Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.08.2000, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ * Mikið hefurfarið fyrirfrióarviðræðum leiðtoga ísraela og Palestínumanna f fjölmiólum. Minna hefur verió fjailaó um þá fjölmörgu sem vinna að því meðal almennra borgara að undirbúa jarðveginn fyrir þær breytingar sem frióur hefði í för meó sér. Sigrún Birna Birnisdóttir kynnti sér starf bandarísku samtakanna Seeds of Peace, sem hafa það aó markmiði að sá friðarfræjum meöal ísraelskra og palestínskra ungiinga, og hitti þá Ned Lasarus og Sami Al-Jundi sem hafa að miklum hluta byggt upp starf samtakanna í ísrael og á palestínsku sjálfstjórnarsvæöunum. Hatrið hverfur ekki við undirskrift leiðtoganna SAMTÖKIN Seeds of Peace voru stofnuð að frumkvæði bandaríska blaðamannsins John Wallach árið 1993. Wall- ach hafði þá starfað sem fréttastjóri erlendra frétta hjá Hearst-fjöl- miðlakeðjunni um árabil og sérhæft sig í málefnum Mið-Austurlanda. „John hafði fjallað um uppreisn Palestínumanna Intifada og allar þær styrjaldir sem háðar voru fyrir botni Miðjarðarhafs frá árinu 1973,“ segir Ned Lasarus, verkefn- isstjóri samtakanna í Israel. „Hann var staddur í New York þegar sprengja sprakk í heimsverslunar- miðstöðinni World Trade Center árið 1993 og sagði síðar að við sprenginguna hefði eitthvað gefið sig innra með honum. Hann hafi verið búinn að fá nóg af því að skrifa um endalausa hringiðu of- beldis og fundist tími til kominn að gera eitthvað í málinu.“ Wallach taldi vænlegast til ár- angurs að vinna með ungu fólki sem hefði enn ekki tekið virkan þátt í átökunum. Hann ákvað að reyna að skapa skilyrði til þess að þau gætu notið samvista á jafnréttisgrund- velli og rætt málin á opinskáan og heiðarlegan hátt áður en þau stæðu frammi fyrir því að taka þátt í átök- um. „Starfs síns vegna var hann í sambandi við áhrifamenn bæði í Bandaríkjunum og fyrir botni Miðjarðarhafs og hann ákvað að nýta sér það til að koma á fót sum- arbúðum fyrir ungt fólk frá Mið- Austurlöndum," segir Ned. „Öll undirbúningsvinna var unnin á ör- fáum mánuðum og fyrsti hópurinn kom saman í Maine í Bandaríkjun- um sumarið 1993.“ I hópnum voru 42 ísraelskir, pal- estínskir og egypskir strákar en Reuters Ungir Palestinumenn ganga að hermannasið við útskrift úr sumarbúðum herskárra Palestínumanna í Nablus á Vesturbakkanum en í búðunum eru þátttakendur meðal annars þjálfaðir í því að ræna ísraelum. í sumarbúðum bandarfsku friðarsamtakanna Seeds of Peace er áhersla hins vegar lögð á það að Israelar og arabar læri að lifa saman í friði. Sami Al-Jundi sat í ísraelsku fangelsi í tíu ár Sannfærðist um ágæti friðsamlegra baráttuaðferða SAGAN sýnir að markmið nást ekki með styrjöldum heldur friðarsamningum," segir Sami Al-Jundi sem er alinn upp í gömlu borginni í Jerúsalem. Sami var handtekinn árið 1980 fyrir að tilheyra ungliðahreyfingu Frelsissamtaka Palestínumanna, sem þá var ólögleg, og sat 1 fangelsi í tíu ár. Hann var átján ára er hann var handtekinn og segist ekki hafa unnið nein ofbeldisverk. Hann hafi hins vegar verið hlynntur róttæk- um aðgerðum enda hafi hann litið svo á að Palestínumenn hefðu eng- in önnur úrræði en að gera vopnaða byltingu. „Eg trúði því að við yrð- um að berjast fyrir heimalandi okkar,“ segir hann. „í fangelsinu komst ég síðan í kynni við hug- myndir mikilmenna á borð við Gandhi og sannfærðist um ágæti friðsamlega baráttuaðferða." Sami sat í fangelsi með öðrum samviskuföngum og kynntist þar mörgum helstu hugsuðum Palest- ínumanna. Hann segir samvistirnar við þessa menn hafa verið mjög gefandi enda hafi þeir verið mjög skipulagðir og staðráðnir í að nýta tímann til þess að mennta sig og bæta í stað þess að eyða honum. „Þeir bentu mér á að þótt ég gæti ekki farið út úr fangelsinu gæti ég fengið umheiminn til mín með bók- um,“ segir hann. Fangamir skipulögðu námskeið þar sem meðal annars var fjallað um heimspeki, sögu og menningu Palestínumanna og nágrannaþjóða þeirra. Menntaðir fangar héldu fyr- irlestra og miðluðu þannig þekk- ingu sinni til annarra fanga en auk þess lásu Sami og félagar hans ógrynni af bókum sem þeir ræddu og deildu hver með öðrum. „Þegar ég losnaði úr fangelsinu stóð uppreisn Palestínumanna, Int- ifada, sem hæst,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég hafi snúist gegn ofbeldi stóð ég enn í þeirri mein- ingu að uppreisn Palestínumanna væri nauðsynleg og ég tel alrangt að tala um ofbeldi í því sambandi. Ég kalla grjótkast unglinga gegn vopnuðum hennönnum ekki of- beldi. Hafi einhver ofbeldisverk verið framin voru þau framin af ísraelskum hermönnum sem beittu táragasi og gúmmíkúlum af minnsta tilefni. Þeir þurftu ekki annað en að sjá palestínskan fána blakta við hún til að grípa til að- gerða gegn óbreyttum borgurum. Intifada beindist hins vegar gegn hermönnum og landnemum en ekki gegn almennum borgurum." Eftir að Sami losnaði úr fangelsi flutti hann fyrirlestra hjá hlutlaus- um stofnunum á borð við Rauða krossinn og ísraelsku friðarsamtök- in Peace Now. Hann kynntist síðan Ned árið 1996 og fór í framhaldi af þvi að vinna með „Seeds of Peace“. „Til að byrja með var ég ráðinn sem bílstjóri en síðan bauðst mér að taka þátt í skipulagningu starfs- ins,“ segir hann. „Ég hugsaði málið og sló síðan tíl.“ „Ósáttur við breytingar á starfi samtakanna" Hann segir marga vini sína eiga erfitt með að sætta sig við að hann vinni með Seeds of Peace. Þeir telja starfsemi samtakanna miða að því að gera hernámsástandið að eðli- legu ástandi og þar með varanlegt. „Eg er hins vegar bjartsýnismaður og hef trú á að með starfi okkar getum við stuðlað að nauðsynlegum breytingum,“ segir hann. „Bæði Palestínumenn og ísarelar þjást vegna ástandsins. Fólk er þreytt á átökunum og þarfnast friðar en það veit ekki hvernig það getur stuðlað að breytingum. Það þekkir engan hinum megin víglínunnar og hefur engin pólitísk áhrif. Þeir sem hafa tekið þátt í starfi Seeds of Peace þekkja hins vegar fólk hinum meg- in víglínunnar og þeir hafa fengið þjálfun í að koma tilfinningum sín- um og hugsunum í orð. Þeir ættu því að vera betur í stakk búnir að stuðla að breytingum.“ Hann telur einnig gott fyrir pal- estínsk ungmenni að komast í kynni við samtökin vegna þeirra tækifæra sem þau hafi upp á að bjóða, svo sem námsstyrkja. Þá tel- ur hann gott fyrir þau að fara til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.