Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 29
þetta fyrsta sumar var einungis
strákum boðin þátttaka þar sem
aðstandendur samtakanna stóðu í
þeirri meiningu að arabar myndu
ekki leyfa stúlkum að taka þátt í
starfinu. Þeim var síðan bent á að
sú skoðun þeirra byggðist á þekk-
ingarleysi og strax næsta ár var
stúlkum einnig boðin þátttaka.
„Reynsla þessa fyrsta sumars
var mjög hvetjandi," segir Ned.
„Þátttakendur deildu svefnhei--
bergjum og léku sér saman auk
þess sem þeim tókst að ræða
ágreiningsmál sín af einlægni. Það
vildi síðan svo skemmtilega til að
Wallach gat komið því í kring að
sumardvölin endaði með ferð til
Washington D.C. þar sem þátttak-
endur voru viðstaddir undirritun
Oslóar-samkomulagsins. Þetta var
því góð byrjun og í kjölfarið uxu
samtökin mjög hratt.“
Á síðasta ári tóku 435 ungmenni
frá sjö arabalöndum, ísrael og Kýp-
ur þátt í sumarstarfi Seeds of Peace
í Bandaríkjunum. Þá voru nú í sum-
ar í fyrsta skipti haldnar sumarbúð-
ir fyrir ungmenni frá stríðshrjáðum
löndum á Balkanskaga.
„Viljum að sambúðin öðlist
dýpri merkingu"
Ned segir starfið í sumarbúðun-
um tvíþætt. Annars vegar sé lögð
áhersla á að þátttakendur kynnist
og geri sér grein fyrir því að óvin-
urinn sé líka manneskja sem eigi
heimtingu á ákveðnum mannrétt-
indum. Þá reyni ráðgjafar að leið-
beina þeim við að vinna úr hatri og
sársauka á daglegum fundum þar
sem deilumál þjóðanna eru rædd og
þátttakendum veitt tækifæri til að
viðra skoðanir sínar og tilfinningar.
„Við teljum mikilvægt að þátt-
takendur haldi tengslum við raun-
veruleikann," segir hann. ,Armars
er hætta á því að þeir upplifi þenn-
an tíma sem blekkingu sem eigi
ekkert skylt við raunverulegt líf
þeirra. Þessir krakkar hafa enn
ekki klæðst hermannabúningum
eða tekið virkan þátt í átökunum en
þau eru alin upp við hatur og hafa
mörg orðið fyrir sársaukafullri lífs-
reynslu. Við viljum að þau takist á
við þessar tilfinningar þannig að
sambúðin við óvininn öðlist dýpri
merkingu."
Hann bætir því við að mikilvægt
sé að unglingarnir fái tækifæri til
að kynnast sjónarmiðum andstæð-
ingsins sem þau hafi yfirleitt ekki
aðgang að. „Við vonumst til þess að
þetta verði til þess að þau læri að
hlusta á önnur sjónarmið og virða
skoðanir annarra," segir hann. „Þá
vonumst við til þess að þau geri sér
grein fyrir því að menn geti lifað
saman í friði þrátt fyrir að þá greini
á um ýmislegt."
Bandaríkjanna þar sem þau læri
margt um eigin sögu og menningu
og kynnist þeim sem standa hinum
megin víglínunnar.
„Það eru reyndar ekki margir
krakkar sem fá tækifæri til að taka
þátt í starfi Seeds of Peace en þeir
eru í tengslum við annað fólk, bæði
unglinga og fullorðna, og halda
þannig áfram að sá fræjunum,"
segir hann.
Til að byrja með höfðu þeir Ned
ekki annan samastað undir starf-
semina en heimili Neds og sendi-
ferðabíl Samis en á síðasta ári var
ákveðið að auka starf samtakanna í
Israel. I kjölfarið var starfsmönn-
um fjölgað og kaup fest á fallegu
húsi í einu af fáum hverfum Jerú-
salem sem byggð eru bæði af gyð-
ingum og aröbum.
Sami kveðst hins vegar ósáttur
við þá þróun sem orðið hefur á
starfi samtakanna. „Eg tel okkur
hafa verið að vinna mikilvægara
starf áður en miðstöð Seeds of
Peace tók til starfa," segir hann.
„Þegar við vorum bara tveir fórum
við næstum vikulega í skólaheim-
sóknii- en nú förum við í mesta lagi
annan hvern mánuð. í miðstöðinni
er megináhersla lögð á vinnu með
þeim sem tekið hafa þátt í sumar-
búðum samtakanna en ég tel mikil-
vægara að færa starfsemina út í
samfélagið þannig að fleiri en þeir
sem valdir hafa verið til þess að
fara til Bandaríkjanna fái tækifæri
til að kynnast samtökunum og
starfi þeirra."
Ned Lasarus yfirgaf heimahagana og flutti til Israels
„Hef trú á því að ég geti
stuðlað að breytingum“
Bandaríski gyðingurinn Ned Lasarus og Palestínumaðurinn Sami Al-
Jundi eru bjartsýnir á að þeim takist að endurmennta fólk.
EFTIR þriggja ára sumarstarf
ákváðu forsvarsmenn Seeds of
Peace að færa úr kvíarnar og
senda Ned Lasaras til starfa í Israel
og á palestínsku sjálfstjórnarsvæð-
unum.
Ned, sem er bandarískur gyðing-
ur, segir fjölskyldu sína hafa haft
mikinn áhuga á réttindabaráttu
minnihlutahópa. Þá hafi hann verið
alinn upp við ákveðin tilfinninga-
tengsl við Israel og orðið fyrir per-
sónulegu áfalli þegar uppreisn Pal-
estínumanna, Intifada, hófst. „Eg
varð að horfast í augu við það að
ísrael væri ekki það fyrirheitna land
sem ég hafði verið alinn upp við að
trúa á,“ segir hann. „í framhaldi af
því fór ég að fylgjast með þróun mála
í Miðausturlöndum og þegar ég hóf
háskólanám vissi ég að ég vildi á ein-
hvern hátt vinna að því að koma á
friði í Israel."
Ned lagði stund á sögu og bók-
menntir Miðausturlanda og var að
útskrifast úr háskóla þegar hann sá
myndir af fulltrúum Seeds of Peace
við undirritun Óslóar-samkomulags-
ins. Hann hafði áður unnið í sumar-
búðum fyrir unglinga úr fátækustu
hverfum New Orleans og segist
þarna hafa séð tækifæri til að nýta
hæfileika sinn til að vinna með ungu
fólki og uppfylla um leið drauminn
um að stuðla að friði í Miðaustur-
löndum. Hann leitaði því samtökin
uppi og sumarið 1995 hóf hann störf í
sumarbúðum þeirra í Maine.
„Eg kynntist mörgum þátttakend-
um náið og um haustið varð ég var
við það að margir þeirra áttu mjög
erfitt eftir heimkomuna," segir hann.
„Eg hafði samband við Seeds of
Peace og í framhaldi af því var
ákveðið að ég færi til ísraels til að
reyna á einhvem hátt að styðja við
bakið á krökkunum.“
Ned segist hafa flutt til ísraels án
þess að hafa hugmynd um hvað hon-
um bæri að gera. Hann hafi þó fljót-
lega komist að því að krakkarnir
þyrftu hjálp bæði við að halda sam-
bandi við vini sína hinum megin víg-
línunnar og stuðning við að takast á
við viðhorfið heima fyrir. „Það býr
svo mikið hatur í ísraelskum og pal-
estínskum unglingum að það kemur
mér sífellt á óvart,“ segir hann. „Og
það getur verið mjög erfitt fyrir
krakka sem eru að koma heim úr
sumarbúðum Seeds of Peace að tak-
ast á við það.“
Annars segir hann íyrsta árið að
mestu hafa farið í það að kynnast að-
stæðum og koma á tengslum við
unglingana og fjölskyldur þeirra. Þá
hafi hann hafið nám í hebresku og
arabísku. Hann segir það þó hafa
gert gæfumuninn að hann kynntist
palestínska sendibílstjóranum Sami
Ai-Jundi á fundi samtaka sem vildu
koma á fót sameiginlegri menningar-
miðstöð Israela og Palestínumanna.
„Eg sá strax að hann var enginn
venjulegur bílstjóri og réð hann til
að keyra mig um Vesturbakkann
enda hafði ég ekki önnur ráð til að
ferðast þar um. Við smullum alveg
ótrúlega vel saman og smátt og
smátt varð hann minn nánasti sam-
starfsmaður. Hann hafði bæði áhuga
og trú á því sem ég var að gera og ég
hafði þörf fyrir palestínskan sam-
starfsmann þar sem palestínskir for-
eldrar eiga erfitt með að treysta gyð-
ingi fyrir bömum sínum.“
Hafa ekki fengið leyfi til að
heimsækja skóla á palestínsku
sjálfstjórnarsvæðunum
Ned segist hafa haft það eitt að
leiðarljósi er hann hóf starfsemina í
ísrael að reyna að koma til móts við
óskir og þarfir unglinganna. Þannig
hafi hann til dæmis farið að lóðsa þá
á milli Israels og palestínsku sjálf-
stjórnarsvæðanna eftir að einn ísra-
elsku þátttakendanna bað um aðstoð
við að komast í heimsókn til Betle-
hem. Vinaheimsóknir hafi síðan und-
ið upp á sig og nú hafi samtökin farið
í sjö ferðir til Jórdaníu og eina ferð
til Egyptalands.
í þessum ferðum búa þátttakend-
ur á heimilum vina sinna og því fá
heilu fjölskyldurnar tækifæri til að
kynnast „andstæðingnum". „Þetta
krefst auðvitað mikils trausts af for-
eldranna hálfu,“ segir Ned. „En þeir
hafa smám saman verið að læra að
treysta okkur.“
Þá hafa margir ísraelsku þátttak-
endanna haldið fyrirlestra í skólum
sínum og jafnvel fengið palestínska
vini sína til að koma og taka þátt í
umræðum. „Þetta hefur gengið mjög
vel,“ heldur hann áfram. „Krakkar
hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga
enda er það ekki á hverjum degi sem
ísraelskir unglingar fá tækifæri til að
hitta palestínska jafnaldra sína og
komast að því að þeir geti verið bæði
gáfaðir og áhugaverðir."
Samtökin hafa hins vegar ekki
fengið leyfi palestínskra yfirvalda til
að heimsækja skóla á palestínsku
sjálfstjórnarsvæðunum. Þá hefur
það brunnið við að palestínskum
unglingum sé bannað að hafa nokkuð
saman við samtökin að sælda eftir
heimkomuna.
Sami Al-Jundi, sem er nýkominn
inn í herbergið, segir samtökin hafa
verið sökuð um að stuðla að því að
unglingarnir gleymi uppruna sínum
en að það sé ekki rétt. „Þau koma til
okkar sem fulltrúar þjóðar sinnar og
fá því einstakt tækifæri til að kynn-
ast og kynna öðrum uppruna sinn,“
segir hann. „Ég tel að þau komi yfir-
leitt heim frá Bandaríkjunum með
sterkari sjálfsmynd og stoltari af
uppruna sínum en þau voru áður en
þau lögðu af stað.“
„Við reynum ekki að hafa áhrif á
stjórnmálaskoðanir þeirra," heldur
Ned áfram. „Starf samtakanna hefur
ekkert með stjómmálaskoðanir að
gera sem sést kannski best á því að
nokkrir af áhugasömustu þátttak-
endunum búa í landnemabyggðum
gyðinga. Þá starfar einn þátttakenda
innan ungliðahreyfingar Likud-
bandalagsins, sem mér finnst mjög
spennandi þar sem ég tel líklegt að
hann eigi eftir að komast til áhrifa
innan flokksins."
„Þarf að endurmennta fólk“
Þeir segja starfsmenn Seeds of
Peace oft fá að heyra það að þeir séu
barnalegir draumóramenn. Þeii- hafi
hins vegar virkilega trú á því sem
þeir séu að gera og að það geti stuðl-
að að breytingum. „Við höfum auð-
vitað okkar takmarkanir," segir
Ned. „En ég trúi því að. við séum að
mennta fólk sem eigi eftir að koma á
raunverulegum friði. Friður kemst
ekki á við það eitt að leiðtogar skrifi
undir friðarsamkomulag. ísraelar og
Palestínumenn hafa lifað við hatur
kynslóð fram af kynslóð og hatrið
hverfur ekki við undirskrift leiðtog-
anna. Það þarf að endurmennta fólk.
I fyrsta lagi þarf það að vilja breyt-
ingar og í öðru lagi að vera reiðubúið
til að leggja sitt af mörkum til þess
að gera þær mögulegar. Ég trúi því
að þessir krakkar séu að þroska með
sér hæfileika til þess að leiða þjóðir
sínar í gegnum þessar breytingar."
Þakklæðning -álog stál
Ptonnfa Royai
Piannja Rapid
ASETA
Byggingarvörur - byggingartækni
Ármúla 16 • sími 533 1600 • fax 533 1610