer úr skyrtunni og dýfir sér í stöðuvatn í einum þætti Hroka og hleypidóma (mjög fyndið). Fékkstu einhver viðbrögð frá honum sjálfum eftir það? „En fyndið að þú skyldir spyrja mig um það, ég tók nefnilega þetta viðtal í alvörunni. Ég var náttúrlega búin að skrifa fyrri bókina og þar sem Bridget finnst hann vera svo mikið æði bað ég um raunverulegt viðtal þar sem ég þóttist vera Bridg- et og hann var voða alvarlegur leik- ari sem gat ekki beðið eftir að klára viðtalið. Þannig að ég fór til Rómar, hitti hann og við fengum okkur flösku af léttvíni og byrjuðum svo. Við gátum varla gert viðtalið, við hlógum svo geðveikislega mikið, og ég notaði það næstum allt í seinni bókina.“ Er hann eins heillandi og Brídget segir hann vera? „Ó, já. Algjörlega. Hann er meira en draumur, hann er æðislegur," segir Helen og andvarpar enn harkalegar en áðan. Greinilega mjög skotin. Hvor er sætarí, Mark Darcy eða Hr. Darcy? „Þetta er náttúrlega sami karakt- erinn og hugmyndin um Darcy er orðin post-modernískur ruglingur inni í hausnum á mér, ég ruglast sjálf á Hr.Darcy, Mark Darcy og Colin Firth. Grunnhugmyndin að Mark Darcy er Hr. Darcy úr þáttun- um Hroki og hleypidómar sem Colin Firth leikur. Og Colin Firth leikur svo Mark Darcy í kvikmyndinni. Mark Darcy er frægur lögfræðingur sem Bridget kynnist í gegnum vini foreldra sinna og er að keppa við Daníel Cleaver um hjarta Bridgetar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.