Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Ólympíumótið að hefjast Islendingar setja stefnuna á 16 liða úrslit VELVAKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Berrössuð á tánum BETRA seint en aldrei. Mig langar að þakka fyrir geisladiskinn Berrössuð á tánum. Hann er hreint eyrnakonfekt vegna frá- bærrar tónlistar. Dóttir mín hefur dillað sér við hann frá eins árs aldri. Nú í dag nokkrum árum seinna er hann allt í senn tónlistar- stund, sögustund með mál- örvandi sögum og ævin- týrastund. Stórkostlegan söng Önnu Pálínu og frá- bæra málörvandi texta Að- alsteins Ásbergs ættu öll börn á öllum aldri að fá að hlusta á. Pottþétt gjöf til að gleðja og örva börn. Það er sem uppljómun að hlusta á diskinn. Móðir og kennari. Kínverskt nudd og nálastungur I Hamraborg 20a hjá Jia Rui er boðið upp á kín- verskt nudd og nálastung- ur. Eftir langvarandi lyfja- meðferð við magabólgum sem bar því miður lítinn ár- angur var ákveðið að prófa nudd og nálastungur áður en haldið væri áfram hjá læknum. Oft höfðum við heyrt um þessa óhefð- bundnu lækningameðferð en verið frekar vantrúuð. Strax eftir tvö skipti var líðanin orðin mun betri og nú að meðferð lokinni er heilsan fín. Við sendum okkar bestu þakkir til Jia Rui og hans fólks. Ánægður viðskiptavinur. Aukum forvarnir VEGNA hárra trygginga- iðgjalda á bifreiðum vil ég koma þeirri skoðun minni á framfæri að auka beri for- vamir. Mikið er um aftaná- keyrslur og er það stór hluti tjóna. Eiga trygginga- félögin að leggja meiri áherslu á að minna öku- menn á að auka bil milli bíla, veita næsta bíl á undan óskipta athygli, tala ekki í farsíma í akstri, stilla hnakkapúða og belti rétt og vera á góðum hjólbörðum til að minnka hemlunar- vegalengd. Ættu trygg- ingafélögin að stuðla að lægra verði á hjólbörðum og betra eftirlit ætti að vera með hjólbörðum bifreiða. Ef farið væri eftir þessu ætti að vera hægt að fækka óhöppum í umferðinni og þá um leið að lækka trygg- ingaiðgjöld. Hver vill ganga á vondum skóm? Ekki bíllinn þinn. Gísli Ólafsson, Básbryggju 51, Rvík. Aukin þjónusta í Morgunblaðinu var ný- lega minnst á að tölvuum- boð hafi boðið viðskiptavini að greiða hærra verð til að komast fram fyrir röð tíl að fá gert við tölvuna sína. Það er fáránlegt að ef tölvan bil- ar að þurfa að leggja hana inn í viðgerð þar sem hún liggur jafnvel í nokkra daga í hillu og bíður afgreiðslu. Hvers vegna má ekki panta tíma, eins og gert er með bíla, koma með hana í við- gerð ákveðinn dag og fá til baka samdægurs. Viðskiptavinur. Tapad/fundið Golfsett týndist Golfsett af gerðinni Vant- age týndist. Þetta er kvennasett með gráum höldum. í settið vantar kylfu nr. 3. Settið var í poka sem er svartur og grænblár munstraður og var á kerru. Settið var í Seljahverfi og er ekki vitað hvenær eða hvemig það týndist. Þeir sem kannast við þetta golf- sett vinsamlega hafið sam- band í síma 557-7473 eða 564-3377. Vöðlur týndust Vöðlur í svörtum vöðlupoka týndust af bíl á Búðardals- vegi nokkuð eftir að komið er á malarveginn frá vega- mótunum í Norðurárdal. Vöðlumar eru merktar Sigrún og skilvís finnandi hringi í síma 565-3923. Flíspeysa í óskilum BLA flispeysa með rönd- um, bamapeysa, fannst í Seljahverfi nálægt anda- pollinum. Upplýsingar í sima 557-8545. Rautt fjallahjól í óskilum RAUTT Treck fjallahjól fannst við Framnesveg. Upplýsingar í síma 561- 4175 og 866-7653. Skechers barnaskór týndist RAUÐUR og grár Skechers barnaskór, vinstri skór nr. 21, týndist 27. júlí annaðhvort í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar eða á leiðinni í bæinn. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561-4175 eða 866- 7653. Regnhlíf týndist REGNHLÍF týndist í bið- skýli ofarlega á Alfhólsvegi í Kópavogi. Skilvís finnandi hafi samband við Bjarna í síma 554-3662. Lyklakippa í óskilum STÓR lyklakippa fannst í Galtarlind sl. föstudag. Upplýsingar í síma 557- 3549. Eyrnalokkur týndist HRINGEYRNALOKKUR úr silfri týndist í miðbæn- um. Hann er frekar stór en fíngerður og gæti hafa fundist á Cirkus-kaffibarn- um, Sólon íslandus eða þar í kring. Finnandi vinsam- lega hringið í síma 895- 8337. Fundarlaun. Gullarmband í óskilum GULLARMBAND fannst á Lækjartorgi á menning- arnótt. Upplýsingar í síma 561-7533. Gsm-sími f óskilum Gsm-sími fannst f Eikju- vogi sl. laugardag. Upplýs- inar í síma 867-5411. Svört taska týndist STÓR svört gallon Adidas taska, með fötum í, týndist í Vestmannaeyjum á Þjóð- hátíð. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557-9836. íþróttaskór í óskilum ÞRIR piltar voru að leika sér á tröppum utanríkis- ráðuneytisins á Rauðarár- stíg og gleymdu þeir íþróttaskóm í kassa. Hægt er að vitja þeirra í móttöku ráðuneytisins. Tefill í óskilum GRÁR trefill fannst á Arn- arhól á menningarnótt. Upplýsingar í síma 586- 2430. Teikning týndist í Leifsstöð TEIKNING í plasthólki týndist líklega í Leifsstöð 11. ágúst sl. Þeir sem hafa orðið varir við myndina hafi samband í síma 567-5735. Armband týndist ARMBAND týndist á menningamótt annað hvort á Anrarhóli eða Laugavegi. Armbandið hefur mikið til- finningalegt gildi íyrir eig- anda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587-5189 eða vs. 560-1680. Fundar- laun. Dýrahald Svart og hvítt fress týndist í Hafnarfirði SVART og hvítt fress, skógarköttur, með rauða og gráa ól, týndist í norður- bæ Hafnarfjarðar um miðj- an ágúst. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 555-3579 eða 898-3579. Hans er sárt saknað. Læða týndist 9 MÁN AÐA læða í tígrislit- um týndist í Laugardalnum fyrir 1-2 vikum síðan. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 553- 0530. Perla er týnd PERLA er þrílit kisa, hvít, brún og svört með svart trýni. Hún er eyrnamerkt og með dökka ól með bjöllu á. Perla týndist í Silfurtúni í Garðabæ. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 565-9508 og 698-4728. Skógarköttur í óskilum SVARTUR skógarköttur er í óskilum í Mosarima í Gafarvogi.Uppl. í síma 567- 2208 eða 899-0284. Víkverji skrifar... BRIDS Maastricht ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið í brids er haldið í Maastricht í Hollandi dagana 27. ágúst til 9. september. íslending- ar taka þátt í opnum flokki í sveitakeppni. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu, m.a. á slóðinni: http://www.bridgeoIympiad.nl ÓLYMPÍUMÓTIÐ í brids verður sett í Maastricht í dag og hefst keppni á morgun. íslendingar eru meðal 72 þátttökuþjóða í opnum flokki en liðunum er skipt í fjóra riðla í undankeppni. Þar eru spil- aðir 20 spila leikir og fjórar efstu sveitirnar í hverjum riðli komast í 16 liða úrslit sem hefjast næst- komandi laugardag. Með fslandi í riðli eru m.a. Noregur, Ítalía, Kína, Suður-Afr- íka, Argentína, Búlgaría, Tyrk- land og Nýja-Sjáland og má ætla fyrirfram að þessar níu þjóðir komi til með að berjast um úr- slitasætin fjögur. Nefna má að ít- alska liðið er skipað Evrópu- meisturunum Norberto Boechi, Dano De Falco, Giorgio Duboin, Guido Ferraro, Lorenzo Lauria og Aifredo Versace. Þá senda Norðmenn sama liðið sem náði næstum í úrslitaleikinn á heims- meistaramótinu á Bermúda í jan- úar, þá Erik Austberg, Boye Brogeland, Jon Egil Furunes, Geir Helgamo, Tor Helness og Erik Sælensminde. íslenska liðið hefur fulla burði til að komast í úrslitin að þessu sinni þótt auðvitað verði nokkur heppni að vera með í för. Liðið er skipað Aðalsteini Jörgensen og Sverri Armannssyni, Matthíasi Þorvaldssyni og Þorláki Jónssyni og Magnúsi Magnússyni og Þresti Ingimarssyni. Guðmundur Páll Amarson er fyrirliði. Margir liðsmennirnir eru mjög reynslumiklir; þeir Aðalsteinn og Þorlákur voru í hópi heims- meistaranna árið 1991 og hafa verið fastamenn í landsliðum í hátt á annan áratug. Sverrir og Matthías hafa einnig mikla landsliðsreynslu og Magnús og Þröstur hafa spilað á einu Evrópumóti og einu Norður- landamóti og staðið sig með prýði. Þeir eru báðir búsettir í Stokk- hólmi og hafa æft ágætlega þar í sumar. Þeir Þorlákur og Mattías eru hins vegar nýtt par en hafa náð ágætlega saman í sumar og ef marka má æfingar liðsins þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim. Góður árangur á fyrri mótum íslendingar hafa oftast staðið sig vel á Ólympíumótum en besti árangur til þessa var fyrir fjórum árum á Ródos þegar íslenska liðið komst í átta liða úrslit. Þar mættu íslendingar Indónesum en náðu sér aldrei á strik í þeim leik og töpuðu. Hluti af íslenska liðinu myndaði þá sveit með tveimur breskum landsliðskonum og tók þátt í nýrri keppni, þar sem keppt var um heimsmeistaratitil í blönd- uðum flokki, þ.e. þar sem karl og kona spila saman. Sveitin gerði sér lítið fyrir og vann þetta mót og hampaði því öðrum heims- meistaratitli íslendinga í brids. Það má segja að Islendingar hafi tryggt sér sæti í úrslita- keppninni á Ródos þegar þeir unnu Norðmenn 18-12 í lokaum- ferðunum og sendu Norðmenn jafnframt út í kuldann. Þetta var eitt af spilunum sem íslendingar græddu vel á í leiknum: Suður gefur, allir á hættu. Norður * KG7652 v KG105 ♦ 4 4» D6 Austur * - v 43 ♦ K109752 * 109875 Suður 4. D10 v ÁD986 ♦ ÁDG6 * K3 Við annað borðið sátu Broge- land og Sælensminde AV og Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlák- ur Jónsson NS. Sælensminde í vestur opnaði á 1 spaða og eftir tvö pöss doblaði Þorlákur í suður. Guðmundur í norður passaði auð- vitað og þá flúði Brogeland í aust- ur í 2 tígla. Þorlákur doblaði að bragði og það varð lokasamning- urinn. Uppskeran var hins vegar heldur rýr og vörnin fékk aðeins 6 slagi, 200 í NS en eins og sést standa 4 hjörtu í NS. Við hitt borðið tóku sagnir hins vegar óvænta stefnu. Þar sátu Helness og Helgemo NS og Sæ- var Þorbjömsson og Jón Baldurs- son AV: Vestur Norður Austur Suður pass 1 spaði pass 2 björtu pass 4 työrtu pass 4grönd pass 5 tíglar pass 5 hjörtu pass dobV/ pass dobl! 5grönd! Þótt Helgemo sýndi lágmarks- opnun með stökkinu í 4 hjörtu vildi Helness kanna slemmu- möguleikana nánar. Hann gafst síðan upp þegar Helgemo sýndi aðeins einn ás. Jón í austur vissi þá að tveir ásar voru úti og spaða- trompunin myndi væntanlega tryggja þann þriðja svo hann doblaði og bað þar með um spaða út, fyrsta lit blinds. Helness sá hvert stefndi og freistaði gæfunn- ar í 5 gröndum sem Sævar dobl- aði og spilaði út laufi. Helness var greinilega ekki glaður að sjá blindan og hugsaði sig lítið um í fyrsta slag: lét lítið úr borði og drap heima með kóng. Hann spil- aði næst spaðadrottningu en Sævar tók auðvitað með ás og lagði niður laufaás og gosa og vör- in uppskar síðan 800. Það hefði auðvitað verið betra hjá Helness að drepa með drottningunni í borði í fyrsta slag því þá þarf Sævar að lesa laufastöðuna þegar hann er inni á spaðaásinn. Það er hins vegar rökrétt að prufa laufa- ásinn þar sem ljóst er af sögnum að austur á lengd í láglitunum. ISUMAR hefur Víkverji gert töluvert af því að ferðast um landið og getur ekki annað en dáðst að framtakssemi landsbyggðarfólks í þágu ferðamanna. Framboð af af- þreyingu er gott, t.d. hestaleigur og kajakaleigur og til boða standa skipulagðar gönguferðir, bátsferðir, draugarölt, miðaldaveislur og galdrasýning og jöklasýning eru að- eins dæmi um metnaðarfullar sýn- ingar sem eru á boðstólum. Þá telur hann að hátíðarhöld í hinum ýmsu bæjum víða um land séu alveg sérstaklega vel lukkuð. Hann tók^ bæði þátt í færeyskum dögum á Ólafsvík og töðugjöldum á Hellu í sumar og er á því að mikið hafi verið lagt í að gera þessa daga sem skemmtilegasta bæði fyrir heimamenn og þá sem komu í heim- sókn. Hann furðar sig þó á því að á töðugjöldum um síðustu helgi skuli kartöflu- og grænmetisbændur ekki hafa notað tækifærið og kynnt framleiðslu sína. Þar var nefnilega búið að koma upp sérstöku markaðstjaldi. Á þessum árstíma er uppskeran í hámarki. Víkverji hefði verið meira en til í að kaupa sér kartöflur í soðið og glænýtt græn- meti í markaðstjaldinu. Honum fannst þó minna spennandi að sjá kunnugleg andlit úr Kolaportinu með sölubása þótt eflaust sé það kærkomin tilbreyting fyrir íbúana á Hellu. Víkverja fannst mjög nota- legt að kaupa heimatilbúna sultu í einu tjaldinu og spjalla við konurn- ar um sultugerðina. xxx AR sem Víkverji er nú farinn að tala um mat þá er ekki úr vegi að minnast á reynslu hans með veitingahúsin um síðustu helgi. Hann heimsótti tvö veitingahús á Hellu og ætlaði t.d. að fá sér súpu eða eitthvað létt í hádeginu. Því var ekki að heilsa, súpa var aðeins á boðstólum á virkum dögum á öðrum staðnum og stóð ekki til boða á hin- um. Eini heiti maturinn sem hann átti kost á að fá sér var annaðhvort þungar steikur eða djúpsteiktur eða brasaður matur að einhverju leyti. Þegar djúpsteikta ýsan kom á borð- ið fylgdu henni franskar kartöflur, kokteilsósa og einn kirsuberjatóm- atur skorinn í tvennt með örfáum salatræmum. Hvers vegna í ósköp- unum er ekki boðið upp á glænýjar kartöflur og lagt upp úr fersku nýju grænmeti? Hvað með að baka ýs- una eða sjóða hana? Vikverji átti síðan leið um Biskupstungur og rakst á veitinga- staðinn Klettinn sem er í nýju bjálkahúsi í Reykholti. Þar var mik- ill metnaður lagður í matargerðina þessa helgi og gestakokkur sem eldaði spennandi rétti. Á þessum slóðum eru margir sumarbústaðir og næsta víst að ýmsir vilja gera sér glaðan dag í fríinu sínu og fara út að borða. Ef matreiðslan verður jafnmetnaðarfull í framtíðinni og hún var þarna um síðustu helgi á þetta litla bjálkahús líklega eftir að verða þétt setið um helgar. xxx TTINGI Víkveija á oft leið um Ártúnsbrekku en há- markshraðinn þar er 70 km og búið að mála þessar upplýsingar stórum stöfum á götuna sjálfa. Hann segir að það sé algjör undantekning að ökumenn fari eftir hámarkshraðan- um á þessum stað. Reyni þessi ætt- ingi Víkverja að fylgja hámarks- hraðanum hefur hann oftar en ekki fengið illt auga. Aldrei hefur hann rekist á að lögregla væri þarna að mæla hraðann. Vestur A Á9843 r 72 ♦ 83 * ÁG42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.