Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 22
gs f)00£T8UOA. .fKHIJOAClJlA.OU/ul 22 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hægl að tengjast Net- inu um rafdreifíkerfí Wilke getur borið 4.100 tonn og ganghraði þess er 13,5 hnútar. Atlantsskip bætir þjónustu í Amerfkuflutningum RAFLÍNA Línu.Nets hf. var form- lega tekin í notkun í Ráðhúsi Reykja- víkur í gær. Það með er í fyrsta skipti hægt að tengjast Netinu hér á landi í gegnum rafdreifíkerfi í stað símkerf- is. Raflína Línu.Nets gefur notendum kost á sítengingu við Netið án inn- hringingar og símgjöld greiðast þá ekki fyrir notkun. Tvær tölvur eru tengdar við Raflínu Línu.Nets í Ráð- húsi Reykjavíkur, en einnig fara próf- anir fram hjá um 20 notendum í Öskjuhlíðarhverfi og í fjölbýlishúsi í Álfheimum og eru tengingar í sam- starfi við Islandia Intemet ehf. Svissneska fyrirtækið Ascom er framleiðandi þess tæknibúnaðar sem notaður er til tengingar við Netið í gegnum Raflínu Línu.Nets. Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Línu.- Nets hf., segir að fyrirtækið sé eitt af mörgum í Evrópu sem hafi gert AFKOMA norska fyrirtækisins Elk- em á fyrri hluta ársins var jákvæð um 553 milljónir norskra króna fyrir skatt eða um 5 milljarða íslenskra króna. Elkem er meirihlutaeigandi ís- lenska járnblendifélagsins. Hagnaðurinn á sama tíma á síð- samning við Ascom um notkun og frekari þróun þessarar tækni. Hann segir að með því að nýta rafdreifi- kerfið til gagna- og talflutninga opnist ný tækifæri fyrir þá sem séu að veita þjónustu í gegnum Netið. Tenging í gegnum rafdreifikerfið sé sérlega fysilegur kostur þar sem fyrirliggj- andi kerfi Orkuveitunnar sé aðgengi- legt öllum á höfuðborgarsvæðinu og því þurfi ekki að leggja í dýrar fjár- festingar til að Raflína geti orðið að veruleika. Áætlað sé að kostnaður notenda verði töluvert lægri en hann er nú í gegnum símalínur. Eiríkur segir að endanleg ákvörð- un um frekari uppbyggingu Raflín- unnar verði tekin í nóvember á þessu ári og að væntanlega verði hægt að heija almennar tengingar við Netið í gegnum Raflínu Línu.Nets um mitt næsta ár. asta ári nam 704 milljónum norskra króna, að því er fram kemur í Dag- ens Næringsliv. Afkoman nú er í samræmi við spar sérfræðinga á verðbréfamarkaði. Forsvarsmenn fyrirtækisins reikna áfram með föstu verði á áli þar sem eftirspum er stöðug. ATLANTSSKIP hafa gert samning við Dixie Box and Crating sem sér- hæfir sig í að pakka og sjóbúa safnsendingar til útflutnings. Vöru- húsið er staðsett í Norfolk í Virg- iníu-fylki nálægt hafnaraðstöðu Atlantsskipa. Einnig geta Atlants- skip nú safnað lausavöru í vöruhúsi Ice Express á Long Island í New York. Þá hafa Atlantsskip gert sam- starfsamning við Fraktlausnir um afgreiðslu lausavöru. Smávörusend- ingar frá Bandaríkjunum verða nú afgreiddar úr glæsilegu 300 fm vöruhúsi Fraktlausna í Skútuvogi 12, Reykjavík. Þar verður einnig boðið upp á tollvörugeymslu, toll- afgreiðslu og heimkeyrslu ef þess er óskað. Geta afhent vöruna heim aö dyrum Að sögn Stefáns Kjæmesteds, framkvæmdastjóra Atlantsskipa, er verið að auka mjög þjónustu við við- skiptavini félagsins með þessum breytingum og þá ekki síst við þá sem flytja inn mat- og verslunar- vöm frá New York-svæðinu. Atlantsskip geti nú séð um allan flutning fyrir innflytjendur og af- hent þeim vörurnar heim að dyrum. Stefán segir að New York-svæðið sé mjög sterkt í innflutningi á matvöra og annarri neytendavöra og það sé því mjög mikilvægt að geta afgreitt vörarnar í Reykjavík í stað Njarð- NOKKRIR framinnheija íslands- banka-FBA hf. hafa keypt hluti í fé- laginu að nafnvirði ein milljón króna hver og samkvæmt tilkynningu frá bankanum er markmiðið með sölunni að tengja betur saman hagsmuni starfsmanna og hluthafa. Bankaráð ákvað á fundi sínum 15. ágúst síðast- liðinn að bjóða nokkrum stjómend- um í bankanum að kaupa hluti í fé- laginu fyrir allt að 1 milljón króna að víkur áður, því kostnaður við flutn- ing innanlands hafi verið hlutfalls- lega mjög hár í smærri sendingum og hafi gert félaginu erfitt um vik að keppa í flutningi á lausavöra. Atlantsskip hófu að sigla frá Norfolk fyrir tveimur áram og að sögn Stef- áns var í upphafi lögð mesta áhersl- an á að þjóna viðskiptavinum með heila gáma en ætlunin sé nú að auka þjónustuna enn frekar í lausavöra með því að vera með vörahús á tveimur stöðum í Bandaríkjunum og afgreiða hana í Reykjavík. ,AFKOMAN af vátryggingarstarf- semi VÍS er óviðunandi fyrstu sjö mánuði ársins,“ segir Axel Gísla- son, forstjóri Vátryggingafélags íslands hf, „en ég geri ráð fyrir að síðar á þessu ári og þegar kemur fram á næsta ár og áhrif iðgjalda- hækkananna koma fram þá eigi þetta eftir að batna.“ VÍS sendi frá sér fréttatilkynn- ingu í gær með upplýsingum um afkomu fyrstu sjö mánaða ársins, þ.e. til loka júlí. Þar kemur fram að hagnaður af starfsemi félagsins hafi verið 29 milljónir króna á þessu tímabili. Þar af var tap af vátryggingarekstri upp á 81 millj- nafnverði á kaupgengi miðað við lokagengi á verðbréfaþingi daginn áður, 14. ágúst, en lokagengið var þá 4,7.1 tilkynningunni kemur fram að unnið hefixr verið að frágangi kaup- samninga síðastliðna daga samhliða frágangi kaupréttaráætlunar sem greint var frá í fréttatilkynningu til verðbréfaþings 15. síðastliðinn, en réttaráhrif kaupsamninga miðast við þá dagsetningu. Atlantsskip siglir nú á tólf daga fresti frá Norfolk en vörur, sem safnað er í New York, verða fluttar landleiðina til Virginíu. í júlí síðastliðnum tók Atlantsskip á tímaleigu 234 gámaeiningaskip M/V Wilke. MW Wilke er nýlegt og glæsilegt gámaskip sem smíðað var í Hollandi árið 1994. Skipið getur bor- ið 4.100 tonn og þarf af 3.500 tonn í lausavöra, eins og til dæmis mjöl. Ganghraði Wilke er 13,5 hnútar og getur því siglingatíminn milli Njarð- víkur og Norfolk farið niður í 8 daga. ón króna en 109 milljóna króna hagnaður af fjármálarekstri. Eigin iðgjöld félagsins fyrstu sjö mánuði ársins námu 2.582 milljónum króna en eigin tjón 2.940 milljónum króna. Hreinn rekstrarkostnaður nam 648 milljónum króna og fjár- festingartekjur 916 milljónum. Bókfært eigið fé félagsins var 2.507 milljónir króna í lok júlí en var 2.600 milljónir króna um ára- mótin síðustu. Vátrygginaskuld nam 15.702 milljónum króna miðað við 13.711 milljónir um áramót og heildareignir vora 18.788 milljónir króna miðað við 17.600 milljónir um áramót. Nýr samn- ingur Delta og Pharma- Science um lyfjaþróun FULLTRÚAR Delta hf. og kanadíska lyfjafyrirtækisins PharmaScience undirrituðu í gær samning um aukið sam- starf um lyfjaþróun. Fyrir- tækin gerðu með sér sam- starfssamning síðastliðið vor um þróun og sölu á sýklalyfj- um og eru samstarfssamning- ar milli fyrirtækjanna nú alls þrír. Aætlanir Delta hf. gera ráð fyrir að verkefnin skili fyrirtækinu yfir 700 milljón- um í tekjur á næstu áram en frekari samstarfsverkefni eru fyrirhuguð og er í áætlunum miðað við að umsvif fyrirtæk- isins í þróunarstarfi tvöfaldist á næsta ári. Hinn nýi samningur Delta hf. og PharmaScience kveður á um útflutning á íslensku hugviti og þróunarstarfi. Lyf- in verða skráð í Kanada, lönd- um Evrópusambandsins og víðar. Róbert Wessman, framkvæmdastjóri Delta hf., segir að lykillinn að framtíð- arrekstri Delta séu þróunar- verkefni á borð við þau sem unnin séu í samstarfi við PharmaScience. ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Fornaströnd 12 - Seltjarnarnesi Opið hús frá kl. 14-16 Mikið endurnýjað og vel staösett 261 fm einbýlishús, haeð og kjallari, auk 26 fm bílskúrs. Aðalhæðin skiptist í sjónvarpshol, eldhús, stór- ar stofur með arni, sólstofu, 5-6 herb., þvottaherb. og baðherb. Kjall- ari undir hálfu húsinu og er auövelt að útbúa þar sér íbúð. Húsið er í góðu ástandi bæði hið innra sem ytra. Falleg ræktuð lóð. Áhv. húsbr. 3,1 millj. Verð 26,5 millj. Húsið verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 14-16 Verið velkomin. jjj (§) BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF Tilkynning um rafræna skráningu hluta í Búnaðarbanka íslands hf. Þann 28. ágúst 2000 verða hlutir í Búnaðarbanka íslands hf. teknir til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hluti þann dag. Skorað er á eigendur ofangreindra hluta, sem telja einhvem vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Búnaðarbanka íslands hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspum til hlutaskrár Búnaðarbanka íslands hf. að Austurstræti 5, 155 Reykjavík. Ennfremur er skorað áþá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hluta, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki). Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun, sem hefúr gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf., að hafa umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Búnaðarbanki íslands hf. Elkem með 5 milljarða í hagnað á fyrri hluta ársins Eignarhluti fruminnherja yr? rn a 11)11 Nafn innherja Staða Eignarhluti eftir viðskiptin 15. ág. Nafnverð Markaðsverð 25. ág. Lokagengi = 5,10 Bjarni Ármannsson forstjóri 72.292.060 368.689.506 Tómas Kristjánsson framkvæmdastjóri 31.685.095 161.593.985 Svanbjörn Thoroddsen framkvæmdastjóri 29.377.945 149.827.520 Erlendur Magnússon framkvæmdastjóri 17.380.765 88.641.902 Aðalsteinn E. Jónasson forstöðumaður 3.307.150 16.866.465 Þorgils Óttar Mathiesen forstöðumaður 2.615.051 13.336.760 Ásmundur Stefánsson framkvæmdastjóri 2.451.207 12.501.156 Guðmundur Kr. Tómass. framkvæmdastjóri 1.434.148 7.314.155 Valur Valsson forstjóri 1.417.042 7.226.914 Björn Björnsson framkvæmdastjóri 1.369.043 6.982.119 Hulda Styrmisdóttir aðstoðarm. forstjóra 1.307.620 6.668.862 Ása Magnúsdóttir forstöðumaður 1.201.220 6.126.222 Haukur Oddsson framkvæmdastjóri 1.169.043 5.962.119 Jón Þórisson framkvæmdastjóri 1.169.043 5.962.119 Tómas Ottó Hansson staðg. framkvæmdastj. 1.169.043 5.962.119 Fruminnherjar kaupa hlut í Islandsbanka-FBA Slök afkoma hjá VÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.