Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 59 FÓLK í FRÉTTUM Landsmót hagyrðinga fer fram í kvöld Af hagyröing’um og galdrakonum ✓ I Hávamálum er að fínna ráð um það hvernig best sé að haga sér í veislum. Það er við hæfi að lesa þau fyrir kvöldið. Birgir Örn — —— 7 ———— 1 —— Steinarsson spjallaði við Olínu Þorvarðardóttur um landsmót hagyrðinga þar sem viðhlæjendur og vinir mætast. SU LIST að kunna að skemmta sér og öðrum hefur ávallt verið mikil- væg í íslenskri menningu á meðan aðrar, eins og að „höggva mann og annan“ hafa orðið óvinsælli. Ein mesta hetja íslendingasagnanna, Egill Skallagrímsson, byrjaði afar snemma að láta mjöðinn og skálda- gyðjuna leika um sig. Þó svo að við séum afar stolt af honum í dag vilj- um við líklegast ekki að börn okkar taki upp siði hetjunnar. I kvöld verður kafað ofan í menningar- og ljóðabrunna ís- lendinga í Akogeshúsinu við Sóltún 3, í Reykjavík, þar sem landsmót hagyrðinga fer fram. Þar koma saman allir helstu hagyrðingar landsins til þess að sýna sig, sjá aðra og kveðast á. Húsið verður opnar kl. 19.30 og þar verður skemmtun fram eftir kvöldi að hætti forfeðra okkar. Kuklarinn Ólína ,Á landsmót hagyrðinga er smal- að saman hagyrðingum frá öllum landshlutum," segir Ólína Þorvarð- ardóttir mótsstjóri. „Við köllum Úr myndasafni Sigurðar Sigurðarsonar. Hin göldrdtta og margslungna Bjargey Arndrsddttir. þetta landsliðið, ekki það að þeir séu alltaf að keppa heima í héraði. Þetta er það hagyrðingamót sem hvað flestir reyna að komast á, upp á það að hitta menn sem þeir sjá sjaldan úr öðrum landsfjórðungum. Þetta er svona alþingi hagyrðinga." Það má því eiginlega segja að þarna sé á ferðinni eins konar árs- hátíð þeirra sem kunna að botna fyrri parta og kasta fram sínum eigin stökum. Blaðamaður hafði heyrt þær sögusagnir að Ólína væri kölluð „galdrakona“ af félögum sínum í Kvæðamannafélaginu. „Já, þeir grínast með þetta, félagar mínir. Ég fékk vísu frá Andrési Valberg um daginn þegar ég varði doktorsritgerð mína um brennuöldina: Olína við kukl er kennd, kæn er mjög í ráðum. Ætli hún verði ekki brennd, einhverntímann bráðum. Við erum tvær kallaðar „galdra- konur“ í kvæðamannafélaginu. Bjargey Arnórsdóttir, vegna þess hve hún er magnaður hagyrðingur og ég vegna þess annars vegar að ég er náttúrulega hagyrðingur og kveð eins og Galdra Manga gerði og er svo með þetta sérsvið sem er brennuöldin og galdramálin á Is- landi. Kveðskapurinn er svoldið viðloðandi galdrakonur." Þegar kveðjast skal á jafn hressilega og gert verður í kvöld er Úr myndasafni Sigurðar Sigurðarsonar. Hagyrðingurinn Jói í Stapa. stinga fingri nauðsynlegt á koma sér í rétta veiðiskapið til þess að fanga rétta andann. „Þegar menn eru orðnir heitir og komnir í gang, nokkrir búnir að gefa tóninn og kasta fram góðum vísum, þá líður ekki að löngu fyrr en aðrir verða virkir. Það hefur oft myndast mikil glaðværð og mikill neisti á þessum mótum. Menn fá nú oft forgjöf og eru kannski undir- búnir með yrkisefni og annað. Þeir fara svona hægt og rólega af stað með það sem þeir eru búnir að yrkja áður en þeir koma, en svo líð- ur yfirleitt ekki að löngu áður en þeir eru farnir að fleygja vísum sem verða bara til á staðnum. Það er eins með hagyrðingamót og íþróttamót, þú kemur ekki kaldur inn á það.“ Sérstök yrkisefni kvöldsins verða „menningarborgin“, „valkyijur á valda- stólum“ og „Seltjam- arnesið og sundin blá“. Á þessu landsmóti, sem verður það tólfta í röðinni, verður gerð tilraun til þess að blása lífi í allsérstæða „íþrótt“ er kallast „dúllið". Þátttakend- ur eru víst ekki margir hér á landi enda líklegast ekki á allra manna færi að ,, stunda það. „Gvendur dúllari hét maður sem var uppi undir lok síðustu aldar og hann framdi undarlega tónlist sem ég í rauninni veit ekki hvort hann fann upp eða hafði lært einhvers staðar. Hann framkallaði hljóð með því að í eyrað og einhvern veginn skrollaði tungan uppi í hon- um svo hljóðið varð eins og í ólg- andi vatni undir lækjarbökkum. Sigurður Sigurðarsson hefur verið að æfa sig í þessari tónmennt og ég hef grun um að hann muni flytja T nokkur tóndæmi," segir Ólína með tilhlökkunartón. Allir sem yndi hafa af vísum eiga því erindi á þessa samkomu og geta allir látið að sér kveða. Gestir eru hvattir til þess að kynna sig með vísum og flytja nýjar vísur sínar gerðar á staðnum eða áður óbirtar. Fyrripartar verða á aðgöngumið- um og verða bestu botnarnir lesnir upp. Auk allra orðabræðinganna verður að sjálfsögðu boðið upp á hlaðborð og harmonikkuleik. FORVITNILEG TÓNLIST Krossfiskur á rafsundi Starfish Pool Rituals for the Dying U-cover Recordings / Lowlands 1999 TEKNÓBELGURINN Koen Lyba- ert hefur svamlað um gróskumikla þörungaflóru rafdjúpanna frá því árið 1994 undir nafninu Starfish Pool meðfram því að reka sín eigin útgáfufyrirtæki, Silver Recordings og síðar U-Cover Records. Á þess- um tíma hefur hann þróast ört frá teknó / tráns busli yfir í grófari og andrúmsfyllri stemmningar. Sjálfur segir hann þróunina helst felast í því að hann hafi lært að gefa skít í málamiðlanir og að hunsa þær takmarkanir og afarkosti sem mark- aðurinn og stór útgáfufyrirtæki eiga til að setja listafólki. Lybaert segir þessa hugarfarsbreytingu hafa gert það að verkum að um leið og tónhst hans varð síður aðgengileg áheyrn- ar fyrir fjöldann, hafi hún sífellt færst nær því að vera samkvæm hans eigin duttlungum. Á geisladiskinum Rituals for the Dying má segja að Lybaert hafi rif- ið sig úr teknóskýlunni og svamli á öllu minímalískari klæðum en á þeim ellefu breiðskífum sem hann sendi frá sér þar á undan. Áhrif frá fiskum eins og Phillip Glass og Steve Reich umlykja tónlistina á diskinum en teknóhákarlarnir eru aftur á móti minna áberandi. „Þúmp tish, þúmp tish“ taktana skildi Lybaert sem sagt eftir á laugar- bakkanum. Svo ég haldi mig nú við sund og sjávarlíkingarnar, þá ber að geta þess að þó tónlistin á Rituals for the Dying sé fljótandi þá er hún líka mjög taktföst á köflum. Takt- fastir rafskruðningar geta verið mjúkir og hlýlegir alveg eins og sykursætustu melódíur og Lybaert hefur einstakt lag á því. Kannski vegna þess að honum þykir svo vænt um fyrirbærið tónlist. Svo mikið reyndar að fjölskylda hans sér ekki mikið meira af honum en póstburðarmanninum því hann eyð- ir öllum sínum stundum í hljóðver- inu sínu. Eins og við hin þarf hann að gera sér að góðu nirfilslega skömmtuðum 24 tíma sólarhrings- ins. „Ef maður vill koma einhverju í verk þá verðm- maður einfaldlega að Nœturqadmt sími 587 6080 í kvöld leika fyrir dansi Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. Húsið opnað kl. 22.00 (Ath. opið sunnudagskvöld ) i gera það sem þarf að gera hvað sem það kostar,“ sagði Lybaert einfald- lega í viðtali við netritið Effigy fyrir nokkru. „Ef maður eyðir tíma í að tala eða hugsa um það sem maður ætti að vera að gera eða langar til að gera, þá fyrst fer maður að gera mistök. Én ef maður gengur hreint til verks þá getur manni ekki mis- tekist." Það er óhætt að segja að Lybaert veiji tíma sínum vel því frá því Rituals for the Dying kom út í fyrra hefur hann gefið út eða komið nálægt um sjö plötum af ýmsum stærðum og gerðum auk þess að krulla saman með ýmsum lista- mönnum. Hann hefur nefnilega un- un af því að býtta á hljóðum eins og frímerkjum og kanna möguleikana á samruna þeirra út í hið óendanlega. Meðal frímerkjavina Lybaerts eru til dæmis Plastikman, Mark Broom, Psychick Warriors Ov Gaia, Llips og fleiri góðir menn, konur og fisk- ar. Nýjasta afrek Starfish Pool er tólf tommu skífan Chapter Blue sem er fyrsti kaflinn af fimm í seríu hans Illusion of Move og munu hinir kafl- amir fjórir einnig verða lit-tengdir. í rauða kaflanum sem er næstur og væntanlegur út í september, er ástríðan viðfangsefni Lybaert á meðan myrkur og melankóla svífur yfir vötnum þess bláa. Sú bláa kom reyndar við á fóninum nýverið og er melankólað því miður heldur gos- laust „þúmp tish“ miðað við hinn margbreytilega Rituals for the Dy- ing disk. Það er þó aldrei að vita hverju við skal búast af hinum köfl- unum fjórum eins og Lybaert sann- aði á nýútkominni safnplötu með endurgerðum af verkum Goem, Extensie sem kom út fyrr á árinu. Þar tekst honum að hrista í einn seyð urrandi taktmynstrum sem skírskota bæði í teknódeildina og þá drynjandi, suðandi sem ekki er eins auðvelt að höndla og greina frá há- vaðanum í púströri jeppans fyrir ut- an eða í flugvélinni sem skríður fyr- ir ofan borgina. Þessi náttúrulegi, óumflýjanlegi hávaði sem sumum okkar þykir svo vænt um. Það hefur margt vatnið runnið til sjávar á ferli Starfish Pool en við hin getum að minnsta kosti omað okkur við tilhugsunina um að Koen Lybaert er syngjandi sáttur við að hafa aldrei setið í sama pollinum lengur en honum líður vel með og það ættum við hin ekki að gera heldur. Kristín Björk Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.