Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Orkudrykkir markaðssettir fyrir unglinga MAGNÚS Jóhannesson, læknir og forstöðumaður rannsóknarstx)fu í lyfja- og eiturefnafræði, segir það liggja ljóst fyrir að hvað svo sem fuli- trúar framleiðanda og innflytjenda orkudrykkja segi í fjölmiðlum liggi það Ijóst fyrir að markhópur þeirra sé ungt fólk, unglingar og jafnvel börn. „Ef maður lítur á auglýsingar þess- ara drykkja þá er eingöngu ungt fólk í þeim. Þessir aðilar hafa auðvitað frítt spil í auglýsingum þó að þeir hagi sér í öllu rétt gagnvart reglum.“ Þetta er áhyggjuefni, að mati Magnúsar, þar sem koffein er örv- andi efni sem hefur áhrif á miðtauga- kerfið og alls ekki við hæfi bama, áð- ur en þau verða fullvaxta. „Það hefur að mér vitanlega ekki verið rannsak- að nákvæmlega hvaða áhrif koffein hefur á böm og fullorðna ef út í það er farið. En ég get nefnt sem dæmi að koffein veldur litningabrotum í dýr- um sem gerðar hafa verið tilraunir á. Það er ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur, en það kann að hafa áhrif á erfðastofna.“ Magnús nefnir einnig að sumir hafi einnig áhyggjur af því að ofbeldi í skólum fari vaxandi og aukin neysla gosdrykkja sé hluti skýringa þessa. Magnús segist telja að merkja þyrfti betur umbúðir orku- drykkja. Hann segir ekki nóg að vara böm og unglinga við neyslu þeirra heldur einnig ófrískar konur. „I mörgum löndum em þær varaðar kerfisbundið við neyslu koffeins, það þyrfti að taka upp hér.“ Helgi Haraldsson, markaðsstjóri hjá KÁ, segir hafa komið til tals í þeirra verslunum að vara við orku- drykkjum sem boðið er upp á með einhvers konar sérmerkingum á hill- um. „Við komum að minnsta kosti til með að skoða mjög vel hvaða drykki við bjóðum upp á.“ Helgi segist hafa orðið var við að foreldrum hafi ekki verið kunnugt um koffeininnihald orkudrykkja, en í kjölfar umræðunn- ar undanfarið sé það e.t.v. að breyt- ast. Helgi segir þó óhjákvæmilegan fylgifisk umræðunnar að drykkimir verði enn meira spennandi fyrir ungl- ingana. Aida Sigurðardóttir, innkaupa- stjóri hjá Nóatúni, tekur í sama streng. Hún segir að starfsfólk hafi orðið vart við að unglingar sæki í orkudrykkina í kringum próf. Hins vegar sé sjaldgæft að krakkar kaupi þá. Alda segir ekki standa til að vara sérstaklega við orkudrykkjunum. „Þetta er heit umræða núna og við munum að sjálfsögðu bregðast við eins og til er ætlast af okkur. En við emm hins vegar komin út á grátt svæði ef við forum að vara sérstak- lega við þessum drykkjum vegna koffeininnihalds, eigum við þá ekki líka að vara við öðmm vömm sem innihalda koffein eins og kaffi- og kóladrykkjum?" Fjórtán sóttu um starf bæjarstjóra Garðabæjar FJÓRTÁN umsóknir hafa borist um starf bæjarstjóra Garðabæjar en umsókarfrestur rann út á miðnætti á fimmtudaginn. Ingimundur Sigur- pálsson bæjarstjóri hefur sagt starf- inu lausu, en hann tekur við starfi forstjóra Eimskipafélags íslands í október. Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjómar, sagði að umsóknir sem póstlagðar hefðu verið í fyrra- dag gætu enn verið í pósti og því gæti enn bæst í hóp umsækjenda. Hún sagði að farið yrði yfir allar um- sóknimar á bæjarráðsfundi á þriðju- daginn, en að bæjarstjóm myndi síð- an ráða í stöðuna. Laufey sagði að næsti bæjarstjómarfundur yrði þann 7. september, en að vel gæti svo farið að hún myndi flýta ráðning- unni og boða til aukafundar. Umsækjendur um stöðu bæjar- stjóra Garðabæjar em: Ásdís Halla Bragadóttir, fram- kvæmdastjóri þróunar- og nýsköp- unarsviðs Háskólans í Reykjavík, Ella Kristín Karlsdóttir félagsráð- gjafi, Gísli Þór Gunnarsson sálfræð- ingur, Guðmundur Bjömsson við- skiptafræðingur, Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri í Bessastaða- hreppi, Halldór Ingólfsson verk- fræðingur, Hjálmar Kjartansson rekstrarhagfræðingur, Kristinn Hugason, MA-nemi i opinb. stefnu- mótun og stjómsýslu, Ólafur Hilmar Sverrisson Viðskiptafræðingur, Páll Jóhann Hilmarsson framkvæmda- stjóri, Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Mývatnssveit, Viðar Helga- son rekstrarráðgjafi og Þorsteinn P. Einarsson verkstjóri. Fagmennska BM»ValIá í steypuframleiðslu tryggir þér betra hús. Allt um góða steinsteypu á www.bmvalla.is Söludeild « Fornalundi Brcíðhöfða 3 • Sími 585 5050 www.bmvalla.is Morgunblaðið/Júlíus McLaren-Mercedes Formúlu-l-bíll Davids Coulthard. Keppnisbíllinn breytist um 75% fram að lokamóti ársins KEPPNISBÍLL úr Formúlu-1 er nú til sýnis í Kringlunni og hefur vakið athygli gesta verslunarhúss- ins. Fjölmenni var við verslunina BOSS er fulltrúi McLaren-liðsins kynnti bílinn í morgun, liðið og það sem að baki keppni býr. Fram kom í máli Jo Penn að svo ör væri þróun bíla í Formúlu-1 að þegar komið væri að lokamóti ársins væru einungis eftir um 25% eftir af bílnum sem brúkaður var í fyrsta mótinu átta mánuðum fyrr. „Það er aldrei kyrrstaða í For- múlu-1 og milli ára breytist hönn- un bílanna það mikið að einungis um 5% íhluta er nothæfur tvö ár í röð, sagði Jo Penn, kynningarfull- trúi McLaren. Hún sagði keppnis- bílinn að mestu leyti byggðan úr koltrefjaefni sem væri fimm sinn- um léttara en tvisvar sinnum sterkara en stál. Bíllinn verður í lok kappaksturs ásamt ökuþór að vega a.m.k. 600 kíló. Rúmar hann 135 lítra af bensíni og verður því að setja bensín á a.m.k. einu sinni í keppni þar sem rúmlega 200 lítra þarf til að komast í mark en keppnislengdin í mótum er jafnan um 305 km. Penn sagði að McLaren-bíll kæmist á tæpum fimm sekúndum í 160 km hraða úr kyrrstöðu. Skemmri tíma tæki að bremsa hann niður úr þeim hraða og í fullt stopp eða þrjár sekúndur. Væri bíllinn knúinn Mercedes-vél sem framleiddi yfir 750 hestöfl við 17.000 snúninga á mínútu. Liggjandi í bflnum eins og í baði „Ökuþórarnir eru oftast í sviðs- ljósinu en árangur í móti byggist á náinni samvinnu fjölda manna þar sem þeir eru einungis hlekkur í stórri keðju. Þeir hafa um 60 menn í þjónustu sinni á hverju móti, vél- virkja og tæknimenn hvers konar. Það er sá fjöldi sem McLaren sendir á hvert mót og í farteski þeirra eru 25 tonn. Ökuþórarnir starfa við mjög erfiðar aðstæður. Þyngdaraflið virkar þannig í beygjum að þeir gætu ekki náð andanum í þeim þótt þeir reyndu. Af þeim sökum verða þeir að þenja lungun rétt fyrir beygju og anda frá sér er út úr henni kemur til að líða ekki súrefnisskort. Þá er hiti það mikill í bílnum í keppni, jafn- vel 50-60 gráður á celcíus, að þeir léttast um nokkur kíló í keppni. Það er enginn leikur að stýra svona bíl. Lega ökuþóranna í bíln- um líkist helst því að þeir liggi í baði með lappirnar á krananum, þeir liggja nánast láréttir og út- sýnið því ekki mikið, sagði Penn. McLaren var stofnað 1963 af ný- sjálenska ökuþórnum Bruce McLaren. í millitiðinni hafa sex ökuþórar liðsins orðið heimsmeist- arar 11 sinnum. Þá hafa bílar þess komið 129 sinnum á mark í fyrsta sæti í Formúlu-1, aðeins tvisvar sinnum sjaldnar en bflar Ferrari. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hreinn Hreinsson, félagsráðgjafí sem á sæti í úthlutunarneftid sjóðsins, Lára Bjömsdóttir, félagsmálastjóri Reylqavíkurborgar, Ottó Karl Túl- infus, nemandi f félagsráðgjöf við HÍ, og Sigrún Júlíusdóttir, dósent við félagsvísindadeild HÍ. Námsstyrkur Félagsþjónustunnar í Reykjavík í samvinnu við HI Karlmenn styrktir til náms í félagsráðgjöf FÉLAGSÞJÓNUSTAN f Reykjavík veitti í gær Ottó Karli Túlinfus, nemanda f félagsráðgjöf í Háskóla íslands, 150.000 króna námsstyrk. Styrkur þessi er veittur í samstarfi við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands og er hann ætlaður karl- mönnum sem hyggjast ljúka starfs- réttindanámi f félagsráðgjöf. Þetta er í fyrsta sinn sem styrkurinn er veittur, en ráðgert er að veita hann árlega. Ætlast er til að styrkþegar starfi hjá Félagsþjónustunni í a.m.k. tvö ár að námi loknu. 90% starfsmanna Félags- þjónustunnar eru konur Við afhendingu styrksins sagði Lára Björnsdóttir, félagsmálasljóri Reykjavfkurborgar, að hann væri liður íþví að jafna kyiyahlutfoll meðal starfsmanna hjá Félags- þjónustunni. Að jafnaði væm 90% starfsmanna þar konur og af þeim 56 félagsráðgjöfum sem þar störf- uðu væra yfirleitt aðeins 2 til 3 karlmenn. Lára sagði slíkt ójafn- vægi óheppilegt, því mikilvægt væri í störfum á borð við félags- ráðgjöf, að þar störfuðu karlar og konur hlið við hlið til að mæta þeim Qölbreytta hópi fólks sem sækti þjónustu þeirra. Lára sagði einnig að ákveðið hafi verið að styrkurinn yrði kenndur við prófessor Þóri Kr. Þórðarson, einn af fmmkvöðlum nútímalegrar félagsþjónustu á Islandi. Nemendur beðnir um að skilja hlaupahjólin eftir heima Ekki hægt að geyma hjólin í skólunum HLAUPAHJÓL eru vinsæl um þessar mundir og víða má sjá börn og unglinga hlaupa um á slíkum hjólum. Skólastjórar í nokkrum skólum sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðust flestir mælast til þess að börn kæmu ekki á hlaupa- hjólum í skólana en í sumum skól- um eru hlaupahjól með öllu bönn- uð. Hlaupahjólin eru yfirleitt geymd innanhúss en í skólunum er ekki pláss fyrir þau. í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar- nesi eru hjólreiðar bannaðar á skólalóðinni og það sama gildir um hlaupahjólin. Fríða Regína Hösk- uldsdóttir skólastjóri segist mæl- ast til þess að nemendur komi ekki á hlaupahjólum enda engin aðstaða í skólanum til að geyma þau innan- húss. Hún segir að skólinn hafi þá reglu að börn innan við 10 ára eigi ekki að koma á hjólum í skólann. Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla, segir að notkun hlaupa- hjóla, reiðhjóla, hjólabretta og línuskauta sé bönnuð á skólalóð- inni á skólatíma vegna slysahættu. Börnin geti þó komið á þeim í skólann. Hins vegar hljóti að myndast vandræði með geymslu- pláss því börnin vilja geyma hjólin innanhúss. Lítið pláss sé til þess í skólanum. Sömu sögu er að segja af Árbæjarskóla en Þorsteinn Sæberg skólastjóri segir að nem- endur verði að bera ábyrgð á hjól- unum sjálf komi þau á þeim í skól- ann. Vegna plássleysis sé ekki hægt að geyma hjólin fyrir þau. Sigurður Björgvinsson, skóla- stjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, segist fagna því að krakkar hreyfi sig, hvort sem er á hlaupahjólum eða með öðrum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.