Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 53

Morgunblaðið - 20.08.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000 53 . FRETTIR Hvað er stjórn- málasaga? DAGSKRÁ hádegisfunda Sagnfræð- ingafélags íslands hefst á ný þriðju- daginn 22. ágúst. Það er dr. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur sem ríður á vaðið og flytur fyrirlest- ur sem hún nefnir: „Stjórnmálasaga: Vald var það, heillin." Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu í hádeginu kl. 12.05-13 og er hluti af nýrri fyrirlestraröð Sagnfræðingafé- lagins sem nefnd hefur verið: Hvað er stjórnmálasaga? Auður Styrkársdóttir er doktor í stjómmálafræði og kenndi lengi við félagsvísindadeild Háskóla Islands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að hlut kvenna í stjómmálum, þátttöku þeirra og áhrifum, og dokt- orsritgerðin fjallaði um hið sögulega efni gömlu kvennalistanna í Reykja- vík og hvaða lærdóma stjómmála- fræðin geti dregið af rannsóknum á stjórnmálaþátttöku kvenna. Nýút- komið er ritið Equal Democracies? sem var samvinnuverkefni á vegum Norðurlandaráðs um stjómmála- þátttöku kvenna og áhrif þeirra á Norðurlöndunum og sjálfsstjórnar- svæðunum, en Auður var einn rit- stjóra bókarinnar. í fyrirlestrinum mun Auður fjalla um samvinnu sagnfræðinnar og stjórnmálafræðinnar, sundmngu þeirrar samvinnu og varfærnislegar þreifíngar á seinustu áram. Hún mun einnig fjalla um þýðingu sagn- fræðinnar fyrir stjórnmálafræðina og þýðingu stjómmálafræðinnar fyr- ir sagnfræðina, a.m.k. þar sem vald kemur við Söguna. Þróunin á íslandi verður rædd og hverjar framtíðar- horfur eru. í hönd fara níu fyrirlestrar um spurninguna „Hvað er stjómmála- saga?“ og af því tilefni hefur félagið gefið út veglegt veggspjald með efni fundanna og öðra sem verður á dag- skrá félagsins í vetur. Veggspjaldinu hefur verið dreift til félagsmanna auk þess að liggja frammi á opinber- um stöðum ókeypis. Athygli skal vakin á að nú eins og á síðasta starfsári má hlýða á fyrir- lestra í fundaröðinni á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins (www.aka- demia.is/saga) og einnig má lesa þá í Kistunni, vefriti um hugvísindi á slóðinni: www.hi.is/~mattsam/Kist- an. I Kistunni er einnig að fmna skoðanaskipti fyrirlesara og áhuga- samra fundarmanna. Hornafjörður Fjallað um orsak- ir eyðingar grððurlenda Á NÆSTA fyrirlestri á jöklasýning- unni á Homafirði, þriðjudaginn, 22. ágúst, mun Egill Jónsson, fyrrver- andi alþingismaður og bóndi á Selja- völlum í Nesjum, fjalla um orsakir eyðingar gróðurlenda í Hornafírði og Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri ríkisins, fjalla um endurheimt landgæða í Skógey. Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru í máli og myndum og við lok þeirra verða oft líflegar umræður. Fyrir- lestramir eru hluti af jöklasýning- unni Vatnajökull, náttúra saga mennining, sem er samstarfsverk- efni Homafjarðar og Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Fyrirlestrarnir eru haldnir í Sindrabæ og hefjast kl. 20. Ótrúlegur árangur $ NAILVITAL Sterkar neglur á 2-3 vikum. 15% afsláttur Tilboðið gildirtil 10. sept. ^ lyf&heilsa B E T R I L í 0 A N Fornsala Fornleifs — aðeins ó vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Vef f ang:www.simnet.is/antique __ __ _______________ r Golfdagur Æskulínunnar og GSI í samstarfi við Útilíf Laugardaginn 26. ágúst verður haldinn golfdagur á „Ljúflingnum,“ æfingavelli Golfklúbbs Oddfellowa í Urriðavatnsdölum í Heiðmörk. Golfmót fyrir hádegi. Fyrir krakka 9-12 ára (fædd 1988-1991) sem eru vanir golfí. Leiknar verða 9 holur og fyrstu keppendur eru ræstir út kl. 9. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera skráður í golfklúbb. Keppendur þurfa að koma með eigin kylfur. Golfþrautir og golfæfingar frá kl. 13 eftir hádegi. Fyrir alla krakka 12 ára og yngri, byrjendur sem lengra komna. Þátttakendur geta fengið lánaðar kylfur og boðið verður upp á tilsögn í golfi. Ekkert þátttökugjald Allir þátttakendur fá glaðning frá Æskulínunni Verðlaunaafhending kl. 15 Verðlaun frá Útilífi Nokkrir íbúar Latabæjar koma í heimsókn Ball með hljómsveitinni Þotuliðinu kl. 15-16 Allir fá íspinna frá Kjörís Skorkortahappdrætti. Öll skorkort úr golfmóti og golfþrautum fara í pott, sem dregið verður úr Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast skemmtilegri íþrótt. Hafið hraðann á og skráið ykkur sem fyrst því fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning er á Netinu, www.bi.is,www.krakkabanki.is eða í síma 525-6342 í markaðsdeild Búnaðarbankans. Skráningin hefst mánudaginn 21. ágúst kl. 9. ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki k KU L-í-n-a-n ÚTILÍF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.