Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 39
tíðinni. Þú hélst að ég myndi festast
úti á vinnumarkaðinum án þess að
mennta mig meira en ég reyndi allt-
af að segja þér að ég færi aftur í
skóla eftir eitt ár en þú eiginlega
hristir höfuðið og varst frekar
spældur út í mig. En þú gast svo
tekið gleði þína á ný og gerðir það
svo sannarlega er ég innritaði mig
svo í Háskólann að ári liðnu.
Það skipti mig ekki síður máli að
gleðja þig og það hefur alltaf skipt
mig máli hvað þér hefur fundist um
hlutina.
Mikið finnst mér það sárt að hafa
þig ekki lengur hjá okkur en þegar
fram líða stundir koma fallegar
minningar í stað sársaukans. Eg
kveð þig nú með miklum söknuði,
elsku afl.
Þín
Þóra.
Óðum fækkar nú afabörnum
Jónasar á Reynifelli. Farnir eru:
Einar Ágústsson, Helgi Helgason,
Hrólfur og Jónas Halldórssynir. Nú
síðast andaðist Jónas frændi minn á
Selfossi þann 15. ágúst sl. Víst var
Jónas elstur þeirra frænda, orðinn
79 ára gamall er hann yfirgaf þetta
jarðlíf. En hann hefði átt að lifa
lengur. Við áttum margt ógert.
Ekki höfum við í ár komið að Keld-
um til að líta eftir afa okkar og lang-
afa, en það höfum við gert mörg
undanfarin ár. Hætt er við að ferð-
um að Reynifelli fari fækkandi. Og
nú eigum við Sigrún ekki von á því
að hitta hann glaðan og reifan að
Þóristúni 5.
Jónas Ingvarsson var hógvær
maður og lítillátur. Hann reyndi
aldrei að ota sínum tota eða traðka á
náunga sínum. Hann var hóf-
semdarmaður einstakur og fannst
frændum hans sumum nóg um.
Jafnvel í ættarferðum um óbyggðir
landsins brást ekki þessi einstaka
reglusemi hans og gengu af honum
sögur meðal ættmenna, enda slíkt
all óvenjulegt á þeim bæ. En vissu-
lega kunni hann manna best að
gleðjast með glöðum. Ekki spillti nú
fyrir ef með í för var frændi hans,
Magnús fjallkóngur á Minna-Hofi.
Sjaldan hef ég skemmt mér betur á
öræfum eins og þegar ég var með
þeim Jónasi og Magnúsi í Hvanngili.
Að vísu týndum við Magnús Heklu
um tíma en fundum hana fljótlega
aftur.
Enginn þurfti að efast um trú-
mennsku og alúð Jónasar í starfi,
enda gegndi hann ábyrgðarstörfum
um ævina. Jónas Ingvarsson var
einhver vammlausasti maður sem
ég hefi þekkt. Við Sigrún eigum eft-
ir að sakna hans mjög.
Hrafnkell Helgason.
Elsku afi. Það var sárt að missa
þig. Þú varst tekinn svo snöggt frá
okkur. Þú sem varst svo sérstök
manneskja og áttir þér engan líkan.
Þú varst svo pottþéttur. Eg man að
þegar ég var yngri skrifuðumst við
á. Ég kallaði þig einkapennavininn
minn. í einu bréfinu sagðir þú að
þér þætti leitt að hafa ekki komist
með páskaeggið sjálfur og sendir
það því bara með bréfinu. Svo var
það í öðru að þú sagðir að þú hlakk-
aðir svo til að koma í fermingar-
veisluna mína sem yrði eftir sjö ár
þá en núna er ég orðin eldri og
finnst svo leitt að þú verðir ekki við
ferminguna mína. Ég sendi stund-
um myndir með bréfunum og þótti
þér gaman að hengja þær upp á
vegg hjá þér. Svo sendir þú mér
myndir á móti og ég geymdi þær á
skrifborðinu mínu. Þetta voru góðar
stundir. Þegar ég kom með ein-
kunnaspjald heim úr prófum sast þú
við símann og beiðst eftir hringingu
frá mér. Þegar ég hringdi varst þú
svo ánægður að heyra um einkunn-
irnar og þér fannst ég vera svo dug-
leg. Þú hafðir svo gaman af þessu.
Þegar ég kom ein til ykkar á Selfoss
með rútu, sem var allt of sjaldan,
tókst þú á móti mér og tókum við þá
oft í spil með ömmu og skemmtum
okkur konunglega. Það verður sárt
að hafa þig ekki áfram til að spjalla
við og ræða um heima og geima.
Elsku amma. Guð styrki þig í
sorg þinni.
Það er stutt á milli gleði og sorgar
í þessu lífi.
Hinn 14. ágúst sl. eignuðumst við
Harpa okkar fyrsta barn, heilbrigða
og fallega stúlku. Afi var orðinn
óþreyjufullur því að meðgangan var
í lengra lagi, en allt gekk að óskum
að lokum. Ég hringdi í afa og ömmu
á Selfossi til að tilkynna þeim að nú
væri komin lítil stúlka í heiminn, en
ég hafði beðið lengi eftir að geta
hringt þetta símtal því að samtal við
afa var alltaf skemmtilegt og hann
var alltaf svo hlýr og áhugasamur
gagnvart okkur. Afi svaraði síman-
um og ég tilkynnti honum tíðindin
miklu. Ekki gat ég ímyndað mér að
þetta ætti eftir að verða mitt síðasta
samtal við afa minn. Það síðasta sem
afi sagði við mig í símann var að
hann hlakkaði svo óskaplega mikið
til að sjá litlu, fallegu stúlkuna sem
hann hafði beðið svo lengi eftir.
Þennan sama dag sendi ég myndir
af frumburðinum í tölvupósti svo að
afi og amma gætu nú séð stúlkuna
sem fyrst. Daginn eftir var mér til-
kynnt um andlát afa míns. Eins og
allir vita, sem þekktu afa minn á ein-
hvern hátt, er ómögulegt að lýsa
honum í stuttu máli. Það er í raun og
veru efni í heila bók því hann var
mjög sérstakur maður. Við Harpa
erum ákaflega þakklát fyrir það að
hann gat a.m.k. séð litlu stúlkuna
okkar á mynd þó að það segi ekki
eins mikið og að sjá nýjan fjöl-
skyldumeðiim með berum augum.
Við hlökkuðum svo mikið til að
heyra hvað afi hefði að segja um
litlu stúlkuna okkar. Við vitum að þá
hefði hann ekki sparað lýsingarorð-
in.
Að lokum vil ég þakka afa mínum
fyrir alla þá umhyggju, áhuga og
hlýju sem hann hefur sýnt mér í
gegnum tíðina, og hann mun alltaf
verða ofarlega í huga mínum.
Kveðja,
Gunnar Guðmundsson.
Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni
að eigi geti syrt eins sviplega og nú
og aldrei er svo svart yfir sorgarranni
að eigi geti birt fyrir eilífa trú.
(Matthías Jochumsson)
Hið skyndilega fráfall Jónasar
mágs míns kom okkur öllum í fjöl-
skyldunni í opna skjöldu því þrátt
fyrir veikindi hans undanfarin ár
grunaði okkur ekki að endalokin
væru í nánd. Sorg og söknuður en
jafnframt þakklæti fyrir að hafa átt
vináttu þessa góða drengs fylla
huga minn nú. Jónas var hvers
manns hugljúfi og innan fjölskyld-
unnar var hann dáður sakir mann-
kosta sinna og ljúfmennsku. Góðar
gáfur, einstök vandvirkni við allt
sem hann tók sér fyrir hendur
ásamt prúðmennsku og hógværð
voru hans aðalsmerki og hann mátti
ekki vamm sitt vita. Hann var til-
finninganæmur og tók mjög nærri
sér ef eitthvað bjátaði á hjá vinum
hans og vandamönnum.
Við fjögur, bræðurnir Jónas og
Ingvi og við Inga eiginkonur þeirra,
áttum því láni að fagna að vera nán-
ir vinir og nutum samvista hvert við
annað er færi gafst. Vegna búsetu
okkar Ingva erlendis varð stundum
langt á milli endurfunda, en á seinni
árum er flugsamgöngur við útlönd
urðu betri hittumst við oftar. Heim-
sóknir þeirra til okkar í Stokkhólmi,
Kaupmannahöfn og Washington
DC, voru eintómir gleðidagar. I
Stokkhólmi voru þau á kunnugum
slóðum því bæði höfðu stundað þar
nám á yngri árum og þar gengu þau
í hjónaband. Því var fyrir þau margs
að minnast og margt að rifja upp í
Stokkhólmi. Lengri og skemmri
ferðalög um nágrennið voru tíð og
er eitt þeirra sérlega minnisstætt.
Við ákváðum að skreppa til Álands-
eyja og leigðum okkur þar sumar-
hús í viku eða 10 daga. Þetta er í
sjálfu sér ekkert merkilegt en
ferðamáti þeirra bræðra var það
aftur á móti. Ingvi hafði eignast lít-
inn mótorbát sem hann var afar
hrifinn af og vildi nú endilega sigla
honum yfir Álandshafið. Ekki hafði
ég hugrekki til þess og neitaði alveg
að taka þátt í þeirri siglingu. En
Ingvi gafst ekki upp og svo fór að
stóri bróðir lét að óskum litla bróð-
ur, eins og hans var von og vísa, því
svona var Jónas. Mig grunaði nú
samt að hann langaði lítið til að taka
þátt í þessu ævintýri. - Það varð því
úr að við Inga tækjum ferjuna yfir
sundið en þeir bræður sigldu með-
fram henni á einkasnekkjunni. Við
Inga höfðum þá því í sjónmáli mest
alla leiðina og vorum tilbúnar að
hlaupa til skipstjórans ef eitthvað
bæri útaf hjá þeim. En þetta voru
óþarfa áhyggjur. Þeir voru á undan
okkur að bryggju afar ánægðir með
afrekið. Við áttum síðan yndislega
sólríka daga á þessum sérkennilega
og fallega eyjaklasa. Margar fleiri
skemmtilegar ferðir höfum við farið
saman og betri ferðafélagar eru
vandfundnir.
Á fallega heimlið í Þóristúni 5 er
ætíð gott að koma, þar er rausn og
vinarþel að finna. Ógleymanlegar
verða sláturgerðarheimsóknirnar á
haustin eftir að við Ingvi vorum aft-
ur sest að hér heima. Þar ríkti
vinnugleði og kapp við að framleiða
þessa ljúffengu búbót og gleði yfir
að njóta félagsskapar hvert annars.
Jónas mágur minn skilur eftir
ljúfar minningar um drengskapar-
mann sem aldrei brást og það er
sannarlega gæfa að hafa átt samleið
með slíkum.
Hugur okkar Ingva og Bergljótar
dóttur okkar og fjölskyldu dvelur nú
hjá Ingu og fjölskyldu hennar í inni-
legri samúð. Megi algóður Guð
styðja þau og styrkja.
Hólmfríður G. Jónsdóttir.
Það er með miklum söknuði að ég
rita þessar línur, Jónas minn. Það
var alltaf jafn notalegt að koma í
Þóristúnið til ykkar Ingu og höfðum
við Þóra og dætur okkar gaman af
þeim heimsóknum. Nánast sama
hvernig viðraði, alltaf varstu kom-
inn út á töppur þegar við renndum í
hlað og tókst svo vel á móti okkur.
Þegar inn var komið og Inga farin
að bera fram kaffið þá var alltaf eins
og verið væri að halda upp á stór-
afmæli, slíkar voru kræsingarnar.
Við gátum spjallað um svo margt og
manni leið alltaf vel í návist þinni,
þú spurðir svo margs og fylgdist svo
vel með öllu sem þínir nánustu voru
að sýsla, hvort sem það voru börn
þín, barnabörn, barnabarnabörn
eða tengdabörn.
Þú varst aldrei spar á hrósið en
þann eiginleika þinn, eins og svo
marga aðra, mættu margir taka sér
til fyrirmyndar og aldrei munum við
Þóra gleyma þeim hlýju orðum sem
þú beindir til okkar í ræðu þinni á
brúðkaupsdegi okkar hinn 15. ágúst
fyrir tveimur árum. En það var ein-
mitt 15. ágúst sl. sem þú kvaddir
þennan heim svo skjótt, Jónas minn,
og eitt er víst að þegar ég, um ókom-
in ár, gleðst yfir því að hafa eignast
á þeim degi elskulega eiginkonu
mína mun ég hugsa til þín og þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast þér,
kæri Jónas.
Allir þeir sem voru þess heiðurs
aðnjótandi að þekkja Jónas
Ingvarsson hafa misst mikið og vil
ég votta þeim öllum, aðstandendum
og vinum samúð mína.
Elsku Inga mín, megi góður Guð
styrkja þig í sorg þinni.
Gunnar Sv. Friðriksson.
Þriðjudagurinn 15. ágúst síðast-
liðinn rann upp bjartur og fagur á
Spáni þar sem fjölskyldan naut
sumarleyfis í áhyggjuleysi. Við
morgunverðarborðið ræddum við
þær slæmu fréttir sem okkur höfðu
borist að heiman daginn áður.
Afi Jónas hafði veikst alvarlega
og var þegar ákveðið að heimsækja
hann næsta fimmtudag en þá yrðum
við komin heim. En skyndilega dró
ský fyrir sólu. María systir mín
hringdi og tilkynnti mér að hann
væri allur, hefði andast í kjölfar
áfalls þá um morguninn. Þetta kom
svo óvænt, mig setti hljóða og ég
grét. Minningarnar streymdu fram
og hugur minn var hjá ömmu, pabba
og mínum nánustu og mér fannst ég
vera svo óralangt í burtu. Mér var
hugsað til allra heimsóknanna í
Þóristúnið, til afa sem var svo
traustur og yfirvegaður í framkomu
og alltaf með einlægan áhuga á því
hvernig okkur systkinunum vegnaði
í lífinu, bæði í vinnu og námi. Hann
hrósaði okkur svo innilega og sam-
gladdist okkur þegar vel gekk en
stappaði í okkur stálinu ef þess
þurfti. Við minntumst allra góðu
samverustundanna sem við gerðum
ráð fyrir að yrðu svo miklu fleiri og
rifjuðum þá meðal annars upp
ógleymanlegu ræðuna sem hann
flutti okkur hjónunum í brúðkaup-
inu á síðastliðnu hausti, hún var
bæði hlý og skemmtileg, sambland
af góðlátlegri umvöndun, stolti,
hrósi og góðum óskum - alveg ein-
stök.
En nú er komið að leiðarlokum.
Ég vil biðja Guð almáttugan að
fylgja þér og styrkja ömmu Ingu,
pabba og fjölskylduna á þessari
sorgarstundu. Hrafn Ómar og
Sigrún litla þakka samverustund-
irnar og kveðja með þakklæti og
söknuði.
Blessuð sé minning þín.
Þórdís Örlygsdóttir.
Þegar til stóð að opna afgreiðslu
Búnaðarbankans á Selfossi var Jón-
as Ingvarsson ráðinn forstöðumað-
ur. Þetta var árið 1978. Til að byrja
með var þetta smátt í sniðum, lítið
húsnæði og við aðeins þrjú, sem hóf-
um þarna störf. Stígandi lukka er
best, segir máltækið, og ekki leið á
löngu þar til flutt var í stærra hús-
næði og starfsfólki fjölgaði smátt og
smátt. Ekki var að undra þótt starf-
semin dafnaði þar sem Jónas tók á
móti fólki með sínu hlýja viðmóti og
góðlátleg glettnin sjaldan langt
undan. Jónas var góður yfirmaður,
hann stjórnaði ekki með boðum og
bönnum heldur með sínu góða for-
dæmi. Allt sem hann gerði ein-
kenndist af samviskusemi og vand-
virkni. Jónas lét sér annt um okkur
starfsfólkið og þótt hann væri hætt-
ur að vinna fylgdist hann með okk-
ur, gladdist þegar vel gekk og tók
líka þátt í sorg okkar þegar hún
barði að dyrum.
í gegnum Jónas kynntist ég hans
góðu og skemmtilegu konu og það
var notalegt að líta inn til þeirra
hjóna og eiga við þau skemmtilegt
spjall. Jónasi var gamansemi í blóð
borin og sagði vel frá. Að leiðarlok-
um er ég þakklát fyrir vinsemd hans
og vináttu í gegnum tíðina og sakna
vinar í stað. Ingu og fjölskyldunni
allri votta ég mína innilegustu sam-
úð.
Ingunn Pálsdóttir.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
Jónas Ingvarsson. Löngum og far-
sælum starfsferli hans er lokið.
Honum auðnaðist að ganga sinn
æviveg með þeim hætti að til fyrir-
myndar var samferðamönnum og
afkomendum til eftirbreytni. Það er
sagt að sjaldan falli eplið langt frá
eikinni. Þannig var það með Jónas.
Foreldrar hans voru Guðrún Jónas-
dóttir frá Reynifelli og Ingvar Ing-
varsson frá Minna-Hofi. Þau voru
mikil sómahjón og þekkt fyrir störf
sín að mannúðarmálum.
Snemma myndaðist vinátta með
okkur Jónasi. Við vorum saman í
barnaskóla, störfuðum saman í ung-
mennafélaginu Dagsbrún. Tókum
þátt í íþróttakeppni og ferðalögum.
Þá unnum við saman eitt vor við fyr-
irhleðslu þegar verið var að veita
Álum í Markarfljót. Þetta var árið
1936 og við 15 og 16 ára. Þá voru
vinnubrögðin þannig að grjót var
sprengt úr Dímoni og því síðan velt
uppá handbörur og þeim svo lyft
upp á vörubíl af 2 eða 4 mönnum,
eftir því hvað steinarnir voru þung-
ir. Við sváfum þarna í tjöldum og
undum okkur vel. Það var gott að
vinna með Jónasi.
Jónas eignaðist ágæta eiginkonú"
Ingveldi Kristmannsdóttur. Þau
reistu sér fallegt einbýlishús á Sel-
fossi og bjuggu þar alla tíð síðan.
Þar var allt fínt og fágað, mjög fal-
legt heimili. Þar hefur húsfreyjan,
Inga, eins og við kölluðum hana, átt
sinn stóra hlut að verki. Jónas var
líka mikið snyrtimenni og handlag-
inn við allt er laut að viðhaldi húss-
ins.
Það var fyrir rúmum 30 árum að
við hjónin fórum á hestum úr Aust-
ur-Landeyjum inní Þórsmörk. Það
var dásamlegt ferðalag sem treysti.
enn vináttuböndin. Síðan kom ég oft
og gisti hjá Jónasi og Ingu þegar ég
var að fara með hesta mína á vorin
frá Reykjavík austur í Landeyjar,
en þar hafði ég hesta mína á sumrin.
Hjá þeim hjónum var vel búið um
þreytta hestana, þeim gefið gott hey
og fengu nóg að drekka. Þegar búið
var að ganga frá hestunum var mér
boðið til stofu. Þar hafði húsfreyjan
tilbúið veisluborð og húsbóndinn
tók á móti mér með sínu milda brosi
og hlýja handtaki. Hér var gott að
koma, góður andi í húsi. Það var set-
ið og spjallað fram á nótt um allt
milli himins og jarðar, eins og sagt
er, bæði andleg og veraldleg mál.
En lífsgátan ekki ráðin.
Jónas var maður myndarlegur á
velli og hlýr í viðmóti, trúr í starfi og
heiðarlegur í viðskiptum - mjög vel
gefinn.
Við Ingibjörg þökkum Jónasi
fyrir góða samfylgd á langri leið og
sendum eiginkonu hans Ingu og
afkomendum þeirra og tengdafólki
innilegar samúðarkveðjur.
Ingólfur Jónsson.
Góður maður er genginn. Þegar
við hjónin fluttum ung að árum
norðan úr landi til Selfoss má segja
að við höfum byrjað okkar búskap
hjá Jónasi og Ingu í Þóristúni 5.
Lítið fór fyrir búslóðinni í byrjun
og því er okkur minnisstætt þegar
þau góðu hjón buðu okkur nýju
leigjendunum afnot af þvottavél og
saumavél heimilisins og má í raun
segja að slík hjálpsemi hafi verið
einkennandi öll þau góðu ár sem við
bjuggum hjá þeim.
Var okkur tekið sem fjölskyldu-
meðlimum og á hátíðum og öðrum
tyllidögum vorum við ætið boðin
velkomin til þeirra og einnig til Guð-
rúnar móður Jónasar.
Okkur var þetta ómetanlegt þar
sem við komum á Selfoss ókunnug
öllum og slitin úr tengslum við vinf
og ættingja fyrir norðan.
Hér verður ekki rakinn æviferill
Jónasar en engan höfum við fyrir-
hitt sem efast hefur um heiðarleika
og samviskusemi hans, hvort sem
hann var við störf hjá Kaupfélagi
Árnesinga eða sem útibússtjóri
Búnaðarbankans á Selfossi. Vinátta
okkar við þau hjón og samband við
börn þeirra hélst eftir að við fluttum
úr þeirra húsum og oft höfum við átt
góðar stundir saman sem gjarnan
hefðu mátt verða fleiri.
En eigi má sköpum renna.
Við vottum Ingu og börnum
þeirra: Örlygi, Guðrúnu og Ingvari
svo og öllum öðrum aðstandendum
innilega samúð okkar við andláf'
vinar okkar Jónasar Ingvarssonar.
Kristín og Stefán.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNI A. BJARNASON,
Lerkilundi 1,
Akureyri,
lést fimmtudaginn 24. ágúst.
Jóna Baldvinsdóttir,
Jón H. Bjarnason, Halla Einarsdóttir,
Ingibjörg E. Bjarnadóttir,
Pétur Bjarnason, Ágústa Björnsdóttir,
Lilja K. Bjarnadóttir, Hrafnkell Reynisson
og barnabörn.
Bryi\ja.