Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓRA ÚLFARSDÓ TTIR + Halldóra Úlfars- dóttir var fædd í Dagsbrún á Yattar- nesi við Reyðarfjörð 2. október 1918. Hún lést á Sjúkra- húsi Vestraannaeyja 20. ágúst síðastlið- inn. Halldóra var dóttir hjónanna Maríu Ingibjargar Halldórsdóttur frá Hofi í Fellum, f. lö.september 1897, d. 29. septejnber 1939 og Úlfars Kjartanssonar útgerðarmanns frá Dagsbrún, Vattarnesi, f. 26. nóvember 1895, d. 26. mars 1985. Börn Maríu og Úlfars eru: Hall- dóra, Jón, Eygerður sem nú er látin, Björg, Sigurður, Aðal- björn, Steinunn, Kjartan, Hreinn og María. Halldóra giftist Njáli Andersen frá Sólbakka í Vestmannaeyjum 8. apríl 1939. Njáll var fæddur 24. júní 1914. Hann lést á hjarta- deild Landspftalans 27. október sl. Foreldrar Njáls voru Jóhanna Guð- jónsdóttir Andersen, f. 27. febrúar 1889 í Sigluvík í Landeyj- um, d.1934 og Hans Peter Andersen, f. í Frederiksund í Dan- mörku 30. mars 1887, d.1955. Börn Njáls og Dóru eru: 1) María Jóhanna, skólaliði, 11. febrúar gift Kolbeini Ólafssyni kaup- manni, f. 21.10 1938. Börn þeirra eru Val- geir Ólafur vélvirki, Njáll skip- stjóri, Dóra fiskverkakona og Kolbrún framhaldsskólakennari. 2)Úlfar vélvirki, fæddur 10. janúar 1943 kvæntist Ástu Krist- insdóttur skrifstofudömu. Börn þeirra eru Smári vélvirki og Rós- marý skrifstofustúlka. Úlfar og Ásta skildu. Seinni kona Úlfars er Halla Hafsteinsdóttir hár- greiðsludama. Börn þeirra eru Katrín Dóra og Þór Daníel. 3) Harpa, skólaliði fædd 10. ágúst 1948, giftist Ólafi Óskarssyni pípulagningamanni. Börn þeirra eru Óskar verslunarmaður og Halldóra framkvæmdastjóri. Ól- afur lést. Seinni maður Hörpu er Atli Sigurðsson skipstjóri og eiga þau dótturina Sigríði Sunnu. 4) Jóhanna kennari f. 27. apríl 1953, gift Ragnari Óskarssyni framhaldsskólakennara. Börn þeirra eru Óskar læknir, Guð- björg Vallý nemi og Njáll nemi. 5)Pétur, vélvirki og útgerðar- tæknir, f. 1. janúar 1955, kvænt- ur Andreu Gunnarsdóttur, tölvu- fræðingi. Synir þeirra eru Valgeir vélstjóri og Njáll vélskólanemi. 6)Theodor Friðrik viðskiptafræðingur, f. 3. mars 1960, kvæntur Siv Schalin hag- fræðingi. Börn þeirra eru, Dagmar Soffie og Anton Bene- dikt. Halldóra var alla tíð virk í fé- lagslífi í Vestmannaeyjum og sat hún um tfma í sljórn kvenfélags- ins Líknar, hún var um tíma for- maður í Kvenfélagi Landakirkju. Auk þess starfaði hún með Leik- félagi Vestmannaeyja. Síðustu árin var hún virkur félagi í Fé- lagi eldri borgara. Útför Halldóru fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við hjónin vorum í afmæli hjá tengdasyni okkar síðastliðinn sunnudag þegar síminn hringdi og mér var rétt símtólið. I símanum var Björg systir mín sem flutti mér þá fregn, að hún Dóra systir okkar hefði dáið einni klukkustund fyrr á spítalanum í Vestmannaeyjum. Mig setti hljóðan, mér var ekki kunnugt um að hún hafði verið lögð inn á spít- ala daginn áður. Ekki var liðið ár frá því að við kvöddum eiginmann henn- ar Njál Andersen og þá virtist hún 'úraust og sterk, eins og við vorum vön að sjá hana. En þannig er lífið, kallið kemur og við verðum að hlíta því. Þetta var að mörgu leyti líkt hennar lífi, að hlutirnir drógust ekki á langinn. Hún var ekki ein af þeim sem kvartaði þó hún fyndi til, yrði að leita lækninga, leggjast inn á spítala og gangast undir erflðar aðgerðir eins og þegar skipt var bæði um mjaðmar- og hnélið, heldur stóð upp jafnharðan. Þau hjónin styrktu hvort annað þegar veikindi steðjuðu að. Það var góður skóli fyrir mig sem ungling að dvelja á heimili þeirra Dóru og Njáls og kynnast þeirri reglu og myndarskap sem þar ríkti. .Jlún systir mín var einstök dugnaðarkona sem lagði metnað sinn í að hugsa um fjölskyldu sína og eiginmann sem var henni kærastur af öllu. Þau voru samhent hjónin og var einkar lagið með sínu góða skapi og dugnaði að fá aðra til liðs við sig við hvað eina sem gera þurfti á heimilinu. Hún var elst okkar systkina og þegar við komum saman á ættar- mótum gat Dóra sagt okkur margt um lífið á æskuheimili okkar á Vatt- arnesi og rifjaði upp margt skemmtilegt frá þeim tíma þegar hún var barn og unglingur. Hún hafði góða frásagnargáfu og hafði einkar gott lag á að hrífa aðra með sér í frásögn sinni. Dóra var höfðingi heim að sækja og var sérstaklega lagin við að láta gestum sínum líða vel. Hún var fé- lagslynd og glaðvær og naut sín vel í góðum félagskap. Hún starfaði um tíma með Leikfélagi Vestmannaeyja og hafði af þvi mikla ánægju. Faðir okkar naut umhyggju henn- ar og manns hennar oft á tíðum, ekki síst á seinni árum ævinnar og var það honum mjög mikils virði. Fyrir það viljum við þakka og einnig alla vináttu í okkar garð. Kjartan og Margrét. Mig langar hér að minnast minn- ar elskulegu tengdamóður sem lést hinn 20. ágúst sl. á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Þegar ég kynntist Dóru fann ég strax að hún var fjölmörgum ágætum kostum búin, kostum sem gerðu hana að góðum og traustum samferðamanni allra þeirra sem hana þekktu. Dóru var sérstaklega annt um fjölskyldu sína og gaf henni mikið af sér. Hún var ávallt reiðu- búin til þess að aðstoða þá sem á þurftu að halda og hún bjó yfir mik- illi hlýju sem varð til þess að hún var virt og dáð, ekki bara af sínum nán- ustu heldur langt út fyrir þær raðir. Við hjónin og börn okkar vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í næsta húsi við Dóru og Njál á Há- steinsveginum og sú nálægð veitti okkur mikla ánægju og vináttan varð kannski fyrir vikið meiri og nánari en hún ella hefði orðið. Sam- gangurinn á milli var mikill. Börnin okkar áttu öruggt skjól hjá ömmu og afa og hjá þeim vildu þau gjarnan vera enda fundu þau vel hlýjuna sem ávallt einkenndi þau hjónin. Ef eitt- hvað bjátaði á var alltaf hægt að leita til ömmu og afa því þar var hægt að leysa öll þau vandamál sem upp komu. Sameiginlegur flatköku- bakstur undir forystu Dóru var einn af föstu punktunum í tilverunni og við baksturinn var oft glatt á hjalla. Á haustin var hugað að uppskerunni úr garðinum fyrir sunnan hús og mér finnst að hvergi hafi ég fengið betra grænmeti en úr garði Njáls og Dóru. I jólaboðum og öðrum fjöl- skylduboðum að Hásteinsvegi 29 var Dóra hrókur alls fagnaðar og hún sparaði ekkert til þess að láta öllum líða sem best. Enda var það svo að allir hlökkuðu til þess að fara í heimsókn til þeirra hjóna. Við hjónin og böm okkar fórum ósjald- an með Dóru og Njáli í sumarfrí. Þá var farið um landið þvert og endi- langt, ýmist var gist í tjöldum eða sumarhúsum. Þessar ferðir eru ógleymanlegar og þar sem þessi hópur var ávallt í góðu ferðaskapi var svo sannarlega gaman. Við nut- um þess að vera saman, skoða land- ið, taka í spil á kvöldin og rækta vin- áttuna. Þessar ferðir voru ómetanlegar og þeirra minnist ég alla tíð. Áhugamál Dóru voru fjöl- mörg. Hún starfaði í margs konar félagsskap og var þar jafnan í fremstu víglínu. Þar komu fjöl- breyttir hæfilekar hennar vel í ljós og þar hún naut virðingar þeirra sem störfuðu með henni. Garður Njáls og Dóru á Hásteinsveginum var sérlega fallegur og bar merki mikillar smekkvísi þeirra hjóna enda voru þau óþreytandi við að rækta þann garð. Þangað var alltaf gaman að koma og fræðast um hinar ýmsu plöntur sem skörtuðu sínu fegursta. Þar var líka gaman að sitja í spjalli um daginn og veginn á fögr- um sumardegi yfir kaffibolla eða við grillið meðan börnin nutu þess að leika sér í fallegu umhverfi. Já, það er svo ótal margs að minnast af sam- verustundunum með Dóru. Þær stundir eiga það allar sameiginlegt að vera ljúfar í minningunni. Nú er Dóra dáin. Við söknum hennar sárt en minningin um hana lifir meðal okkar, minningin um mikla sómakonu sem gaf okkur svo margt og var okkur svo góð. Sú minning er okkur ómetanlega dýr- mæt. Blessuð sé sú minning. Ragnar Óskarsson. Nú þegar leiðir skilja eftir mörg farsæl ár langar mig að setja á blað fáein minningarbrot af ömmu minni. Margs er að minnast þegar kveðja á ömmu sem var góð vinkona okkar, fjölskyldunnar á Hólagötunni. Strax á unga aldri leitaði ég eftir því að fá að vera hjá ömmu og afa. Ég hef því haft hana nálægt mér strax frá æskuárum og vitað að hægt var að leita til hennar hvenær sem er. Þær voru ekki ófáar stundirnar á Há- steinsveginum í bernsku með ömmu, afa og krökkunum. Amma kenndi mér að lesa, ég sat á skamm- eli en hún sat og prjónaði, ég varð fluglæs á nokkrum vikum því amma var góður kennari og aðferðir henn- ar virkuðu. Svo vel leið mér hjá ömmu að þegar heim átti að halda faldi ég mig bak við öskutunnuna svo ég gæti verið lengur. Fjölskylda og vinir ömmu voru henni mjög hugleikin og hún var stolt af börnunum sínum og afkom- endum þeirra. Henni var mikilsvert að eiga fallegt heimili þannig að öll- um liði vel. Hún lagði kapp á að sem flestir kæmu í heimsókn og það gladdi hana að geta gefið öllum kaffi og með því og rætt allt milli himins og jarðar. Var eins og amma héldi sambandi við alla og gat maður allt- Mig langar tU að skrifa nokkur orð um ömmu mína. Amma var alltaf svo góð við mig. Amma bakaði svo oft eplaskífur sem hún gaf okkur. Þær H»ru mjög góðar. Ég kallaði þær rús- ínuskífur af því að hún setti alltaf rús- ínur í þær. Mér fannst gaman að baka hjá henni. Ég fékk að baka smákökur með henni fyrir jólin. Ég horfði oft á fréttimar með ömmu. Þegar ég var í pössun hjá henni kallaði hún alltaf í mig og sagði: Gísli, komdu og horfðu á fréttimar fheð mér. Meðan amma átti heima í Barmahlíðinni borðuðum við alltaf hjá henni á jóladag. Eftir matinn fengum við allt- af smákökur. Ég man eftir litla jólatrénu hennar. Mér mun alltaf finn- ast gaman að skoða myndir af ömmu minni. Þá finn ég hvað ég sakna hennar mikið, því mér þótti svo vænt um hana. Ég veit að núna er hún hjá Guði og er búin að hitta afa aftur. Gísli Erlendur Marinósson. Elsku besta amma Kata okkar. Við frændsystkinin höfum verið að rifja upp ýmis atvik úr Barmahlíðinni. Við minnumst þess öll hve þú varst natin og þolinmóð við okkur. Þú leyfðir okkur oft að baka með þér og voru þá gerðir karlar og kerlingar úr kleinu- deigi, piparkökur og fleira. Við munum líka þegar þú fylltir eldhús- vaskinn með vatni, settir uppþvotta- lög út í og leyfðir okkur að stinga sogröri ofan í vatnið og blása í það. Það var alveg sama þótt við sulluðum mikið eða gerðum eitthvað annað af okkur, þú varst aldrei reið við okkur. Það var gott að koma til ykkar afa í Barmahlíðina og til þín eftir að afi var dáinn. Við sváfum stundum á milli ykkar afa en síðan í afa rúmi eftir að þú varst orðin ein. Það var alltaf góð lykt af sænginni eins og hún væri nýkomin inn eftir að hafa verið viðruð úti á svölum. Það má ekki heldur gleyma öllu sem þú gast töfrað fram á eldavélinni, hvort sem það var heitt súkkulaði með ijóma eða lambalæri með brúnni sósu. Okkur, Ingvari Erni og Agnesi Sunnivu, finnst að þið afi hafið verið eins og foreldrar okkar númer tvö. Hvort sem mamma og pabbi voru að spila við guðþjónustu eða giftingar vilduð þið afi alltaf passa upp á okkur. Þú varst líka rosalega sterk þegar afi dó, við munum ekki gleyma afa eða þér á meðan við lifum. Mér, Katrínu, fannst þú alltaf vera einn af stærstu hlutunum í mínu lífi. Ég man eftir mörgum strætóferðum niður í bæ, þá gafst þú mér alltaf blátt ópal og kallaðir mig htla stafinn þinn. Þú spilaðir mikið við mig og hjálpaðir mér að finna gömul föt af Öggu og mömmu sem ég mátti klæða mig í. Þú söngst með mér og fyrir mig og sagðir mér margar sögur. Þú tókst mig með þegar þú fórst í fótsnyrtingu og stundum fórstu líka með mér út á Klambratún. Þú varst ekki eins og fullorðin manneskja og samt ekki bam. Þú lékst þér við mig og mér fannst að þú hefðir áhuga á sömu hlutum og ég. Þó að ýmislegt færi úr- skeiðis sást þú bara spaugilegu hlið- ina á öllu saman. Þú kenndir okkur mörg lög og texta og vorum við snemma farin að syngja með þér. Við kveðjum þig með þessum texta sem þú söngst oft fyrir okkur. Amma hún er mamma hennar mömmu, mamma er það besta sem ég á, en gaman væri að gleðja hana ömmu, gleðibros á vanga hennar sjá. I rökkrinu, hún segir mér oft sögur, hún svæfir mig er líða fer að nótt, hún syngur við mig sálma og kvæði fógur, þá sofna ég svo sætt og vært og rótt. Katrín Þóra Jóhannesdóttir, Ingvar Orn Þrastarson, Agnes Sunniva Þrastardóttir. KATRIN SÆMUNDSDÓTTIR + Katrín Sæ- mundsdóttir var fædd í Austur- Skaftafellssýslu 4. október 1919. Hún lést í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn og fór útfor hennar fram frá Laugar- neskirkju 21. ágúst. af spurt frétta, t.d. af bræðrunum í Ameríku og bóndanum að Ási. Öll börn og barnabörn ömmu eiga eitt- hvað sem hún hefur búið til. Hún hefur saumað og prjónað föt, heklað dúka og saumað rúmföt með list- rænu milliverki svo dæmi séu nefnd. Þá hefur hún saumað gluggatjöld fyrir marga í fjölskyldunni og haldið ótal kaffi- og matarveislur fyrir þá sem hafa verið að vinna í hálfköruð- um húsum. Síðasta samtal mitt við ömmu var um legsteininn hans afa og hvernig ætti að ganga frá honum. Hún vildi að leiðið yrði fallegt og bæri minn- ingu um góðan og snyrtilega mann gott vitni. Sú ósk verður uppfyllt enda vandlega búið að undirþúa fráganginn í samráði við ömmu. Ég er þakklátur fyrir öll þau góðu ár sem ég hef átt með ömmu og afa, en hann lést fyrir tæpu ári síðan. Án efa hefur andlát afa flýtt fyrir að amma kvaddi þennan heim en hann var sá lífsförunautur sem hún virti, dáði og elskaði alla tíð. Skarð ömmu er vandfyllt og hætt við að einhver tengsl rofni við fráfall hennar og afa. Erfitt verður að fara í Sólhlíðina og geta ekki skroppið í spjall til ömmu og notið umhyggju hennar, rifjað upp gamla tíð, rætt um fólkið okkar, tekið í spil eða bara horft á sjónvarpið í rólegheitum. Því eitt er víst að í hvert sinn er við kom- um í heimsókn gaf hún sér tíma fyrir mann og naut þess að hafa gesti. Það verður vel tekið á móti ömmu þegar að Gullna hliðinu kemur af fallegum, gráhærðum manni sem hún hefur sárt saknað. Valgeir Ó. Kolbeinsson og fjölskylda. Við vorum lánsöm systkinin að ár- ið 1975 ákváðu mamma og pabbi að kaupa hús númer 28 við Hásteins- veginn í Vestmannaeyjum. Beint á móti því húsi bjuggu nefnilega amma og afi. Tengsl okkar við þau urðu því náin og hafa án efa haft mikil áhrif á uppeldi okkar og mótun þeirrar persónu sem við geymum í dag. Það var stutt að skreppa yfir götuna og ferðirnar milli húsanna tveggja því tíðar, enda erindin margvísleg. Það var farið til að fá lánuð verkfæri til að gera við hjólin. Það var farið á föstudagskvöldum til að horfa á Prúðuleikarana í lit meðan litasjónvarp var ekki til heima. Það var farið til að gramsa í gömlum tímaritum sem amma átti, til að fá hjálp hennar við saumaskap, spila vist, sníkja gulrót úr kálgarðin- um og svo mætti lengi telja. Það skemmdi heldur ekki fyrir að áður en haldið var heim á ný bauð amma alltaf upp á mjólk og köku, eins og henni einni var lagið. Amma kunni margar skemmtileg- ar sögur frá því er hún var ung. Hún sagði okkur til að mynda margar sögur frá Vattarnesi við Reyðar- fjörð þar sem hún ólst upp, hákarla- veiðum langafa og póstferðunum um hinar hrikalegu Vattarnesskriður inn á Fáskrúðsfjörð. Einnig var gaman að heyra sögur frá því er hún var vinnukona hjá Helga Ben og þegar þau afi voru að kynnast og hefja sambúð á Sólbakka. Amma var alltaf svo dugleg og vildi alltaf hjálpa til ef eitthvað þurfti að gera. Það sást best á því að nokkrum dögum áður en hún dó var hún heilan dag að þurrka af og ganga frá bókum heima hjá mömmu og pabba til að koma öllu í sama horf og áður vegna vatnstjóns. Allt sem amma gerði var gert af mikilli vand- virkni og nákvæmni eins og heimili þeirra afa bar merki um. Við eigum eftir að sakna þess að hitta ekki ömmu aftur uppi í Sólhlíð þar sem þau afi bjuggu hin síðustu ár. Eins og það var nú oft gaman hjá okkur þar í léttu spjalli. En sú hugsun sem við huggum okkur við er að nú er amma komin til afa sem hún var búin að sakna svo mikið síðan í oktober síðast liðnum þegar hann lést eftir mikil og erfið veikindi. Við kveðjum ömmu okkar með söknuði í hjarta og þökkum fyrir þann góða tíma sem við fengum að vera með henni. Blessuð sé minning hennar. Óskar, Vallý og Njáll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.