Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ KaffiLeihhnsið Vesturgotu 3 ■■iiw.Maagajiiifli í kvöld, lau. 26. ágúst kl. 22:00 Hljómsveitin Casino hanastélstónleikar MIÐASALA í síma 551 9055 Sýnt f Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 í kvöld lau. 26/8 uppselt lau. 2/9 lau. 9/9 Miðapantanir f síma 561 0280. Miðasölusími er opinn alla daga kl. 12-19. Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. T EIKFÉLAG ÍSi.ANDK r L°8TAs1áSNK| 552 3°°o THRILLER sýnt af NFVÍ lau. 26/8 kl. 20.00. öriá sæti laus lau. 2/9 kl. 20.00 nokkur sæti laus Síðustu sýningar PANODIL FYRIR TVO fös. 1/9 kl. 20.00 laus sæti 530 303O JÓN GNARR. Ég var einu sinni nörd lau. 2/9 kl. 20 nokkur sæti laus Miðasalan er opin í Loftkastalanum og Iðnó frá kl. 11-17. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýn- ingarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir í viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/ Iðnó). Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. www.landsbanki.is Fjöiskylduhótíð Landsbanko íslands Hótíðin verður haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í dag laugardaginn 26. ógúst. Garðurinn verður opinn fró kl.l 0:00 til 18:00. Samfelld skemmtidagskró fró kl. 14:00 - 17:00. Kynnið ykkur dagskrónna ó heimasíðu bankans www.landsbanki.is Landsbankinn m ónustuver 560 6000 Opið frá 9 til 19 FÓLK í FRÉTTUM Tröllauknir hrossabrestir SJONVARP A LAUGARDEGI ÁBERANDI hafa verið margvís- legir stórviðburðir að undanfömu eins og sagt hefur verið frá í sjón- varpi og öðrum fjölmiðlum að und- anfömu. Ber þar hæst flutninginn á Baldri, tónverki Jóns Leifs, þess sem gleymdur var fyrir utan hiklausa baráttu fyrir greiðsl- um (Stef) til höfunda og tónskálda. Vakti einurð Jóns í því máli heiftúð- ug viðbrögð. Minna var hirt um á þeim tíma að Jón var sjálfur tón- skáld og ekki lítið. Við hlið sér hafði hann lögfræðinginn Sigurð Reyni Pétursson sem var nú heldur betri en enginn í réttindamálinu. Þetta var á þeim góðu áram þegar undir- ritaður var ungur blaðamaður og nokkuð handgenginn Jóni á meðan á slagnum stóð. Aldrei minnist Jón á eigin tónsmíðar. Stef var alls stað- ar í fyrirrúmi svo eitthvað varð undan að láta. Meira að segja fékk Eisenhower, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skeyti frá Jóni þar sem spurst var fyrir um hvort það ætti að viðgangast að varnarliðið á Keflavíkurvelli borgaði ekki Stef- gjöld. Eitthvað heyrðist af undirbún- ingi flutnings á tónverki eftir Jón frá Sinfóníunni. Sagt var að komið hefði upp á æfingu vandamál með nógu öflugan áslátt. Var Jón kallað- ur til og spurt hvernig með ætti að fara. Ekki væri til neitt tæki sem gæfi slíkt bylmings- högg og krafist væri. Jón svaraði stutt og laggott: „Smíðið það bara.“ Nú era menn- ingarvitar orðnir frjálslyndari og nú eru smíðaðir brestir og slög við hæfi til flutnings á verkum Jóns. Þetta rifjaðist allt upp þegar sagði í útvarpsfréttum að í væntanlegum flutningi á Baldri yrði notaður tröllaukinn hrossabrestur. Sjálf- sagt hefur hann verið sérmíðaður. Svo var haldin menningarnótt, hvað sem það nú er, og sótti mikill mannfjöldi miðborg Reykjavíkur af því tilefni. Þar skemmti fólk sér vel við að gefa hvert öðru á lúðurinn og komast ekki heim til sín innan borgar á minna en þremur tímum. Búið var að auglýsa strætó einhver ósköp svo menn voru jafnvel famir að halda að ein sérleiðin lægi til himnaríkis. En strætó komst hvergi hvað sem auglýsingum leið og varð að bíða eftir að fólksfjöld- inn minnkaði en fólksfjöldinn beið aftur á móti eftir því að bflar kæm- ust af stað. Þeir síðustu sáust sitj- andi á útmignum tröppum að bíða eftir strætó klukkan níu um morg- uninn. Einhvem tíma sagði maður: „Látið menninguna í friði.“ Aug- Ijóst er að hann var ekki bænheyrð- ur. Og nú er gamla Gufan búin að fá bólfélaga í Efstaleiti og er þá ekki átt við þann sem var að fikta í raf- magninu á dögunum heldur sjálft sjónvarpið sem þrátt fyrir altt er prýðisgóður miðfll. Það hefur rækt starf sitt eftir bestu getu og á í fór- um sínum mikið magn efnis sem það er byrjað að endursýna. Sést þar að Islendingar gengu alskapað- ir til verka og voru einskis eftirbát- ar. Tilurð þess tengist nokkuð því að þrengt var að útsendingu Kefla- víkursjónvarps svo einir sextíu menn skrifuðu sig á lista (Það var þá jöfn tala og þingmenn) og vildu íslenskt sjónvarp. Þetta gekk eftir og var gæfuspor. Síðan hefur verið hljótt um sextíumenningana enda þykjast aðrir geta núna. í iyrstu var nokkurt kapp á milli útvarps og sjónvarps en nú vita allir að það bæði eru nauðsynlegar og þarfar stofnanir. Svo mun lengi verða því það hæflr að stofnanir af þesu tagi séu líka til undir ríki og Alþingi. Indriði G. Þorsteinsson Sixties í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld með nýja mannaskipan Stökk- breyttir Sixties TIMARNIR breytast og mennirn- ir með eða í tilviki hljdmsveita væri ef til vill réttara að segja mannaskipanin með, því sumar hljémsveitir eiga það til að verða líkt og fyrirtæki sem einfaldlega ráða nýja menn í þau störf sem þarf að fylla. Ein slík er hljém- sveitin Sixties en f dag er aðeins einn þeirra meðlima sem voru á fyrstu breiðskífu sveitarinnar eft- ir. f kvöld gefst áhugasömum svo tækifæri á því að heyra hvernig sveitin hljémar eftir stökkbreyt- inguna því nú er komið að þeim í ténleikaröðinni „Svona er Sumar- ið 2000“ sem haldin er í Þjéðleik- húskjaliaranum. „Nýjasti meðlimurinn heitir Svavar Sigurðsson og er gítar- leikari," segir Guðmundur Guð- jénsson, trommari og langlífasti meðlimur sveitarinnar. „Svavar stofnaði þetta band með okkur á sínum tíma. Jóhannes Eiðsson söngvari tók við af Rúnari í okté- Sixties eins og þeir eru í dag, búnir að losa sig við bítlajakkana. —iiiii isi i:\sk v oi’i.i! v\ Simi 5// 4200 Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar lau 26/8 kl. 20 örfá sæti laus fös 1/9 kl. 20 örfá sæti laus Miðasölusími 551 1475 Miðasala opin kl. 15—19 mán—iau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. ber í fyrra og svo er Ingimundur Óskarsson, fyrrverandi bassaleik- ari Reggae On Ice, búinn að vera með okkur í tvö ár.“ Jéhannes Eiðsson söngvari er Ifklega þekktastur fyrir að hafa sungið lagið „Kinn við kinn“ í Landslaginu hérna um árið auk þess að hafa verið meðlimur í hljémsveitinni Loðinni rottu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að þegar jafn róttækar mannabreytingar eiga sér stað kléra sér margir í höfðinu og setja upp undarlegan svip. „Sixties er náttúrulega bara vinnustaður í rauninni. Við höf- um aldrei verið í neinu sem heitir „metnaðarfullar pælingar“, gera frumsamin lög og svoleiðis, fyrr en nú. Við höfum verið að spila minna og við erum farnir að gefa okkur tíma til þess að semja og við erum komnir með um tíu lög. Þetta er mjög samheldur og géð- ur hépur f dag, allir tilbúnir til þess að æfa og svona.“ Því er lagið þeirra „Ekki snúa við“, sem er að finna á safnplöt- unni „Svona er Sumarið 2000“, einskonar forskot á það sem koma skal en samkvæmt Guð- mundi má jafnvel búast við þvf að hljémsveitin gefi út nýja breið- skffu, fulla af frumsömdu efni, næsta sumar. MYNDBÖND Furðu- skepnur Mannætueðlurnar (Komodo) Spennumynd % Leikstjóri: Michael Laniteri. Hand- rit: Hans Bauer og Craig Mitcheil. Aðalhlutverk: Paul Gleeson og Kevin Zegers. (90 mín.) Bandaríkin, 1999. Myndform. Bönnuð innan 12 ára. ÞAÐ ER erfítt að átta sig á því hvers kyns kvikindin, sem herja á grandalausa vegfarendur í þessari mynd, eiginlega eru. Þau eru kennd við Komodo-eðlur og eru eins konar krókódflar með risaeðluhausa. Ekki er heldur út- skýrt að mínu viti hvaðan eðlurnar koma, utan atriðis í byrjun sem sýnir svartamarkaðsbraskara pranga grunsamlega stórum eggjum inn á félaga sinn. Sá hendir eggjunum út í mýri þar sem honum finnst þau lykta illa. Komodo-ungar komast þá á legg og ráðast á foreldra hins fimmtán ára gamla Patricks sem skaddast andlega við að sjá það. Nokkru síðar ákveður sálfræðingur nokkur að fara með Patriek aftur á vettvang áfalls- ins, í þeirri von að geta læknað hann af sálarkrísunni. Þannig er hér á ferð eins konar risaeðlulegur sálfræði- tryllir, þar sem handritið er algert aukaatriði en tæknibrellumar aðal- atriði. Ef einhver hefur áhuga á því að virða fyrir sér ólíkar tækniútgáfur af mannætueðlum gæti sá haft gam- an af þessari mynd, en aðrir ekki. Heiða Jóhannsdóttir Afdrifaríkur helgileikur (Inside Out) Allt á hvolf Gamanmynd Leikstjéri: Neal Sundström. Aðal- hlutverk: Tobie Cronjé, Philip Moolman. (90 mín.) Suður-Afríka 1999. Skífan. Öllum leyfð. ÞESSI léttgeggjaða suður-afríska gamansaga segir frá Hazel Levin, leikkonu af gyðingaættum sem berst í bökkum. Hún er á leið til Höfðaborg- ar til að slá í gegn þegar bíldruslan hennar gefur sig í einhverju stór- furðulegu krummaskuði sem hefur að geyma ennþá furðulegri íbúa. Hún neyðist til þess að staldra við í bænum, sem heitir Eden, og kemst fljótt að því að bærinn ber nafn með rentu því þorpsbúar eru einstaklega trúræknir og íhaldssamir. Hún vill því koma sér burt sem fyrst en þegar atvinnan í Höfðaborg bregst og henni býðst í sömu andrá tækifæri til að leikstýra árlegum helgileik þorpsbúa ákveður hún að slá til. í íyrstu líst henni ekk- ert á blikuna, þykir þorpsbúar „sveitó“ og vita hæfileikalausir en þegar hún fer að kynnast þeim betur sér hún að þetta eru bestu skinn þótt eilítið þurfi að hrista upp í þeim og setja allt á hvolf í íhaldssömu og for- dómafullu smábæjarsamfélaginu. Það er góð meining í þessari mynd. Hún er sárameinlaus og ætti að gleðja þá sem leiðir eru á Hollywood- pakkanum, en þó - kannski ekki nógu mikið því sagan verður á köfl- um fram úr hófi væmin og klisju- kennd - sem er mesta synd. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.