Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN KIRKJUSTARF NJÓTUM KOSTA LÝÐRÆÐISINS ÞVÍ heyrist stund- um fleygt í umræðu að lýðræðið sé að veikj- ast, að stjórnmála- menn og flokkar nái -vLkki lengur til fólksins og að það séu í raun önnur öfl sem ráði ferðinni í nútímáþjóð- félagi. Hnattvæðing er oft nefnd til sögunnar sem orsakavaldur þessa auk þess sem sí- aukið framboð afþrey- ingar og áreitis leikur stórt hlutverk í þess- ari þróun. Því er gjaman haldið fram að það skipulag sem við byggjum samfélag okkar á, stjómskipunin sjálf, hafi ekki náð að fylgja eftir tímans straumi í heimi þar sem hraði, þekking og rfiveigjanleiki em lykilorðin. Um leið hefur hnattvæðingin alið af sér gríðarlegar breytingar á síðustu áratugum, sem hafa meðal annars birst í mikilli fjölgun lýðræðisríkja. Fyrirkomulagið sem slíkt er því langt í frá á undanhaldi, þótt það sæti æ meiri gagnrýni um leið. Hvað er lýðræði? „Lýðræði er í þvi fólgið að sam- eiginlegum málum þjóðar sé stjóm- að að vilja meirihluta hennar - eða a.m.k. ekki gegn honum - eins og "Tiann birtist í frjálsum kosningum, og að sérhver minnihluti eigi þess kost að afla skoðun sinni fylgis og verða meirihluti.“ Svo skilgreindi Gylfi Þ. Gíslason hugtakið lýðræði árið 1945.11 Þessi orð eiga enn við þótt nokkuð hafi hugmyndir manna um lýðræði og inntak þess breyst frá þeim tíma. í raun er erfitt að skilgreina hugtakið og það hefur verið framkvæmt á marga vegu í mismunandi heimshlutum. Lýðræði getur verið á ýmsum stigum og það getur tekið nokkum tíma fyrir samfélag sem hefur búið við ein- ræði eða alræðisstjórn, að koma á lýðræðishefð. I huga okkar sem bú- um á Vesturlöndum er forsenda *Iýðræðis þrískipting ríkisvaldsins, aðskilnaður löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds, þar sem hver grein ríkisins er annarri óháð. I lýðræðisríki er raunveraleg samkeppni á milli stjórnmálaflokka um völd og áherslur við stjórnun ríkisins. Þar era reglulegar kosn- ingar sem fara fram eftir fyrirfram ákveðnum reglum og kosningar- réttur og kjörgengi era réttindi sem allir njóta á jafnan hátt. Borg- araleg réttindi era virt í lýðræðis- ríki, mannréttindi í hávegum höfð, s.s. tjáningarfrelsi og félagafrelsi. Virk lýðræðisleg rökræða er mikil- væg forsenda lýðræðisins og frjáls- ir og óháðir fjölmiðlar era grand- *..völlur þess að hún geti þrifíst. Jafnrétti til handa öllum þjóðfé- lagshópum og jöfn staða kvenna og karla era mikilvæg einkenni góðs lýðræðis. Dómstólar era óháðir öðram stjómvöldum, málsmeðferð fyrir þeim er óvilhöll og aðgangur borgaranna að þeim jafn. Lögin era skýr og aðgengileg borgurunum. Þetta er engan veginn tæmandi upptalning á einkennum góðs lýð- ræðisríkis og hún gæti orðið miklu lengri. Lýðræði í stöðugri þróun , I sumar kom hingað til lands söngflokkurinn Ladysmith Black Mambazo frá Suður-Afríku, þjóð sem hefur barist lengi fyrir réttlátu þjóðskipulagi og afnámi misréttis svartra og hvítra. Á tónleikum sem hljómsveitin hélt í Reykjavík var sungið af innlifun um nýfengið þrelsi blökkumanna og það var slá- "^ndi að heyra lýðræðið tilbeðið af svo mikilli tilfínningu og virðingu. Þá hljóm- aði það framandi íyrir Islendinginn að hlusta á fagnaðarsöng um það hversu mikilvægt sé að eiga sitt eigið þing, en suður-afríska þjóðin hefur gengið í gegnum þvílíkar þján- ingar til þess að koma á lýðræði að mikilvægi þess er henni mjög of- arlega í huga. Barátt- an þar í landi fyrir því sem okkur finnst kannski sjálfsögð rétt- indi er hins vegar mik- ilvæg áminning um að lýðræðislegt fyrirkomulag er ekki óumdeilt eða sjálfsagt og það hefur aldrei verið það. Á nítjándu öld vora lýðræðishug- myndir taldar mjög varhugaverðar af valdahópum og forréttindahóp- um víðsvegar um heim. Þótt lýð- ræðislegt stjórnskipulag hafi verið hornsteinninn í hugmyndum upp- reisnarmanna í frönsku og amer- ísku stjórnarbyltingunum, þá var það mjög takmarkað. Á þeim tím- um var talið eðlOegt að aðeins minnihluti þjóðarinnar hefði kosn- ingarrétt og í upphafi síðustu aldar höfðu konur aðeins kosningarrétt í örfáum ríkjum heims. Konur fengu t.d. ekki kosningarrétt í Sviss fyrr en árið 1974 og ennþá er réttur kvenna til þátttöku í stjórnmálum Meiri vandvirkni við löggjöf og lagasmíð, segir Bryndís Hlöðversdóttir, er því nauðsynlegur þáttur í því að byggja upp það stjórnkerfí sem við viljum búa við og rækta, lýðræðið. og lýðræðislegri rökræðu skertur verulega víða um heim. Eftir hrun Berlínarmúrsins má segja að lýðræðið sé orðið almennt viðurkennt sem besta fyrirkomu- lagið í stjórn ríkja víðsvegar um heim. Ríkjum sem byggjast á lýð- ræðislegri stjórnskipan hefur fjölg- að mjög hratt á síðustu áratugum, þótt enn eigi mörg langt í land í lýðræðisþróuninni. Á sama tíma heyrist æ oftar rætt um óánægju á meðal þeirra sem búa við lýðræði - um vaxandi fjarlægð á milli stjórn- málamanna og kjósenda, sem felur í sér ógnun við sjálfan lýðræðis- grandvöllinn. En hvernig má það vera að á meðan almenningur í hin- um rótgrónari á meðal lýðræðis- ríkja er óánægður með fyrirkomu- lagið telja aðrar þjóðir lýðræðið besta kostinn? Lýðræði er besti kosturinn Það er mikilvægt í umræðu sem þessari að greina á milli hins lýð- ræðislega fyrirkomulags í sjálfu sér og síðan afsprengja þess, stofnana og einstaklinganna sem í því starfa. Rótgróin lýðræðisríki í Evrópu og Ameríku hafa alið af sér ýmsa van- kanta sem era ekki til eftirbreytni. Konur hafa t.d. átt erfitt uppdrátt- ar innan þeirra flestra og eiga margar enn í dag, spillingarmál hafa komið upp í tengslum við fjár- mál stjórnmálaflokka og skrifræðið er að sliga margar stofnanir þess. Pólitískt baktjaldamakk í tengslum við kosningar hefur takmarkað gildi lýðræðislegra kosninga og gamlar ímyndir um hinn stranga og alvitra leiðtoga lifa enn góðu lífi að minnsta kosti víðast hvar. Fjöldi kannana sýnir að á Vesturlöndum fer tiltrú fólks á stjórnmálamenn minnkandi og hið sama á við um hefðbundnar stofnanir lýðræðisrík- isins, s.s. dómstóla. Það er hins vegar fátt sem bendir til þess að fólk hafi misst tiltrú á lýðræðinu sem slíku og flestir eru sammála um að enginn annar kostur stjórn- kerfis sé í boði sem geti ógnað því og sigurför þess um heiminn. Er þörf á breyttri stjórnskipun? Til að bregðast við þeim nei- kvæðu hliðum sem lýðræðinu virð- ast fylgja og raktar era hér að ofan hafa margar hugmyndir komið fram á síðustu áratugum. í áður- nefndri grein Gylfa Þ. Gíslasonar er fjallað um helstu galla stjórnar- háttanna sem þá voru við lýði, en þá telur höfundur helst felast í veikri stöðu ríkisstjórnarinnar gagnvart stjórnmálaflokkunum, of mörgum flokkum á Alþingi, hags- munapoti og pólitískum hrossa- kaupum, seinagangi á afgreiðslu dómsmála og óvönduðum málflutn- ingi í stjórnmálabaráttu. Þá bendir höfundur á leiðir til úrbóta en í því skyni telur hann nauðsynlegt að festa ríkisstjómina í sessi og gera hana óháða stjórnmálaflokkunum. Ein leiðin til þess sé sú að þjóð- kjörinn forseti tilnefni stjórnina, sem síðan starfi á ábyrgð hans. Ráðherrar skuli hins vegar ekki vera alþingismenn, Alþingi skuli aðeins setja almennar leikreglur í samfélaginu með löggjöf. Ekki skal tekin afstaða til þessara hugmynda hér og nú en í grein Gylfa gefur að líta margar forvitnilegar hugmynd- ir sem eiga fullt erindi inn í stjórn- málaumræðuna í dag, s.s. um mikil- vægi þess að jafna vægi atkvæða og gera landið að einu kjördæmi, að dregið verði úr flokksræði, að leitast verði við að efla hlutlægni og heiðarleik í stjórnmálabarátt- unni svo nokkuð sé nefnt. Þátttökulýðræði, gegnsæi og stjórnfesta Þótt fréttir seinni ára á Vestur- löndum litist æ meir af umræðu um spillingarmál í tengslum við stjórn- málaflokka og stjórnmálamenn þá er ekki víst að slík mál séu að fær- ast í aukana. Hitt er annað mál að kröfur almennings era orðnar meiri til lýðræðislega kjörinna fulltrúa auk þess sem samfélagið allt er orðið gagnsærra og upplýsinga- streymi til fjölmiðla auðveldara. Upplýsingaöldin hefur haldið inn- reið sína á hvert heimili og aðgang- ur fólks að því sem er að gerast í samfélaginu og í umheiminum er greiðari en áður. Það gefur því auga leið að stjórnkerfi sem bygg- ist á gömlum gildum fjarlægist um- bjóðendur sína ef það ekki gáir að sér. Meiri þátttaka almennings í lýðræðisþróuninni gæti haft jákvæð áhrif til aukins lýðræðis, en í því sambandi hefur oft verið nefnd sú leið að láta þjóðaratkvæði fara fram um mun fleiri mál en gert hefur verið hingað til. Ekkert er því til fyrirstöðu að slíkt sé fram- kvæmt hér á landi, þótt heimild til þess að láta mál fara fyrir þjóðar- atkvæði hafi vart verið notuð. Þá era reglur sem tryggja opið og gagnsætt bókhald stjómmálaflokka nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að flokkamir gangi erinda ákveðinna þrýstihópa eða fyrir- tækja sem hafa veitt þeim fjár- hagslega fyrirgreiðslu. Mikilvægt er einnig að setja nokkurs konar siðgæðisstaðla fyrir stjórnvöld og opinberar stofnanir til þess að tryggja að leikreglur séu virtar og að ábyrgð fylgi valdinu. Hugtakið stjórnfesta21 tekur á þessum þáttum. Þar er um að ræða þýðingu á enska hugtakinu „good governanee" en alþjóðlegar þróun- ar og fjármálastofnanir hafa und- anfarin ár notað hugtakið í formi leiðbeininga og ráðlegginga til stjórnvalda sem sækja um þróunar- aðstoð. í hugtakinu stjórnfesta felst að stjórnvöld fari skipulega og með festu eftir lögum og reglum og geri það á heiðarlegan og gegnsæj- an hátt með tilheyrandi ábyrgð ef út af er bragðið. I stjórnfestu felst ekki aðeins ábyrgðarskylda opin- berra aðila, heldur líka gegnsæi í stjómarathöfnum, jafnrétti í víð- ustu merkingu orðsins, aukin þátt- taka almennings í hinu lýðræðis- lega ferli, valddreifing, lagabætur og sjálfstæði eftirlitsaðila. Lýðræðisleg rökræða og vönduð vinnubrögð „Höfuðmarkmið allra breytinga á stjórnháttum voram ætti að vera það að oss yrði kleift að njóta kosta lýðræðisins í ríkara mæli en nú er. Það er þó ekki aðeins að hugar- farsbreyting í þá átt er að ofan get- ur, sé jafnframt nauðsynleg til þess að svo geti orði. Ef oss lærist ekki að gera auknar kröfur til sjálfra vor og bera meiri virðingu hver fyrir öðram, getur svo farið, að vér hættum að njóta nokkurra af kost- um lýðræðisins, jafnvel glötum því.“3) Til þess að lýðræði geti blómstr- að er nauðsynlegt að fram fari lýð- ræðisleg rökræða og undirstaða hennar er fjölmiðlar sem eru sjálf- stæðir og byggðir á faglegum granni. Engin heilbrigð þróun á sér stað í samfélagi sem ekki leyfir hreinskilinni umræðu um þjóðfé- lagsmál að þrífast. Því miður skort- ir oft á það í stjórnmálum hér á landi að tóm gefíst til ítarlegrar rökræðu um einstök mál og oft er það svo að stór mál sem fela jafnvel í sér grandvallarspurningar af sið- ferðislegum toga eru afgreidd á stuttum tíma á Alþingi. Fari rök- ræðan fram i sölum Alþingis er ekki endilega víst að hún skili sér út í samfélagið, en ekki síður er mikilvægt að hún fari fram þar. Þarna valda margir samverkandi þættir, fjölmiðlar, stjórnmálamenn- irnir sjálfh' og almenningur eiga einhvern hlut í þessu. Það er hins vegar mikilvægt að reyna að sporna við þessari þróun, því lög sem samin era án tengsla við það fólk sem á að fara eftir þeim era ólög og hætt er við að þau komi ekki til framkvæmda. Meiri vand- virkni við löggjöf og lagasmíð er því nauðsynlegur þáttur í því að byggja upp það stjómkerfi sem við viljum búa við og rækta, lýðræðið. 1) Gylfi Þ. Gíslason, HelgafeU 4. árg. maí 1945, Lýðræði og stjðrnfesta, hugleið- ingar um stjórnarskrármálið. 2) f grein Guðmundar Alfreðssonar og Herdísar Þorgeirsdóttur, Stjórnfesta og mannréttindi, sem birt er i nýút- komnu afmælisriti Þórs Vilhjálmsson- ar, er hugtakið stjómfesta kynnt til sögunnar. í greininni er fjallað um tengsl stjórnfestu við mannréttindi. Þótt stjómfestuhugtakið hafi þróast í tengslum við þróunarstarf þá er ijóst að innihald þess á fyllilega erindi inn í nútima stjórnmálaumræðu í hinum svokölluðu lýðræðisríkjum. 3) Gylfi Þ. Gíslason í áðurnefndri grein í Helgafelli, 4. árg. mai 1945. Höfundur vísar til hugarfarsbreytingar sem hann telur nauðsynlegt að eigi sér stað hjá þjóðinni, stjómmálamönnum hennar og embættismönnum, að því er snertir hógværð og drengskap í stjómmála- baráttunni og á ölium sviðum opinbers lífs. Höfundur er þingmaður fyrir Sam- fylkinguna. Bryndís Hlöðversdðttir Safnaðarstarf — Námskeið í Biblíuskólan- um á Eyjólfs- stöðum ÍSLENSKA Kristskirkjan mun í september halda tvö námskeið í Biblíuskólanum á Eyjólfsstöðum á Fljótsdalshéraði. Fyrra námskeið- ið, sem hefur yfirskriftina „Breytt og betri stefna“, verður dagana 11.-16. september. Það er almennt biblíunámskeið og eins konar framhald Alfa námskeiðsins, sem margir þekkja. Námskeiðið er opið öllu kristnu fólki, án tillits til safn- aða og kirkjudeilda. Þar verður leitað svara við ýmsum mikilvæg- um spurningum eins og: Hvað geri ég með hluti úr fortíðinni sem hamla trúarþroska mínum? Hvað á ég að gera til að standast betur freistingar? Hvernig finn ég vilja guðs með líf mitt og framtíð? Einn- ig verður fjallað um eftfrtalin efni: Að kynnast Biblíunni betur og öðl- ast meira traust á henni. Að átta sig betur á hæfileikum sínum og persónugerð. Að finna vilja Guðs með líf sitt. Filippíbréfið verður lesið og ritskýrt. Áuk fræðslu og andlegrar uppbyggingar er ætlun- in að njóta útivera í yndislegu um- hverfi staðarins. Námskeiðið verð- ur í umsjá Friðriks Schram. Seinna námskeiðið verður dag- ana 18.-23. september og ber yfir- skriftina „Líf í frelsi og fullri gnægð“. Það er sálgæslunámskeið, sem verður í umsjá Ingunnar Björnsdóttur, en hún annast ráð- gjöf og fyrirbæn á vegum safnað- arins. Á námskeiðinu verður m.a. leitað svara við eftirfarandi spurn- ingum: Hvað gerum við með erfið- ar tilfinningar? Hvernig fáum við lækningu? Er ég í vilja Guðs með líf mitt? Skráning er hafin á bæði námskeiðin. Upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu safnaðarins, Bílds- höfða 10, Reykjavík. Hallgrímskirkja. Hádegistón- leikar kl. 12-12.30. Inga Rós Ing- ólfsdóttir, selló, og Hörður Áskels- son, orgel. Fríkirkjan Vegurinn. Samkoma kl. 20. Árnar Jensson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. BRIPS Ilmsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild félags eldri borgara Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði í Glæsibæ fimmtudaginn 17. ágúst. 25 pör spiluðu. Meðalskor 216. N/S Haukur Guðmundss. - Öm Sigfúss. 240 Eysteinn Einarss. - Kristján Olafss. 240 Oh'verKristóferss.-Sigtr.EUertss. 237 A/V AlbertÞorsteinss.-AuðunnGuðm.s. 268 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 249 Ólafur Ingvarss. - Jóhann Lútherss. 240 Tvímenningskeppni spiluð mánu- daginn 21. ágúst. 20 pör spiluðu. Meðalskor 216 stig. N/S Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 266 ÞórarinnÁmas.-FróðiB.Pálss. 253 Halldór Magnúss. - Páll Hanness. 228 A/V AlbertÞorsteinss.-AuðunnGuðm.s. 264 Júh'us Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 256 ViggóNordquist-HjálmarGíslas. 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.