Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vágesturinn frá Kína, Li Peng PANN 23. ágúst sl. birtist í Morg- unblaðinu frétt þess efnis að forseti kínverska þjóðþingsins, Li Peng, væri væntanlegur í heimsókn hingað til lands í byrjun sept- ember næstkomandi. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins kem- ur Li Peng hingað til lands í boði forseta Al- þingis og hyggst hann hitta ýmsa fyrirmenn íslensku þjóðarinnar á meðan á dvöl hans stendur. Blóði drifin slóð Að mínu mati er hér á ferðinni maður sem varla getur talist góður gestur. Fáir stjóm- málamenn samtímans skilja eftir sig jafn blóði drifna slóð og Li ^essi Peng. Li Peng er einhver helsta „skrautfjöður" kommúnista- flokks Kína og þar með ógnarstjóm- arinnar í Peking sem haldið hefur þjóð sinni í helgreipum og neitað kalli kínversku þjóðarinnar og hins vestræna heims um lýðræðislega stjómarhætti í landinu. I marga ára- tugi hefur frelsi almennings í Kína verið fótum troðið og því djarfa fólki sem hefur sýnt þann lgark að gagn- rýna einræðisherra landsins hefur umsvifalaust verið varpað í fangelsi eða það hreinlega tekið af lífi sam- ’Rvæmt fyrirskipunum hinna „háu Fingur tannbursti Meíldsotudretfíng, s. 897 6567 herra“ sem með stjómartaumana fara í landinu. í því sambandi er væntanlegur gestur, Li Peng, eng- inn kórdrengur og ber hann ábyrgð á lífi fjölda kínverskra lýðræðissinna sem látið hafa lífið fyrir andstöðu sína gegn harðstjórn kommúnista í landinu. Fjöldamorð á Torgi hins himneska friðar Sumarið 1989 áttu sér stað mótmælaað- gerðir í Peking, höfuð- borg Kína. Mótmæla- aðgerðir þessar vom friðsamlegar og fóm stúdentar í landinu fyr- ir mótmælendum sem kröfðust lýðræðislegri stjómarhátta í landinu. I tilefni mótmælanna, eða þann 20. maí 1989, lýsti hinn væntanlegi gestur, Li Peng, yfir neyðarástandi í höfuðborginni Pek- ing og var ógnarstjóminni falið að Heimsókn Fáir stjórnmálamenn samtímans, segir Sigurður Kári Kristjánsson, skilja eftir sig jafn blóði drifna slóð og Li þessi Peng. grípa til sérstakra ráðstafana í krafti herlaga til þess að koma „reglu“ á í borginni. Afleiðingar yfírlýsingar Li Pengs þekkja flestir. Þann 4. júní 1989 murkaði kínverski herinn lífið úr hundmðum ef ekki þúsundum friðsamra kínverkskra lýðræðis- sinna m.a. með því að keyra yfir þá á skriðdrekum sínum. Fjöldi eftirlif- andi stuðningsmanna einstakhngs- frelsis og lýðræðis í landinu var hnepptur í varðhald og hefur ekki séð til sólar síðan. Óhætt er að lýsa ábyrð þessara fjöldamorða og frels- issviptinga á hendur þessum vænt- anlega vágesti, Li Peng, og félögum hans sem við stjórnvöldin em í Al- þýðulýðveldinu Kína en myndir af fórnarlömbum ofangreindra fjölda- morða má sjá á heimasíðu Heimdall- ar, frelsi.is. Draga ber boðið til baka Það kemur á vemlega á óvart að manni sem beinlínis fyrirskipaði blóðbaðið í Peking hinn 4. júní 1989 sé boðið að sækja land okkar heim. Nú er ég ekki þeirrar skoðunar að við Islendingar eigum að hafna öllum samskiptum við þjóðir sem þurfa að þola ólýðræðislegt stjórnarfar kommúnsta. ísland, líkt og önnur ríki hins vestræna heims, á að stunda viðskipti við Kína enda er beiting frjálsra viðskipta líklega besta leiðin til þess að bjarga Kín- verjum úr klóm kommúnista- stjórnarinnar þar í landi. Ég sé hins vegar enga réttmæta ástæðu fyrir því að bjóða glæpamönnum eins og Li Peng til Islands, mönnum sem staðið hafa með svo beinum hætti fyrir grimmdarverkum eins og þeim sem hér hefur verið lýst, staðið í vegi fyrir frelsi þegna sinna, lýðræðis- legri stjómskipan og haldið þjóð sinni nauðugri í hroðalegri eymd. Verði af heimsókn Li Pengs sé ég enn fremur enga ástæðu til þess að íslenskir ráðamenn taki honum opn- um örmum. Verði mér ekki að ósk minni um að forseti Alþingis dragi boð sitt til Li Pengs til baka og af fyrirhugaðri heimsókn hans verði, ber íslenskum ráðamönnum, að mínu mati, skylda til að ávíta hann og stjóm hans harðlega fyrir þau grimmdarverk sem hann ber ábyrgð á. Að sama skapi ber að fordæma Li Peng og stjórn hans íyrir að standa í vegi markaðsvæðingar og framfara í Kína, lýðræðislegri stjómskipan og frelsi kínverkskra þegna og draga hann til ábyrgðar fyrir þau grimmd- arverk sem hann hefur fyrirskipað á ferli sínum sem kommúnistaforingi í Kína. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Sigurður Kári Kristjánsson afsláttur á öllum fiskabúrum til mánadarmóta Ævintýri í va inu Gullfiskar frákr. \ Gúbbffiskar kr. DÝRARÍKID Grensásvegi - sími: 568 66 68 Vid eiqum enn eftir elna ferskvatns-skötu (Stinqray) á kr. 59.200,- Sverddragar kr. Svartmollý kr. Neon tetra kr. Mikid úrval af skrautfiskum ▼ Draumur og veruleiki í fjarskiptum TÖLVUR og fjar- vinnsla mun gera fjar- lægðir að aukaatriði og styrkja byggð um land- ið allt. Þetta er falleg framtíðarsýn, en til þess að hún komist nærri veraleika þarf raunverulegan póhtísk- an vilja. Fjarlægðir skipta máli, ef svo fer að uppbygging í fjar- skiptum miðist aðeins við þéttbýlasta hluta landsins, en hinar dreifðari byggðir standi eftir ósam- keppnishæfar vegna hærri kostnaðar eða takmarkaðrar flutningsgetu. En sú niðurstaða virð- ist liggja fyrir ef tillögur um einka- væðingu Landssímans og útboð fjarskiptaþjónustu ganga eftir. Eftir þá aðgerð verður landið allt ekki Fjarskipti Sala Landssímans og útboð í fjarskiptaþjón- ustu mun leiða til einka- væddrar fákeppni, segir Jdn Bjarnason. Það mun bitna á neytendum. Nýtum heldur styrk Landssímans og byggj- um öflugt dreifikerfi og þjónustu um land allt. lengur einn markaður. Nokkram út- völdum verður gefið færi á því að fleyta rjómann ofan af fjarskiptum en dreggjar einar falla í hlut þeirra sem búa utan við þéttbýlislínu suð- vesturhornsins. Gjald óháð vegalengduin Nú greiða allir sama grannkostnað síma, óháð búsetu eða fjarlægðum. Þetta var merkur áfangi og mikið réttlætismál. Símgjöld hér á landi era með því lægsta sem gerist. Sú staðreynd að landið er eitt gjald- svæði áréttar jöfnun tækifæra og einingu lítillar þjóðar í stóra landi. Þessi lífsskoðun verður að ráða gerð- um þeirra sem fara með þróun og verðlagningu almennra fjarskipta. Aðeins þannig getur draumur um að „fjarlægðir skipti ekki lengur máli“ orðið að veraleika. A undanfömum dögum hefur verið hávær umræða um að bjóða út gagnaflutning og fjarskipti fyrir einstök fyrirtæki, stofnanir og notendahópa. Slík útboð munu nánast aðeins vera raunhæf á höfuðborgarsvæðinu. Útboð á þess- um granni munu draga landsmenn í dilka eftir búsetu. Þegar búið verður að úthluta „feitustu" bitunum í anda „frjálsrar samkeppni" munu fjar- skiptafyrirtækin gera kröfu um sér- stakan fjárstuðning frá ríkinu til að viðhalda lágmarksþjónustustigi í fjarskiptum og gagnaflutningum til annarra landsmanna. Kostnaðinn fá þau nánast sjálfdæmi f að ákveða. Framtíð Landssímans Landssíminn var nýlega gerður að einkahlutafélagi í eigu ríkisins. Nú á brátt að stíga skrefið til fulls, en með hrossakaupum á milli ríkissfjómai’- flokkanna er að því stefnt að Lands- síminn verði seldur á kjörtímabilinu. Landssíminn á og rekur grunndreifi- kerfi fyrir gagnaflutninga um landið allt. Á þessu fyrirtæki hvílir sú kvöð að byggja upp gagnaflutningsnet og fjarskiptaþjónustu sem nær til allra landsmanna. Margskonar hagræði og samnýting er á milli deilda Lands- símans bæði um búnað og mannafla, sem hlýt- ur að auka hagkvæmn- ina í heild og bjóða upp á betri og öruggari þjónustu. Landssíminn lýtur ennfremur stjóm ríkisins og eigandinn getur lagt á það kvaðir, ákvarðað áherslur og forgangsröðun verka. Arðurinn af rekstrinum rennur beint í ríkissjóð og hefur verið umtals- verður. Þótt ríkissjóður fái góðar upphæðir í kassann við sölu Lands- sfmans munu hinir nýju eigendur ná þeim peningum fljótt margfalt til baka af neytendum og þar á meðal ríkinu. Sala Landssím- ans mun því seint verða til fjárhags- legs ávinnings fyrir ríkissjóð. Dreifikerfið í eign ríkisins? Sá kostur hefur verið nefndur að selja Landssímann en halda grann- netinu eftir ríkisreknu. Þá mun ríkið annast rekstur, uppbyggingu, þróun og endurnýjun á dreifikerfinu og byggja upp sérhæfða þjónustu um allt land. Með þessu er rofin sú eðli- lega tenging sem er á milli þjónustu og gagnaveitna. Þessi leið gæti einn- ig orðið ærið kostnaðarsöm þegar til lengri tíma er litið. Ríkið stæði þá uppi með eina staka deild Landssím- ans, sem yrði ærið dýr í rekstri þegar hagkvæmni samrekstrar frá öðram deildum væri ekki til staðar. Þá er óljóst á hvaða forsendum ríkið myndi leggja útínýjar fjárfestingar og hvar skil eigi að vera á milli einka- og rík- isrekstrar. Verði þessi leið farin gæti ríkisrekið dreifikerfi orðið til þess að einkafyrirtæki kæmu sér hjá því að fjárfesta, en hefðu samt hendur út- réttar til þess að taka við þeim ábata sem fjárfestingar ríkisins myndu skila. Það er því viðbúið að fleiri vandamál en lausnir skapist, ef rekstur Landssímans verður hlutað- ur í sundur með þessum hætti. Draumur og veruleiki Það er deginum Ijósara að einka- væddur Landssími, seldur hæstbjóð- anda, mun hafa önnur markmið en jöfnuð og þjónustu við alla lands- menn um hinar dreifðu byggðir ís- lands. Þar mun samkeppnin snúast um að „fleyta rjómann" ofan af fjarskiptunum, en ríkið verður krafið um framlög til styrktar þeirri „óhag- kvæmu“ þjónustu sem fellur utan stærstu þéttbýliskjarnanna, að því marki sem hún verður veitt. Niður- greiðslur og notendagjöld í dreifbýli verða látin kosta undirboð í „frjálsri samkeppni" sem mun aðeins verða til staðar í stærsta þéttbýlinu. Innan skamms tíma stöndum við frammi fyrir einkavæddri fákeppni í fjar- skiptum. Það mun bitna á neytend- um. Sala Landssímans, ef af verður, og útboð í fjarskiptaþjónustu, sem ekki nær til alls landsins, mun leiða til stóraukins ójafnaðar í aðgengi að þessari grandvallarþjónustu. Engin ein aðgerð önnur mun verða til þess að sundra þjóðinni meira eftir bú- setu. Hér verður að staldra við og hugsa málið til enda: Binda þarf nú þegar í reglugerð að fjarskiptaþjón- usta skuli vera á sama verði, hvar- vetna á landinu óháð búsetu og fjar- lægðum. Útboð í fjarskiptaþjónustu sem einungis ná til hluta landsmanna skulu gerð óheimil. Ýta ber út af borðinu öllum hugmyndum um sölu Landssímans, og þess í stað að ein- henda sér í að nýta styrk hans til að byggja upp öflugt dreifikerfi með háhraðaflutningsgetu um allt land til hagsbóta allri þjóðinni. Höfundur er fulltrúi Vinstribreyf- ingarinnar - græns framboðs / samgöngunefnd Alþingis. Jon Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.