Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ráðist á lögreglu- mann í Arbæ LÖGREGLUMAÐUR var barinn í höfuðið með vínflösku og veittir áverkar á andliti og líkama er hann reyndi að stilla til friðar á heimili í Árbæjarhverfí á föstudagskvöld. Lögreglumaðurinn fór á slysavarð- stofu og þar þurfti að sauma sjö spor í höfuð hans. Lögreglan var kölluð að heimili í Árbæ um kl. 22 á föstudags- kvöld vegna heimilisófriðar en til- kynnt hefði verið að óboðnir gestir væru í íbúðinni. Þegar tveir laganna verðir reyndu að stilla til friðar réðst karlmaður á þrítugsaldri að þeim með hnúum og hnefum og veitti öðr- um þeirra áverka með fyrrgreindum afleiðingum. Barði hann lögreglu- mann með vodkaflösku. Lögreglunni tókst að yfirbuga manninn, sem var talinn ölvaður. Hann var látinn sofa úr sér í fangageymslu lögreglunnar og átti að yfirheyra hann í gær. Morgunblaðið/Kristinn Samningur um vísinda- samstarf undirritaður Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Jörína Guðríður Jónsdóttir er hér með núlifandi börnum sínum. Sitjandi eru Kolfinna og Eli'n og fyrir aftan standa Olafur, Björg Steinunn og Einar Sigurvinsbörn. Málar enn myndir JÖRINA G. Jónsdóttir varð 100 ára í gær og hélt þá upp á afmæli sitt ásamt fjölskyldu og vinum. Hún er við ágæta heilsu og heyrir og sér vel og fæst enn við að mála myndir. Jörína fæddist í Blönduholti í Kjósinni og ólst þar upp. Hún lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla Islands árið 1922. Ari síðar giftist hún Sigurvin Einarssyni, kennara og alþingismanni. Með lionum eignaðist hún sjö börn. Barnabörnin eru 26, barnabarna- börnin 46 og langalangömmu- börnin eru orðin fjögur. Jörina kenndi við Barnaskóla Ólafsvíkur frá 1924-31 og einn vetur við Miðbæjarskólann í Reykjavík. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur árið 1931 bjó hún lengst af í Hlíðahverfi en flutti á vistheimilið Seljahlíð árið 1985. Verð á áfengi og tóbaki hækkar VERÐ á áfengi og tóbaki hækkar hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins í dag. Bjór hækkar að meðaltali um 0,14% og annað áfengi að meðal- tali um 0,47%. Verð á tóbaki hækkar að meðaltali um 2,81%. Þessa hækk- un má rekja til gengishækkunar Bandaríkjadals og evru. ----»-H---- Þriggja bfla árekstur á Miklubraut HARÐUR árekstur varð á Miklu- braut rétt eftir hádegið í gær. Þrír bílar skemmdust og tvennt var flutt á slysadeild. Áreksturinn varð með þeim hætti að bifreið stansaði þar sem hlutur hafði dottið af kerru sem var aftan í henni. Næsti bfll, sem kom að, gat stansað en fékk annan bíl aftan á sig og síðan kom sá þriðji aftan á hann. Allir þrír bílarnir skemmdust nokkuð og tveir sem voru í aftasta bílnum voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl. í afmælisveislunni í gær var m.a. lesið upp Ijóð sem Jóhannes úr Kötlum orti til hennar, en Jó- hannes var samtiða Jörínu í Kennaraskólanum. Dómkórinn söng einnig í veislunni en tvö barnabörn Jörínu syngja með kórnum. TVEIR af sex keppendum íslands á Ólympíumóti fatlaðra, sem hald- ið verður í Sydney 18.-29. októ- ber, komu til Sydney rétt fyrir helgina. Þetta eru frjálsíþrótta- mennirnir Geir Sverrisson og Ein- ar Trausti Sveinsson. Geir keppir í 100, 200 og 400 m hlaupi en Ein- ar í kringlukasti og spjótkasti. Með þeim í för er Kári Jónsson þjálfari. Sundmennirnir fjórir sem taka þátt í mótinu komu til Brisbane í gær þar sem þeir verða í æfinga- búðum þangað til haldið verður inn í ólympiuþorpið 14. október. Sundmennirnir sem um er að ræða eru Kristín Rós Hákonar- dóttir, Gunnar Örn Ólafsson, MADELEINE K. Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hinn ís- lenski starfsbróðir hennar Halldór Ásgrímsson og Bjöm Bjamason menntamálaráðherra undirrituðu í Ráðherrabústaðnum í gær nýjan samstarfssamning Rannsóknarráðs íslands og Vísindastofnunar Banda- ríkjanna (National Science Founda- tion). Samningurinn kveður á um sam- vinnu RANNÍS og NSF á tilgreind- um sviðum svo sem rannsóknum í jarðvísindum og á hnattrænum um- hverfisbreytingum; lífvísindarann- sóknum með áherslu á líffræðilegan Þeir fyrstu úr röðum fatlaðra komnir til Sydney Bjarki Birgisson og Pálmar Guð- mundsson. Að sögn Kára var tekin ákvörð- un um það að Geir og Einar kæmu snemma til leiks þannig að þeir fjölbreytileika, örverulíffræði, sam- eindalíffræði, líftækni og norður- slóðarannsóknum. Tók samningur- inn gildi við undirritun og er til fimm ára. Hann endumýjást sjálfkrafa í önnur fimm ár nema annar hvor aðil- inn ákveði annað. Eftir undirritunina sagði Albright m.a. að samningurinn auðveldaði bandarískum og íslenskum vísinda- mönnum aðgang að bestu fáanlegu gögnum og upplýsingum sem völ væri á í hvoru landi fyrir sig. Hér skiptast þau Halldór og Al- bright á eintökum af samningnum eftir undirritunarathöfnina. hefðu góðan tíma til að jafna sig á breyttum tímamun auk þess að vera í æfingabúðum í Newcastle, skammt norðan við Sydney, frá og með næstu viku og þar til þeir fara inn í ólympíuþorpið. Frá því Geir, Einar og Kári komu til Sydney og þangað til þeir fara í æfingabúðirnar búa þeir hjá fslendingum í borginni, þeim LiIIý Jóhannesdóttur og Lúðvík Sigurðssyni, sem eru fjöl- mörgum Islendingum að góðu kunn m.a. fyrir einlæga gestrisni og hlýhug, en Lillý og Lúðvík hafa búið í Ástralíu frá 1968. fþrótta- mennirnir og fleiri Islendingar nutu góðgerða hjá þeim hjónum í gær og þá var þessi mynd tekin. Er þess vænst, að þessi samning- ur verði grundvöllur blómlegs sam- starfs Islands og Bandaríkjanna á sviði vísinda og tækni. 90% nýt- ing á ferð- um GO UM 90% nýting var á ferðum flugfé- lagsins GO frá Bretlandi til Islands allt tímabilið sem félagið flaug hingað í sumar. GO hóf flug til íslands 27. maí í vor og lauk ferðum 27. septem- ber. Flugfélagið notaði 148 sæta vélar af gerðinni Boeng 737-300 í ferðimar hingað. Að sögn Jóns Hákons Magnússonar, talsmanns flugfélagsins GO á íslandi, kom það flugfélaginu á óvart hversu góð nýtingin var og einnig hversu margir á Islandi nýttu sér þjónustu þess. „Þeir hófú ekki þessar ferðir vegna þess að þeir reiknuðu með að fólk búsett á Islandi nýtti sér þær held- ur vegna þess að þeir fundu að áhugi og þörf var fyrir hendi í Bretlandi á ódýru flugi til Islands. Það kom svo á daginn að 25% farþega GO í sumar hófú ferð sína hér á landi sem kom á óvart.“ Að sögn Jóns bókuðu 67% þeirra ferðina á Netinu og tóku eigendur GO það til marks um mikla notkun Nets- ins hér á landi þar sem þetta væri miklu hærra hlutfall en annars staðar á áfangastöðum þeirra. Næsta víst er að GO mun fljúga aft- ur til íslands næsta sumar og jafnvel hefja ferðimar fyix, segir Jón, enda hafi allt gengið framar vonum. Hann segir skýringu þess að þeir munu ekki fljúga hingað í vetur einkum vera þá að nú taki flug á skíðasvæði við, en einnig spili hærra verð olíu inn í. Jón segir að samkvæmt athugunum GO hafi 75-80% farþega þeirra hingað í sumar verið farþegar sem hefðu að öðrum kosti ekki komið til íslands. ------HH--------- Stórsigur á Rúmeníu ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspymu vann í gær stórsigur á landsliði Rúmeníu í seinni viðureign liðanna um sæti í styrkleikaflokki. Urslit leiksins urðu 8:0 fyrir Island en fyrri leik liðanna lauk með 2:2- jafntefli í Rúmeníu. Islensku stúlk- urnar halda því sæti sínu í núverandi styrkleikaflokki. Morgunblaðið/Sverrir I bakgarði Lillýjar Jóhannesdóttur og Lúðvíks Sigurðssonar var mikið um að vera. Geir Sverrisson (f.v.), Lillý, Einar Trausti Sveinsson og Kári Jónsson ræðast við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.