Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARD AGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ f- FRÉTTIR Ljósmynd/Jón Geir Pétursson Guðni Ágúsisson landbúnaðarráðherra opnar ljósmyndasýningu á aðalfundi Skógræktarfélags íslands sem haldinn er á Akureyri. Honum til aðstoðar er Magnús Jóhannesson, formaður félagsins. Til hliðar eru þeir Sig- urður Blöndal og Gísli Gestsson sem eiga myndir á sýningunni. Landbúnaðarráðherra á aðalfundi Skógræktarfélagsins Skógræktarfélög hefðu til umráða ríkisjörð í hverjum landsfjórðungi Guðlaugur Þór Þórðarson um minnisblað borgarlögmanns Engin synda- aflausn fyrir Alfreð AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Islands hófst á Akureyri í gær, fóstu- dag en fundurinn stendur yflr um helgina í Hólum, sal Menntaskólans á Akureyri. Fjölmörg mál eru á dagskrá fund- arins og þá voru flutt erindi. Félagið fagnar á þessu ári 70 ára afmæli sínu og nokkur skógræktarfélög hafa einnig átt merkisafmæli á árinu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagði í ávarpi sínu við setningu fundarins að hann hefði áður látið í ljós þann vilja að skógræktarfélögum í landinu yrði gefinn kostur á ríkis- jörðum til skógræktar. „Sá vilji minn er óbreyttur. Nú er það svo að nær allar ríkisjarðir eru á einn eða annan máta bundnar samningum. Þeir hafa sitt upphaf og jafnframt endi og þá er hægt að taka ráðstöfun viðkomandi jarðar til skoðunar," sagði Guðni „í mínu huga væri ekki úr vegi að miða við að skógræktarfélögin ættu eða hefðu til umráða jörð í hverjum landsfjórðungi. í ljósi þessa er mik- ilsvert að fyrir liggi ósídr skógrækt- armanna um ákveðnar jarðir, land- svæði eða spildur, svo auðveldara sé að verða við væntingum þeirra," sagði landbúnaðarráðherra. Lj ósmy ndasýning opnuð Við setningu fundarins fluttu einn- ig ávörp þeir Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélag íslands, Vignir Sveinsson, formaður Skóg- ræktarfélags Eyfirðingar og Jón Loftsson skógræktarstjóri. Á fundin- um var gerð grein fyrir landgræðslu- skógaverkefninu og þá voru flutt ým- is fræðsluerindi, m.a um fræöflun og notkun á réttu erfðaefni, um fræ- og skógarplöntuframleiðslu, um breytt viðhorf í skógrækt og um fyrirkomu- lag fræmála í Noregi. Einnig var fjallað um runna og tré í skógum og fluttur fyrirlestur um svepparót. Á aðalfundinum í gær var form- lega opnuð ljósmyndasýning þar sem annars vegar voru sýndar myndir sem Sigurður Blöndal hefur tekið á fyrri aðalfundum eða á tímabilinu 1956-1998 og hins vegar myndir sem Kristján Flensborg tók í Hallorms- staðaskógi árið 1903 og myndir Gísla Gestssonar teknar frá sama sjónar- homi nú sumarið 2000. Landbúnað- arráðherra opnaði sýninguna form- lega og naut við það aðstoðar þeirra Sigurðar og Gísla. Tillögur verða lagðar fram og kynntar á fundinum í dag og unnið í nefndum, en eftir hádegi verður farin skoðunarferð í Vaðlaskóg, Melgerð- ismela, að Hálsi og í Grundarreit, en um kvöldið verður kvöldverður og kvöldvaka á vegum Skógræktarfé- lags Eyjafjarðar í íþróttahöllinni. Aðalfundinum lýkur á morgun, sunnudag. GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Alfreð Þorsteinsson, borg- arfulltrúi og stjórnarformaður Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur og Línu.Nets, geti ekki sótt sér synda- aflausn varðandi afskipti sín af við- skiptum Línu.Nets við borgarsjóð í minnisblað það sem borgarlögmað- ur hefur tekið saman um málið og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Siðferðilega hafi Alfreð kol- fallið á prófinu auk þess sem hann hafi brotið gegn samþykktum Inn- kaupastofnunar með þátttöku í af- greiðslunni. Loks séu sérreglur sveitarstjómarlaganna um hæfi sveitarstjórnarmanna til komnar vegna fámennari sveitarfélaga en Reykjavík hafi gert strangari kröfur til þessa. Guðlaugur hefur lýst því yfir að hann hyggist leita álits borgarlög- manns á lögmæti þess að Alfreð hafi tekið þátt í afgreiðslu viðskipta Línu.Nets við borgarsjóð um upp- byggingu ljósleiðarakerfis fyrir grunnskóla borgarinnar þrátt fyrir að vera stjórnarformaður fyrirtæk- isins og stjórnarformaður Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborg- ar. Fræðsluráð hefur ákveðið að fjalla um málið á næsta fundi sínum en Guðlaugur kvaðst ekki ætla að eiga neitt undir afgreiðslu fræðslu- ráðs á málinu heldur beina sjálfur spurningum til borgarlögmanns. Borgarlögmaður hefur enn ekki fengið erindið í hendur. „Þetta minnisblað borgarlög- manns til Alfreðs er ekki nein syndaaflausn fyrir hann því siðferði- lega kolféll hann á prófinu," sagði Guðlaugur Þór. „Hann situr þarna inni beggja vegna borðsins; er að ræða viðskipti borgarinnar við Línu.Net og er stjórnarformaður Línu.Nets og stjómarformaður Inn- kaupastofnunar. Það sér það hver maður að þetta er vægast sagt mjög óeðlilegt að menn geti setið svona beggja vegna borðsins, og raunar allt í kringum það, í skjóli fjármagns almennings. Alfreð gekk eins langt og hægt var, tók þátt í afgreiðslu málsins og bókaði sérstaklega að fyrirtæki hans væri eina fyrirtækið sem gæti sinnt þessu verkefni." Guðlaugur sagði að auk þessa ætl- aði hann að fara fram á álit borgar- lögmanns á því hvort Alfreð hefði gerst brotlegur við grein 3.5. í sam- þykkt fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkur. Þar segi að stjórnar- menn skuli víkja af fundum þegar rædd eru eða afgreidd viðskipti við fyrirtæki eða stofnanir sem stjóm- armenn eiga hlutdeild í eða gæta hagsmuna íyrir. Sérreglur fyrir litlu sveitarfélögin Einnig sagði hann málflutning Al- freðs um að hann hefði ekki gerst brotlegur við ákvæði stjórnsýslu- laga nýstárlegan hvað varðar stjórnsýslu borgarinnar. „Varðandi stjórnsýslulögin þekkja allir að þar gilda miklu vægari reglur fyrir sveitarstjórnarmenn en aðra opin- bera aðila. Ástæðan fyrir því er sú, að þegar lögin vom samin varð að taka mið af minni sveitarfélögum. Það kemur fram í greinargerðinni. Þar segir: „Vegna fámennis í sum- um af sveitarfélögunum þykir ekki fært að gera eins strangar kröfur til þeirra sem starfa við stjómsýslu sveitarfélaga og gert er í 2. kafla lag- anna. Verði sveitarfélögum fækkað í framtíðinni og þau stækkuð eins og stefnt er að ætti þessi undantekning að verða óþörf.“ Spurning mín til borgarlögmanns er þessi: „Getur Al- freð skýlt sér á bak við þessa hluti?“ Stjórnsýslan í borginni hefur verið framkvæmd miklu strangar og í raun í samræmi við stjórnsýslulögin fram til þessa enda væri það óeðli- legt ef Reykjavíkurborg setti sér ekki sambærilega staðla og ríkið í þessum efnum. Ef Alfreð getur skýlt sér á bak við þetta þá geta sömuleið- is starfsmennimir gert það líka og þá geta þeir komið að máli þótt þeir séu viðskiptatengdir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðalfundur Skógræktarfélags fslands stendur yfír á Akureyri um helgina Fimm viðurkenningar fyr ir stuðning við skógrækt Magnús Jóhannesson formaður stjórnar Skógræktarfélags Islands, Karl Eiríksson, forstjóri Bræðranna Ormsson, Stefán Pálsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, Benedikt Ingi Elísson, forstöðumaður Eimskips á Akureyri, Páll Samúelsson, sljórnarformaður Toyota-umboðsins, og Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Matbæjar, með viðurkenn- ingar sem Guðni Ájgústsson landbúnaðarráðherra afhenti á aðalfundi Skógræktarfélags Islands sem haldinn er að Hólum, sal Menntaskólans. FIMM fyrirtæki, stofnanir og sjóðir hlutu viðurkenningu fyrir öflugan stuðning við skógrækt á íslandi en þær vora veittar á aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands sem nú stend- ur yfir á Akureyri. Magnús Jóhann- esson, formaður félagsins, gerði grein fyrir viðurkenningunum en Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra afhenti þær. Karl Eiríksson forstjóri tók við viðurkenningu félagsins fyrir hönd Bræðranna Ormsson, en fyrirtækið hefur stutt Landgræðsluskóga verulega. Á áranum 1990-1995 lagði fyrirtækið og Becks-umboðið til stuðning til skógræktar á svæði vestan Þingvallavatns, einnig var stutt við útgáfustarfsemi og þá færði fyrirtækið félaginu veglega gjöf í tilefni af 70 ára afmæli þess. Vilyrði hefur og fengist fyrir áfram- haldandi stuðningi Bræðranna Ormsson við Skógræktarfélag ís- lands. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, tók við viðurkenningu fyrir hönd bankans, en fram kom í máli Magnúsar að bankinn hefði dyggilega stutt félagið síðustu 5 ár, m.a. fræðslu- og útgáfumál. Þá lagði hann sitt af mörkum til að gera hug- myndina að Aldamótaskógum að veraleika, gaf m.a. allar plöntur í skógana, eina fyrir hvern núlifandi fslending. Benedikt Ingi Elísson, forstöðu- maður Eimskips á Akureyri, tók við viðurkenningu fyrir hönd Eim- skipafélags íslands, en Magnús sagði að félagið hefði með höfðing- legu framlagi sínu 1989 átt mestan þátt í að hleypa Landgræðsluskóga- verkefninu af stokkunum. „Það verkefni braut blað í íslenskri skóg- rækt, en þar vora sameinaðar að- ferðir skógræktar og landgræðslu við ræktun hálfgróins og illa gróins lands,“ sagði Magnús, en frá þess- um tíma hafa verið gróðursettar lið- lega 11 milljón trjáplöntur víða um land og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Eimskip hefur ákveðið að styrkja Skógræktarfélag íslands myndarlega í tilefni af 70 ára afmæli þess og 10 ára afmæli Landgræðslu- skógaverkefnisins, sem gerir kleift að halda verkefninu áfram. Fjórða viðurkenningin var veitt Toyota-umboðinu, Páli Samúelssyni ehf. og tók Páll Samúelsson stjórn- arformaður við henni. Samstarf fyr- irtækisins og skógræktarfélagsins hófst fyrir 10 áram þegar hleypt var af stokkunum sérstökum Toyota- skógum á fjórum stöðum á landinu en gríðarmargir tóku þátt í því verkefni, eigendur Toyota-bifreiða. Þá gat Magnús þess að fyrirtækið hefði lagt félaginu til bifreið til af- nota yfir annatímann á sumrin og væri það ómetanlegur stuðningur og á afmælisári hefði fyrirtækið af- hent félaginu að gjöf nýjan sérút- búinn jeppa. Loks veitti Skógræktarfélag ís- lands Umhverfissjóði verslunarinn- ar viðurkenningu og tók Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Mat- bæjar, við henni. Magnús sagði að sjóðurinn hefði lengi verið einn öfl- ugasti styrktarsjóður skógræktar- félaganna og skipti það fé sem þeg- ar hefði verið afhent úr sjóðnum milljónatugum. Peningarnir hefðu nýst félögunum til margvíslegra verkefna, m.a. til að auka aðgengi almennings að skógræktarsvæðum og bæta aðstöðu þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.