Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 IflKl n ií MORGUNBLAÐIÐ m Hvað er tími? VISINDI l T jm ííífEÉ ístljiö áui® i • : : i v « R 'J s * n * s fi n n 3 3. U ( li 5 ® R K U '<i ílllllfllllll frtafsftsiuaírri n íi 1 í 11 k !Í 2 M £1 li 11 llil 4 S 3 l [B « <9 P 81 lí :* www.opinnhaskoli2000.hi.is Að undanförnu hafa gestir Vísindavefjarins meðal annars fræðst um Njálu, höfunda íslendingasagna, liti, strok katta, grimmd og gæsku hunda, mannfjölda á íslandi frá upphafi, orðafjölda í íslensku, snúnlng jarðar og aðdráttarafl, massa og þyngd Ijóseindar, nýtingu á orku jarðar, ísöld og líkur á henni, lögun eldfjalla, draugaverk, þriggja skelja leik, geymslu gagna á geisladiskum, líparít, tilkomu hafsins, hollustu franskbrauðs og heilhveitibrauðs, blóðfitu í eggjum, uppbót fyrir fisk í fæðu, mataræði og blóðflokka, liti á steinum, olíu í lögsögu íslands, Persaveldi, dramatúrg, Laó-tse, bunu úr krana, burðarbylgju, myrkur, strútsegg, or- sakir þyngdar, gerviþyngd, vatnshrút, örbylgjuofna, Kúbverja og Kúbani, heimsbókmenntir á íslensku, andefni, dagbækur, fyrstu töivuna, rafeindir, stefnu vatnshvirfla, stuðlaberg, þyngd lyftu, röndótt tannkrem, ryðmyndun í frosti, litarhátt Krists, bensínnotkun í fiugi, Ijósröfun og hljóðmúr. Svör á Vísindavefnum eru nú um 750 talsins, um allt milli himins og jarðar sem varðar vísindi og fræði með einhverjum hætti. Höfundaskrá hefur nú verið kom- ið fyrir á vefsetrinu og eru þar bæði tölvupóstföng höfunda og auk þess sögð nokkur deili á þeim. Hvað er tími? SVAR: Öll þekkjum við tímann og not- um hann á einn eða annan hátt. Við nýtum hann vel eða sóum hon- um (jafnvel drepum hann!), mæl- um hann með töluverðri nákvæmni og vísum til þessara mælinga með reglulegu millibili, og eftir- sóknarvert þykir að hafa nóg af honum. Þrátt fyrir þetta lendum við gjarnan í ýmsum flækjum þeg- ar við hugsum um tímann. Flest teljum við það augljóst að tíminn líði en fátt verður um svör ef við spyrjum „Hversu hratt líður tím- inn?“ Illa gengur að setja fram ná- kvæmar skilgreiningar á tímanum. Eitt vandamálið er að erfitt er að skilgreina tímann án þess að vísa á einhvem hátt til hans sjálfs í skilgreiningunni. Ef við segjum til dæmis að tíminn sé það sem leiðir okkur gegnum breytingar lendum við í vanda því illa gengur að skil- greina breytingar án vísunar til tíma eða hugtaka sem byggjast á honum (áður, seinna, fyrir, eftir, og svo framvegis). Líklega er spurningum um eðli tímans betur svarað með ýmsum lýsingum á honum en með beinum skilgrein- ingum (eða tilraunum til slíkra skilgreininga). Þegar spurt er um eðli tímans þarf m.a. að svara því hvort tíminn sé einungis eitthvað sem upplifanir okkar fela í sér eða hvort hann sé til óháð þeim. Því hefur til dæmis verið haldið fram að runa, þar sem atburðum er raðað með tilliti til þess hvort þeir tilheyri fortíð, nú- tíð eða framtíð, leiði til þverstæðu og því geti tíminn ekki verið til. Þessum rökum hafa að sjálfsögðu margir andmælt. Flestir virðast telja að tíminn sé eitthvað umfram skynjun okkar á honum. Þótt við hugsum okkur að tím- inn sé til utan huga okkar er því samt ósvarað hvort og í hvaða skilningi hann sé afstæður. Newton leit á tímann sem al- gildan. Hann taldi að það hvort at- burðir gerðust á sama tíma og lengd atburða í tíma væri óháð af- stöðu við þá og að tímalengd milli atburða væri óháð afstöðu hluta í heiminum. Afstæðiskenning Ein- steins hefur leitt í ljós að Newton hafði rangt fyrir sér um þetta. Hins vegar dugar afstæðiskenn- ingin ekki til að skera úr um af- stæði tímans í tvennum öðrum skilningi. Newton taldi einnig að tímalengd fæli í sér ákveðinn „innri“ mælikvarða og að tíminn væri til óháð þeim atburðum sem í honum gerðust. Leibniz leit aftur á móti svo á að tímalengd væri háð „ytri“ mælikvarða og að tím- inn væri ekkert umfram afstöðu atburðanna. Enn í dag eru skiptar skoðanir um þessa deilu milli Newtons og Leibniz. Nútímakenningar um al- gildi tímans eru því ekki kenning- ar sem brjóta í bága við það sem afstæðiskenningin hefur leitt í ljós, heldur kenningar sem fela það í sér að tíminn sé til óháð þeim at- burðum sem eiga sér stað, eða óháð afstöðu hluta í tímarúminu. Samkvæmt slíkum kenningum er tíminn eins konar vettvangur fyrir atburði. Tíminn gæti þá verið til þótt engir hlutir væru til í heimin- um og þar með engir atburðir eða breytingar á hlutum. Samkvæmt afstæðiskenningum um tímann er tíminn ekkert annað en atburðir eða breytingar á hlutum í heimin- um og innbyrðis afstöðu þeirra. Gjarnan er sagt að tíminn sé fjórða víddin í tímarúminu. Með tímarúminu er átt við hinar þrjár víddir rúmsins ásamt tímanum; eins konar samfellu þar sem hlutir og atburðir eiga sér stað. Heim- spekinga greinir hins vegar á um það nákvæmlega hvernig þessi fjórða vídd tengist hinum þremur. Þeir sem aðhyllast svokallaða ei- lífðarhyggju líta á tímann sem vídd sem ekki er svo ólík víddum rúmsins. Á sama hátt og rúmið er allt til á hverju augnabliki er tím- Samkvæmt kenningii Einsteins er ljósið bylgja. inn allur til samkvæmt eilífðar- sinnum. Alveg eins og fjarlægir staðir eiga sér jafnmikla tilvist og sá staður sem við erum stödd á hverju sinni, eiga augnablik og at- burðir úr fortíð og framtíð sér jafnmikla tilvist og núið, segja ei- lífðarsinnar. „Núna“ staðsetur okkur í tímavíddinni á sama hátt og „hérna“ staðsetur okkur í rúm- inu en hvorugt felur í sér neina sérstöðu hvað varðar tilvist. „Þarna“ og „þá“ eru ekkert síður til þótt það vilji ekki svo til að við séum þar stödd. Nútíðarsinnar álíta á hinn bóg- inn að fortíð og framtíð séu ekki til í sama skilningi og nútíð. Það sem er til er það sem er til núna og það sem er satt er það sem er satt núna. Það sem var í gær var til þá og það sem verður seinna verður til þá en það á ekki við núna. Ef Gunna er í grænum bux- um í dag þá er það satt að hún sé í grænum buxum. Hafi hún verið í rauðum buxum í gær þá er það ekki lengur satt að hún sé í rauð- um buxum þótt það hafi verið satt í gær. Gunna getur ekki bæði ver- ið í rauðum buxum og grænum buxum (gefum okkur að hún sé ekki í tvennum buxum í einu) og því getur það ekki bæði verið satt að hún sé í rauðum og að hún sé í grænum buxum. Eilífðarsinnar hafa tvær leiðir til að svara þessum rökum. Þeir geta tengt alla eiginleika við Satan er til sem tilbúin persóna utan um freistingar og syndir. ákveðnar tímasetningar og sagt að það sé alltaf satt að Gunna sé í rauðum buxum 10. ágúst 2000 og jafnframt alltaf satt að Gunna sé í grænum buxum 11. ágúst og eru þar með lausir við mótsögnina en sitja hins vegar uppi með fyrir- ferðarmiklar umsagnir. Hin leiðin er að segja að Gunna í gær sé ekki sama veran og Gunna í dag og þar með sé ekkert athugavert við að segja að önnur sé í rauðum buxum og hin í grænum. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, stundakennari í heimspeki við HÍ. Hvað er Ijósvaki? Er hann til? SVAR: Ljósvaki var hugsaður sem bylgjuberi ljóss. Allt frá því að af- stæðiskenning Einsteins öðlaðist almenna viðurkenningu í upphafi aldarinnar hefur eðlisfræðingum verið ljóst að ljósvakinn er ekki til. Eðlisfræðingar hafa lengi velt fyrir sér eðli ljóss. Á 17. öld settu Isaac Newton og Christian Huyg- ens fram hvor sína kenningu um eðli þess. Newton staðhæfði að ljós væri straumur ljósagna sem bærist frá Ijósgjafa en Huygens hélt því fram að ljósið væri bylgju- hreyfing. Úr þessu fékkst ekki skorið fyrr en öld síðar þegar Bretinn Thomas Young gerði til- raunir sem sýndu ótvírætt fram á bylgjueðli ljóss. En allar bylgjur sem menn þekktu fela í sér sveifl- ur í einhverju efni sem bylgjurnar Bakverkinn burt Heilsuvernd á vinnustað MEÐ heilsu- vernd á vinnu- stað er átt við forvarnarstarf sem miðar að því að koma í veg fyrir heilsutjón vegna aðstæðna á vinnustaðnum. Oft er talað um þijú stig for- varna í þessu sambandi: Fyrsta stigs forvörn rniðar að því að fjarlægja hættu í vinnuumhverf- inu áður en hún veldur einkennum eða sjúkdómum. Annars stigs for- vörn felur í sér aðgerðir sem eiga að koma í veg fyrir að kvillar eða einkenni, sem komin eru fram, ágerist ekki heldur réni. Þriðja stigs forvörn miðar að því að koma í veg fyrir að sjúkdómar fái að þróast áfram og leiði til örorku eða dauða. Heilsuvernd á vinnustað miðar með öðrum orðum fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að starfs- menn veikist en síður að því að meðhöndla sjúkdóma. Heilsuvernd á vinnustað tekur til alls sem leitt getur til heilsutjóns hjá starfs- mönnum en munurinn á heilsu- vernd á vinnustað og annarri heilsuvernd er að gengið er út frá aðstæðum á vinnustað eða starfs- umhverfinu í víðasta skilningi. Með aðstæðum á vinnustað er m.a. átt við aðbúnað, verkefni og vinnu- skipulag. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á því að aðstæðurnar ógni ekki heilsu starfsmanna en starfs- maðurinn á einnig að leggja sitt af mörkum til að starfsumhverfið sé sem best. Bakverkir eru algeng kvörtun vinnandi fólks. Til þess að ganga úr skugga um hvort óþægindin tengj- ast starfinu eða starfsaðstöðunni þarf að skoða allar aðstæður á vinnustaðnum. Faðir vinnuvernd- arinnar, ítalinn Ramazzini, benti á það fyrir 300 árum að þeir, sem sinntu heilsuvernd starfsmanna, ættu alltaf að byrja á því að fara á vinnustaðinn og kynna sér aðstæð- ur þar áður en farið væri að hyggja að því að koma með tillögur til úr- bóta og slá á einkennin. Miklar um- ræður hafa farið fram um það á undanförnum árum hvemig ætti að sitja og hvemig ætti að standa, hvernig ætti að bera og hvernig ætti að lyfta til að koma í veg fyrir bakmeiðsli. Góður stóll á skrifstofunni er eins konar mannvirki, dýr í innkaupi og tals- vert flókinn í meðför- um. Margir hafa fengið góða stóla og stillanleg borð, lyftara og ýmiss konar hjálpartæki en ekkert af þessu gerir gagn ef það er ekki rétt notað og ef hjálpartæk- in era látin rykfalla ónotuð. Hiti, kuldi og inniloft geta líka haft sitt að segja um það hvernig okkur líður og hvernig við vinnum og beitum líkamanum. Hver og einn þarf ekki bara að læra á tækin heldur á sjálfan sig ekki síður en á stólinn. Manneskjurnar eru misjafnar frá upphafi og ólíkar á lengd og breidd. Állt hefur þetta áhrif við margvís- leg störf við mismunandi aðstæður. Ekki má heldur gleyma því að maðurinn er bæði líkami og sál. Andlegt álag og streita segja til sín í vöðvunum. Skipulag vinnunnar, valdakerfið á vinnustað, að verk- efnin séu hvorki of einhæf og ein- föld né of erfið og flókin, starfs- andinn, að hafa að einhverju að vinna - markmið sem eftirsóknar- vert er að ná, allt þetta og miklu fleira hefur áhrif á líðan fólks, líka á það hvort við spennum vöðvana í hálsi, öxlum og baki. Þegar við tökum á getur skipt sköpum hvernig við berum okkur að. En það skiptir líka sköpum hvaða afstöðu við höfum til átaks- ins eins og eftirfarandi saga sýnir. Maður nokkur sá • litla stúlku með strákhnokka á bakinu. Maður- inn sagði: Af hverju ert þú að rog- ast með þessa þungu byrði, litla mín? Þetta er engin byrði, sagði stúlk- an. Þetta er bara hann bróðir minn. Heimildir: 1) Vinnueftirlit ríkisins (1999). Heilsu- vernd starfsmanna. Skýrsla unnin af nefnd á vegum stjórnar Vinnueftirlits ríkisins. Reykjavík: Vinnueftirlit ríkisins. 2) Moen BE, Berntsen M, Sætersdal L, Skjelfjord L, Præstun A-G, Moe-Nilssen R, Vatshelle A, Hollund BE. (1992). Bergen: Institutt for Arbeidsmedisin. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, M.Sc., Ph.D. sérfræðingur á at- vinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits rfkisins. www.ver.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.