Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR AÐ sögn Stefáns Baldurs- sonar þjóðleikhússtjóra eru 11 frumsýningar fyrirhugaðar í vetur auk tveggja samstarfs- verkefna við önnur leikhús og sér- stakrar afmælissýningar þann 24. febrúar í tilefni 75 ára afmælis Gunn- ars Eyjólfssonar. Fimm frumsýningar á Stóra sviðinu Á Stóra sviðinu verður fyrst boðið upp á Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsékov í nýrri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og leikstjóm Rimas Tuminas. Rimas er leikhúsunnendum að góðu kunnur fyrir rómaðar sýn- ingar á Mávinum, Þremur systrum og Don Juan. Adomas Jacovskis gerir leikmyndina og Faustas Latenas semur tónlist. I aðalhlutverkum þar verða Edda Heiðrún Backman, Ing- var E. Sigurðsson, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Sigurður Skúlason, Öm Amason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Róbert Am- finnsson, Valdimar Örn Flygenring, Randver Þorláksson og Vigdís Gunn- arsdóttir. Bamaleikrit vetrarins verður Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magna- son en það leikrit hlaut verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins 1999. Sagan kom síðap út á bók og hlaut Andri Snær íslensku bók- menntaverðlaunin 2000. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson en hann er einn reynslumesti leikstjóri íslenskur sem nú er starfandi og hefur sviðsett fjölda bamaleikrita og brúðuleiksýn- inga. „Blái hnötturinn kallar á ýmsar hugmyndaríkar lausnir í útfærslu," segir Stefán Baldursson. Jólasýningin í ár verður fomgríski harmleikurinn Antigóna eftir Sófó- kles í leikstjórn Kjartans Ragnars- sonar í þýðingu Helga Hálfdanarson- ar. Þetta verður fyrsta sinn sem Antigóna er leikin í Þjóðleikhúsinu en það var leikið í Iðnó 1967. Grétar Reynisson gerir leikmynd og Hall- dóra Bjömsdóttir og Amar Jónsson leika hlutverk Antigónu og Kreons konungs. Þar á eftir verður frumsýnt Laufin í Toscana sem er nýlegt verk eftir Lars Norén, en hann er óumdeil- anlega vinsælasta og þekktasta leik- skáld Norðurlanda í dag. „Þetta er meinfyndið verk um ráðvillt nútíma- fólk,“ segir Stefán Baldursson. Hlín Agnarsdóttir þýðir og Viðar Eggerts- son leikstýrir. Lokafrumsýning leikársins á Stóra sviðinu verður söngleikurinn Sungið í rigningunni, Singin’ in the Rain, sem þekktur er af samnefndri kvikmynd. Verkefnaskrá Þíóðleikhússins í vetur Blái hnötturinn, Antigóna og Já, hamingjan Verkefnaskrá Þjóðleikhússins hefur veríð kynnt kortagestum og kennir þar ýmissa grasa. Ellefu frumsýningar eru fyrirhugaðar, tvö ný íslensk leikrit, ásamt sígildum og nýjum erlendum verkum. írsk og ensk leikrit á Smíðaverk- stæðinu Á Smíðaverk- stæðinu verður leikárið helgað írskum og bresk- um nútímaleik- ritum. Ástkonur Picassos eftir Brian McAvera er fyrst á dagskrá en að sögn Stefáns mun það hvergi ennþá hafa verið sviðsett í heild og gæti þetta því orðið heimsfrumsýning á leikritinu í heild sinni. Næsta verk er einnig írskt og nefnist Með fulla vasa af gijóti (Ston- es in his Pockets) og er eftir skáld- konuna Marie Jones. Þetta er nýtt verðlaunaverk sem valið var besta leikritið á írlandi í fyrra og er nú sýnt við gríðarlegar vinsældir í London. „Frábært gamanleikrit um tvo írska náunga sem taka að sér að leika í al- þjóðlegri stórmynd. Þrátt fyrir mik- Halldóra Ingvar E. Björnsdóttir Sigurðsson inn fjölda persóna eru þær allar leiknar af aðeins tveimur leikurum þeim Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni. Þama verður list leikarans í fyrirrúmi,“ segir Stef- án. Þýðandi er Guðni Kolbeinsson. í hjarta Emmu (Amy’s View) eftir David Hare rekur svo lestina undir vorið ef að líkum lætur. Þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson. Hare er eitt virtasta leikskáld Breta í seinni tíð og hefur skrifað ijölda leikrita. Leikritið um Emmu spannar 16 ár í lífi þekktrar leikkonu og segir frá samskiptum hennar við dóttur sína og tengda- son sem fyrirlít- ur allt er lýtur að leikhúsi. Krist- björg Kjeld mun leika aðalhlut- verkið og leik- stjórinn verður Vigdís Jakobs- dóttir sem þreyt- ir hér frumraun sína sem leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Nýtt íslenskt leikrit á Litla sviði Á Litla sviðinu verður fyrst boðið upp á Horfðu reiður um öxl eftir John Osbome í leikstjóm Stefáns Baldurs- sonar í lok september og verður jafn- framt fyrsta frumsýning leikársins. „Þetta er eitt umtalaðasta leikverk aldarinnar og talið marka stærstu tímamótin í breskri leikritun. Átaka- verk um sambúð ungra hjóna sem eiga fátt sameiginlegt annað en ást- Kristján Þórð- ur Hrafnsson Pálmi Gestsson ina,“ segir Stefán sem leikstýrir verk- inu og Hilmir Snær Guðnason, Elva Ósk Olafsdóttir, Rúnar Freyr Gísla- son, Halldóra Björnsdóttir og Gunn- ar Eyjólfsson fara með hlutverkin. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir ger- ir leikmynd og Thor Vihjálmsson þýðir. I janúar verður frumsýnt nýtt leikrit, Já, hamingjan, eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Kristján hefur áður samið leikþáttinn Leitað að ungri stúlku sem vann fyrstu verðlaun í há- degisleikritasamkeppni Iðnó. „Þama segir frá tveimur bræðram sem að sögn höfundarins sjálfs eiga ekkert sameiginlegt nema það að vera skap- heitir, viðkvæmir bókelskir, greindii' og mælskir. Annars era þeir ósam- mála um allt. Þetta er skemmtilegt og hnyttið verk þar sem glímt er á óvenjulegan hátt við stórar spuming- ar,“ að sögn Stefáns. Leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafsdóttir og bræð- urna tvo leika þeir Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson. Þá verður í lok leikársins frumsýnt leikritið Maðurinn sem vildi vera fugl (Birdy) eftir Naomi Wallace byggt á skáld- sögu William Wharton. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir. Leikritið mun vera nokkuð frábragðið sögunni og kvikmyndinni að því leyti að fjórir leikarar fara með hlutverk vinanna tveggja sem verkið greinir frá. Aftnælissýning Gunnars Eyjólfssonar Frá fyrra leikári verða teknar upp í haust sýningar á Sjálfstæðu fólki, Draumi á Jónsmessunótt og bama- leikritinu Glanna glæp. Athygli vekur að væntanlegum kortagestum Þjóðleikhússins er nú boðið að kaupa leikhúsferð til London í vetur á sérstökum kjöram í sam- vinnu við Samvinnuferðir-Landsýn. Ýmsir aðrir viðburðir verða í boði á leikárinu, þar á meðal samstarfsverk- efni við önnur leikhús og afmælisleik- sýning Gunnars Eyjólfssonai' á Pétri Gaut sem er einleikur hans á þessu gríðarmikla verki. Gunnar verður 75 ára þennan dag en 24. febrúar er einnig sögulegur að því leyti að leikrit Henriks Ibsen um Pétur Gautur var framsýnt í Kristjaníuleikhúsinu í Ósló þann sama dag árið 1876. Það verða því liðin nákvæmlega 125 ár frá frumsýningunni þegar Gunnar flytur einleik sinn. „Þessi hugmynd kviknaði í kjölfar afmælishátíðar Þjóðleikhússins 20. apríl en þar flutti Gunnar stutta kafla úr Pétri Gaut við mikla hrifningu við- staddra,“ segir Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri. Bj ört framtíð söngs á Islandi TOiVLIST Langhultskirkja SAMSÖNGUR Kristín R. Sigurðardóttir, Nanna María Cortes og Jónas Guðmundsson ásamt Ólafi Vigni Albertssyni fluttu íslensk og erlend söngverk. Fimmtudagurinn 24. ágúst, 2000. ÞRÍR ungir söngvarar, Kristín R. Sigurðardóttir, Nanna María Cortes og Jónas Guðmundsson, ásamt Ólafi Vigni Albertssyni, héldu tónleika í Langholtskirkju sl. fimmtudag og fluttu einsöngslög, aríur og þrjá dúetta. Tónleikamir hófust með barokksöngvum eftir Caldara (Sebben cradele) og Durante (Danza, danza), sem Nanna María söng mjög fallega og sama má segja um söng Jónasar, í Ombra mai fu (Handel) og tónles og aríu (If with all your hearts), eftir Mendelssohn. Kristín hélt áfram með barokktón- skáldin og söng tónles og aríu (Oh Jove in pity), eftir Hándel og O rav- ishing delight, eftir Ame. Kristín er reyndust þeirra þriggja og söng af miklum myndugleik og öryggi. íslensku lögin voru næst á efnis- skránni og söng Nanna María mjög fallega tvær einkar geðþekkar vögguvísur eftir Garðar Cortes. Kristín söng Sofnar lóa og Gígjuna eftir Sigfús Einarsson einstaklega vel .en Jónas sló botninn í íslenska hlutann með Minningu, eftir Markús Kristjánsson, og Hamraborginni, eftir Sigvalda Kaldalóns. Þrátt fyrir ungan aldur, hefur hann býsna gott vald á sinni fallegu rödd, sem blómstraði í Hamraborginni. Seinni hluti tónleikanna var aríur og dúettar úr ítölskum óperam. Nanna og Jónas sungu Ai nostri monti, úr II trovatore, eftir Verdi og var flutningur þeirra sérlega fallega mótaður, þó nokkuð við hægari mörkin og á eftir söng Nanna Oh, mio Fernando úr La favorita, eftir Donizetti og þar mátti heyra, að Nanna er stórefnilegur söngvari. Jónas Guðmundsson hefur fengið í vöggugjöf einstaklega fallega tenór- rödd og „múskialitet, og söng La donna é mobile, eftir Verdi, af tölu- verðum glæsibrag. Blóma-dúettinn frægi, eftir Delibes, úr óperanni Lakmé, sungu Kristín og Nanna sérlega vel og var samhljóman radd- anna einstaklega vel samstillt og mótun tónhendinga mjög vel útfærð. Ástarsenuna, Che gelida manina, Mi chiamano Mimi og O soave fanciulla, úr La bohéme, eftir Puccini, sungu Jónas og Kristín með þeim glæsibrag. Tvær stóraríur, báðar eftir Rossini, vora niðurlag tónleikanna og þar sýndi Nanna Maria, í Bel raggio lusingher, úr Semiramide, að það er þegar margt stórt í söng hennar. Kristín lauk tón- leikunum með Una voce poco fa úr Rakaranum, með þeim hætti sem hæfir fullþroskari söngkonu. Ólafur Vignir Albertsson lék af- burða vel og var samleikur hans við söngvarana svo sterklega samofinn söng þeirra, að hvergi bar á skugga, svo að píanóleikur og söngur varð eitt. Ekki er ætlunin að bera saman þessa ungu söngvara, sem allir stóðu sig með prýði, þó vel megi segja, að Kristín R. Sigurðardóttir njóti langrar reynslu sinnar og að hún er þegar orðin góð söngkona, svo sem heyra mátti í Blómadúettinum, aríu Mimi en sérstaklega í Una voee. Nanna María Cortes er einstaklega efnileg söngkona, gefin sérlega fal- leg rödd og ræður þegar yfir tölu- verðri leikni, svo sem heyra mátti í Oh, mio Fernando en þó sérstaklega í „bravúra“-aríunni, Bel raggio lus- inghier. Sá sem kom á óvart, var Jónas Guðmundsson, sem þrátt fyrir ungan aldur sýndi sig kunna eitt og annað og er gefin sérlega glæsileg rödd, sem hann beitir af „músk- aliteti", svo sem heyra mátti í Minn- ingu Markúsar, Hamraborginni og glæsiaríunum La donna é mobile og Che gelida manina. það þarf ekki stóran spámann til að sjá glæsilega framtíð í þessum ungu söngvuram. Tónleikarnir vora mettaðir bjarti framtíð söngs á Islandi, svo að ekki er ástæða til að kvíða nokkru um óp- eraflutning á næstu áram. Jón Ásgeirsson Sýningum lýkur Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu LJÓSMYNDASÝNINGU Finn- ans Rax Rinnekangas lýkur á morg- un, sunnudag. Yfirskrift sýningar- innar er Spiritus Europæus 1980-2000 þar sem Rax lýsir um- hverfi og tilvera fólks sem býr við jaðarsvæði Evrópu. Garðskagaviti Sýningu Ástu Þórisdóttur „Milli vita“ í Garðskagavita lýkur á morg- un. Á sýningunni eru innsetningar, málverk, ljósmyndir og skúlptúr. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13- 17. Gai'ðskagaviti er u.þ.b. 45 mín. akstur frá Reykjavík. -------------- Leiðsögn um sýningar HÖGGMYNDASÝNING lífs- kúnstners, Gests Þorgrímssonar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi hefur verið framlengd til 10. september. Á morgun, sunnudag kl. 16, verður leiðsögn um sýning- arnar í Hafnarhúsinu, en þar eru j einnig til sýnis verk eftir íslenska I samtímalistamenn og Ijósmynda- 1 sýning Rax Rinnekangas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.