Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 35
34 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 35 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMSÓKN ARFLOKKU Rl NN OG EVRÓPA s FUNDI landsstjórnar og þingflokks Framsóknar- flokksins, sem haldinn var að Hrafnagili í Eyjafirði í fyrradag, var ákveðið að taka afstöðu flokksins til Evrópumáia tii enuurskoðunar. í því skyni var skipaður 50 manna starfs- hópur innan Framsóknarflokksins og fer því ekki á milli mála, að mikil al- vara liggur að baki þessari ákvörðun. Fyrir nokkru skilaði utanríkis- ráðuneytið sérstakri skýrslu um Evrópumálin og af þessu tilefni sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins í samtali við Morgunblaðið í gær: „I henni voru engar pólitískar niðurstöður en nú er það verkefni stjórnmálamanna með hvaða hætti við mætum þróuninni. Ég tel óhjá- kvæmilegt að Framsóknarflokkurinn taki á þessu máli.“ I umræðum á Alþingi hinn 2. nóv- ember á sl. ári sagði utanríkisráð- herra m.a.: „Þó að Island hafi aldrei sótt um aðild og engin slík umsókn sé í undirbúningi þá hefur aðild aldrei verið hafnað. Ákvarðanir samstarfs- ríkja okkar í EFTA á næstu árum munu hafa áhrif á þá stöðu.“ Það er ljóst, að skiptar skoðanir eru innan Framsóknarflokksins um þessi mál. í grein í Degi hinn 5. júlí sl. sagði Árni Gunnarsson, fyrrverandi formaður samtaka ungra Framsókn- armanna og varaþingmaður Fram- sóknarflokksins m.a.: „Vilji menn láta sverfa til stáls í þessu viðkvæma máli hér og nú og vilji forysta Fram- sóknarflokksins gera Evrópusam- bandsaðild að kosningamáli fyrir næstu kosningar, þá klofnar flokkur- inn. Hann má ekki við því.“ í frétt í Morgunblaðinu hinn 27. júní sl. um þing Sambands ungra framsóknarmanna sagði m.a.: „Fyrir þingið hafði utanríkismálahópur SUF útbúið tillögu að ályktun, þar sem bókstaflega var mælt með að að- ildarviðræður við ESB byrjuðu strax en ekki náðist eining um þá tillögu á þinginu. í umræðum um málið skipt- ust ungir framsóknarmenn í þrjár ólíkar fylkingar og um hríð stefndi í að kosið yrði á milli þriggja tillagna að ályktun um Evrópumál. Að lokum var þó sætzt á þingsályktun, sem Einar (Skúlason, formaður SUF) við- urkennir að sé nokkurs konar mála; miðlun á milli mjög ólíkra skoðana. í þeirri ályktun, sem SUF sendi á end- anum frá sér kemur fram, að Sam- bandsþing ungra framsóknarmanna skorar á ríkisstjórn Islands að hún hefji sem fyrst vinnu við að skilgreina markmið íslands ef til aðildarvið- ræðna við ESB kemur. Segir í álykt- uninni að mikilvægt sé að Islendingar skilgreini stöðu sína þannig, að við verðum undir það búin að taka ákvörðun um hvort sótt verður um eður ei.“ Af framansögðu verður ljóst, að 50 manna starfshópur Framsóknar- flokksins mun takast á við mikinn vanda vegna ólíkra sjónarmiða innan floþksins. í umhverfi okkar íslendinga hefur ekkert það gerzt, sem gefur sérstakt tilefni til að taka hugsanlega aðild að ESB upp til umræðu. Við höfum ekki rekizt á neina þá múra í samskiptum okkar við Evrópusambandið, sem knýja á um aðild. Við höfum ekki orð- ið þess varir, að viðskiptahagsmunir okkar eða pólitískir hagsmunir krefj- ist þess, að málið verði tekið upp nú. Með því er ekki sagt að það sé óeðlilegt að einstaka stjórnmála= flokkar taki þetta mál upp til alvar- legrar umræðu. Samskipti okkar við Evrópuríkin eru langtímamál og eðli- legt að stjórnmálaflokkarnir vilji vera vel undir búnir hugsanlegar um- ræður um málið í framtíðinni. Með EES-samningunum höfum við tryggt viðskiptahagsmuni okkar og aðra hagsmuni gagnvart Evrópusam- bandinu svo vel, að segja má, að við njótum þess bezta. Við njótum nánast allra þeirra kosta, sem fylgja ESB- aðild en við losnum við flesta ókosti slíkrar aðildar. Kjarni málsins er þó sá sami og verið hefur árum saman og hann er þessi: að óbreyttri sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins getum við íslendingar ekki gerzt aðilar að Evrópusambandinu. Við getum ekki fallizt á, að allar formlegar ákvarðan- ir varðandi fiskveiðar okkar, fisk- veiðistjórnun og fiskveiðilögsögu verði teknar í Brussel. Slíkir samn- ingar yrðu aldrei samþykktir í þjóð- aratkvæðagreiðslu á íslandi. Því mið- ur er ekkert sem bendir til þess, að breyting verði á sjávarútvegsstefnu ESB. Af þessum sökum er ákveðin óskhyggja fólgin í viðleitni manna til þess að taka þetta mál á dagskrá. Efnislegar staðreyndir málsins liggja fyrir og þær eru mjög skýrar. Það eina, sem gæti breytt þessari stöðu er þróun evrunnar. Éf öll aðild- arríki ESB taka evruna upp á næstu árum gætum við íslendingar komist í mikinn vanda. Annars vegar mundu sjávarútvegshagsmunir okkar krefj- ast þess, að við stæðum utan við ESB. Hins vegar gæti sú staða komið upp, að það yrði ákaflega erfitt vegna al- mennra viðskiptahagsmuna okkar að standa utan evrusvæðisins. Þessi staða er ekki komin upp og það mun töluverður tími líða áður en í ljós kemur, hvort við stöndum frammi fyrir þessum vanda. Óhikað má fullyrða, að þegar starfshópur Framsóknarflokksins fer að skoða þessi mál ofan í kjölinn muni hann reka sig á þær staðreynd- ir, sem hér hafa verið raktar. Á Alþingi íslendinga er enginn meirihluti fyrir því að sækja um aðild að ESB. Sá flokkur, sem mest hefur haft ESB-aðild á oddinum, er Al- þýðuflokkurinn, sem nú er hluti Sam- fylkingarinnar. Ólíklegt má telja, að ef í odda skærist væri einhugur um umsókn um aðild að ESB innan Sam- fylkingarinnar, alla vega ekki á meðal almennra stuðningsmanna flokksins. Það hlýtur að teljast heldur ólík- legt að Framsóknarflokkurinn ákveði að gera aðildarumsókn að ESB að helzta kosningamáli flokksins í næstu kosningum. Auk þess að skiptar skoðanir eru í röðum trúnaðarmanna Framsóknarflokksins er alveg ljóst, að verulegur hluti kjósenda flokksins er andvígur aðild að ESB. Slíkt kosn- ingamál mundi valda Framsóknar- flokknum miklum vanda í kosninga- baráttunni. \ Lothar Spáth segir Þýskaland að mestu hafa yfirstigið vandamál sameiningarinnar Vandi Þýskalands að mestu veg’na hnattvæðingar Lothar Spáth sagði 1991 af sér sem for- sætisráðherra Baden-Wiirttemberg og réðst til að stjórna austur-þýska sjón- tækjaframleiðandanum Jenoptik. Ef eitt- hvert fyrirtæki í Austur-Þýskalandi var líklegt til að ganga vel eftir sameiningu landsins var það Jenoptik, en undir hand- leiðslu Spáth hefur gengi hlutabréfa fyrir- tækisins 'hækkað um helming á þesstt ári, Karl Blöndal ræddi við Spáth um þýsk efnahags- og stjórnmál. Morgunblaðið/Ami Sæberg Lothar Spath, stjórnarformaður Jenoptik og fyrrverandi forsætis- ráðherra Baden-Wiirttemberg. LOTHAR Spath, stjórnar- formaður fyrirtækisins Jenoptik og fyrrverandi forsætisráðherra Baden- Wiirttemberg, flutti fyrirlestur um stöðu Þýskalands í kjölfar samein- ingarinnar á vegum Þýsk-íslenska verslunarráðsins í gær. Hann segir að helstu vandamál sameiningar- innar hafi nú verið leyst og nú sé fremur hægt að tala um sameigin- legan vanda austur- og vesturhlut- ans. Spath telur að umræðan í Þýska- landi sé að vissu leyti á villigötum. „I Þýskalandi er enn verið að tala um hvað hafi verið rétt og hvað hafi verið rangt þegar sameiningin átti sér stað,“ segir hann. „Ljóst er að við munum þurfa að glíma við ákveðin efnahagsvandamál enn um skeið. Við vorum of bjartsýn við sameininguna. Það er ekki svo mik- ill munur milli austurs og vesturs á þeim efnahagsvandamálum, sem Þjóðverjar munu þurfa að eiga við á næstu tíu árum eða svo. Þau eru að mestu leyti afleiðing hnattvæðing- arinnar." Hann segist benda á þetta vegna þess að í Þýskalandi og í ákveðnum hópi utan landsins sé enn litið á vandann í kjölfar sameiningarinnar sem aðalmálið í efnahagsmálum. „Það væri slæmt ef svo væri. Mig langar til að segja örlitla sögu. Um helmingur af okkar sölu er erlendis. Þegar ég fer til Singapore og kynni mig sem Lothar Spath frá Austur- Þýskalandi horfir viðmælandi minn á mig furðu lostinn, segist heita Chong og koma frá Vestur-Singa- pore. Með öðrum orðum hefur sam- eining Þýskalands enga skírskotun. í Þýskalandi halda menn að allur heimurinn hafi áhuga á henni. Á tíu árum hefur vaxið upp heil kynslóð fólks, sem að hluta hefur gengið í skóla eftir að Þýskaland sameinað- ist og veit álíka mikið um samein- inguna og ég um Austur-Tímor.“ Voru óviðbúnir Spáth segir helsta vandamálið við sameininguna hafa verið að menn voru fullkomlega óviðbúnir, þó meira að segja hafi verið rekið sér- stakt ráðuneyti með allt Þýskaland á sinni könnu í 30 ár, þar sem ein- hver undirbúningur hefði átt að eiga sér stað. Þetta sé liðin tíð, þó tvö vandamál hafi verið óhjákvæmi- leg, vegna þess hvemig kerfið var uppbyggt. ,Áf pólitískum ástæðum varð að taka ákvarðanir, sem stóðust ekki efnahagslega," segir hann. „Við vissum öll að efnahagsmáttur þýska alþýðulýðveldisins var ekki meiri en svo að það hefði réttlætt hlutfallið einn á móti fjórum eða einn á móti sex á móti vestur-þýska markinu við gjaldeyrisaðlögunina. En þá hefði ekki verið hægt að halda aftur af fólki í austrinu þegar múrinn var fjarlægður. Austrið hefði tæmst að stórum hluta og breyst í elliheimili ef ungu fólki þar hefði verið sagt að það myndi ekki ná sömu lífsgæðum og í vestrinu fyrr en eftir áratug." Hann segir að því hafi orðið að grípa til ráða, sem stríddu gegn lög- málum markaðsbúskaparins. Ann- ars vegar hefði þurft að láta eitt austur-þýskt mark jafngilda einu vestur-þýsku. Hins vegar þurfti að bæta lífsgæði í austrinu með til- flutningi peninga, launajöfnun, að- lögun félagslegrar þjónustu á fimm ára tímabili og menn hafi vanmetið þau öfl, sem það leysti úr læðingi. „Hefjumst handa á því jákvæða,“ segir hann. ,Aukning félagslegrar þjónustu tryggði að eftirspurn var töluverð í Austur-Þýskalandi. um helmingurinn var eigin framleiðsla, en hinn helmingurinn aðflutt fé. Ef við erum að tala um þjónustu og að fullnægja daglegum þörfum ræður ekki framleiðslugetan heldur eftir- spum íbúanna. Þegar hún nær 80% af eftirspurninni, sem til dæmis er í Baden-Wurttemberg, má segja að komin sé upp sambærileg staða við vesturhlutann því í Vestur-Þýska- landi, einkum norðurhlutanum, eru svæði þar sem eftirspurnin svipuð." Hann segir að í upphafi hafi einn- ig gengið vel vegna þess að mikið var að gera í byggingariðnaði, til dæmis við byggingu matvælamark- aða og hótela. Einnig hafi orðið til sá möguleiki að afskrifa byggingar- kostnað gagnvart skattinum. Hag- vöxturinn hafi farið upp í átta til níu af hundraði, en ekki hafi verið allt sem sýndist við þetta blómaskeið. ,Á þjónustusviðinu gekk allt upp vegna eftirspurnar, sem að hluta var tilbúin. Síðan var mikil eftir- spum úr vestri eftir fjárfestingum, sem vora háðar skattaívilnunum, sem gerðu kleift að afskrifa allt að helming. Þetta gekk vel. Því var haldið fram að kostaði sameiningin meira en 200 milljarða færi allt á hausinn og markið yrði verðlaust. í millitíðinni höfum við varið 1,1 billj- ón marka og allt er í lagi og markið stöðugt.“ Strandar á framleiðniþættinum Spath segir að ekki hafi gengið jafn vel með framleiðniþáttinn. „Þjónusta er ávallt staðbundin. Ég get ekki farið og keypt rúnn- stykki í morgunmat í Póllandi þótt þau séu ódýrari þar. En þegar farið er að tala um framleiðni blasa vandamálin við. Framleiðni í aust- urhluta Þýskalands var aðeins þriðjungur þess, sem gerist í vest- urhlutanum en er nú tveir þriðju. Tekjurnar era hins vegar 80 til 90% af því sem gerist í vesturhlutanum. Það er því tíu til 15% dýrara að framleiða hluti í Austur- en Vestur- Þýskalandi." Spath segir að munurinn milli Austur- og Vestur-Þýskalands sé alltaf að minnka og meginvanda- málið sé að ekki sé þörf fyrir þá kunnáttu, sem fólk hafi til að bera, og skortur á fólki með þá þekkingu, sem vanti á vinnumarkaðinn. Áður fyrr hafi reynslan nýst mönnum þegar þeir fóra að eldast og líkams- styrkurinn þvarr. Á tímum Netsins og hnattvæðingarinnar sé reyndin önnur. Þessir nýju tímar kalli einn- ig á breyttar áherslur þegar komi að innviðum þjóðfélagsins. Ekki dugi lengur að leggja götur, vatns- leiðslur, skolprör, rafmagnsleiðslur og fjarskiptakerfi. Búa þurfi til það sem hann kallar klasa eða þyrping- ar fyrir vísindin, þar sem komi sam- an vaxtarbroddur fyrirtækja, há- skólar og tækniskólar. Fyrsta verkið að reka 16 þúsund manns Spáth segir að of mörg störf hafi orðið til í austrinu á rangri for- sendu. Þar séu niðurgreiðslur mikl- ar og launakostnaður lágur. I Vest- ur-Þýskalandi þurfi að greiða starfsmanni í bílaverksmiðju í Wolfsburg 50 mörk á klukkustund þegar laun og allur kostnaður sé tekinn með. I Zwickau í Austur- Þýskalandi sé þessi kostnaður 36 mörk, hjá Seat í Barcelona 21 mark, hjá Skoda í Tékklandi fimm mörk og í Shanghai eitt mark. „Þetta þýðir að komið var á fram- leiðslu í Áustur-Þýskalandi, sem skapar einna minnst verðmæti. Af- leiðingin er sú að þessi störf eru í mun meiri hættu en hátæknistörfin í Vestur-Þýskalandi. Árangur Jen- optik byggist hins vegar á því að frá upphafi var ljóst að menn ættu að gleyma öllu sem þeir hefðu lært og byrja upp á nýtt. Stefnan var að ná fótfestu á alþjóðlegum mörkuðum og ekki mátti búa til störf, sem þeg- ar yrðu í hættu. Af 6.000 starfs- mönnum starfa 1.500 í Jena. Ég er með jafnmarga starfsmenn í Aust- ur-Asíu og Thuringen og fleiri starfsmenn í austurhluta Þýska- lands en vesturhlutanum. Munur- inn er sá að við höfum skrifstofur í Jena og getum búið til ný fyrirtæki og þar fram eftir götunum, þannig höfum við myndað þar þyrpingu í þeim skilningi, sem ég var að tala um áðan.“ Spáth kom til Jena árið 1991, sama ár og hann sagði af sér em- bætti forsætisráðherra í Baden- Wurttemberg. „Það fyrsta, sem ég þurfti að gera var að segja að á næstu fjóram mánuðum yrði ég að reka 16 þúsund starfsmenn af 27 þúsund," segir hann. „Það vora mótmæli, en mjög varfærnisleg því að fólk var hrætt. Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér og allir mínir vinir og ráðgjafar sögðu mér að ég væri orðinn brjálaður, þetta gengi ekki. Aðstæður vora líka slík- ar að allar tölur, sem mér voru rétt- ar vora rangar, engin ráð stóðust. Fólk vonaði hins vegar að ég vissi hvað ætti að gera, en ég vissi það ekki heldur. Til reiðu vora 16 verksmiðjur og engin vinna, ekki einu sinni fyrir þá 11 þúsund starfs- menn sem ég hélt hjá fyrirtækinu, en þá hafði ég leyfi til að setja í vinnu annars staðar. Ég ákvað að aðeins þyrfti eina verksmiðju og lét rífa byggingar fyrirtækisins í mið- borginni þannig að hægt yrði að reisa verslunarmiðstöðvar í staðinn. Á þessum tíma var gríðarleg spurn eftir lóðum og ég stofnaði bygging- arfyrirtæki. Við lifðum fyrstun árin af með fasteignaviðskiptum. Hins vegar vaknaði mikil reiði þegar ég lét rífa byggingarnar í miðborginni og fólk í Jena hafði á orði að þessi hús hefðu staðist heimsstyrjaldirn- ar en ekki Spáth.“ Hann segir að á þessum tíma hafi þetta verið hægt. Skrifræði hafi varla verið til staðar í borginni og borgaryfirvöld hafi einfaldlega sagt sér að láta til skarar skríða. Húsin vora rifin og 200 fjárfestar fundnir í Vestur-Þýskalandi, Evrópu og Bandaríkjunum, sem vildu koma til Jena. Gerður var samningur um að þeir fengju lóðirnar ókeypis, en hver varð að taka ákveðinn fjölda starfsmanna, þannig fann hann störf fyrir 6.000 manns. Þá fékk Jenoptik bætur fyrir að hafa haft þennan fjölda á launaskrá í þrjú ár án verkefna. „Nú hafði ég skyndilega fé, sem ég notaði til að kaupa fyrirtæki með markaði. Ég hafði nefnilega fram- leiðsluna en enga markaði. Gegnum þau gat ég markaðssett framleiðsl- una. Nú höfum við gerbreytt fyrir- tækinu og í næstu viku mun ég kynna nýjar tölur um hagnað þess. Við höfum staðið okkur best allra iðnfyrirtækja í Þýskalandi á þessu ári og gengið á hlutabréfamarkaði hefur hækkað um 58% á þessu ári.“ Úr pólitík í viðskipti Spáth fæddist 1937. Hann hefur einu sinni komið til Islands áður og tengdist sú heimsókn upphafi ferils hans í pólitík. Hann fékk samþykki konu sinnar fyrir því að fara í framboð fyrir kristOega demókrata gegn því að lofa að fara í siglingu með henni og lá leiðin meðal annars til Islands. 1967 varð hann borg- arstjóri í Bietigheim í Baden- Wúrttemberg, 1978 innanríkisráð- herra þar og sama ár var hann kjör- inn forsætisráðherra sambands- landsins. Hann var áberandi á þeim tíma Og þóítí eiga frama vísan á landsvísu. Forsætisráðherra var hann í þrettán ár og var reyndar forseti efri deildar þýska þingsins í krafti þess frá 1987 til 1990. 1991 sagði hann af sér eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði látið iðn- jöfra og fyrirtæki greiða fyrir sig og fjölskyldu sína ferðir. Hann sagðist aldrei hafa verið til sölu og bauðst til að endurgreiða kostnaðinn. Grein í vikuritinu Spiegel fyllti mælinn og hann sagði af sér. Það fylgdi honum því skuggi til Jena, en nú hefur hann verið gerður þar að heiðursborgara. Aldrei aftur í flokkapólitík „í Baden-Wúrttemberg naut ég aldrei þeirrar virðingar, sem ég nú nýt í Jena. Á sínum tíma sagði ég einfaldlega að ég gæti ekki leyft mér að sitja í embætti meðan hálfs árs rannsókn stæði yfir. Ég bað hvorki um pólitíska fyrirgreiðslu né hjálp heldur fór mína eigin leið. Ég er hins vegar ekki orðinn ópólitísk- ur. Ég skrifa dálk í tímaritið Kapit- a1, er með þátt í sjónvarpinu, sem heitir „Spáth am Ábend“, og held fleiri fyrirlestra en nokkra sinni. En í flokkapólitík ætla ég aldrei aftur.“ Spáth segir að á sínum tíma hafi þetta verið mjög erfitt, en nú líti hann öðra vísi á málið: „Þegar ég kom á ritstjóm Spiegel fyrir skömmu sagði ég þeim að ég væri að hugsa um að skrifa þakkarbréf." Spáth segist vera í góðu sam- bandi við stjórnmálamenn allra flokka um þessar mundir, þar á meðal Gerhard Schröder kanslara, sem hann telur að muni sitja annað kjörtímabil. „Schröder er mjög klókur maður. Hann átti vandræðum í upphafi, en í kjölfar þeirra vandamála, sem kristilegir demókratar hafa verið í, áttaði hann sig á að fólk vill ekki deilur, heldur umbætur og sátt.“ Angela Merkel er arftaki Kohls í forastu ki-istilegra demókrata. „Hún hefur staðið sig vel í að stýra flokknum í gegnum vandræðin vegna ólöglegu peningaframlag- anna til hans,“ segir hann. „í Þýska- landi kunna menn að meta að hún vill leysa vandamálin með opnum hætti. I pólitík gildir hins vegar ekki aðeins heiðarlegur vilji, heldur brögð og baktjaldamakk og þetta verður ekki einfalt fyrir hana. Hún á raunhæfan möguleika, en þá verða allir að hjálpa tíl, sérstaklega Helmut Kohl.“ Mikill styrr hefur staðið um Helmut Kohl vegna þess að hann hefur ekki viljað greina frá því hvaðan ólöglegar greiðslur til flokks hans komu. Spáth telur að eftir tíu ár verði þetta mál horfið og Kohl verði dáður á ný. Hann muni leika stórt hlutverk þegar sagan verður skrifuð vegna þáttar hans í samein- ingu Þýskalands. „í pólitík er það þannig að mönn- um er hælt fyrir hluti, sem þeir geta ekkert að gert, og það er barið á mönnum fyrir það, sem þeir geta ekkert að gert,“ segir hann. „Sá, sem ekki sættir sig við þetta, getur ekki verið hamingjusamur í pólitík.“ SPANN Mér datt í hug að Þórbergur kefði verið klónaður kér í Barsinó 12. maí, föstudagur Barcelona - hvað kallar þetta orð fram, þetta kunnuglega orð? Sólarlandaferð? Vasaþjóf? Nei, ekki endilega. Þó að gamla hverfið sé við fyrstu sýn heldur skuggalegt að kvöldlagi leynir borgin á sér í gagnsærri birtu Miðjarðarhafs- ins og undir yfirborði ferðaiðnað- arins era margar gersemar ef að er gáð. Hverjar? Picasso, Miro, Gaudi sem hannaði bæði hús og garð fyrir auðmanninn Guell, vin sinn, en þó l HUiUuiv, Kirkja Gaudis er enn í smíðum; kh'kja Hinnar heilögu fjölskyldu, þar er Gaudi sjálfm' grafínn undir væntanlegum kór þessa hálfkar- aða snilldarverks. Hann fórst í sporvagnsslysi 1926, hálfáttræð- ur, en kirkjusmíðin hófst 1882. Þá var Gaudi ungur maður og, nei - ekki upprennandi, heldur frægur. Kirkjan hefur þannig verið 118 ár í smíðum. Þar sem við búum á ★★★-hóteli sem heitir eftir þessum frægasta arkitekt Spánverja, Hotel Gaudi, hef ég bundið sérstakt trúss við minningu hans því að hótelið er gott fyrir sinn þriggja stjömu snúð og engin ástæða til að vera að snobbast í ★★★★-hóteli í svona hafnarborg. Andspænis hótelinu stendur hallarhús Gúells sem Gaudi hannaði fyrir vin sinn og er nú varðveitt safn. Það stendur við Rambla 3-5. Öðravísi bygging en allar aðrar eins og allt sem Gaudi kom nálægt, eins konar ævintýri úr hulduheimum. Og svo náttúrlega þessi óviðjafnanlega gersemi, dóm- kirkja Hins heilaga kross. Á bak við hana er elzta torg borgar- innar sem er 2000 ára gömul. Hún á rætur að rekja til róm- verska heimsveldisins og hét áð- ur Barsinó. Rómveijar hafa víða skilið eftir sig spor. Það var gaman að fara með heldur gömlum leiðsögumanni í Gaudi-garðinn því að hann er - hvað á ég að segja, ekki eins og Þórbergur heldur svo eftir- minnileg afsteypa af honum að mér datt í hug að Þórbergur hefði verið klónaður hér í Bars- inó; sama hæð, sama höfuðlag, sömu útlínur, sama göngulag; og lágmæltur. En ef þetta hefði ver- ið sjálfur meistarinn hefði hann áreiðanlega ekki talað þau fjögur tungumál sem þessi spænski leið- sögumaður þurfti að hafa á tak- teinum heldur hefði hann látið sér nægja esperantó sem hann var sannfærður um að yrði einn góðan veðurdag það alþjóðamál sem allir gætu unað við, einnig heimsveldissinnar. Og þá hefði hann gert þær kröfur til ferða- mannanna að þeir skildu þennan rökfasta samsetning. Gaudi-garðurinn er engu líkur; hús úr ævintýram, gerð úr grjóti og mósaik, híbýli eins og blóma- vasar; hellar úr grjóti og hlaðnar steinsúlur sem minna á fílsfætur; eða pálmatré; engar beinar línur því Gaudi notar þær helzt ekki. Hann hafði illan bifur á beinum línum eins og Buckminster Full- er sem fann upp kúluhúsið, mig minnir eitt slíkt sé í Hafnarfirði. Það er byggt upp eins og jörðin sjálf og þess vegna þrælsterkt; kúla úr þríhyrningum. Þegar ísöld leggst yfir norður- hjarann, sagði Buckminster Full- er við mig, þá byggjum við geod- esiskt þak yfir Reykjavík og þá verður hún eins og gróðurhús! KIRKJA Hinnar heilögu fjölskyldu. Þar er Gaudi sjálfurgrafinn undir væntanlegum kóríþessu hálfkaraða snilldarverki. bakhlið, auk turnanna sem era komnir vel á veg en innan dyra ekkert nema vinnupallar, kranar, efni og verkfæri. Og svo jarð- neskar leifar meistarans sjálfs í gólfinu. Þegar við stóðum í miðju Miro- safninu komu fóstrar með krakk- ana sína sem öll vora eins klædd í rauðbleikum fötum og tengd saman með grænum reipum og börnin kunnu vel við sig innan um myndir þessa barnslega röksnill- ings myndlistarinnar; sungu og vora kurteis. Allt við hæfi í þessu musteri hinnar bamslegu listar sem er svo einstæð og persónuleg að hún minnir ekki á neitt nema sjálfa sig. Mest hafði ég þó gam- an af myndum úr bronzi og jámi, rækilega máluðum í mirólitum. Þessi verk standa úti og njóta sín vel. Teppin inni einnig mjög áleit- in innan um öll stórmálverkin sem maður hefur séð ótal sinnum í bókum, sum þeirra a.m.k., og vora því kunnugleg. En mesta listaverk staðarins var ef til vill staðurinn sjálfur; útsýnið. Miro- safnið stendur skáhallt við gamla ólympíuleikvanginn og horfir yfir hæðina, borgin framundan, hafið, himinninn. Eilífðin. Allt framundan, hugsanir mannsins, sköpunai'verk hans; allt nema maðurinn sjálfur, hann sem öllu þykist ráða Úggur ann- aðhvort í kórgólfinu eða jörðinni; stundum einungis duft í keri, allt - nema það sem er framundan. Af þeim sökum, ekki sízt, er listin jafnmikilvæg og raun ber vitni. M. ÞAKVERK eftir Gaudi. Og þar verður hlýrra loftslag en í dag! Fólkið sællegt og rjótt eins og tómatar! Gaudi sótti fyrirmyndir sínar í náttúrana, sagði: Sá sem ætlar að vera framlegur verður að sækja í framleikann; náttúrana. Og það era engar beinar línur í náttúr- unni! I hálfkaraðri kirkju Hinnar heilögu fjölskyldu upplifði ég Köln á þeim tímum þegar dóm- kirkjan þar var í smíðum á miðöldum, þýzka töluð allt í kringum okkur og eitt mesta listaverk samtímans í burðar- liðnum. Hér eiga milljónir vél- menna framtíðarinnar eftir að undrast andspænis þessu furðu- verki. Nú einungis útlínur og nokkum veginn fullgerð for- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.