Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Kenndu mér að kyssa rétt Fréttaskýrendur tóku kipp og ræddu fram og til baka um pýðingu kossinspar til almenningur varfarinn að átta sig á að petta var alls ekki neinn venjulegur koss, heldur sérstakur atburður í stjórn- málasögu Bandaríkjanna. Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen NÚ er liðin rúm vika fráþvíaðkarlí Ameríku greip konu sína í fangið og smellti á hana vænum kossi og enn eru fjölmiðlar að velta fyrir sér þýðingu kossins og hugsanlegum áhrifum hans á úrslit forsetakosninganna þar í landi næsta haust. Þetta var víst enginn venjulegur koss. Aðdragandinn var sá að frú Tipper Gore, eiginkona varafor- setans og forsetaframbjóðandans A1 Gore, steig í pontu á landsþingi demókrata í Los Angeles og talaði VIÐHORF fúhega um ■ wnwnr manmnn sinn. Það átti eng- inn von á öðru, landsþing flokksins er ekki vænlegasti staður til að rægja frambjóðandann, frúnni hefur allt- af legið sérstaklega gott orð til eiginmannsins og enginn veit ann- að en samlíf þeirra hafi alltaf verið með mestu ágætum. En svo dró til tíðinda. Frúin bað fundargesti að taka vel á móti sín- um góða manni sem þeir gerðu auðvitað svikalaust enda allt sam- an demókratar á eigin landsþingi og þetta var frambjóðandinn þeirra. Aðalmaðurinn stökk inn á sviðið, gekk að eiginkonunni, greip hana þétt í fangið og kyssti hana beint á munninn. Kossinn þótti einstaklega ást- ríðufullur. Þetta var ekki bara lítill og léttur koss á kinnina, eins og al- gengt er uppi á sviði á landsþing- um allra flokka, heldur þéttings- fastur, ástríðuþrunginn koss beint á hálfopnar varirnar. Og að sögn fréttaskýrenda var þetta mjög langur koss því hann stóð í heilar sjö sekúndur. Ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex, sjö. Þetta var koss af sama skala og Rodin greypti í höggmyndina frægu. Frúin var að sjálfsögðu andstutt á eftir en frambjóðandinn skeiðaði reigður í pontu og þótti flytja góða ræðu. Hún mun hafa snúist um pólitík. Nú halda kannski margir að málið hafi átt að vera úr sögunni enda hefur írambjóðandinn verið kvæntur þessari sömu frú í nærri þrjá áratugi og því vart í frásögur færandi þótt hann smelli á hana kossi, jafnvel þótt í heilar sjö sek- úndur sé. En ballið var rétt að byrja. Demókratamir á eigin landsþingi voru auðvitað yflr sig hrifnir og sögðu ánægjulegt að sjá hamingju frambjóðandans og frúarinnar. Þeim er reyndar vork- unn því sá frambjóðandi sem var næstur á undan Gore, Bill Clinton, fyllti þá engu sérstöku stolti að þessu leyti. En það voru ekki bara demó- kratamir sem höfðu tekið sérstak- lega eftir kossinum langa. í þætt- inum Today á NBC-sjónvarps- stöðinni spurði fréttamaður A1 Gore hvað hann hefði verið að hugsa þegar hann kyssti frúna. „Þetta var algjörlega óundirbúið," sagði frambjóðandinn sem kvaðst hafa verið snortinn af fogrum orð- um frúarinnar um sig. Hann ítrek- aði þetta í viðtali í þættinum Good Moming America á ABC sjón- varpsstöðinni og sagðist telja að flestir hefðu áttað sig á að hann hefði gert þetta nánast ósjálfrátt, snortinn af tilfinningaþranginni stundinni og fagnaðarlátum flokksfélaga. Og í þættinum The Early Show á CBS-sjónvarpsstöð- inni var hann spurður hvort hann hefði verið að reyna að senda ein- hver sérstök skilaboð. Hann sagð- ist reyndar hafa verið að því; hann hefði verið að reyna að senda sér- stök skilaboð til elskulegrar eigin- konunnar sem hann hefði elskað frá þeirra fyrstu kynnum. Og kon- an hans hefur fullyrt að kossar af þessu tagi hafi verið aðalsmerki hjónabands þeirra frá upphafí. Meira að segja elsta dóttir þeirra hjóna hefur verið látin bera vitni í fjölmiðlum um að mamma og pabbi hafí kelað í gegnum árin. En það skipti auðvitað engu máli hvað frambjóðandanum sjálf- um, konu hans og bömum þótti um kossinn. Fréttaskýrendur allra fjölmiðla tóku mikinn fjörkipp og ræddu fram og til baka um þýð- ingu kossins þar til almenningur var farinn að átta sig á að þetta var alls ekki neinn venjulegur koss heldur sérstakur atburður í stjómmálasögu Bandaríkjanna. Þannig er nefnilega mál með vexti að A1 Gore hefur sætt tölu- verðri gagnrýni fyrir að vera óspennandi og drumbslegur en kossinn var hins vegar bæði spennandi og ástríðufullur. Þetta gat ekki verið nein tilviljun. Fram- bjóðandinn og kona hans hlutu að hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að kyssast í sjö sekúndur til að breyta ímynd hans svo hann ætti meiri möguleika á að ná kjöri í for- setakosningunum í nóvember. Sumir fræðinganna sögðu að vissulega hefði kossinn verið mjög ,yaunveralegur að sjá“ en þeir gátu að sjálfsögðu ekki viðurkennt að málið væri svo einfalt enda myndi fólk þá fljótt átta sig á að allar löngu skýringamar þeirra væra óþarfar. Fréttaskýrendur era hins vegar að fá alla spekina í hausinn aftur því nú er almenningi nóg boðið. Hvort sem það vora óbreyttir demókratar á landsþingi eða áhorfendur heima í stofu telur þetta fólk sig einfaldlega hafa séð hjón kyssast. Kannski hugsuðu einhverjir með sér: „Sko til, þetta getur hann“ og þar með dró dáh'tið úr drambsímyndinni en lengra náðu ekki vangaveltur þeirra um ástæður þess að karl kyssti konu sína. Kannski hlýnaði meira að segja einhveijum um hjartarætur að sjá fólk tjá ást sína opinberlega og varla hægt að amast við því. Þetta fólk virðist fremur tilbúið til að taka áhættuna af því að það sé ráðskast með það í pólitískum til- gangi með einum litlum kossi en að sætta sig við endalausar vanga- veltur um annarlegar ástæður fyr- ir því að karl kyssir konu sína. JÓNAS INGVARSSON + Jónas Ingvars- son fæddist á Reynifelli á Rangár- völlum 27. mars 1921. Hann lést á Sel- fossi 15. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Ingvarsson frá Minna-Hofi og Guðrún Jónasdóttir frá Reynifelli. Jónas ólst upp í foreldra- húsum á Reynifelli og í Hallgeirseyjar- hjáleigpi í A-Landeyj- um. Bróðir Jónasar er Ingvi Ingvarsson, fyrrverandi sendiherra, nú til heimilis í Reykjavík. Jónas kvæntist 16. febrúar 1947 Ingveldi Kristmannsdóttur, f. 7. október 1927, frá Stokkseyri, og bjuggu þau á Selfossi. Börn þeirra: 1) Örlygur, f. 21.7. 1947, kvæntur Rannveigu Þórðardóttur og eiga þau fjögur böm og tvö bamaböm. 2) Guðrún, f. 2.12. 1952, gift Guðmundi Gunnarssyni og eiga þau þrjú böm og þijú bamabörn. 3) Ing- var, f. 30.9.1962. Auk náms við Hér- aðsskólann á Laug- arvatni stundaði Jónas nám við Sam- vinnuskólann og lauk þaðan prófí árið 1941. Að námi loknu starfaði hann hjá Kaupfélagi Ámes- inga á Selfossi 1941- 1942 og var útibús- stjóri hjá sama félagi á Stokkseyri 1942- 1946. Að loknu námi og vinnu hjá sænska Samvinnusambandinu 1946-1947 hóf Jónas aftur störf hjá Kaupfé- lagi Árnesinga á Selfossi og starf- aði þar til ársins 1978, er hann tók við starfí forstöðumanns í útibúi Búnaðarbankans á Selfossi sem hann gegndi allt tfl starfsloka í byijun síðasta áratugar. Jónas tók þátt í félagsstörfum, m.a. innan Lionshreyfíngarinnar. Utfór Jónasar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég, fyrir liðlega þrjátíu ár- um, kom fyrst á heimili Jónasar Ingvarssonar og Ingu konu hans, Þóristúni 5, var erindið eins konar formleg kynning á líklegum tengda- syni. Drengurinn var svona fremur óstyrkur, reyndar óvanur slíku, en viðtökurnar vora þannig að það breyttist fljótt. Jónasi fannst reynd- ar sjálfsagt að taka drenginn á ein- tal fyrst; hverra manna ertu, hverj- ar era framtíðaráætlanirnar? Honum var auðvitað ekki sama um framtíð dóttur sinnar. Þetta segir nokkuð um afstöðu Jónasar til fjöl- skyldunnar, hann fylgdist alla tíð einstaklega vel með hvers konar áföngum í lífi fjölskyldumeðlima, hvort sem um var að ræða próf, hús- byggingar, bílakaup eða hvað annað sem fengist var við. Jafnvel má segja að sumum hafi fundist að próf- um væri ekki lokið fyrr en afi Jónas hefði fengið fréttir af gangi mála. Ennfremur var hann boðinn og búinn til aðstoðar hvenær sem var, bæði við húsbyggingar og annað. Tengdafaðir minn var í öllu hátt- erni sínu afar nægjusamur maður, nýtinn á alla hluti og óljúft að henda hlutum sem hugsanlega mætti nýta síðar. Eflaust hefur hann þar notið uppeldis síns, því kynni mín af Guð- rúnu móður hans bera sömu nægju- semi vitni. Stærstan hluta starfsævi sinnar tileinkaði Jónas Kaupfélagi Arnesinga, en þar starfaði hann um 37 ára skeið. Eflaust hafa þar ráðið að einhverju leyti viðhorf hans til Samvinnuhreyfingarinnar og mark- miða hennar, enda líklegt að Jónas hafi alla tíð fylgt skoðunum nafna síns frá Hriflu í stjórnmálum. Síð- asta áratug starfsævi sinnar og rúmlega það, söðlaði Jónas nokkuð um og starfaði sem forstöðumaður útibús Búnaðarbankans á Selfossi, en einhvem veginn hefur mér alltaf fundist að honum hafi líkað kaupfé- lagsstörfin betur. I starfi sínu hjá Kaupfélaginu fannst honum hann hafa verið í „betra sambandi við kallana", þ.e. bændur og aðra við- skiptamenn Kaupfélagsins. Þó að Jónas væri ekki beinlínis pólitískur, a.m.k. ekki samanborið við móður sína Guðrúnu, fylgdist hann mjög vel með stjórnmálum, og sleppti helst ekki neinum „eldhússdagsum- ræðum“ eða öðram slíkum viðburð- um. Jónas bar ótakmarkaða virðingu fyrir veðrinu og náttúranni, fannst t.d. alfarið ástæðulaust að taka nokkra áhættu ef fara þurfti „yfir Heiðina" eða annað, betra var að sleppa ferðinni. Hann var m.ö.o. varkár í öllum háttum, athugaði hlutina fumlaust og skipulagði fyrst, áður en framkvæmt var. Þetta kom t.d. vel fram í öllum ferðum og ferðalögum, hann lagði yfirleitt af stað með það fyrir augum að eitt- hvað gæti gerst á leiðinni til að tefja för hans og þar með seinka honum á fyrirfram ákveðinn fund eða önnur mannamót. Sömu reglu fylgdi Jónas heima fyrir, t.d. við viðhald húss síns, betra var að vera lengur að framkvæma hlutinn og gera það vel, en að skila illa unnu verki. Við sem teljum okkur enn til yngri kynslóð- arinnar mættum gjarnan taka upp svona lífshætti. Á samferð okkar tengdaföður míns hefur aldrei borið skugga; ég minnist þess ekki að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða. Jónas kunni einfaldlega mjög vel þá list að hafa sína skoðun á hlutunum án þess að reyna endilega að hafa áhrif á skoðanir samferðamanna. Jónas var farsæll mjög í einkalífi sínu, með konu sína Ingu sér við hlið. Eftir að heilsu Jónasar fór að hraka fyrir nokkram misseram kom enn betur fram en áður innri styrk- ur Ingu og skaphöfn sem fáir geta státað af. Sjálfsagt er og eðlilegt að geta Ingvars sonar þeirra sem enn býr í foreldrahúsum og stutt hefur foreldra sína eftir megni. Með Jónasi er genginn vandaður maður sem sárt verður saknað, bæði meðal fjölskyldu og vina. Hon- um er þökkuð samferðin. Guðmundur Gunnarsson. Hann afi minn, Jónas Ingvarsson, er látinn. Með honum er horfinn merkur maður. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þess helst hversu skemmtilegur maður afi var og hve gott og gaman var að ræða við hann. Ahugi hans á málefnum fjölskyldu sinnar var ómældur og hrósið var mikið ef vel var gert. Um sjálfan sig talaði hann ætíð af mikilli hógværð og æðraleysi sem endurspeglaði í rauninni allt í hans fari. Þegar ég flutti aftur á Selfoss fyrir nokkrum áram fagnaði afi minn komu minni þangað og kom oft við á heimili okk- ar þar sem við bjuggum ekki langt frá. Um dóttir mína Sif spurði afi reglulega og sýndi henni mikinn áhuga bæði í leik og námi, talaði við hana sem fullorðinn væri, hvatti óspart og hrósaði þegar við átti. Þegar ég byrjaði aftur í námi sem ég hafði tekið mér hlé frá og lauk svo við var afi óspar á hrósyrði í minn garð og þótti mér ákaflega vænt um þennan áhuga. Einnig þeg- ar ég flutti inn í nýtt hús stuttu fyrir síðustu jól var áhugi hans og ánægja svo mikil fyrir okkar hönd að það var rétt eins og húsið væri hans eig- ið. Afi var glæsilegur maður og snyrtilegur enda ber heimili þeirra ömmu og afa glöggt merki um það, allt fint og fágað að innan sem utan. Afi var afar greindur maður, víðles- inn og fróðleiksfús. En áhugi hans á fjölskyldunni sem stóð honum næst var svo mikill að þegar maður hugs- ar um afa Jónas fyllist maður krafti. Elsku amma Inga, Ingvar, Guðrún, pabbi og öll fjölskyldan. Nú kveðj- um við afa Jónas með sárum sökn- uði en minningin um góðan mann mun ætíð lifa í huga okkar og hjarta. Elsku afi, hvíl þú í friði. María Kristín Örlygsdóttir. Elsku afi minn. Það var á brúðkaupsafmælinu okkar Gunna að mamma hringdi og sagðir mér að þú værir dáinn. Mikið er það sárt að kveðja þá sem eru manni næstir. Ég gerði aldrei ráð fyrir því að þú færir svona snöggt, afi minn. Ég var búin að ákveða, eins og þú vissir, að þegar að því kæmi að þú yrðir veikari myndi ég sitja hjá þér daga og nætur og halda í höndina á þér þar til að þú segðir skilið við þennan heim. Sárast þykir mér að vita til þess að ekkert af þínu fólki náði að vera hjá þér þegar þú kvaddir, svo snöggt varstu tekinn frá okkur. Síðustu vikur og mánuði höfum við verið í miklu sambandi. Þér þótti svo gott að leita ráða hjá mér og þú barst ýmislegt undir mig varðandi veikindin. Þessi samtöl okkar gáfu mér svo mikið og era dýrmætar minningar um þig, elsku afi, nú þegar þú ert farinn. Margar góðar minningar era til um svona yndislegan afa. Ég bjó mín fyrstu æviár hjá þér og ömmu í Þóristúni á Selfossi þar til ég fluttist til Hafnarfjarðar með foreldrum mínum. Þegar ég horfi til baka eru það jólin sem standa upp úr. Það var svo mikil tilhlökkun og spenningur að fara austur á Selfoss og eyða með ykkur aðfangadagskvöldinu. Það vora engin jól nema farið væri á Sel- foss. Ætli ég hafi ekki verið um tví- tugt er þið komuð á Suðurhvamm- inn á aðfangadagskvöld. Þessi fyrstu jól með ykkur ömmu í Hafn- arfirði þótti mér þau undarlegustu sem ég hef upplifað. Mér fannst ég vera að missa af einhverju og þrátt fyrir að þið væruð hjá okkur var eins og eitthvað vantaði. Það er svo margt sem rifjast upp þegar litið er til baka, því við höfum gert svo margt saman. Mér er sér- staklega minnisstæður sjómanna- dagurinn fyrir rúmu ári, þá komum við Gunni ásamt dætrum okkar tveimur til ykkar og fórum við í góð- an bíltúr saman. Við byrjuðum á að fara á málverkasýningu á Stokks- eyri og þar á eftir buðuð þið okkur svo í kaffihlaðborð í íþróttahúsinu þar í bæ. Síðan var haldið í Eden í Hveragerði. Okkur Gunna þótti þessi dagur virkilega skemmtilegur og nutum þess að eyða honum með ykkur og verður hann lengi í minn- um hafður. Þú hafðir alltaf gaman af því að fá gesti í heimsókn og þið amma svo ákaflega gestrisin. Sérstaklega fannst þér gaman að því að fá börnin þín og fjölskyldur þeirra í heimsókn og fylgjast með barnabörnum og barnabarnabömum vaxa og þrosk- ast. Þegar komið var á Selfoss í heimsókn fannst ykkur ömmu aldrei nóg að við kæmum bara í kaffi held- ur var það oftar en ekki, að borðað- ur var kvöldmatur með ykkur í Þóristúni. Það var alltaf svo vinalegt þegar þú baðst okkur svo að hringja til ykkar þegar heim var komið, þá sérstaklega yfir vetrartímann, til þess að láta vita að allir hefðu kom- ist heilir heim þar sem þú hafðir alltaf áhyggjur af færðinni á Hellis- heiðinni. Bara þetta segir meira en mörg orð um umhyggju þína í garð þinna nánustu. Það verður tómlegra að koma í Þóristúnið og hafa engan afa til að spjalla við á meðan amma finnur til kaffi eins og vant var. Það sem einkenndi þig þó sér- staklega var hversu mikinn áhuga þú sýndir öllu því sem fólkið í kring- um þig tók sér fyrir hendur. Þú viss- ir alltaf hvað var á döfinni hjá hverj- um og einum og þú hrósaðir fólki óspart. Þú fylgdist svo vel með hvernig gengi í skólanum, hringdir nánast eftir hvert einasta próf til að kanna hvernig til hefði tekist, það skipti þig svo miklu máli og það hvatti mann líka áfram. Ég man hvað þú hafðir miklar áhyggjur af því, þegar ég lauk stúdentsprófi og tók mér frí í eitt ár til að hugsa mig betur um hvað ég vildi gera í fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.