Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 1
194. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Auknum framlögum heitið til varnarmála í Rússlandi Pútín ræðst á einka rekna fjölmiðla VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti hefur ákveðið að komið verði upp nýjum björgunarmiðstöðvum fyrir allar fjórar aðaldeildir rússneska flotans. Einnig verður kaup þeirra sem starfa við kjarnorkuvamir landsins hækkað og framlög til varn- armála aukin. Pútín skýrði frá því á fimmtudag að laun hermanna og lögregluliðs yrðu hækkuð um 20%. Kúrsk-slysið hefur beint athyglinni að lélegum kjörum hermanna og slæmu viðhaldi á herbúnaði, þ. á m. herskipum. Rússar reyndust ekki hafa á að skipa neinum sveitum kafara til björgunar manna úr kafbátum. Þess var vandlega gætt að ein- göngu ríkissjónvarpsstöðin RTR í Rússlandi fengi að fylgjast með björgunaraðgerðunum á Barents- hafi en aðrir fjölmiðlar gátu þó oft komist að ýmsu eftir krókaleiðum. Aðstandendur sjómannanna sem fórust fengu sínar fyrstu fregnir af slysinu ekki frá yfirvöldum flotans heldur fjölmiðlum. Pútín hefur gagnrýnt harkalega umfjöllun fjölmiðla í tengslum við Kúrsk-slysið og sagt að kaupsýslu- menn „sem eiga glæsihús á strönd- um Spánar og Frakklands" hafi með tökum sínum á fjölmiðlum átt þátt í að grafa undan rússneska „hemum, flotanum og ríkinu“. Fjölmiðlar í Rússlandi hafa margir deilt hart á yfirmenn flotans fyrir margvíslegt klúður í sambandi við Kúrsk-slysið. A lokuðum fundi í vikunni með aðstandendum sjóliðanna sem fórust með Kúrsk neitaði forsetinn að skella skuldinni á yfirmenn vam- armála, að sögn heimildarmanna The Daily Telegraph. Er hann ræddi um kaupsýslumenn nefndi hann engin nöfn en að sögn blaðsins er ljóst að hann á við auðkýfinga eins og Vladímír Gúsínský og Borís Berez- ovskí sem báðir eiga öflugar sjón- varpsstöðvai- og blöð. Bent á mótsagnir Fjölmiðlar auðkýfinganna tveggja hafa verið miskunnarlausir í gagn- rýni sinni og bent á mótsagnir í upp- lýsingum sem gefnar vora á ýmsum stigum. En blöð, sem að öllu jöfnu era holl forsetanum, hafa einnig ver- ið hneyksluð á framferði ráðamanna. Mjög hefur verið gagnrýnt að ekki skyldi vera leitað eftir erlendri að- stoð íyrr en eftir margra daga hik. Ummæli Pútíns era sögð gefa til kynna að eins konar vopnahlé, sem ríkt hefur í deilum stjórnvalda í Kreml við fjölmiðlaeigendurna frá því í júlí, sé nú lokið. ■ Segir ekki hafa/24 AP Mótmælt 1 Genf TÍBEZKUR mótmælandi lætur í sér heyra á fjölmennum útifundi sem var haldinn fyrir utan aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss í gær. Voru fundarmenn að andmæla kúgun Kínverja á Tíbetum. Um 300 Tíbetar mættu á fundinn. I gær kom til Genfar svonefnd „Ganga fyrir frelsi Tíbets“, en leið hennar lá frá Nizza í Frakklandi til Genfar og tók ferðin 49 daga. Mannskæð- ir skóg- areldar SKÓGARELDAR urðu í gær fimm manns að bana í fjallaþorpi á Norð- ur-Grikklandi og I suðurhluta lands- ins var lýst yfir neyðarástandi vegna eldanna. Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar víðs vegar um Balkanskaga og á eynni Korsíku berjast nú við elda sem hafa breitt úr sér í kjarri og skóglendi í kjölfar mikillar hita- bylgju og þurrka í Suður-Evrópu. Astandið var farið að skána í nokkr- um Miðjarðarhafslandanna í gær með því að draga tók úr hitanum, en á Grikklandi mældist enn um 37% hiti. Sterkur vindur hjálpaði til við útbreiðslu eldanna, sem vora farnir að ógna byggð víða á Grikklandi. Sviðin lík fimm manna fundust í gær í fjallaþorpunum Rizo, Kato Lithari og Kato Lavdani, sem öll era skammt frá Aghia Maria, þar sem eldri hjón dóu í eldinum í fyrradag. ■ Eru skógareldar/25 Reuters Bosníu-serbneskir hermenn beijast við logana í skógi nærri Banja Luka, höfuðborg lýðveldis Bosníu-Serba, í gær. Skógareldar geisa nú víða um Balkanskaga og annars staðar í Suður-Evrópu. Alþjóðlegur þrýstingur á stjórnvöld 1 Líberíu skilar árangri Fréttamenn látnir lausir Monrovíu. Reuters. FJÓRIR brezkir sjónvarpsfrétta- menn vora í gær látnir lausir úr fang- elsi í Monrovíu, höfuðborg Vestur- Afríkuríkisins Líberíu, eftir að stjómvöld féllu frá njósnaákæra á hendurþeim. Charles Taylor, forseti Líberíu, sagði í viðtali í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni CNN að allir fjórir liðsmenn fréttamannateymis frá brezku Channel Four-stöðinni og vinnuveitendur þeirra hefðu beðið þjóðina afsökunar. „Við höfum nú ákveðið að líta á áfrýjunina og afsök- unarbeiðnina og að láta þá lausa taf- arlaust,“ sagði Taylor. Mennirnir héldu rakleiðis frá fang- elsinu í Monróvíu á Robertsfield- flugvöll utan við borgina og tóku sér far með flugvél til Abidjan á Ffla- beinsströndinni. Þaðan fara fjór- menningamir - Bretamir David Barrie og Timothy Lambon, S-Afr- íkumaðurinn Gugulakhe Radebe og Sierra Leone-maðurinn Sorious Samura - áfram um París til Lund- úna í dag, laugardag. Þeir voru handteknir fyrir viku, sakaðir um myndatökur á bann- svæði, um tilraunir til að sverta ímynd Líberíu og að halda því fram að Taylor forseti tengdist demanta- smygli og vopnaviðskiptum í grann- ríkinu Sierra Leone, þar sem borgar- astríð geisar. Eddington Varmah, dómsmála- ráðherra Líberíu, sagði á blaða- mannafundi að ákveðið hefði verið „af mannúðarástæðum" að sækja menn- ina ekki til saka. Fulltrúi saksóknara las upp það sem hann sagði vera af- sökunarbréf frá sjónvarpsmönn- unum, þar sem þeir biðja forsetann og íbúa landsins afsökunar á „hvers konar skaða sem gerðir [þeirra] eða orð kunna að hafa valdið". Handtaka fréttamannanna hafði verið fordæmd, m.a. af ríkisstjórnum Bretlands og Bandarflq'anna, sem hrópleg árás á fjölmiðlafrelsi. Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational fögnuðu því að þeir skyldu hafa verið látnir lausir, en tóku fram að algengt væri að blaða- menn væra handteknir í Líberíu eða þvingaðir til að flýja land. Ollum sænskum pósthús- um lokað ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka öllum pósthúsum í Svíþjóð. Frá komandi vori á sú þjónusta sem innt hefur verið af hendi fram að þessu í hinum 900 hefðbundnu póstútibúum Sví- þjóðar að færast í matvörabúðir og benzínstöðvar. Um 5.000 póstafgreiðslumenn munu missa vinnuna við þessar rót- tækustu breytingar á póstþjónust- unni í Svíþjóð „frá því frímerkið var fundið upp“, eins og komizt var að orði í frétt netútgáfu sænska dag- blaðsins Expressen um málið í gær. A þessi ákvörðun að koma til framkvæmda frá 1. apríl á næsta ári. „í stað pósthúsa koma minni póstafgreiðslur, meðal annars í mat- vörabúðum og á bensínstöðvum," er haft eftir Lindu Andersson, upplýs- ingafulltrúa sænska póstsins. Þessar litlu póstafgreiðslur munu annast einfaldari 'þætti þjónustunnar, svo sem afgreiðslu á bréfum og böggl- um. Bankaþjónusta, sem mjög margir Svíar hafa sótt á pósthúsið, verður lögð niður. Sérstakar af- greiðslur verða settar upp til að sinna fyrirtækjapósti. --------------- Norður-Irland * Ottast fleiri víg LÖGREGLUEFTIRLIT var hert í gær í því hverfi Belfast, þar sem mismunandi öfgahópar norður- írskra sambandssinna hafa staðið í gagnkvæmum vígum undanfarna daga. Þrír menn liggja í valnum eftir vikuna og óttast öryggismála- yfirvöld í borginni að framhald geti orðið á morðunum. Engin merki voru um það í gær, að sögn The Irish Times, að hóp- arnir sem nú berast á banaspjót væra á þeim buxunum að friðmæl- ast, þrátt fyrir áköll stjórnmála- manna og kirkjunnar manna á staðnum þar um. Þá komu í gærkvöld einnig fram upplýsingar um að n-írska lög- reglan hefði síðustu daga gert þó nokkuð af vopnum upptækt í tveimur húsleitaráhlaupum á Shankill Road-svæðinu í Belfast. Segir lögreglan vopnafundina tengjast bæði UVF (Ulster Volunteer Force) og samkeppnis- hópnum UDA (Ulster Defence Association). Tveir þeirra sem myrtir voru í vikunni, Bobby Mahood og Jackie Coulter, voru bornir til grafar í gær. Mahood er sagður hafa verið í tengslum við UVF en Coulter við UDA. MORGUNBLAÐW 26. ÁGÚST 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.