Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ljósmynd/Bjami Gríms Ljósmynd/Friðrik Öm CECREAM Gjöftil viðskiptavina APPARAT er tímarit sem GK- verslanirnar í Reykjavík gefa út og næsta eintak kom út í gærkvöldi. Tímaritið hefur komið út tvisvar áð- ur, og þá sem tískublað með áherslu á fötin í verslunum GK. „Nú er hins vegar ætlunin að gefa út fjögur tímarit á þessu ári og ekki leggja það út frá búðunum, heldur gera bara blað sem er menningar- legt og skemmtilegt," segir Oddur Þórisson ritstjóri Apparats. Flottar myndir „Við þematengjum blaðið al- gjörlega og í því verða engir fastir liðir. I þetta sinn er það helgað ungum íslenskum ljós- myndurum og hvað það verður í næsta blaði er óvitað, nema að það verður einhver skemmtileg gjöf GK til við- skiptavina sinna.“ Það er Kollgras fyrirtæki Odds sem gefur blaðið út. „Mig langaði að gera hundrað og átta síðna blað sem væri ekkert nema flottar myndir og setja saman alla þessa ungu ljósmyndara, og eftir einhver ár verður hægt að líta til baka og fá yfirlit um hvað var að gerast í ljós- myndun á þessum tíma.“ Oddur hefur reynt ýmislegt í út- gáfu tímarita og hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á því sviði. „Fólk dæmir gæði tímarita eftir því hversu mikill texti er í því og hversu fljótlesin þau eru. Hinsvegar er mjög afstætt hversu lengi þú getur verið að skoða eina mynd. Svona blað er aldrei að reyna að setja sig í flokk með tímaritum sem byggjast á viðtölum og efnismiklum greinum. Það er hreinlega alit annað mál.“ Til styrktar krabbameins- sjúkum börnum „Ljósmyndararnir eru allir ungir menn á aldrinum 20-30 ára og þeir sem fást mest við tísku- og auglýs- ingaljósmyndun á Islandi, og var þeim áskilið að viðfangsefni þeirra væri eitthvað sem þeim líkaði sér- staklega við. Og það kom mjög skemmtilega út. Við setjum líka upp ljósmyndasýningu með því að stækka 40 myndir úr blaðinu upp í metra sinnum og einn og hálfan og viljum selja stykkið á 25 þúsund kall og ætlum að gefa ágóðann til styrktar krabbameinssjúkum börn- um. Ef allar myndirnar seljast ætti það að ná einni milljón króna. Myndirnar eru prentaðar á gæða- pappír af Loftmyndum, og fyrir- tækið var svo rausnarlegt að gefa allar prentanirnar. Sýningin var opnuð í gærkvöldi á ganginum fyrir framan GK í Kringlunni, þar sem við héldum veislu og þá kom blaðið fonnlega út og verður í verslunum GK frá og með deginum í dag. Sýn- ingin stendur síðan til 3. septem- ber.“ Oddur segir verslunareigend- urna standa fyrir blaðaútgáfunni því þeim finnist það skemmtilegt. „Blaðið skilar ekki hagnaði. Það koma einhverjar auglýsingar upp í kostnað, og eigendurnir bera allan aukakostnað. Þau hafa smekk fyrir því að gera skemmtilega hluti, og sjá eitthvað flott verða að veruleika. Guggenheim-fjölskyldan byggði safn en það eru ekki bara myndir af Guggenheim-fjölskyldunni á safn- Ljósmynd/Ari Magg Ljósmynd/ Kiddi Ljósmynd/Beisi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.