Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningur milli iðnaðarráðuneytisins, Byggðastofnunar og Háskólans á Akureyri Byggðarannsóknastofnun stofnuð við Háskólann SAMNINGUR um Byggðarannsóknastofnun ís- lands var undirritaður í Strýtu, skála Vetrar- íþróttamiðstöðvar Islands í Hlíðarfjalli, í gær, en að honum standa iðnaðarráðuneytið, Byggða- stofnun og Háskólinn á Akureyri en aðsetur stofn- unarinnar verður í háskólanum. Porsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Ak- ureyri, sagði markmið Byggðarannsóknastofnun- ar vera að teysta þekkingu á búsetu- og byggða- málum, einkum hvað varðaði þróun efnahags- og atvinnumála, búsetu- og menningarþátta, mennta- og heilbrigðismála og samgangna á íslandi. Þá muni stofnuninni verða ætlað að sinna saman- burðarrannsóknum við nálæg lönd. „í þessu sam- bandi tel ég mikilvægt að hin nýja stofnun geri rannsóknir á eiginleikum þekkingarþjóðfélagsins og hvemig landsbyggðin geti orðið virkari þátt- takandi í uppbyggingu þess,“ sagði Þorsteinn. ... að byggðastefna sé einhver séríslenskur átthagaíjötur Hann gat þess að sérfræðingar Háskólans á Ak- ureyri hefðu þegar unnið verkefni á þessu sviði og væru þau góður undirbúningur til að markmiðin næðust. Einnig nefndi rektor að fyrir umræðuna á íslandi væri mikilvægt að taka mið af þeirri byggðastefnu sem rekin væri í nágrannalöndum okkar. Stundum ber svo við í þjóðmálaumræðunni í sumum fjölmiðlum höfuðborgarinnar að byggða- stefna sé einhver séríslenskur átthagafjötur sem hvergi tíðkist annars staðar á byggðu bóli. Þeir sem kynnt hafa sér þessi mál erlendis vita hins Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Kristinn H. Gunnars- son, formaður stjómar Byggðastofnunar, und- irrita samning um stofnun Byggðarannsókna- stofnunar íslands við Háskólann á Akureyri, en samningurinn var undirritaður í skiðaskál- anum Strýtu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. vegar að stjórnvöld í öllum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við reka mjög umfangs- mikla byggðastefnu þar sem faglega er tekið á málum, m.a. á grundvelli rannsókna og að miklu er kostað til að að árangur geti náðst. Það er ósk mín að Byggðarannsóknastofnun megi vaxa og dafna og eflt þann gmnn sem fyrir hendi þarf að vera í landinu til að rannsóknir á þessum viðfangs- efnum megi blómstra og þjóðmálaumræðan um byggðamál stígi upp úr þeirri lágkúru sem því miður hefur einkennt hana of lengi,“ sagði Þor- steinn. Sótt verður um 11 milljóna króna fjárveitingu til stofnunarinnar fyrir árið 2001 og er gert ráð fyrir að ráðinn verði að henni forstöðumaður. Þá er einnig gert ráð fyrir að samstarf verði með hinni nýju stofnun og þróunarsviði Byggðastofnunar. Mikilvægt að afla sér þekkingar Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptar- áðherra sagði ánægjulegt að taka þátt í að koma hinni nýju stofnun á fót og væru miklar vonir bundnar við að þær rannsóknir sem þar yrðu unn- ar yrðu árangursríkar, en markmið þeirra sem að byggðamálum ynnu væri að draga úr þeim mikla fólksflótta af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæð- isins sem verið hefði síðustu ár. Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, sag$. miklu skipta að skapa þekkingu á því vandámáli sem miklir flutningar af landsbyggð til höfuðbórgar sköpuðu og að leitað væri orsaka vandans. „Það er mikilvægt að við öfl- um okkur þekkingar á þessu til að hægt sé að leggja fram raunhæfar tillögur um úrbætur," sagði Kristinn en hann vonaðist til að með rann- sóknum á vegum hinnar nýju stofnunar mætti inn- an fárra ára skapa þekkingu sem skilaði sér í betri árangri í byggðamálum en fram til þessa. Smygl á 5.000 e-töflum Annar mað- ur hand- tekinn TÆPLEGA þrítugur karlmaður var handtekinn í Reykjavík í fyrradag grunaður um að tengjast innflutningi á um 5.000 e-töflum. Þann 24. júlí sl. var karlmaður á fertugsaldri handtekinn á Kefla- víkurflugvelli en tollgæslan á Keílavíkurfiugvelli fann 5.000 e- töflur í farangri mannsins. Miðað við verðkönnun SÁÁ nam verð- mæti taflanna um 15 milljónum króna. Smyglið er eitt hið umfangs- mesta sem um getur hér á landi. Fjórir sóttu um stöðu dómara UMSÓKNARFRESTUR um stöðu dómara í Hæstarétti íslands rann út 24. ágúst sl. en Arnljótur Björnsson hæstaréttardómari læt- ur af störfum um næstu mánaða- mót. Fjórar umsóknir bárust og eru umsækjendur sem hér segir: Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri, Ingi- björg Benediktsdóttir héraðsdóm- ari, Olöf Pétursdóttir dómstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdóm- ari. fslensk kona kemur í fyrsta skipti til landsins Heldur upp á,75 ára afmæli sitt á Islandi Morgunblaðið/Jim Smart Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður títvarpsráðs, og Björn Bjamason menntamálaráðherra. Húsnæði Sjónvarpsins við Efstaleiti opnað Morgunblaðið/Jim Smart Lovísa Guðrún Weiss er hæstánægð með móttökurnar á íslandi. SJÓNVARPIÐ hefur nú formlega hafíð starfsemi í húsakynnum Rík- isútvarpsins við Efstaleiti, en í gær opnaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra húsnæði Sjónvarpsins þar, við hátíðlega at- höfn. Var starfsfólk Sjónvarpsins boð- ið velkomið, en auk menntamála- ráðherra fluttu Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, Bob Collins, útvarps- stjóri írska ríkisútvarpsins R.T.E., og Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, ávörp. LOVÍSA Guðrún Weiss, alíslensk kona, heldur upp á 75 ára afmæli sitt í Reykjavík í dag í stórum hópi vina og ættingja. Það teldist kannski ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að htín er hér í fyrsta skipti á ævinni. Lovísa, sem er hjtíkrunarfræð- ingur að mennt, ólst upp í San Fransisco og býr þar enn en dvel- ur í La Paz í Mexíkó yfir vetrar- mánuðina. Foreldrar hennar, Fil- ippus Filippusson og Helga Sigurjónsdóttir, kynntust vestra. Sigurjón Ólafsson, faðir Helgu, fluttist til Kanada með fjölskyldu sína um 1911. Um sama leyti flutt- ist Filippus, ásamt bróður sínum Guðmundi, vestur um haf. Kann nokkur íslensk lög Þótt Lovísa hafi ekki talað ís- lensku í rtím sextíu ár kann htín enn nokkur orð í íslensku. „Ég kann nokkur íslensk lög. Ólafur reið með björgum fram, Gamli Nói, Bf bí og blaka, Stóð óg úti í tunglsljósi, svo nokkur séu nefnd. Fólk hérna verður almennt stein- hissa þegar það kemst að þessu,“ segir hún brosandi. Hún segir það hafa háð íslensku- kunnáttu sinnj að enska var töluð á heimilinu. „Islenski hreimurinn var svo sterkur hjá föður mínum að móðir mfn skipaði honum að tala alltaf ensku heima, til að bæta tír því. En þegar við hittum ís- lenska vini okkar var móðurmálið auðvitað notað,“ segir Lovfsa. Guðbrandur Gíslason, frændi Lovfsu, hafði uppi á henni í fyrra og náði sambandi við hana f gegn- um Netið. Þau eru skyld í annan lið; eiga sameiginlega ömmu. Guðbrandur kom f heimsókn til hennar f kjölfarið og þau ákváðu f sameiningu að htín skyldi heim- sækja ættjörðina. „Það fór strax vel á með okkur, enda er skopskyn okkar mjög svipáð," segir Lovfsa. Lovfsa Guðrtín kom til landsins fyrir þremur vikum og hefur ferð- ast vítt og breitt um landið. Hún segist vera afar hrifin af landinu og hvarvetna hafa fengið einstak- lega hlýjar móttökur. Htín þver- tekur fyrir að vera þreytt eftir þessi miklu ferðalög. „Nei, auð- vitað ekki, ég er íslensk!" segir hún og hlær. „Við vorum á Stykk- ishólmi í gær [fyrradag] og þar tók kona á móti okkur eins og við værum fjölskylda hennar. Bauð okkur inn f stofu og gaf okkur kaffi og vöfflur með rjóma. Það var yndislegt," segir Lovfsa Guð- rtín. Eiginmaður Lovfsu Guðrtínar var dr. Robert Otto Weiss, prófess- or f germönskum fræðum og sam- anburðarbókmenntum við Stan- ford-háskóla. Hann lést 29. janúar 1999. „Hann fæddist í Berlfn í Þýskalandi og komst til Banda- ríkjanna árið 1938 þar sem systir hans bjó í New York. Hann fór svo til Ktíbu og bjó þar í 22 mánuði, til að geta flutt til Bandarfkjanna sem innfiytjandi þaðan. Þetta var fyrir valdatfð Castros,“ segir Lov- fsa Guðrún. Var viðfangsefni myndhöggvara Þegar Lovísa var fimm eða sex ára var htín stödd heima hjá kunnum myndhöggvara í San Fransisco, að leika sér við köttinn hans á gólfinu. „Allt í einu hrópaði hann: „Stattu upp!“ Ég varð dauð- hrædd en gerði eins og hann sagði. „Togaðu kjólinn upp fyrir hné!“ skipaði hann mér. Ég hlýddi. „Bara hnén, ég vil bara sjá hnén,“ sagði hann þá. Og þannig vildi það til að hnén á mér eru höggvin í stein fyrir framan verðbréfahöll- ina í San Fransisco," segir Lovísa Guðrtín Weiss. 1881 km Fjórir dagar á þjóðveginum með Páli Stefánssyni Ijósmyndara Ný Ijósmyndabók frá Páli Stefánssyni með stórfenglegu landslagi, birtu og lífi viö þjóðveginn. . iceiana IRmMv Síöumúla 6 • 108 Reykjavík • lceland Tel: 550 3000 • Fax: 550 3033 • icelandöicenews.is • www.icenews.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.