Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGAIlDAGUR 26. ÁGtÍTST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ERLENT Kvétahæstu skipin fiskveiðiárið 2000/2001 Heildarkvóti, Hlutfall af þorskígildi, heildarkvóta, Gerð skips Eigandi skips tonn 2000/2001 1. Arnar HU1 Skagaströnd Skagstrendingur ht 6.141 1,94% 2. Tjaldur SH 270 Rif Útgerðarfélagið Tjaldurehf 6.048 1,91% 3. Páll Pálsson ÍS102 Hnífsdalur Hraðfrystihúsið- Gunnvörhf 5.931 1,88% 4. Sléttbakur EA 4 Akureyri Útgerðarfélag Akureyringa hf 4.757 1,51% 5. Hringur SH535 Grundarfjörður Guðmundur fíunóitsson hf 4.636 1,47% 6. HarðbakurEA3 Akureyri Útgerðarfélag Akureyringa hf 4.583 1,45% 7. Kaldbakur EA1 Akureyri Útgerðarfélag Akureyringa hf 4.408 1,40% 8. AkureyrinEA110 Akureyri Samherji hf 4.232 1,34% 9. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 Grindavík Þorbjörn hf 4.012 1,27% 10. HegranesSK2 Sauðárkrókur Fiskiðjan Skagfirðingur hf. 3.983 1,26% Samanlagt 48.731 15,42% Heildarkvóti 315.942 100,00% UA með mestan kvóta innan lögsögunnar ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. er kvótahæsta sjávarútvegsfyrir- tæki landsins miðað við úthlutun aflamarks innan fiskveiðilögsög- unnar í upphafi nýs fiskveiðiárs. Frystitogarinn Arnar HU frá Skagaströnd er sem fyrr kvótahæsta íslenska fiskveiðiflotans. ÚA er með rétt um 20.000 tonn í þorskígildum eða 5,82% af heildar- úthlutun aflaheimilda. Sé kvótanum utan lögsögu á þessu almanaksári bætt við er Samherji með mestan heildarkvóta íslenskra útgerða eða 23.900 þorskígildis-tonn. UA er með rúm 22.000 þorskígildistonn innan og utan lögsögu. I upphafi síðasta fiskveiðiárs réð ÚA yfir 15.500 þorskígildistonna kvóta og var þá þriðja kvótahæsta útgerðin en á fiskveiðiárinu sem nú er að ljúka hefur ÚA sameinast Jökli hf. á Raufarhöfn og Hólmadrangur Arnar HU sem fyrr með mestan kvóta hf. á Hólmavík. Samherji hf., sem á undanfömum árum hefur haft ráð- stöfunarrétt yfir mestum kvóta ís- lenskra skipa innan lögsögu, er nú í öðm sæti með 19.000 þorskígildis- tonn eða 5.54% af heild í stað 23.400 þorskígildistonna um kvótaáramótin í fyrra. Það skýrist af samdrætti í þorskveiðiheimildum, minni upp- hafsúthlutun í loðnu og lækkun ígild- isstuðla. Næst koma Þormóður rammi-Sæberg hf. á Siglufirði með 15.313 þorskígildistonn, Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi með 13.793 tonn, Hraðfrystihúsið-Gunn- vör hf. í Hnífsdal með 12.350 tonn, Grandi hf. í Reykjavík með 12.179 tonn og Þorbjöm hf. í Grindavík með 10.579 þorskígildistonn. Kvdti Tjalds SH þrefaldast Frystitogarinn Arnar HU frá Skagaströnd er sem fyrr kvótahæsta skip landsins með ríflega 6.140 tonna kvóta eða um 1,94% heildarúthlutun- arinnar. Athygli vekur að línuskipið Tjaldur SH frá Rifi er nú í öðm sæti yfir kvótahæstu skip landsins, með 6.048 tonna kvóta. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er stór hluti af kvóta Básafells hf. á ísafirði vist- aður á Tjaldi SH en Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður skips- ins, er stærsti hluthafi Básafells. Þriðja kvótahæsta skip landsins er ísfisktogarinn Páll Pálsson frá Hnífsdal með 5.031 tonn, Sléttbakur EA frá Akureyri er með 4.755 tonn og Hringur SH frá Grandarfirði er með 4.636 þorskígildistonna kvóta. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Nóta- og togveiðiskip Samheija hf., Þorsteinn EA, verður lengdur um 18 metra og seldur til Þýskalands. Rússneska móðirin sem var sprautuð á fundi um Kúrsk-slysið Segir ekki hafa verið þaggað niður í sér MÓÐIR eins rússnesku sjóliðanna á kjarnorkukafbátnum Kúrsk vísaði því á bug í gær að hún hefði verið sprautuð með róandi lyfi á fundi sem haldinn var með aðstandendum skip- verja og embættismönnum á fimmtu- dag. Hún segist hafa fengið lyf vegna hjartakvilla. Konan, Nadja Tylík, er 42 ára göm- ul og sonur hennar Sergej var 24 ára og einn af skipverjunum 118 sem fór- ust með Kúrsk á Barentshafi. Skildi hann eftir sig eiginkonu og 11 mán- aða dóttur. Eiginmaður Tylík, Nikol- aj, er íyrrverandi skipherra í flotan- um og hafa þau búið í 22 ár ár í Vídjejevo, sem er byggð flotastarfs- manna á Kólaskaga. Breska sjónvarpsstöðin BBC birti fréttamyndir þar sem hún sást í mik- illi geðshræringu er hún gagnrýndi ákaft frammistöðu stjómvalda í sam- bandi við Kúrsk-slysið. Á fundinum var meðal annars Ilja Klebanov, að- stoðarforsætisráðherra Rússlands. Sást frakkaklædd kona sprauta Tylík og missti hún meðvitund skömmu síð- ar. Hún segir að eiginmaður hennai’ hafi beðið lækni á fundarstaðnum í Vídjejevo um aðstoð. „Ég vísa því harðlega á bug að þeir hafi sprautað mig niður til að þagga niður í mér,“ sagði Tylík. Hún bætti því við að vestrænir fjölmiðlar breiddu út „mikið af lygi“. Á hinn bóginn væri hún sem fyrr mjög reið út í rússnesk stjómvöld vegna þess að mistekist hefði að bjarga mönnun- um úr kafbátnum. „Ég tel að ekki hafi verið nægilega mikill kraftur í að- gerðum björgunarmanna," sagði hún. í breska blaðinu The Times var fjallað ítarlega um mál Tylík og kem- ur þar fram að myndir af atvikinu vom ekki sýndar í sjónvarpsstöðvum í Rússlandi. Fréttaskýrandi blaðsins í Moskvu sagði atburðinn minna skýrt á það hvemig sovésk yfirvöld hefðu á sínum tíma misnotað geðsjúkrahús til að þagga niður í andstæðingum kerf- isins. Blaðið sagði frá skýringum Tyl- íks á því sem gerðist á fundinum en hafði eftir breskum sérfræðingum að hún hefði fengið sprautu sem hefði verið svipuð og dýralæknar gefa. The Times sagði að Tylík hefði heitið því að láta ekki deigan síga í baráttu sinni fyrir réttlæti til handa fórnariömbum slyssins. Hún krefst þess að náð verði í lík mannanna í flaki Kúrsk og þeir hljóti kristilega greftmn. „Þegai- harmleiknum er lokið eram við gleymd, öllum dymm skellt á okk- ur,“ sagði hún. „Gamla sovét-hugar- farið er enn býsna algengt meðal margra rússneskra ráðamanna - þeir telja öraggast að þegja.“ SÞ svari ekki beiðni Færeyinga Þórshöfn. Morgunblaðið. NIELS Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, hefur sent aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna þau skilaboð að ekki skuli sinna ósk frá færeyskum embættismönnum um að útskýrðar verði reglur um aðild þriðja aðila að samningum milli tveggja þjóða. „Færeyjar hafa víðtæka heima- stjórn - sérstaklega hvað snertir innanlandsmál. En heimastjórn Færeyja hefur ekki rétt til að koma fram á sviði þjóðarréttar án þess að hafa fengið til þess leyfi hjá dönsku ríkisstjórninni í samræmi við lögin um heimastjórn og dönsku stjórn- arskrána,“ segir ráðherrann í til- mælum sínum til SÞ. Embættismennirnir höfðu að tilstuðlan Hogna Hoydal, ráðherra sjálfstæðismála, sent bréfið til að fá upplýsingar um fordæmi. Áð sögn Hoydals er ekki um inn- legg í stjórnmál að ræða heldur tæknilega vinnu embættismanna en Helveg Petersen hefur samt ákveðið að koma í veg fyrir að bréf- inu verði svarað. Danski utanríkis- ráðherrann hefur tjáð SÞ að þegar Færeyingar hafi reifað þá hug- mynd að fá þriðja aðila inn í við- ræðurnar hafi Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Dana, gert bæði landsstjórninni í Færeyjum og Lögþinginu ljóst að ekki væri grandvöllur fyrir slíkum afskiptum. Færeyska stjórnin hafi því enga heimild til þessara aðgerða. Helveg Petersen sendi Anfinn Kallsberg, lögmanni Færeyja, afrit af tilmælunum til SÞ. Hogni Hoydal segir að viðbrögð dönsku stjórnarinnar séu undarleg en hann geri sér grein fyrir því að ekki verði aðhafst frekar þar sem Danir séu mótfallnir því að þriðji aðili taki þátt í fullveldisviðræðunum. Hann segir að Færeyingar hafi sótt ráð til margra alþjóðastofnana og annarra aðila. „Við höfum búið til hvítbók og fengið við gerð hennar mikla sér- fræðihjálp, m.a. frá Svíþjóð og Is- landi,“ segir Hoydal. Þorsteinn EA verður lengdur um 18 metra NÓTA- og togveiðiskip Samherja hf. á Akureyri verður lengt um 18 metra í haust en skipið mun á næsta ári stunda veiðar á uppsjávarfiski fyrir dótturfélag Samheija í Þýskalandi, Deutsche Fischfang Union. Stjóm Samherja hf. hefur ákveðið að selja Þorstein EA til dótturfélags síns í Þýskalandi en uppsjávar- heimildir DFFU hafa ekíd verið nýttar af félaginu undanfarin tvö ár. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samheija, verður skipið lengt um 18 metrá í Póllandi til að auka afkasta- getu og vinnslumöguleika þess og verður skipið þá nærri 70 metra langt. Kristján segir að nú sé verið að ljúka við smíði hlutans sem síðan verði settur inn í skipið í haust. Hann segir að um sé að ræða umtalsverðar heimildir í makríl, síld og kolmunna. „Togarar félagsins nýttu þessar heimildir áður en það var ekki hag- kvæmt. Þá var leigt færeyskt skip, Þrándur í Götu, hálft árið 1998 til að nýta heimildirnar. Þetta era einkum veiðiheimildir í Norðursjónum og þar sem Evrópusambandið hefur heimildir.“ Nú er verið að leggja lokahönd á smíði nýs nóta- og togveiðiskips íyrir Samherja í Noregi, Vilhelms Þor- steinssonar EA, og er von á skipinu til heimahafnar á Akureyri í byrjun september. Ellemann beðinn afsökunar BANDARÍSKI tóbaksverkandinn Philip Morris hefur beðið danska stjómmálamanninn Uffe Ellemann- Jensen afsökunar á því að í innan- hússskjali hjá fyrirtækinu kemur fram að árið 1988 hafi það reynt að fá Ellemann, sem þá var utanríkisráð- herra Danmerkur, til að tala máli tóbaksiðnaðarins gegn greiðslu. Danska blaðið Jyllandsposten greindi frá þessu í gær. „Ég get ekki neitað því að þetta skjal sé til, en það endurspeglar ekki raunveraleikann," hefur blaðið eftir Jules Wilhelmus, framkvæmdastjóra Philip Morris á Norðurlöndunum og í Hollandi. Á fimmtudag skrifaði Ellemann-Jensen harðort bréf til fyrirtækisins og lýsti þar furðu sinni á að það skuli hafa látið sér detta í hug að „fjárfesta" í honum. Wilhelmus segir það rangt að fyr- irtækið hafi nokkurntíma ætlað að „fjárfesta" í utanríkisráðherra. Um- rætt skjal gefi misvísandi mynd af því sem um hafi verið rætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.