Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens Hundalíf Ljóska ERUMWDEKKIOF UNS TTL AÐ NOTA ÞA60R6? NU, PU SESIST ELSKA OSTA- B0R6ARA? AFHVERJJ SETURPÚPÁ EKI ELSKA6MIS? A MAN 60ES INTO A RESTAURAKIT, SEE, ANP UE ASKS THE MANAéER/'UJWVARE ALL YOUR WAITRE55E5 50 5HORT?" THE MANA6ER 5AYS,,lSO ITÍL MAKE OUR ROOM LOOK BI66ER!" HA HA HA UA HA MAjf Maður gengur inn á veitingastað og spyr yfirmanninn, “Af hverju eru allar þemumar svona litlar?” Yfirmaðurinn svarar, “Svo staðurinn okkar Kti út fyrir að vera stærri!” HA HA HA HA HA!! Mér leiðast veitingahúsabrandarar.. Hækkun lyfja- kostnaðar í Nor egi og á Islandi Ingvar Hallgrímsson skrifar: NÝLEGA hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt að lyfjakostnaður í landinu skuli hækka um einn milljarð á ári og að sjúklingamir (þ.e. þeir með breiðu bökin) eigi að bera allan kostnaðinn eins og hann leggur sig. Með því lækkar lyfjakostnaður ríkis- ins um sömu upphæð. í „Dagbladet“ í Ósló frá 3. júní sl. er skýrt frá því, að lyfjaeftirlit ríkis- ins í Noregi (Statens Legemiddel- kontroll) hafi að fyrirmælum norska heilbrigðisráðuneytisins sett nýjar reglur um hámarksverð á lyfseðils- skyldum lyfjum þar í landi. Mark- miðið sé að lækka lyfjakostnað norska ríkisins um 155 milljónir norskra kr. (um 1,4 milijarð ísl. kr.). Lyf handa 4,4 milljóna manna þjóð í Noregi hækka þannig um 1,4 milij- arð kr. en á íslandi hækka lyf til 278 þúsund manna þjóðar um 1 milljarð. A þessu sést hve gífurleg lyfjahækk- unin er hér á landi miðað við það sem eríNoregi. En hver skyldi nú greiða hækkun lyfjakostnaðar í Noregi? í forystu- grein í fyrmefndu blaði er skýrt frá því að norska ríkisstjómin hafi ákveðið að lyfjafyrirtækin og lyfsal- ar í landinu greiði þessa hækkun. Samtímis hefur norska ríkisstjórnin gefið norska lyfjaeftirlitinu fyrir- mæli um að setja nýjar reglur um hámarksverð á lyfseðilsskyldum lyfjum í því skyni að lækka lyfjaverð til almennings. Lyfjafyrirtækin em æf og munu kæra málið til dómstóla. Ritstjóri „Dagbladet" segir að hjá lyfjafyrh-tækjum hafi blóðþrýsting- ur manna hækkað í öfugu hlutfalli við gróðavon. I greininni er bent á að vöxtur í lyfjaiðnaðinum hafi verið meiri en í flestum öðmm iðnaði og að sala lyfja aukist hröðum skrefum. Ágóðinn á þeim bæ sé svo gífurlegur, að lyfjaiðnaðurinn geti vel tekið á sig þessar álögur sem ella hefðu lent á almenningi. I „Dagbladet" frá 14. júlí er mál þetta tekið til meðferðar á ný og m.a. skýrt frá því, að velta norskra apó- teka hafi á síðustu tíu áram vaxið úr 4,6 milljörðum norskra kr. (um 39,6 milljörðum ísl. kr.) í 10,4 milijarða norskra kr. (um 89,4 milljarða ísl. kr.) Þar er einnig birtur listi yfir hámarksverð á 10 algengustu lyf í Noregi samkvæmt gömlu og nýju hámarksreglugerðinni og em 9 þess- ara lyfja til sölu hér á landi. Verð þeirra virðist mjög misjafnt eftir löndum, en fyrir leikmann er engin leið að gera sér grein fyrir raunvera- legum kostnaði sjúklingsins (kaupa- ndans) nema með því móti að vera nákunnugur ölium þeim afslátt- arreglum sem í gildi era í báðum löndum t.d. fyrir öryrkja, lífeyr- isþega o.s.frv. Hins vegar kemur í Ijós samkvæmt fyrrgreindum lista, að 10 algengustu lyf í Noregi hafa nú lækkað í verði um 9% að meðaltali eftir að hin nýja reglugerð norska heilbrigðisráðuneytisins tók gildi. Hækkun lyfjakostnaðar í Noregi, þ.e. „lyfjaskatti" ríkisins, er þannig velt á lyfjafyrirtækin og lækkuðu lyfjaverði á lyfsala. Hámarksverð gildir á lyfjum - lægra en áður var - og ræður svo frjáls samkeppni því, hve langt lyfjaframleiðendur og lyf- salar geta selt sín lyf undir há- marksverði. Það virðist því sem norska heil- brigðisráðherranum, frú Guri Inge- brigtsen, hafi tekist að hafa fólk í fyrirrúmi. INGVAR HALLGRÍMSSON, Espigerði 12, Reykjavík. „Ur einhverju verð- um við að drepast“ Jóhannes Þór Guðbjartsson skrifar: EIN góð vinkona mín sagði við mig nú um daginn, þegar við voram að ræða allar þær skerðingar sem ör- yrkjar og ellilífeyrisþegar hafa mátt þola: „Úr einhverju verðum við að drepast." En svona gamanlaust þá er það al- varlegt mál sem hefur verið að ger- ast að undanfömu, þá á ég við enda- lausan niðurskurð á þeim peningum sem renna til framfærslu og hjálpar þeim sem af einhverjum ástæðum geta ekki framfleytt sér á hinum al- meiina vinnumarkaði. Þetta er gert með mörgum hætti, má þar nefna tekjutengingar bóta, niðurskurð á niðurgreiðslum lyfja og hækkanir á flestallri þjónustu sem er okkur nauðsynleg og fleira og fleira. Niðurstaðan er sú að þeim fjölgar alltaf sem eiga ekki til hnífs og skeið- ar, hvað þá heldur að veita sér þau sjálfsögðu lífsþægindi sem nútíma- þjóðfélag bíður upp á. Hvað er til ráða? • Mótmæla? Það hefur verið gert margoft og ekkert gerist. • Vinna með yfirvöldum: Marg- reynt og lítill árangur. • Vinna innan flokkanna: Marg- reynt og lítill árangur. • Eigin fulltrúa á þing: Ekki reynt en hefur gefist vel í öðram lönd- um. Ég vil kasta þessari spurningu fram: Eigum við að vinna að uppbygg- ingu eigin stjórnmálaafls og fá þá eigin fulltrúa á þing sem gæta hags- muna okkar? Þetta hefur verið reynt í öðrum löndum og reynst vel. Einnig mætti hugsa þetta í sam- bandi við sveitarstjórnakosningar því að ef málefni fatlaðra flytjast þangað þarf að gæta hagsmuna okk- ar þar einnig. Það er alveg á hreinu að ef við ger- um ekkert til að rétta hlut okkar ger- ir enginn annar það. Því eins og máltækið segir: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. JÓHANNES ÞÓR GUÐBJARTSSON, framkvæmdastjóri, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.