Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Söngur 2000 í Svarfaðardal Einbeita sér í friði og ró Á HÚSABAKKA í Svarfaðardal hefur undafarna daga staðið yfir svokallað mast- erclass-námskeið fyrir söngvara og nefnist það Söngur 2000 í Svarfaðardal. Þetta er í annað skipti sem slíkt námskeið er haldið á þessum stað og að sögn Rósu Kristínar Bald- ursdóttur, aðalskipu- leggjanda námskeiðs- ins, heppnaðist það afar vel í fyrra. Þrettán söngvarar taka þátt í námskeiðinu og segir Rósa það góðan fjölda. Morgunblaðið leit við á námskeiðinu og kannaði hljóðið í þátttakendum. Námskeiðið velheppnað Dario Vagliengo er ítalskur pían- asti og söngþjálfari er starfar við Mozarteum í Salzburg og óperuna í Lyon. Hann kenndi á námskeiðinu í fyrra og leist það vel á skipulagn- ingu þess þá að hann er aftur kom- inn í Svarfaðardalinn. „Já, ég naut þess að kenna hér í fyrra. Nemend- urnir hér eru afar opnir fyrir nýj- ungum og tilbúnir að hlusta á leið- beiningar kennarans. Einnig er það gleðilegt að hér eru margar góðar söngraddir samankomnar," sagði Dario. Hann segir að skipulagning námskeiðsins sé einnig afar góð. All- ir nemendur koma fram einu sinni á dag á s.k. masterclass og æfa með píanóleikara einu sinni á dag. Auk þess geta þeir pantað aukatíma utan þess. „Að hafa námskeiðið hér gefur Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Kvöld- messa, annaðkvöld, sunnudagskvöld kl. 20. Morgunsöngur kl. 9 á þriðju- dag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 næstkomandi fimmtudag og hefst hún með orgelleik. Bænaefnum má koma til prestanna. Hægt er að fá léttan hádegisverð í safnaðarheimil- inu eftir stundina. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta í kirkjunni kl. 21 á sunnudags- kvöld, sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. IUÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 annaðkvöld, sunnu- dagskvöld. HVITASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar á morgun kl. 11.30. Þórir Páll Agnars- son sér um kennsluna. Léttur máls- verður að samkomu lokinni. Almenn vakningasamkoma verður á sunnu- dagskvöld. Valdimar Lárus Júlíus- son predikar. Fyrirbænaþjónusta. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: tækifæri á fullkominni einbeitingu. Hér er ekkert utanaðkomandi sem truflar, unnið er frá morgni til kvölds.Við náum því góðum árangri þrátt fyrir að námskeiðið sé stutt,“ sagði Dario. Frábær staður Alda Ingibergsdótt- ir tekur nú í fyrsta sinn þátt í slíku nám- skeiði í Svarfaðardal. Hún er með einsöngv- Dario arapróf frá Söngskól- Waglienco anum í Reykjavík og hefur einnig stundað nám við Trinity College í London, auk þess að syngja hlutverk í íslensku óperunni. Hún segir að námskeiðið sé afar vel heppnað. „Við vinnum frá morgni til kvölds og hér er ekkert sem truflar. Mér finnst þessi staður hafa upp á allt að bjóða til að halda svona námskeið. Húsnæðið er gott, hér er afar fallegt og náttúran gefur okkur innblástur í söngnum. Auk þess náum við betri einbeitingu hér heldur en við myndum gera í þéttbýlinu,“ sagði Alda. Hún segir að dagamir hefjist á morgunleikfími, síðan taki við upphitunaræfmgar og námskeiðið standi síðan fram að kvöldmat. Sáum fræjum Dóra Reyndal hefur kennt við Söngskólann í Reykjavík um árabil. Hún hefur einnig sótt námskeið út um allan heim og fyrr í sumar var hún gestakennari á alþjóðlegu söngnámskeiði í Nice í Frakklandi. „Ég get tekið undir það að það er afar heppilegt að halda námskeið sem þetta úti á landi. Hér er ekkert sem truflar og við getum unnið með söngvurunum frá morgni til kvölds." Hún segir að ágætt sé að hafa ekki fleiri nemendur en þetta, þá gefist meiri tími til að vinna með hverjum og einum. Á svona stuttu nám- skeiði erum við að sá fræjum. Við reynum að benda nemandanum á nýjar aðferðir og hugmyndir. Hann metur síðan hvað það er sem honum nýtist best, því enginn er eins, og það sem upp kemur er hugsanlega árangur af vinnu okkar hér,“ sagði Dóra. Námskeiðinu lýkur á sunnudag með tónleikum í Dalvíkurkirkju og hefjast þeir kl 20:30. Aðalstyrktar- aðilar námskeiðsins eru Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík og Dalvíkur- byggð. Morgunblaðið/Rúnar Þór Verk Rúríar taka sig vel út í Ketilhúsinu en sýningunni er að ljúka. Rúrí sýnir í Ketilhúsinu á Akureyri Sýnir verk í fjórum eyjum við Island TÍMANS rás er yfirskrit sýningar Rúríar á efri hæð Ketilhússins í Kaupvangsstræti, en henni lýkur á morgun, sunnudag, 27. ágúst. Á sýn- ingunni eru verk sem Rúrí vann sér- staklega fyrir þessa sýningu, en hún er partur af Listasumri 2000 sem staðið hefur yfir á Akureyri síðustu vikur. Á sýningunni í Ketilhúsinu eru sex verk, myndir af fossum og sagði Rúrí að margar væru byggðar á gömlum myndum, sumar þeirra allt að 100 ára gamlar. Hún sagði vatn lengi hafa verið tákn tímans, vatn sem rennur í það óendanlega líkt og tím- inn og þannig yrðu rásir tímans til. Með því að nota myndir sem aðrir hafa tekið af fossum tekst henni að fanga viðhorf þeirra til tímans. „Mér þykir afskaplega gaman að hafa verið boðið að sýna í Ketilhús- inu og fá tækifæri til að kynnast þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Akureyri með stofnun Gil- félagsins og Listasumars. Ég dáist að því fólki sem lagt hefur sig fram um að bygga þetta upp með góðum árangri, sagði Rúrí. Sem fyrr segir er sýning hennar í Ketilhúsinu og kvað hún það henta einkar vel fyrir sýninguna, en suðurhlið hússins má heita að sé eitt stór gluggi. „Þetta er óvenjulegt hús og gluggar þess afar veglegir, húsið er ekki of fágað, það er svona hæfilega hrátt og afskap- lega skemmtilegt sýningarhúsnæði, sagði Rúrí og vonaðist til að það fengi áfram að vera sem fijálslegast. Sýnir í ijórum eyjum í sumar hefur Rúrí einnig efnt til sýningar sem hún nefnir Helgun, en um er að ræða sýningu sem sett er upp á fjórum eyjum, Grímsey, Skrúði fyrir Austurlandi, Hellisey við Vestmannaeyjar og Flatey í Breiðaafirði. Ein eining verksins er á hverri eyju og er innandyra. Rúrí sagði að fyrir fáum árum hefði sér verið boðið að sýna í eyj- unni Skrúði og hugmyndin að þess- ari sýningu nú hefði þróast í fram- haldi af því. „Þessi sýning á sér þannig talsverðan aðdraganda, sagði Rúrí, en hún hefur ákveðið að gefa verkin til þeirra staða þar sem þau nú eru þannig að í raun má líta svo á að sýning hennar verði ekki tekin niður. „Þessi sýning tengist hug- mynd okkar um landvættina og hún óx eiginlega af sjálfu sér,“ sagði hún. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Tríó frá Bj örgvin leikur Prófastur Eyjafjarðarprófastsdæm- is, sr. Hannes Blandon, setur sr. Sol- veigu Láru Guðmundsdóttur í em- bætti sóknarprests í Möðruvalla- klausturskirkjuprestakalli. Athöfnin hefst kl. 20.30 annaðkvöld, sunnu- dagskvöld. Að lokinni athöfn verða veitingar í boði sóknarnefnda prestakallsins. Þá verður sr. Gylfi Jónsson, maki sr. Solveigar Láru, boðinn velkominn í embætti fræðslu- fulltrúa Eyjafjarðar- og Þingeyjar- prófastsdæma. PÉTURSKIRKJA: Messa ki. 18 í dag, laugardag, og á morgun kl. 11 í kirkjunni við Hrafnagilsstræti 2. TRÍÓ úr Bergensemble leikur á Listasumri á Akureyri laugardag- inn 26. ágúst í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju og hefjast tónleik- arnir kl. 20.30. Tónlistarfélag Akureyrar stendur að tónleikunum í samvinnu við stjórn Listasumars á Akureyri. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Bergensemble er sjö manna kammerhljómsveit frá Björgvin sem flytur klassíska tónlist með ýmiss konar hljóðfæraskipan og í íslands- heimsókninni að þessu sinni leika þrír hljóðfæraleikarar, þau: Tone Hagerup á klarinett, Jörg Berning á selló og Signe Bakke á píanó. Tónleikamir bera yfirskriftina: Norræn Beethoven-tilbrigði. Verkin á tónieikunum verða Tríó í B-dúr op. 11 eftir Beethoven og ný verk eftir íslenska tónskáldið Askel Más- son og norska tónskáldið Ketil Hvoslef, hvort tveggja verkið til- brigði við stef úr fyrrnefndu verki Beethovens - af þessu draga tón- leikamir nafn sitt. Einnig verður leikið Tríó í a-moll op. 114 eftir Brahms. Tríóið heldur tvenna tónleika hér á landi og verða tónleikar í Norræna húsinu, sem marka upphaf tónlistar- heimsókna milli Björgvinjar og Reykjavíkur, tveggja evrópskra menningarborga árið 2000. Síðar á árinu fer Blásarakvintett Reykja- víkur til Björgvinjar. Hópurinn hefur fengið styrk til Islandsfararinnar frá norska sendi- ráðinu í Reykjavík, Tónlistarfélagi Akureyrar, sjóði Kavli-fyrirtækisins til almenningsnota, og menningar- deild sveitarféiags Björgvinjar. Kammertónlistarfélag Björgvinjar pantaði verk Áskels Mássonar og Ketils Hvoslefs með fjárveitingu frá NOMUS. Verkefnið Norræn Beet- hoven-tilbrigði er unnið í samstarfi við Björgvin menningarborg 2000. Sögu- ganga um inn- bæinn SÖGUGANGA um innbæinn verður á morgun, sunnudaginn 27. ágúst, og hefst hún kl. 14. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og endað við Minjasafnið um klukkustund síðar. Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir göng- unni og verður Signý Þóra 01- afsdóttir sagnfræðinemi leið- sögumaður. Þátttaka er ókeyp- is og öllum heimil. Nú standa yfir sýningamar Eyjafjörður frá öndverðu, Ak- ureyri - bærinn við Pollinn og sýning á ljósmyndum Sigríðar Zoéga yfir í safninu. I barna- horni era leikföng fyrir yngstu safngestina og hægt að fá kaffi- sopa og aðra drykki í sólstofu. Safnið er opið alla daga frá kl. 11 til 17 og á miðvikudögum er opið til kl. 21. Henriette Van Egften sýnir í Kompunni SÝNING á verkum Henriette Van Egten verður opnuð í Kompunni, Kaupvangsstræti 24, laugardaginn 26. ágúst kl. 16. Henriette á heima í Amster- dam, Hollandi. Þar rekur hún ásamt Rúnu Þorkeisdóttur og Jan Voss bókabúðina og gall- eríið Boekie Woekie. I rúm tuttugu og fimm ár hefur Henriette heimsótti Is- land árlega og er því kunnug landi og þjóð sem eflaust hefur haft áhrif á listamanninn á 30 ára ferli. Henriette verður á staðnum og býður alla vel- komna. Trúfélög sameinast í bæn Bænastund við friðarsúlu TRÚARSAMFÉLÖG um allan heim hafa verið beðin um að sameinast í bæn á sérstökum bænadegi fyrir heimsfriði hinn 28. ágúst næstkomandi, opnun- ardegi aldamótaráðstefnu trú- arlegra og andlegra leiðtoga fyrir heimsfriði. Ákveðið hefur verið að hafa bænastund við friðarsúlu í skógarlundi bak við gömlu gróðrarstöðina á Akureyri, skammt sunnan við nýju skautahöllina mánudagskvöld- ið 28. ágúst kl. 20. Ekið á hjól- reiðamann UMFERÐARÓHAPP varð um hádegisbilið í gær á mótum Mýrarvegar og Hamarsstígs. Stúlka á reiðhjóli hjólaði út á götu með þeim afleiðingum að hún lenti fyrir bíl. Að sögn lög- reglu var stúlkan með hjálm og samkvæmt þeirra upplýsingum voru meiðsli hennar minnihátt- ar. Einnig stöðvaði lögreglan tvo ökumenn grunaða um ölvun við akstur. loftþjöppur-loFtlagnir SINDRI Borgartúni 31 • s. 575 0000 • www.sindri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.