Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Viðurkenningar Kópavogsbæjar fyrir hönnun, ræktun og umhirðu húsa og lóða árið 2000 Ein elsta gata bæjarins einnig sú fegursta Kópavogur Morgunblaðið/Árni Sæberg Elliðahvammur í Vatnsenda þykir vera dæmi um hús þar sem endurgerð hefur tekist vel. Morgunblaðið/Ami Sæberg Nýbýlavegur fékk viðurkenningu í ár sem fegursta gata Kópavogsbæjar. Morgunblaðið/Ami Sæberg Frágangur við Mánalind 2 þótti til fyrirmyndar. Arkitekt- inn Albína Thordarson hlaut einnig viðurkenningu. Morgunblaðið/Ami Sæberg Hleðsluna á Víghól gerðu Björn og Guðni hf. en þeir fengu viðurkenningu fyrir framlag til umhverfismála. UMHVERFISRÁÐ Kópa- vogsbæjar afhenti á fimmtu- dag fegrunarviðurkenningar bæjarins fyrir árið 2000. Af- hendingin fór fram í Lista- safni Kópavogs og flutti Ás- dís Ólafsdóttir, formaður umhverfisráðs, ávarp af því tilefni og afhenti viðurkenn- ingar. Þær voru sjö að tölu og voru veittar fyrir hönnun, endurgerð húsnæðis, frá- gang húss og lóðar á nýbygg- ingarsvæði, framlag til um- hverfismála og framlag til ræktunarmála. Bæjarstjóm Kópavogs veitti einnig viður- kenningu fyrir fegurstu götu bæjarins. Nýbýlavegur fegursta gatan Eftir að viðurkenningar höfðu verið afhentar í lista- safninu var haldið niður á Nýbýlaveg sem var valin feg- ursta gata bæjarinsárið 2000. Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjómar, flutti þar ávarp og afhjúpaði viður- kenningarskilti við götuna. Nýbýlavegur er ein af elstu götum Kópavogs en hún var lögð í kringum árið 1940. Gatan er ein af aðalum- ferðaræðum bæjarins en fyrir nokkmm árum vom gerðar á henni umfangsmikl- ar umbætur. Meðal annars var henni skipt upp í tvær götur, húsagötu og stofn- braut, og tré gróðursett til þess að fegra umhverfi henn- ar. Mánalind 2 hlýtur tvær viðurkenningar Benedikt Sigurðsson og Heiðrún Þorgeirsdóttir í Mánalind 2 fengu viðurkenn- ingu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði en yfirbragð húss og lóðar þykir bera vott um vandvirkni og smekkvísi. Garðurinn er hannaður af landslagsarki- tektunum Pétri Jónssyni og Ingu Rut Gylfadóttur hjá Landark ehf. ásamt arkitekt hússins, Albínu Thordarson, og í góðu samráði við Bene- dikt og Heiðrúnu. Albína hlaut einnig viður- kenningu fyrir hönnun húss- ins en talið er að einstaklega vel hafi tekist að flétta saman óh'kum efnum og áferð og skapa heild sem tengir hús og lóð saman á fallegan hátt en við efnisval var ákveðið að tengja húsið náttúrunni og var það því klætt með ís- lensku grágrýti, jámi sem ryðgar að vissu marki og ol- íubornum sedrusviði. Kraftvélar við Dalveg hljdta viðurkenningu Dalvegur 4 til 6 hlaut við- urkenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingar- svæði en Kraftvélar em þar til húsa. Frágangurinn er tal- inn til fyrirmyndar og gott fordæmi fyrir önnur fyrir- tæki f bænum. Þráinn Hauks- son, landslagsarkitekt, hann- aði lóðina í samvinnu við Hilmar Bjömsson og Finn Björgúlfsson, arkiteka húss- ins, en við hönnun var komið til móts við óskir eigenda um gróðursælt umhverfi í iðnað- arhverfi. Guðmundur Gunn- laugsson arkitekt hlaut við- urkenningu fyrir hönnun Hlíðarsmára 11 sem er fjög- urra hæða verslunar- og þjónustubygging. Byggingin þykir látlaus og líflegt kenni- leiti í hverfinu auk þess sem frágangur er talinn mjög vandaður. Ferðaþjónusta í gömlu geymsluhúsnæði Guðrún Alísa Hansen og Þorsteinn Sigmundsson í Elliðahvammi, Vatnsenda fengu viðurkenningu fyrir endurgerð húsnæðis. Elliða- hvammur var byggður fyrir um 50 árum í burstabæjarstíl og var húsnæðið lengst af nýtt sem geymsla. Húsið var endurbyggt árið 1998 og hef- ur verið nýtt fyrir ferðaþjón- ustu í nokkur ár. Allt hand- verk í húsinu þykir vandað og bera smekkvísi og alúð vitni. Einnig er talið að göml- um og góðum gildum í ís- lenskri húsagerðarlist hafi verið vel viðhaldið við endur- gerð hússins. Umhverfismál og ræktunarmál Björn og Guðni hf. hlutu viðurkenningu fyrir athyglis- vert framlag til umhverfis- mála en þeir unnu hleðsluna á Víghól sem þykir vera af- burða falleg og sýna gamalt og gott handbragð. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs- bæjar til sjö ára, fékk sér- staka viðurkenningu fyrir framlag sitt til ræktunarmála í bænum. í starfi sínu þykir hann sýna frumkvæði, út- sjónarsemi og verklagni og er það talið endurspeglast í verkum hans sem sjá má víða. Bæjaryfírvöld Mosfellsbæjar kynna nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn Gert ráð fyrir 60 nýjum íbúðum á Nóatúns-lóðinni Mosfellsbær MIÐBÆR Mosfellsbæjar mun taka á sig nokkuð breytta mynd á næstu árum ef nýtt deiliskipulag, sem nú er í kynningu, verður sam- þykkt af bæjaryfirvöldum. Haldinn var borgarafundur í vikunni, þar sem skipulagið var kynnt, en reikna má með því að bæjaryfirvöld taki ákvörðun um það á næstu vik- um hvort skipulagið verður samþykkt eða ekki. Tryggvi Jónsson bæjarverkfræðingar sagði að ef deiliskipulagið yrði samþykkt yrðu helstu breyt- ingamar þær að ný íbúða- byggð myndi rísa á Nóatúns- lóðinni, Skeiðholt myndi tengjast Langatanga, nýjar byggingar myndu rísa við gamla Kaupfélagshúsið og að byggðar yrðu þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili fyrir aldraða í námunda við dvalar- heimili aldraðra við Hlað- hamra. Tryggvi sagði að allnokkrar breytingar væru fyrirhugaðar á lóðinni norðan megin við Háholt, sem Kaupfélag Kjal- nesþings hefði verið með á leigu. „Reiknað er með því að byggð verði hæð ofan á sjálft Kaupfélagshúsið, þar sem nú er 11-11 verslun. Austan megin við Kaupfélagshúsið er bensínstöð Essó og blómabúð og er gert ráð fyrir því að þessar byggingar muni víkja fyrir nýjum byggingum. Einnig er gert ráð fyrir því að kaupfélagsstjórahúsið, sem er fyrir ofan Kaupfélagshúsið verði rifið.“ Alls ekki verið að reka Ndatún úr bænum Samkvæmt deiliskipulag- inu er gert ráð fyrir torgi við Þverholt. Að sögn Tryggva er torgið m.a. hugsað sem vett- vangur fyrir útisamkomur og mun það tengjast öðru torgi, sem mun standa við nýja kirkju, sem fyrirhugað er að byggja nálægt gatnamótum Skeiðholts og Þverholts. Torgin munu tengjast með göngustíg. Hann sagði að einnig væri fyrirhugað að gera breytingar við verslun- arhúsið sem stendur á homi Háholts og Þverholts, aðkom- an yrði löguð og bflastæðum fjölgað. Tryggvi sagði að norðan megin við Þverholt, vestan við Nýkaup, væri gert ráð fyrir töluverðum breytingum. Hann sagði að þar væri gert ráð fyrir íbúðarbyggingum upp á 2 til 3 hæðir, en að á lóð- inni næst Skeiðholti væri gert ráð fyrir verslunar- og þjón- ustustarfsemi. „í dag er verslun Nóatúns á þessu svæði og hús sem hefur löngum verið kallað belta- smiðjan, en reiknað er með því að í framtíðinni verði þessi hús rifin og byggð íbúðarhús með 60 íbúðum. Þetta er tölu- vert mikil breyting en líklega verður þetta ekki gert fyrr en eftir nokkur ár og það er því alls ekki verið að reka Nóatún úr bænum, enda verður ekki ráðist í þetta fyrr en búið verður að finna nýja lóð fyrir verslunina.“ Eins og áður sagði er ætl- unin að reisa kirkju á lóðinni þar sem gamla áhaldahúsið er, en Leikfélag Mosfellsbæj- ar hefur nýtt áhaldahúsið undir leikhús. „Ég held að presturinn og safnaðarstjórnin hyggist byggja þama innan fárra ára en menn verða þá að finna einhvem nýjan stað fyrir bæj- arleikhúsið." fbúar fóru fram á frekari upplýsingar um Skeiðholt Tryggvi sagði að einn mikil- vægasti hluti nýja deiliskipu- lagsins væri tenging Skeið- holts við Langatanga, en tengingin hefur verið inni á aðalskipulagi frá 1985. Sam- fara þessari tengingu verður gert nýtt hringtorg við Þver- holt. Að sögn Tryggva er gert ráð fyrir Skeiðholtinu, sem einni aðalumferðaræðinni í bænum og sagði hann að á borgarafundinum, sem hald- inn hefði verið á miðvikudag- inn, hefðu íbúar farið fram á frekari upplýsingar um þessa nýju tengingu, m.a. upplýs- ingar um umferðarmagn. Hann sagði að þessi fyrir- spum yrði tekin fyrir á næsta fundi skipulagsnefndar. Þjdnustuíbúðir fyrir aldraða Samkvæmt deiliskipulag- inu verður þjónusta við aldr- aða bætt nokkuð en ráðgert er að reisa þjónustuíbúðir við Langatanga og hjúkranar- heimili við Hlaðhamra. „Á þessu svæði er dvalar- heimili aldraðra og því ættu íbúar í þjónustuíbúðunum að geta nýtt sér þá þjónustu sem boðið er upp á á dvalarheimil- inu. Þannig að það er verið að styrkja þá þjónustu sem þar er veitt.“ Tryggvi sagði að einnig væri fyrirhugað að stækka leikskólann Hlíð um eina deild, en leikskólinn er norðan við dvalarheimili aldraðra. Klapparholtið verndað Að sögn Tryggva er ætlun- in að vemda Klapparholtið, sem er svæðið á norðan Há- holts og vestan Þverholts, en það teygir sig einnig að Skeið- holti. Hann sagði að á svæðinu væra ísaldarminjar, sem sam- kvæmt áliti Náttúraverndar ríkisins væra minjar sem bæri að friðlýsa. Hann sagði að markmiðið með friðun holtsins væri að sjá til þess að þessi náttúraverðmæti héld- ust óskemmd og að holtið yrði áfram til prýði í miðbæ Mos- fellsbæjar. Ef fólk hefur einhverjar at- hugasemdir vegna deiliskipu- lagsins, hefur það frest til 9. september til að gera bæjar- yfirvöldum grein fyrir þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.